Þjóðviljinn - 19.06.1982, Side 8

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Side 8
, . , , .V- Vt«» *.«i '1T 8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júnl 1982 17. júní á Akureyri Hvarvetna um landiö héldu menn 17. júnf hátiölegan og Akur- eyri var þar engin undantekning. Akureyringar tóku daginn snemma, og hátiöahöldin hófust Hún heitir Ragnheiöur þessi litla táta, og hún tók þátt I hátiöahöldunum þann 17. júni á Akureyri — en hún vildi ekki brosa til ljósmyndara Þjóö- viljans. Eins og sjá má, var margt um manninn á velheppnaöri hátiöarsamkomu Akureyringa á túninu viö Hús- stjórnarskólann. Ljósm.:—jsj. tileinkaður aldamótakynslóðinni strax um morguninn. Þá var m.a. gömlum bilum ekið um bæinn og þyrla Landhelgisgæslunnar kom norður og sýndi björgunaræfing- ar á Pollinum með aðstoö trúöa. Þeir voru leiknir af félögum úr Hjálparsveit skáta á Akureyri, og þeim tókst auðvitaö sakir trúgirni eöa klaufaskapar aö lenda i sjón- um, en var bjargaö af þyrluflug- mönnum gæslunnar. Eftir hádegið gekk skrúðganga með lúörasveit i broddi fylkingar niöur á túnið viö Hússtjórnarskól- ann, og þar var haldinn hátiöar- samkoma meö hefðbundnu sniði, ræðuhöldum og helgistund. Siðar sýndu skátar listir sinar. Nýstúdentar settu venju frem- ur svip á hátiöahöldin 17. júni á Akureyri, og að venju flutti einn úr þeirra hópi ræðu, en aöalræðu- maður dagsins var Steindór Steindórsson, fyrrum skólameist- ari. Að þessu sinni var 17. júni helg- aður aldamótakynslóðinni, þeirri kynslóð, sem mest lagði á sig til að þeir, sem nú eru á besta aldri, geti búiö við gott atlæti. Má meö sanni segja, að þessi tileinkun 17. júni hátiðahaldanna á Akureyri hafi verið vel við hæfi á ári aldr- aöra. Það voru skátar, sem önnuðust undirbúning og framkvæmd 17. júni hátiðahaldanna á Akureyri, en þeir eru i þremur félögum: Hjálparsveit skáta, Skátafélagi Akureyrar og kvenskátafélaginu Valkyrjunum, en auk þess að- stoðuðu gamlir skátar úr Sankti Georgsgildinu við undirbúning- inn. Um kvöidið höfðu svo félagar úr skátahreyfingunni sýningu á reviu, sem hafði verið sérstak- lega samin i tilefni dagsins, en hún var einnig flutt á Dalvik fyrr um daginn. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru á Ak- ureyri 17. júni, var fjölmennt á hátiðarsamkomunni, og veður eins gott og á varð kosið. — jsj. ritstjórnargrei n Framtíð mannkyns og Falklandseyjastríðið A þjóðhátiðardegi íslendinga var lesinn i útvarp útdráttur forystugrein Morgunblaðsins þar sem fagnað var úrslitum i „einhverri frækilegustu herför sem farin hefur verið á siöari timum” — „Bretar hafa svo sannarlega sýnt, að þeir hafa ekki giatað þeim styrk sem i senn gerði þá einráða á höf- unum og að heimsveldi fyrr á öldum”, segir blaðið. Valdið sem vopnum fylgir Sá hernaöarandi sem fram kemur i forystugrein Morgun- blaðsins er með slikum ein- dæmum að vafamál er hvort bresku ihaldsblöðin sem þessa dagana eru uppfull af þjóðrem- bingi vegna sigurs Breta á Falklandseyjum, hafa vinning- inn yfir Moggann. Ritstjórar Morgunblaðsins eru miklir vopnadýrkendur og vilja láta vopnin tala máli hins sterka i al- þjóðaviðskiptum. Hinu gleyma þeir að argentinsku herforingj- arnir sem vissulega bera alla ábyrgð á þvi að þetta fáránlega striö upphófst hafa fengið vopn sin og völd með beinni og óbeinni aðstoð frá auðvaldsrikj- unum á Vesturlöndum. Það hefur að visu ekki verið mein- ingin að þeir snéru vopnunum gegn velgjörðarmönnum sinum, en engu að siður má lita á Falk- landseyjastriðið sem sjálf- skaparviti vopnasölustefnu gömlu herveldanna i Evrópu og Bandarikjanna. Suður-ame- risku herforingjunum hefur ' hingað til verið ætlað að láta bresk, bandarisk og frönsk vopn tala i innanlandsátökum gegn þviað halda opnum dyrum fyrir alþjóðleg auðfyrirtæki i löndum sinum. Um leið og fordæma ber argentinsku herforingjanna og halda fram sjálfsákvörðunar- rétti Falklandseyinga um fram- tiö sina verður ekki hjá þvi komist aöskoða hlutina i viðara samhengi og vekja athygli á þeirri staðreynd að það vald sem vopnum fylgir hafa herfor- ingjakliklurnar i Argentinu fengið fyrst og fremst frá NATCLrikjunum. Skammsýni vigbún- aðarsinna Meginkenning Morgunblaðs- ins er að Bretar hafi