Þjóðviljinn - 31.07.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. stjórnmál á sunnudegri Svavar Hagvexti eru takmörk sett Fyrir réttum 10 árum var haldinn fundur norrænna sveitarstjórnarmanna á Laugar- vatni — nánar tiltekið var fundurinn hald- inn 20. júli 1972. Þar hélt Magnús Kjartans- son, þáv. heilbrigöis- og tryggingamálaráð- herra, ræðu sem hannnefndi „Hagvexti eru takmörk sett”. Ræöan var svo gefin út i Sveitarstjórnarmálum og birtist einnig sér- prentuð i þó nokkru upplagi. Ég álit að þetta sé eitt besta framlag Magnúsar Kjartanssonar til pólitiskrar umræðu og er þá mikið sagt, þvi margar ræður hans og greinar eru bókmenntaverk sem lengi veröur unnt að sækja til liösinni, ekki sist á erfiðum timum. Þessi ræða Magnúsar Kjartanssonar, „Hagvexti eru takmörk sett”, snerist um vandamál sem eru ákaf- lega áleitin um þessar mundir, en fáir feng- ust til þess aö gefa þeim gaum hér á landi fyrir 10 árum. Ræðan átti vel við þá — en hún á enn brýnna erindi við okkur einmitt um þessar mundir, þegar þjóðin fær i fyrsta sinn að horfa framan i staðreyndir sem sýna að hagvextinum eru takmörk sett — sem sýna að hér verður ekki um aö ræöa Gestsson skrifar í fysta lagi verður að leggja áherslu á aukna framleiðslu og framleiðni þannig að meira verði til skiptanna. i öðru lagi verður að knýja fram margs- konar sparnað i yfirbyggingu þjóðfélagsins og milliliðastarísemi að ekki sé minnst á höfuðatvinnuvegina þar sem margt mætti mun betur fara. Þegar þetta tvennt hefur verið gert þarf aðátta sig áþvi sem óleyst er og deilurnar i stjórnmálum munu einmitt á næstu mánuð- um snúastum það hvernig þetta bil verður brúað. i fyrstunni er þaö gert með við- skiptahalla — eins og árum saman hefur verið um að ræða hér á landi — þangað til 1978 og svo aftur nú. Viðskiptahalli til margra ára er hins vegar háskalegur og þess vegna er nauðsynlegt að ákveða hvar skerðing þjóðarframleiðslunnar kemur niður. Þar verða menn fyrst aö snúa geiri sinum að versluninni sem skilað hefur hundruðum miljóna króna á siðustu árum i hagnaö. Viö hljótum aö ætlast til þess að rikisstjórnin taki sérstaklega á þeim mál- um. Þannig er ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn sem á mjög innangengt i valdastofnanir sam- vinnuhreyfingarinnar gangi þar á undan með góðu fordæmi, að ekki sé minnst á þá möguleika sem verölagsyfirvöld verða að Hvort á aö skeröa verslunargróöann eöa kaupmátt lágtekjufólksins? Krafa um ný skiptakjör litinn hagvöxt i ár i staö mikils hagvaxtar liðinna ára: Þaö er þvert á móti við þvi aö búast að minna verði til skiptanna i ár en siðustu árin hér á landi. Þetta má sýna með þessum tölum: Visitala þjóðarteknanna á mann: Ar: 1970 .................................... 100.0 1971 .....................................114.7 1972 .................................... 119.1 1973 .................................... 131.0 1974 .....................................130.6 1975 .................................... 121.4 1976 .................................... 127.5 1977 .................................... 137.8 1978 .................................... 141.6 1979 .................................... 140.6 1980 .................................... 141.3 1981 .....................................142.1 Aætl.: 1982 .................................... 