Þjóðviljinn - 24.07.1982, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Qupperneq 5
Helgin 17.—18. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Siglaugur Brynleifsson: Nietzsche ÞAU ERU HEIT-BUNDIN UMFERÐAR 4H3S sem gera verk hans svo skemmti- leg og hættuleg. Siðferðiskenn- ingar hans voru hliðstæöa við kenningar Darwins um úrvalið og hina hæfustu, að þvi leyti hæfðu kenningar hans tiðarandanum, en hann gat einnig snúist öndverður gegn þeim. Þjóðverjar og þýskir þjóðernis- sinnar töldu sig eiga Nietzsche en enginn hefur skrifað jafn svivirði- lega um Þjóðverja og hann: „Þjóðverjar lesa ekki bækur min- ar ótilneyddir, lesendur minir eru Rússar, Norðurlandabúar og Frakkar. Þýskir fræðimenn hafa jafnan verið ómeðvitaðir falsar- ar, sjálfskönnun meðal þeirra hefur algjörlega f arist fyrir ... og ég afskrifa Þjóðverja algjörlega. Þegar ég hugsa mér einstakling, sem mér sé algjör andstyggð, þá hlýtur þessi einstaklingur alltaf að vera þýskur ... Ég hef ekki not- ið samverustunda með Þjóðverja svo mikið sem eina stund ... Ef mesti andi allra tima fæddist i Þýskalandi, myndi einhver þýsk „belja” fullyrða, að hún væri honum á engan hátt siðri. Ég þoli ekki þennan þjóðflokk, maður er alltaf i afleitum félagsskap innan um þennan lýð, sem ber ekkert skyn á fingerðari tilbrigði mann- legs eðlis.” Friedrich Nietzsche Ykjur og stóryrði voru hluti stílbragða Nietzsches, lýsing hans á Englendingum er nöpur og hittin. Nietzsche lagði i rúst siðferði- legan og háspekilegan grundvöll þess samfélags, sem hann ólst upp i, enda tjá verk hans persónu- leika sem gat ekki sætt sig við neinar grundvallarreglur né neitt samfélag. Eftir þvi sem árin liðu, fjarlægðist hann æ meir þetta samfélag. Hann lifði þvi meir i eigin heimi og barátta hans við sjálfan sig magnaðist, en sumir telja það kveikju skáldskapar. Og Nietz- , sche var skáld og einhver mesti orðsnillingur sem skrifað hefur á | þýska tungu. Vegna þess hvað i hann var mikið skáld, mátti auð- veldlega taka úr verkum hans vissa þætti, sem nýta mátti til þjóðrembings og hernaðarstefnu, þótt fáir höfundar hafi bariö jafn hraustlega á þessum stefnum, einsog þær birtust i samtið Nietz- sches. Ótal myndir hafa verið dregnar upp af Nietzsche. Miguel de Unamuno lýsir honum á þessa leið: „Hjarta hans krafðist eilifð- arinnar en höfuð hans sannað, honum tómleikann. Hann varðist, braust um og barðist gegn sjálf- um sér, hann í'ordæmdi þaö sem hann elskaði heitast. Hann vildi verða eilifur og gerði sér gervi. eilifð. Hann vorkenndi sjálfum sér svo mjög, að hann afneitaði og afsagði alla vorkunnsemi...” Þetta er endanleg útgáfa verka Nietzsche. Útgefandinn rekur út- gáfusögu verka Nietzsches i stuttu máli og undanfara þessar- ar útgáfu. Hér eru gefin út öll verk Nietzsches byggð á frumút- gáfum, sem höfundur sá um og handritum höfundar aðöðru leyti. fýrir þá sem vifia vera svolítió 99SDCS" Alfa Romeo verksmiðjumar hafa fr á upphafi framleitt bfla sem þurft hafa að ganga í gegnum hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um allan heim. Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa Romeo hefur sótt á þessar brautir eru ótvíraBð sönrnm þess að vel hefur til tekist. Við framleiðslu á fólksbflum fyrir almennan markað hafa verksmiðjurnar gætt þess fullkom- lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu aksturs- eiginleikum kappakstursbflanna, kraftinum og öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sórstæða og fallega italska teikning þessa bfls alls staðar verðskuldaða athygli. Verð aðeins frá kr. 131.702 Friedrich Nietzsche: Samtliche Werke Kritische Studienausbabe in 15 B3nden. Herausgegeben von Giorgio Colli und Mazzino Monti- nari. Deutscher Taschenbuch Verlag — de Gruyter 1980. Útgáfa verka Nietzsches var löngum söguleg. Mikið magn verka hans var óútgefið þegar hann lést 25. ágúst 1900. Systur hans Elizabeth Förster-Niet- zsche, tókst að afla sér útgáfurétt- ar að verkum bróður sins og stóð að meiriháttar fölsunum á þeim? húnskekkti og bjagaði, sleppti úr og bætti inn i klausum, auk þess sem hún falsaði bréf frá bróður sinum til sín. Þetta gerði þessi kvensnipt til þess að ágæta sam- band sitt við þennan bróður sinn og til þess að geðjast þeirri kliku sem náði völdunum i Þýskalandi 1932. Saga þessara falsana er furðuleg og enn furðulegra hvað henni tókst að ljúga og falsa án þess að nokkur efaðist. Sá sem fyrstur varð til þess að kveða uppúr um falsanirþessarar konu- kindar var Karl Schlechta prófessor. Hann gaf út þriggja binda ritsafn Nietzsches á árun- um 1954—56. Dr. Erich F. Podach gaf út siðari verk hans 1961. Fram til þess tima eru þær útgáfur sem systir hans sá um, taldar vafasamar, nema þær sem voru endurútgáfur af verkum sem höfundurinn hafði sjálfur séð um. Þessi útgáfa tók að koma út hjá de Gruyter 1967 og henni lauk 1977. Þessi útgafa er endurútgáfa hennar. Það var ekki nóg með það að systir Nietzsche skekkti og bjag- aði verk hans, heldur dundaði hún við aðsemja formála og innganga að verkum bróður sins, sem voru i senn heimskulegir, skrifaðir á flatneskulegu máli og fullir af lygi- Einkum ágerðist þetta á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar, þegar áróðursmenn nazista tóku að misskilja og skekkja kenning- ar hans. Verk Nietzsches voru rökrétt afleiðsla af rómantikinni. Hann varö meðvitað og ómeðvit- að frumkvöðull flestra þeirra stefna og kenninga, sem mótuðu andlegt lif á siðari hluta 19. og 20. öld. Hann lýsti gleði sinni yfir þvi, að fjandsamlegur gagnrýnandi lýsti verkum hans við dýnamit, enda er það réttnefni. Fáir höf- undar hafa „sprengt upp” fleiri „goö” eða tætt af mönnum falsað öryggi en hann. Hann á talsverð- an þátt i flestum andlegum hrær- ingum nútimans, af þeim sér- stæðu orsökum, að hann var bæði rétt skilinn og misskilinn. Það vottar fyrir existensjalisma, lógiskum pósitivisma og nútima sálfræði i verkum hans, hann grunar þá heima, sem Freud og Jungopnameð verkum sinum, og hann varð fyrstur til þess að sinna þýðingarfræði orðmyndana. Nietzsche ólst upp með móður sinni og systur, samband þeirra var stundum þannig að hann skrifaði: „Mér geðjast ekki að möður minni og ég þoli ekki að heyra rödd systur minnar”. 1884 skrifar hann: „Þetta andstyggi- lega gyðingahatur er orsökin að ósamkomulagi systur minnar og min”. Stundum dró til sátta, en samkomulagið var alltaf brot- hætt. Systir hans skrifaði: „Það verður þokkalegur lýður, sem trúirá þig”. Þetta samband hefur vafalaust orðið kveikja ýmissa hugmynda Nietzsches og i lokin varð hann gustukamaður þeirra mæðgna og systur sinnar. Mótsagnir eru eitt einkenni Nietzsches, og hann seg- ir sjálfur að hann áskilji sér full- an rétt til imótsagna, og það eru einmitt þær, mótsagnirnar, Þú ert svolítið mikið „Spes“ ef þú ekur á Alfa Romeo JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.