Þjóðviljinn - 24.07.1982, Side 15
Helgin 24.-25. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Verið er að útbúa geysimikla bað-
strönd með tilheyrandi lónum.
Kvenfólk og karlmenn verða að-
skilin.
öll hús i hinni nýju borg eru gerð úr húseiningum og eru i þeim öll
nýjustu þægindi.
Þeim fórst þetta vel úr hendi og
litlir árekstrar urðu með þeim og
hinum innfæddu verkamönnum.
Það jók mjög álit þeirra i Austur-
löndum.
Nýlega tók Bechtel-fyrirtækið
að sér að teikna og leggja nýjan
alþjóðlegan flugvöll við Riyadh.
Talið er að hann með öllum
mannvirkjum muni kosta um 3.2
miljarða dollara og sú kostnaðar-
áætlun muni standast i einu og
öllu. Annað bandariskt fyrirtæki
tók að sér svipað fyrirtæki i Jidda
en þar fóru kostnaðaráætlanir
langt fram úr áætlun.
Jubail-áœtlunin
Upphafið að Jubail-áætluninni
má rekja til ársins 1973. Þá áttu
þeir Stephen Bechtel eldri og
Faisal konungur, sonur Ibn Saud,
fund með sér i Intercontinental
hótelinu i Genf (það var reyndar
byggt af Bechtel). Konungurinn
bar þá upp það vandamál að jarð-
gas að verðmæti 1 miljarður doll-
ara brynni árlega i Saudi-Arabiu
af þvi að ekki væri hægt að nýta
það á nógu ódýran hátt.
Bechtel stakk þá upp á þvi að
reistar yrðu nokkrar efnaverk-
smiðjur nálægt oliusvæðunum til
þess að nýta þetta gas. Þarna
yrðu ekki aðeins framleidd hrá-
efni fyrir oliuefnaiðnaðinn heldur
einnig margs konar vörur svo
sem plast, stál, ál og áburður.
Faisal konungur féllst á þetta og
Bechtel-fyrirtækið útfærði siðan
hugmyndina og árið 1976 var á-
kveðið að fyrirtækið tæki að sér
þetta verkefni.
Jafnvel fyrir félag á borð við
Bechtel var ekki ráðist i neitt
smáræði. Þar sem stæði hinnar
nýju borgar var ákveðið var ekk-
ert nema sandur og einnig litið
fiskiþorp við persneska flóann.
Flugvöllur með yfir 4 km löngum
brautum var gerður og þar gátu
stærstu flugvélar lent. Japanskt
fyrirtæki sá um aö reisa eiming-
arstöð viö Persneska flóann og
árið 1980 kom 5 miljón gallon af
vatni á dag úr stöðinni.
Núna er allt þetta eyðimerkur-
svæði undirlagt jarðýtum, krön-
um og trukkum. Gifurlegu magni
af grjóti og jarðvegi er ekið i
hafnarbakka sem er hátt á hálfan
km á breidd og verður um 10 km á
lengd þegar hann verður fullgerð-
ur árið 1985. Þar munu geta lagst
18 stór flutningaskip i röð og á
enda hans verður geysistór hrá-
oliuafgreiðsla fyrir skip allt að
500 þúsund tonn að stærð.
Húseiningaborg
Vegna þess hve Jubaii er af-
skekkt er öll borgin reist úr hús-
einingum, bæði verksmiðjur og
önnur hús. Þannig er t.d. A1 Hu-
waylat spitalinn, sem hefur 205
rúm fluttur i fullkomnum eining-
um frá San Antonio. M.a.s. bæna-
rúmið með sinum moskutjöldum
er búið til i Alabama og flutt sjó-
leiðis.
tbúðarhúsin sem reist eru fyrir
þá, sem koma til með að búa i
borginni, eru með öllum þægind-
um. Algeng eru þriggja herbergja
hús og stillinn er einhvers konar
sambland arabisks og s-kali-
forniustils. t húsunum er loftræst-
ingy parketgólf og rafmagnstæki
frá General Electric og Kitchen-
aid. Verð þessara húsa er allt að
300 þúsund dollurum en einnig eru
byggðar mun ódýrari ibúðir, t.d. i
blokkum.
Þá er verið að útbúa fullkomna
baðströnd þar sem karlar og kon-
ur verða aðskilin og einnig 'oá'ta-
höfn.
Draugaborg?
