Þjóðviljinn - 19.06.1982, Side 20

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Side 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júni 1982 um helgina Leiksýning á Listahátíð: „Ég er sjálfur sáttur við sýninguna, en að öðru leyti get ég ekki um hana dæmt. Leikararnir gera það sem ég var að vonast til að þeir gerðu. Ef leik- ritið verður klúður, þá er engum um að kenna nema mér," sagði Kjart- an Ragnarsson er við spurðum hann um nýj- asta leikrit hans, „Skiln- aður", sem frumsýnt verður á vegum Listahá- tíðar í Iðnó í kvöld. Höfundurinn, Kjartan Hagn- arsson, hefur vakiö mikla at- Frá æfingu á „Skilnaði”: Jún Hjartarson, Sofffa Jakobsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guörún As- mundsdóttir og Aöalsteinn Bergdal. „Skilnaður” eftir Kjartan hygli sem leikritahöfundur og óhætt er aö segja, aö hann sé af- kastamikill: á siöustu 7 árum hafa veriö flutt jafnmörg verk eftir hann. Þaö fyrsta Sauma- stofan, var frumflutt áriö 1975, og siðan komu Týnda teskeiöin, Blessað barnalán, Snjór, Ofvit- inn, Jói og Peysufatadagurinn. 011 hafa þau hlotiö miklar og al- mennar vinsældir. Nýstárlegt leikform ,,Ég er sáttur viö þessa sýn- ingu — mér finnst þetta góö stil- aðferð, sem opnar mér meiri möguleika en önnur leikrit min. Þetta er ferskara leikhús að minu mati,” svaraöi Kjartan spurningu um hvort þetta væri betra eða verra verk en önnur, sem hann hefur skrifaö. Kjartan sagöi okkur, aö hann heföi skrifaö leikritiö i janúar og febrúar á þessu ári, en gengið með þaö nokkru lengur i kollin- um. Kveikjan aö þvi aö hann settist niöur viö skriftir var sú aö breyta salnum i Iönó, aö end- urskoöa möguleika leikrýmis- ins. Kjartan notar salinn á ný- stárlegan hátt: leikiö er á miðju gólfi leikhússins og áhorfendur sitja allt i kring á upphækkuöum sætum. Einnig er setiö á sviö- inu. Nálægöin við leikarana verö- ur þvi heldur meiri en gengur og gerist i islenskum leikhúsum og mikið mun mæöa á þeim — ekki sist meö tilliti til þess aö sum atriðanna eru nokkuö viökvæm i meöförum. En það eru fleiri nýjungar: notaö veröur fjögurra rása hljóökerfi og er þaö i fyrsta sinn sem slikt er notaö viö leiksýn- ingu hérlendis. Þá höfum viö einnig fyrir satt, að leikmynd og búningar Steinþórs Sigurðsson- ar og leikhljóö Áskels Mássonar muni vekja nokkra athygli. Tímamót í lifi konu Eins og nafniö ber meö sér fjallar leikritiö um mál, sem kemur uppá i um fimmtungi is- lenskra hjónabanda nú á tim- u'm, ef marka má siðustu tölur. Kjartan lýsir málum mest- megnis út frá sjónarhóli kon- unnar, sem Guðrún Asmunds- dóttir leikur. 1 kynningarskrá Listahátiöar stendur svo: „Verkiö spannar nokkra mánuöi á timamótum i lifi konu. Innri og ytri ótti okkar er I fy rir- rúmi. Leit aö nýjum verömæt- um, nýjum leiðum. Baráttan fyrir þvi að lifa af sem mann- eskjur.” Leikarar eru: Guörún Ás- mundsdóttir og Jón Júliusson, sem leika aöalhlutverkin, þ.e. hjónin sem skilja, Sigrún Edda ' Björnsdóttir, sem leikur dóttur þeirra, og Soffia Jakobsdóttir, Aöalsteinn Bergdal og Valgerö- ur Dan fara einnig meö stór hlutverk. Höfundurinn leikstýr- ir verkinu sjálfur. Aðeins verð- ur um tvær sýningar að ræöa nú, — hin siðari veröur annaö kvöld. „Skilnaöur” verður siöan tekinn upp á almennum sýning- um LR i haust. Klúbbfréttin leiðrétt: Karl Sighvats með tónleika í kvöld! Listahátíð í Reykjavík: Börnin og föndrið hjá Jens Föndurvinnustofa Jens Matt- hiasson veröur I fullum gangi i dag aö Kjarvalsstööum, og nú veröur um almennt námskeiö aö ræöa fyrir börn, foreldra og aöra. Jens sýnir fyrst litskyggn- ur i kjallara hússins og síöan fara allir upp aö mála, móta i leir og föndra. Þarna veröa tvö námskeið: hiö fyrra klukkan hálftiu og hiö siðara klukkan tvö. Jens hyggst vera meö hluta námskeiðanna útiviö og vonandi spillir veörátt- an ekki þeirri fyrirætlan. A mánudagskvöld heldur Jens Matthiasson fyrirlestur I Nor- ræna húsinu, sem hann nefnir „Har en konstnSr paa dagis att göra?” (Hefur listamaöur eitt- Frá Föndurvinnustofunni. (Ljósm. — eik —) hvaö fram aö færa á dagvistar- heimilum?). Fyrirlesturinn, sem ætlaöur er fóstrum, for- eldrum og kennurum, hefst kl. hálfniu um