137.8 til 133.6 Hærri talan (áætl. 1982) svarar til 3% lækkunar frá fyrra ári, en 133.6 svarar til 6% lækkunar frá fyrra ári (tvær spár). Stingum ekki höfðinu í sandinn — Ef spá Þjóöhagsstoínunar um 3% sam- drátt þjóðarframleiðslu rætist veröa þjóð- artekjur á mann svipaöar á þessu ári og á árinu 1977. Meö öörum orðum: Það sem hefur bæst við i eyöslu og útgjöldum (lifs- kjörum) þjóðarinnar siðan 1977 verður að finna sér stoð i öörum verðmætum en fyrr, það verður aðknýja fram ný skiptahlutföll i þjóðarbúinu til þess að varðveita liískjörin. — Þjóðhagsstofnun spáir einnig neöri mörkum þjóðartekna á manná þessuáriog þau liggja miklu neöar en fyrr var nefnt, en þar er gert ráð fyrir 6% minnkun þjóðar- framleiðslu i ár frá þvi i fyrra. Þar er einn- ig gert ráð fyrir þvi, aö þjóðartekjur á rpann geti oröið minni I ár og lika næsta ár ef svo fer fram sem horfir. Nú hafa landsmenn áður lesið vondar spár Þjóðhagsstofnunar og ég er einn þeirra sem hef dregið þær i efa og iðulega hafa varúðarorð stofnunarinnar reynst stórkostlega ýkt. Ég tel þó að nú sé sérstök ástæða til þess að staldra við — ég tel að hér séu raunveruleg og alvarleg vandamál við að glima sem fráleitt er að lita framhjá. Vandi upp á 2 milljaröa Það sem liggur fyrir er þetta meðal ann- ars: • Þorskaflinn er talinn verða 50 þúsund tonnum minni en á s.i. ári. • Loönuaflinn sem um skeið fór yfirOOO þúsund tonn á ári verður enginn á þessu ári að teljandi sé. • Vaxtaokurstefna Banda- rikjastjórnar kemur nú illa niöur á þjóðum sem skulda. Þannig er taiið að íslend- ingar þurfi að greiða 400 miijónum króna meira á þessu ári en orðið hefði samkvæmt vaxtakjörum ársins 1980. Það munar um minna. Hér hafa veriö nefnd þrjú atriði sem öll vega þungt og hvert um sig hefði verið talið stórfellt vandamál. En þau segja þó ekki alla söguna þvi hér eru ekki talin til vanda- mál eins og ofíramleiðsla á kindakjöti og sölutregða á skreið til Nigeriu. Hér er það heldur ekki nefnt, aö islenskur iðnaöur, einkum samkeppnisiðnaðurinn, hefur átt við mikla eríiöleika að etja vegna alþjóð- legrar gengisþróunar þar sem doilarinn hefur stöðugt verið að styrkjast en Evrópu- gjaldmiðlar eru veikari. En þau þrjú atriði sem voru talin upp sérstaklega valda þjóð- arbúinu samanlagt vanda sem telja verður að geti nálgast tvo miljarða nýkróna. Það er einnig greinilegt að þessi vandamál hafa keðjuverkandi áhrif og þau koma verst niö- ur þar sem sist skyldi ef ekki verður gripið til sérstakra efnahagsaögerða. Vissulega kemur samdráttur i afla fyrst og fremst niöur á tekjum sjómanna og út- gerðaraðila. Þar næst hefur samdráttur af þessum toga áhrif á tekjur íiskvinnslunnar og verkafólks i landi þó i minna mæli sé. Ef hins vegar er ekki gripið til sérstakra efna- hagsaðgeröa þá koma þessar niðurstöður framleiðsluatvinnuveganna siðan fram i auknum viöskiptahalla sem enn hefur i för með sér auknar erlendar lántökur. Þannig leiðir hvað af öðru og þaö er höfuðskylda stjórnvalda aö bregöast viö þessum vanda, að rjúfa vitahringinn þannig að varin séu kjör láglaunafólksins sem hefur raunar þegar tekiö á sig hluta af þessum mikla vanda meö skertum visitölubótum. Þaö er þvi komiö aö öörum en láglaunamönnum aö draga úr sinum kröfum. Nú veröur til dæmis að fara að ganga að versluninni sem skilar hundruðum miljóna i gróða á sama tima og undirstöðuatvinnuvegirnir tapa fjármunum. Vissulega eru þessi vandamál alvarleg og það er brýnt að menn átti sig á þeim og setji vandann i heildarsamhengi. Menn þurfa engu aðsibur aðgera sér það ljóst.að hér er ekki um neinn dauðadóm að ræða yf- ir fslenska þjóðfélaginu — með sameigin- legu