Bygging Jubail hefur gengið
eftir áætlun en talið er að erfið-
leikar geti oröið á þvi aö láta
borgina „fúnkera” þegar þar að
kemur. Surnir sérfræðingar telja
að þar verði frramleiddar vörur
sem heimurinn hafi nú þegar nóg
af. Þá benda sumir á að hröð iðn-
væðing af þessu tagi hafi einmitt
velt keisaranum af tran og sama
geti hent i hinu ihaldssama þjóð-
félagi i Saudi-Arabiu. Þó er
margt ólikt með þessum þjóð-
um. Saudi-arabar eru ein menn-
ingar- og trúarheild og konungs-
fjölskyldan I mjög nánum
tengslum við trúarleiðtoga þjóð-
arinnar. Þá er ekki til i landinu
uppreisnargjörn öreigastétt i
borgum eins og i tran. Verðbólg-
an hefur ekki farið yfir 8% og ekki
er hægt að tala um atvinnuleysi i
landinu.
Hitt er annað mál að ekki er
vist að hinir ihaldssömu saudi-ar-
abar vilji flytja til Jubail fyrst um
sinn. Menntamenn landsins kjósa
örugglega frekar að búa i auðug-
um rótgrónum borgum eins og
JiddaRiyadh og Dharan þar sem
nóg er af peningum og störfum
við þerra hæfi. Og að mennta hina
fátækari ibúa landsins til iðn-
væddra starfa i Jubail tekur ör-
uugglega mörg ár. t þjóðfélagi
sem hefur tekið stökkbreytingu
frá kamedýrum til kádiljáka á
nokkrum áratugum er vel hugs-
anlegt að Jubail henti alls ekki i-
búunum og veröi þegar allt kem-
ur til alls draugaborg. Og yfirvöld
i Saudi-Arabiu hafa ekki i hug að
þvinga neinn til aö flytja þangað.
Ef Jubailáætlunin mistekst að
þessu leyti er hætt við að orðstir
Bechtel-fyrirtækisins verði fyrir
miklu áfalli. Þaö er ekki aðeins
framkvæmdaaðili, heldur átti
hugmyndina að þessari borg.
( Byggt á Time — GFr)
Árbók Ferðafélags íslands 1982
Ofrausn?
Helgi Hjörvar skrifaði á sinum
tima lýsingu á Snæfellsnesi fyrir
Ferðafélag lslands, er birtist i
Árbók þess 1932. Fleiri lögðu þar
hönd að verki, s.s. Olafur Lárus-
son, Jón Eyþórsson og
Guðmundur G. Bárðarson. Þarna
voru engir aukvisar á ferð, enda
bjuggu ferðamenn lengi að leið-
sögn þeirra, fróöleik og ritleikni.
Svo liðu ár, eða til ársins 1970.
Þá birti Árbókin lýsingu á a.m.k.
þremur austustu hreppum
Snæfellsness og Hnappadals-
sýslu, eftir Guðlaug Jónsson lög-
regluþjón, sannfróðan mann og
þaulkunnugan á þeim slóðum. Og
nú, að 12 árum liðnum, flytur Ar-
bókin lýsingu á þessu margróm-
aða tröllvaxna nesi, eftir Einar
Hauk Kristjánsson skrifstofú-
stjóra, lipran rithöfund Snæfell-
ing að ætt. Hann hefur tekið viö
þar sem Guðlaugur endaði sitt
verk, en ekki komist yfir meira en
þrjá ystu hreppa nessins, endar
sina lexiu i Olafsvikurenni. Auk
þess hefur hann kilfrað á
Snæfellsnesjökul, sem ég veit
ekki hver af þessum hreppum
eignar sér. Er það að visu ærið
verk, þvi löngum hefur jökullinn
þótt erfiður þeim sem á hann
sækja. Enn er þvi ærið efni eftir
fyrir þá sem að þessari umferð
um nesið standa, þar sem eru:
Ólafsvikurhreppur, Fróðár-
hreppur, Eyrarsveit, Stykkis-
hólmur og Skógarströnd. Þær
sveitir eru sist ómerkari en þær
sem Einar Haukur hefur afgreitt i
þessari bók, frá hvaða sjónar-
horni sem á þær er litið. Þess má
og vænta, að þeim verði gerð skil i
næstu Arbókum, svo þráöurinn
slitni ekki, og nesinu hafi þá verið
gerð þau skil sem dugi næstu ára-
tugina. —
Einar Haukur er ekki einn um
hituna i þessari Arbók. Haukur
jarðfræðingur Jóhannesson
skrifar skilmerkilega grein um
jaröfræði nessins. Er hún góðra
gjalda verö. Hefði bókin gjarnan
mátt hefjast á henni. Ekkert
verður sagt eöa gert án þess að
hafa jörð undir fótum, hvernig
svo sem hún hefur orðiö til.
Snæfellsnesið er alls góös mak-
legt frá Ferðafélagi tslands.