kvöldið. — ast t siöasta tölublaöi Þjóöviljans birtist einkennileg „frétt” um starfsemi Klúbbs Listahátiöar, sem rekin er i Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. Engum getum skal aö þvi leitt hér hvers vegna „fréttin” kom fyrir augu lesenda eins og hún var: fyrir- sögnin i engu samræmi viö inni- haldiö og innihaldiö i engu sam- ræmi viö veruleikann. Sú úttekt bíöur Raunasögu blaðamannsins, sem e.t.v. kemur einhvern tima út. Nú skal gerð önnur tilraun til að greina frá starfsemi Klúbbsins. Það var rétt meö fariö i „frétt- inni” að þarna er hægt að fá girnilega rétti fyrir vægt verð i þægilegu umhverfi — og ef sólin heldur áfram aö gera vel viö okk- ur hér i Reykjavik er auðvitað unaöslegt að labba sig út á gras- flötina. 1 kvöld, laugardaginn 19. júni kemur Karl Sighvatsson fram ásamt Sojabaunabandinu. A morgun, sunnudaginn 20. júni leikur Kvatett Kristjáns Magnús- sonar. Þaö er jafnframt siðasti dagur Listahátiöar og endalok Klúbbsins (eöa hvaö?). ast Listahátíð í Reykjavík: íslensk Nú um helgina lýkur Listahá- tiö I Reykjavík og þá um leiö tónleikahaldi aö Kjarvalsstöö- um, en þar hafa komiö fram okkar færustu hljóöfæraleikar- ar og leikiö tónlist eftir okkar, sömuleiöis, færustu tónskáld. Nú um helgina verða leikin verk eftir Hafliöa Hallgrimsson, Guömund Hafsteinsson og Þor- kel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir á laugardag hefjast klukkan fimm á þvi að Haraldur Halldórsson leikur á pianó „Fimm stykki fyrir pi- anó” sem Hafliði Hallgrimsson tónlist samdi 1970-71. Siðan leika Nora Karnblueh, Oskar Ingolfsson og Snorri Sigfús Birgisson verkið „Brunnu beggja kinna björt ljós” eftir Guðmund Hafsteins- son. A sunnudag flytja ólöf Kol- brún Harðardóttir og Þorkell Sigurbjörnsson verkið „Niu lög viö ljóöeftir Jón úr Vör” og Rut Ingólfsdóttir, Unnur Maria Ing- ólfsdóttir, Inga Rós Ingólfsdótt- ir og Hörður Askelsson flytja verið „Petits Plaisirs” („Smá- glens”). Fyrrnefnda verkið samdi Þorkell fyrir Ólöfu Kolbrúnu ár- iö 1978, en hiö siöara árið 1979 og þá fyrir þá tónlistarmenn, sem flytja það nú. „Fimm stykki fyrir pianó” segist Hafliði Hallgrimsson hafa samið upphaflega sem æf- ingar eöa undirbúning fyrir stærra pianóverk og hafa haft til hliðsjónar nokkur eigin ljóð; þvi ráði ljóðin nokkru um stemmn- ingu og efnismeðferð hverju sinni. Stórbassi og Skilnaður meðal efnis á Listahátíð Listahátið i Reykjavik 1982 lýkur nú á sunnudaginn, en um helgina verður margt um aö vera. Skal nú tæpt á atriðunum. Laugardagur 19. júni Föndurvinnustofa Jens Matt- hiasson verður i Norræna hús- inu klukkan hálftiu og klukkan tvö. Þetta eru almenn nám- skeið, en fjöldinn takmarkaður, þannig að vissara er að hringja á undan sér ef menn hafa hug á að taka þátt i þeim. Tónleikar aö Kjarvalsstöðum klukkan fimm: leikin verða verk eftir Hafliða Hallgrimsson og Guðmund Hafsteinsson. Frumflutningur á verki Kjartans Ragnarssonar: „Skilnaður” i Iðnó klukkan hálfniu. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, og með aðalhlut- verkin fara Guðrún Ásmunds- dóttir og Jón Júliusson. „...einn af öndvegis óperu- söngvurum okkar daga”,segir i kynningarskrá Listahátiöar um Boris Christoff. Sunnudagur 20. júni Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i Laugardalshöll með Boris Christoff, búlgörsk- um bassasöngvara — einum þeim besta i heimi, segja kunn- ugir. Boris Christoff er einnig frægur fyrir persónutöfra sina og leikhæfni, en hér visum við i viðtal á öðrum stað i blaðinu við manninn. Tónleikarnir hefjast klukkan fimm og stjórnandi er Gilbert Levine. Tónleikar að Kjarvalsstöðum hefjast sömuleiðis klukkan fimm, en þar verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Skilnaöur” eftir Kjartan Ragnarsson verður fluttur i annað og siðara sinn i Iðnó klukkan hálfniu. Og þá er Listahátið lokið. —ast „Brunnu beggja kinna björt Ijós” samdi Guðmundur Haf- steinsson aö beiðni Óskars Ing- ólfssonar, Musica Nova, handa þeim hljóðfæraleikurum, sem flytja þaö i dag. Drögin að verk- inu voru gerð sumariö 1981 og það var skrifað frá hausti þar til i mars i ár. — ast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.