Þjóðviljinn - 06.02.1982, Síða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982.
Skeiðará
fer sér
hægt
,,Mér sýnist hún ætla að fara
sér hægt. Þetta er rétt eins og
mesta sumarvatn ennþá, þrátt
fyrir miklar rigningar, ” sagði
Ragnar Stefánsson i Skaftafelli,
þegar við ræddum við hann í gær
umhlauþið íSkeiðará. Byrjað var
að mæla vatnið i ánni á miðviku-
dag og náði það þá 310 rúmmetr-
um á sek. t fyrradag var það
komið i 420 rúmm. á sek. og i gær
470. „Það er varla hægt að búast
við að hlauþið nái hámarki fyrr
en eftir helgi, eftir þessu að
dæma” sagði Ragnar.
þs
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagsfélagar á Selfossi!
Fyrri umferð forvals fer fram laugardaginn 13. febrúar. Seinni hlutinn
fer fram laugardaginn 20. febrúar. Kjörtimi er frá kl. 14—20, báða dag-
ana. Forvalið fer fram að Kirkjuvegi 7, Selfossi.
Uppstillingarnefnd
Alþýðubandalagið Hafnarfirði:
Félagar athugiö:
Bæjarmálaráðsfundur veröur haldinn i Skálanum Strandgötu 41,
mánudaginn 8. feb. kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Fjárhagsáætiun Hafnaríjaröarbæjar. 1982
2) Starfið lramundan.
3) önnur mál. Stjórnin.
Alþýöubandalagsfélag Grundarfjarðar
Alþýðubandaiagsíelag Grundarljarðarhefurákveöið að láta fara fram
skoðanakönnun meðal stuöningsmanna sinna og óflokksbundinna
manna um væntanlegan iramboöslista félagsins við sveitarstjórnar-
kosningarnar aö vori. Með þessum hætti leitaði félagið til fólks fyrir
kosningarnar 1974 og 1978 og gafst það i alla staði mjög vel. Mikið ligg-
ur þvi viö að góð þátttaka verði i þessari könnun svo vel takist til um
vai á iramboðslista íélagsins.
Laugardaginn 6. tebrúar verða kjörseölar bornir út til viðkomandi
aðila og sóttir aítur sunnudaginn 7. lebrúar eftir hádegi. Þeir óflokks-
bundnumenn, sem ekki hafa íengiö kjörseðla á laugardagskvöld og af
heilindum vilja taka þátt i skoöanakönnuninni vinsamlega hafi sam-
band i sima 8707, 8672 og 8715 og veröur þeim þá sendur kjörseðill eftir
nánari ákvörðun undirbúningsnef ndar. Stjórnin.
Kosningasjóður
Tekiðámóti framlögum i kosningasjóð Alþýðubandalagsins i Reykja-
vik vegna komandi borgarstjórnarkosninga á skrifstofu félagsins að
Grettisgötu 3f'rá kf. 9 til 17alla virkadaga. —ABR.
Þorrablót Alþýðubandalagsins i Kóþavogi
verður haldið laugardaginn 6. l'ebrúar og hefst kl. 19.30. Húsið verður
opnað kl. 19.00.
Dagskrá: Lystauki'' Árni Stefánsson form. félagsins flytur ávarp.
Snæddur hinn vinsæli Þorramatur. Ingveldur Hjaltested syngur við
undirleik Guðna Guðmundssonar. — Dansað af miklu fjöri fram á nótt.
Aðgöngumiðar veröa seldir i Þinghól þriðjud. 2. febrúar kl. 20 - 22.30.
Borö tekin lrá um leiö. Siminn er 41746. Aðgangseyrir kr. 200.-. Nánari
upplýsingar hjá Lovisu i sima 41279. — Þorrablótsnefndin.
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði
Siðari hluti forvals fyrir bæjarstjórnarkosningarnar verður i Skálanum
vi; Strandgötu laugardaginn 6. febrúar kl. 11—19.
Féiagar eru hvattir til að mæta og neyta atkvæðisréttar sins.
Uppstillinganefnd
A lþ ýðuba nda la gs f éla g
Borgarness og nærsveita
Laugardagínn 6. lebrúar veröur
opiö hús i Hólel Borgarnesi, efri
sal, frá kl. 2—6. Svavar Gestsson
formaður Alþýöubandalagsins og
Skúli Alexanderson uiþingis-
maður koma i kalfi um brjuleytiö
og ræða stjornmála' iðliorlið.
Stuðningsmenn Alþyöubandalags
forvalinu og koma i ka.ííi!
Svavai- Skúli
ins eru hvattir til að laka þátt i
Sveitarmálaráð
Alþýðubandalagið Akureyri
Fundur i bæjarmálaráöi verður haldinn mánudaginn 8. febrúar kl.
20.30 i Lárusarhusi.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, — Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum.
SAMEIGINLEGT PRÓFKJÖR
Sameiginiegi prófkjör stjórnmálaflokkanna I Borgarnesi fer fram I
Grunnskóla Borgarness 6. febr. kl. 10-18. Utankjörstaðaatkvæöa-
greiðsla er á skrifstofu Borgarnesshrepps mánudaginn 1. febr. þriðju-
dagirm 2. febr. og fimmtudaginn 4. febrúar kl 18—19 alla dagana.
Stuði.ingsmenn Alþýðubandalagsins eru hvattir til að 'aka þátt I próf-
kjörinu og hafa áhrif á skipan G-iistans i Borgarnesi við kosningar i
vor. Sveitamálaráð.
Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis
Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Dag-
skrá: 1) Kynntar starfsreglur uppstillinganefndar, 2) Inntaka nýrra
félaga, 3) önnur mál. Stjórnin
Alþýðubandalagið
í Njarðvik
Fundur verður haldinn sunnu-
daginn 7. febrúar kl. 14 I matsal
Slippstöðvar Njarðvikur. —
Gestir fundarins verða þeir Geir
Gunnarsson og Benedikt
Daviðsson.Félagar eru hvattir til
að mæta vel og stundvislega. —
Stjórnin. Geir Benedikt
llarpa Bragadóttir
Páll Arnason
Gunnlaugur R. Jónsson
Magnús Jón Arnason
Hallgrimur Hróðmarss
Bragi V. Björnsson
Guðmundur R.Árnason
Rannveig Traustadóttir Sigurbjörg Sveinsdóttir Sigurður Gislason
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði:
Þorbjörg Samúelsdótt-
Síðari hluti forvals í dag
Siðari hluti forvals Alþýðu-
bandalagsins i Hafnarfirði, fer
fram idag laugardag, i Skálanum
Strandgötu 41.
Forvalið hefst kl. 11 árdegis og
stendur fram til kl. 19 siðdegis.
Þátttökurétthafa allirfullgildir
félagar i Alþýðubandalaginu i
Hafnarfirði. í kjöri eru alls 12
manns, 7 karlar og 5 konur, en
kosning fer þannig fram að raða
skal 6 nöfnum upp eftir númera-
röð 1—6, eftir þvi sem mönnum
finnst að efstu sæti listans eigi að
skipast við kosningarnar i vor.
Þátttakendur i siðari hluta for-
valsins eru: Bragi V. Björnsson,
sölumaður. Guðmundur R. Arna-
son háskólanemi. Gunnlaugur R.
Jónsson, kennari. Hallgrimur
Hróðmarsson, kennari. Harpa
Bragadóttir, húsmóðir. Páll
Árnason, verksmiðjust jóri.
Magnús Jón Ámason, kennari.
Rakel Kristjánsdóttir, fulltrúi.
Rannveig Traustadóttir, for-
stöðumaður. Sigurbjörg Sveins-
dóttir, saumakona. Sigurður
Gislason, arkitekt og Þorbjörg
Samúelsdóttir, verkakona.
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði
hvetur alla félagsmenn til að taka
þátt I forvalinu og eins alla stuðn-
ingsmenn að gerast félagsmenn
og hafa þannig áhrif á skipan
framboðsmála flokksins.
Verkamannabústaðir við Eiðsgranda:
Fyrstu afhentir fyrir næstu jól
Nú er verið að byggja 176 ibúðir
á veguin Stjórnar verkamanna-
bústaða i Iteykjavik, og eru þær
staðsettar við Eiösgranda.
Þessar ilniöir eru tveggja til
liinin herbergja og mun verða út-
hlutað bráðlega. Umsóknar-
frestur um ibúðir þessar rennur
út 27. þessa mánaðar.
Fyrstu ibúðirnar viö Eiös-
granda verða að likindum til-
búnar fyrir næstu jól, og er gert
ráð fyrir að afhenda þá 10—15.
Siðan er ætlunin aö afhenda sama
ibúðafjölda i mánuöi hverjum
fram eftir árinu 1983.
Verð á ibúöunum viö Eiðs-
granda er þessa dagana þetta: 2.
herbergja ibúðir 53 ferm. kosta
430 þúsund krónur, 3.herbergja 79
ferm. kosta 590 þúsund krónur og
4herbergja ibúðirnar sem eru 101
ferm. kosta 760 þúsund, Má þvi
segja að vart séu ódýrari ibúðir
byggðar i landinu.
Kaupendur ibúðanna borga
10% andviröis þeirra út, en al'-
gangurinn er lánaður til 42 ára.
Eru eftirstöðvarnar meö 0,5%
vöxtum, visitölutryggöar. Svkr.
Fundur um nýtt byggingasamvinnufé/ag:
Samþykkt
Fundur um starfsemi bygg-
ingasamvinnufélaga, sem hald-
inn var á vegum byggingasam-
v i n n u f é I a g s i n s V i n n u n n a r,
byggingasamvinnufélags starfs-
manna SÍS og Kron var vel sóttur
og var þar samþykkt aö boða til
stofnfundar uýs byggingasam-
vinuulélags i Reykjavik.
Á fundinum var kannaöur vilji
manna til stolnunar nýs félags,
sem heföf það meöal annars á
sinni slefnuskrá aö sameina hin
minni byggingasainvinnufélög i
eitt stórt. Kom fram tillaga um
þetta efni og'var hún samþykkt
samhljóöa.
Fundarmenn kusu sér undir-
búningsnefnd sem á aö undirbúa
stofníundinn og einnig að sækja
um byggingarlóöir fyrir væntan-
legt félag. i þessa neínd vofu
kosin þau Sigurður Magnússon,
Einar Matthiasson frá Vinnunni,
Geir Geirsson og Geir Magnússon
frá byggingasam vinnufélagi
starfsmanna SÍS og Ólafur Jóns-
son og Rebekka Þráinsdóttir frá
Kron.
Miklar umræður uröu á fund-
inum og hlélt Guðrún Jónsdóttir
erindi og sýndi likön og myndir af
fjórum byggingasvæðum i
Reykjavik.
Stofnfundur hins nýja
aðboða til stofnfundar
byggingasamvinnufélags hefur
ekki enn verið ákveðinn, en el vel
tekst til getur oröiö um að ræða
mjög sterkan aöiia á þessum
vettvangi.
Svkr.
Hér ræðast þau við Sigurður Magnússon formaður byggingasamvinnu-
félagsins Vinnunnar og Guðrún Jónsdóttir hjá * Borgarskipulagi
Rcykjavikur, en hún hélterindiá fundinum. Ljósm. gel.