fylgt þeirri lofsverðu reglu að innrás með hervaldi verði að "svara með hervaldi þrjóti önnur ráð. En reglan um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, sem verið hefur algild um hefðbundin vopnavið- skipti eins og á Falklands- eyjum, hefur einnig verið yfir- færð á kjarnorkuvigbúnaðinn. Einmitt gegn þeirri skammsýni vigbúnaðarsinna hafa risið upp öflugar friðarhreyfingar um allan heim. Þar snýst málið ekki um eitt þúsund mannslif eins og á Falklandseyjum eða þjóðarmorð á Palestinuaröbum, svo tekin séu dæmi úr þeim átökum sem verið er að sýna i sjónvarpinu þessa dagana 3TloVj}imIiInt>ib M. vKlíviti Sigur á Falklandseyjum Herlið Argentínumanna. setr. lagði Falklandsi’.vjar íinílir sig *. april. gafsi upp fyrir hreska ianrlgmii’u- liAinn i l’ort Stanlev á rniðnaetti aðíur.mótt ló. júrtí :tð :si*.riskuin tínia. Hreiar unou því sigor á Faikland.-eyjurn t»g lukti þar rticð einhverri frit'kilcgus.tti hcrfór, nrrn farin hefur verið á síðari limuni. Frá upphafi hefur hreska rik'sstjórnin haidið þvi fram, ;tð í þr.-ssari rleiiu va ri , kki ufteins sjíilfwkvorðunarrét'.iir FnlkienrJiriga i húfi hr-id- >/! |uð {'nindvaliarutrið', að innrás i ann.ið UnrJ og thkti j«*ss með hervaliii vcrði að «var* nu-ð hcrvaidi, ef ailt unnað þrýtur. Áráaaraðilinn hcfur ntí tapuð á vígvetiin- U'tt, ift rfúr Hi-i-::i hvfur sýnt. nð jicir hua yfir ntikJii itfli. i>i' |«-u m-iu tx-ilt þv: fneð ár;tnt’uf«rik*in’ híflti vtð hina' heldur um útrýmingu mann- kyns. Samt halda vigbúnaðar- sinnar áfram sinni röksemda- færslu og segja að árás með kjarnorkuvopnum verði að svara með kjarnorkuárás hvað sem það kosti. Blekking gagnkvæmnis- táisins Slikureyðileggingarmáttur er nú i vopnakerfum kjarnorku- veldanna að með honum má út- rýma mannkyniog gera jörðina óbyggilega. Samt sem áður snýst umræða vigbúnaðarsinna um styrkleikahlutföll, forskot i vopnakapphlaupi og hugsan- legar atómstriðssenur. Fjölda- fundir friðarhreyfinga hafa gert það að verkum að farið hefur á stað kapphlaup i afvopnunartil- lögum. Það er mikilsverður áfangi, en eins og Helmut Sch- midt kanslari Vestur-Þýska- lands sagði á Afvopnunarráð- stefnu Sameinuðu þjóöanna er friðarhreyfingin fyrst og fremst vitnisburður um að það verður ekki liðið lengur að enginn ár- angur verði i afvopnunarvið- ræðum stórveldanna. A siðastliðnu hausti lýsti Morgunblaðið yfir þvi með miklum fögnuði á forsiðu að friðarhreyfingarnar væru dauðar. Annað hefur komið á daginn og sá árangur hefur náðst að þegar stórveldin koma saman til afvopnunarviðræðna 29. þessa mánaðar i Genf má búast við tillöguflóði frá þeim. Engu að siður er ljóst að Rea- gan Bandarikjaforseti hyggst halda fast við þau áform sin að endurnýja kjarnorkuherafla Bandarikjanna og af hálfu Einar Karl Haraldsson skrifar Bandarikjamanna verður reynt að tryggja að sú áætlun nái fram að ganga hvað sem liður öllum samningaviðræðum. Svar Sovétmanna er hefð- bundið og alþekkt: Þeir segjast ekki eiga annarra kosta völ heldur en að fylgja fast á hæla Bandarikjamanna i vigbún- aðarkapphlaupinu. Gagn- kvæmnistal af þessu tagi er blekking sem friðarhreyfingar eru i óða önn að fletta ofanaf, þvi að hvort risaveldanna um sig getur sparað við sig kjarn- orkuvopn án þess að skerða hið minnsta útrýmingarmöguleika sina. NATO eitt á báti Eftir yfirlýsingu Sovétmanna um að þeir skuldbindi sig til þess að beita ekki kjarnorku- vopnum að fyrra bragði standa kjarnorkuveldin þrjú i NATO ein eftir með þá formlegu stefnu að þau áskilji sér rétt til þess að verða fyrri til að beita kjarn- orkuvopnum. Sjálfsagt verður sú stefna varin i grið og erg á Morgunblaðinu með þvi að hún ein geti haldið yfirburðum So- vétmanna í hefðbundnum vopnum á meginlandi Evrópu i skefjum. En bæði Falklandseyja - striðið og útrýmingarhættan sýna vel að ekki er hægt að halda öllum umræðum á austur/vestur ásnum eins og vigbúnaðarsinnar rembast við. Það er miklu meira i húfi en svo — sjálf framtið mannkyns- ins. Það er einlæg von Þjóðvilj- ans að ritstjórar Morgunblaðs- ins átti sig á þeim veruleika áður en næsti þjóðhátiðardagur rennur upp og vigbúnaðar- móðurinn verði runninn af þeim 17. júni að ári. — ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.