Öviða mun þvi gefast betra tæki-
færi á að sýna feröamönnum fjöl-
breyttara landslag og hrikalegri
fegurð til lands og sjávar.
En er þarna ekki um ofrausn að
ræða, þegar haft er i huga hve
óumræðilega mikið verkefni
félagiö getur átt fyrir höndum, að
kynna land og lýð, innlendum og
erlendum feröamönnum?
Varla þarf að taka fram, að ytri
frágangur Arbókarinnar er hinn
prýðilegasti: málfariö gott og
myndirnar, sem eru margar
hinar fegurstu sem ég hef séð af
þessum slóðum.
Bergsveinn Skúlason.
Aldarafmæli Jónasar frá Hriflu:
Útgáfa bréfabókar
Jónas Jónsson frá llriflu var
sá stjórnmálamaður fslenskur,
sem mestan svip setti á pólitíska
samtið sina á meðan hann tók
beinan þátt i baráttunni. Hug-
kvæmni hans, áræði og vlgfimi I
ræðu jafnt sem riti var mcð ólík-
indum. Hann sat i ráöherrastóli
aðeins örfá ár. En á þvi árabili
varð bylting á lslandi.
Nú liður óðum að aldarafmæli
Jónasar, en hann var fæddur 1.
mai' 1885. t tilefni af afmælinu
hefursú hugmynd skotiðupp kolli
að gefa út úrval af sendibréfum
hans. Jónas skrifaði óhemju
ósköp af sendibréfum, enda stóð
hann, svo áratugum skipti, i
bréfasambandi við fjölda manns
viðsvegar um landið. Enginn vafi
er á þvi að i þessum bréfum,
mörgum hverjum a.m.k., eru
ýmsar merkar heimildir fólgnar
um Jónassjálfanog samtið hans.
Nú er timi sendibréfanna liðinn
og þar meö vissrar „bókmennta-
greinar”. Margir, kannski flestir,
hirða li'tt um gömul bréf, og með
glötun margra þeirra hafa mikil
fémætifariðforgörðum. Ætla má,
að komið sé fram á eUeftu stund
með að safna saman bréfum Jón-
asar. Þvi ernú til þess mælst við
alla þá, sem eiga i fórum sinum
bréf frá honum, að tilkynna það
einhverjum þessara manna:
Aðalgeiri Kristjánssyni, Þjóð-
skjalasafninu við Hverfisgötu,
Jónasi Kristjánssvni, Arnastofn-
un, eða Sigurði Steinþórssyni,
KaplaskjóLsvegi 53, 107 Reykja-
vík.
—mhg
Jnnas frá Hriflu.
137 hafa slasast í umferðaslysum
í Reykjavík á fyrri helmingi árs
Á fyrri helmingi þessa árs hafa
slasast i umferðarslysum i
Reykjavik 137 manns, þar af 67
litið, en 70 mikið, en þar af eru tvö
dauðaslys, að þvi er kom fram i
upplýsingum, sem Þjóðviljinn
aflaði sér hjá Óskari ólafssyni,
yfirlögregluþjóni i Reykjavik.
Slysatilvikin á sama tima voru
110, en á sama tima i fyrra slös-
uðust nokkru færri, eða 114 i 86
slysatilvikum, en þá voru dauða-
slys jafnmörg.
A þessu ári skiptist þessi fjöldi
þannig, að gangandi vegfarendur
eru 48, 16 börn, 16 konur og 16
karlar. Vélhjólamenn hafa slas-
ast alls 10, þar af þrir litið en 7
mikið, hjólreiðamenn hafa slas-
ast sex, fjórir litið slasaðir, en
tveir mikið.
Það hefur slasast 41 ökumaður i
umferðaróhöppum, þar af 26 litið
en 15 mikið, en farþegar hafa alls
slasast 32, 21 litið en 11 mikið.
Slysin gerast helst á anna-
timum, að þvi er fram kom i máli
Óskars Ólafssonar, en þaö er á
morgnana, og svo á bilinu frá
16—18 siðdegis. Slysin dreifast
mjög jafnt yfir allt timabilið, og
kvað Óskar næstum þvi hægt að
gera áætlun fram i timann yfir
slysin, þvi miður. Hann sagði þó,
að jafnan bæri mikið á þvi, að fólk
færi varlegar i umferðinni, ef
nýlega hefði verið greint frá
alvarlegum slysum i fréttum, en
siðan vildi sækja i farið 4—5
dögum seinna. ,,Ef fólk fer að
hugsa um þessi mál i raun og
veru, og er þröngvað til þess af
fréttaflutningi af slysum, þá
hefur það áhrif. Það sést á lækk-
aðri árekstrartiðni og i radar-
mælingum okkar”, sagöi Óskar
Ólafsson að lokum. — jsj