heildarátaki á félagslegum grundvelli er unnt að leysa þau vandamál sem blasa við. Þar hefur fámenn þjóð ekki efni á þeirri sóun sem felst i sundurvirkni einka- gróðasamfélagsins né heldur f þeim hrepparígsem alltof mikið berá hérá landi. Aukin framleiöni, sparnaöur, — og réttlátari skipti Þegar þjóðin stendur l'rammi fyrir vandamálum af þeim toga sem hér er um að ræða ber að leggja höfuðáherslu á nokk- ur meginatriði: hugaaöi þessum efnum. Þaö erbeðiðeft- ir hugmyndum frá þessum aðilum um það hvernig unnt er að tryggja að verslunin láti nokkuðaf sinum hlut til þess að leysa vand- ann. Það er ekki unnt að gera kröfur til lág- launafólks nema slikt liggi fyrir. Hér hafa verið nefnd þrjú atriði — aukin framleiðsla, sparnaður og niðurskurður á kostnaði milliliðanna. Þessi grundvallarat- riði verður að hafa efst á blaði og Alþýöu- bandalagiö mun beita sér fyrir lausn þeirra vandamála sem viö er aö glima á ofan- greindum forsendum. Auölindanýting Um leið og við gerum okkur grein fyrir þvi hvernig brugöist veröur við vandamál- unum I bráð verður einnig að gera sér ljóst hvað ber að gera til langs tima. Þar verður að koma til i senn stórfelld ný verðmæta- sköpun úr auðlindum okkar um leið og menn lita i eigin barm og reyna að draga úr þeirri gegndarlausu sóun sem á sér stað viða hér á landi eins og I grannrikjum okk- ar bæði i fari stofnana, fyrirtækja og ein- staklinga. Lifskjarabreyting verður þar og að koma til. Nauðsynlegt er að skýra vel af hverju vandinn stafar nú og reyna að leita að svör- um I þeirri greiningu. Það liggur fyrir að auðlindirnar eru takmarkaöar. Fiskistofn- arnir mega ekki verða fyrir rányrkju. Hún kemur okkur i koll. Það þarf að standa að auðlindanýtingunni á félagslegum forsend- um. Gróðaöflin mega ekki ráða þar ferð- inni, ekki heldur þrengstu byggðasjónar- mið. Við höfum umgengist aublindir hafs- ins af miklu kæruleysi, og sárin á landinu okkar bera enn skýran vott um skammsýni og skilningsleysi. Skuld okkar við komandi kynslóðir verður best greidd með þvi að græða landið og með þvi að nýta auðlindir þannig að þær skili meiru til komandi kyn- slóöa en við höfum tekið. Auðlindunum eru takmörk sett — það verðum við að gera okkur ljóst. Það er i rauninni grunnfor- senda þess að maðurinn fái haldiö lifi á jörðinni að hann geri sér grein fyrir þessu. Sem betur fer gera fleiri og fleiri sér ljóst hvaða hætta er á feröum ef við göngum ekki vel um auðlindirnar, en hitt virðist fáum vera ljóst að hin alþjóölega kreppa sem nú er um að ræða á einnig rætur að rekja til takmarkaðra auðlinda og þaö er lika ljóst að versnandi ástand i heiminum og vaxandi ófriðarhætta birtast okkur nú vegna þess að minnaer til skiptanna en fyrr. Fólk virðist enn ekki hafa áttaö sig á þvi að stöðugur vaxandi hagvöxtur hlýtur að vera undan- tekning i sögunni, en ekki regla. Magnús Kjartansson benti á þá stað- reynd fyrir 10 árum. Þaö virðist þvi miður verafull þörf á þvi að rifja þaöupp nú — við getum þurft að hagnýta aöra mælikvarða á umhverfi okkar á næstu árum en verið hef- ur um sinn. I þvi felst enginn voði, en krafa um skynsamleg vinnubrögð, heildarsýn og ný skipti úr þjóðarauðæfum. Þau þrjú atriði sem voru talin upp sérstak- lega valda þjóðarbúinu samanlagt vanda, sem telja verður að geti nálgast tvo miljarða nýkróna. Það er einnig greinilegt, að þessi vandamál hafa keðjuverkandi áhrif og þau koma verst niður þar sem síst skyldi, ef ekki verður gripið til sérstakra efnahagsráðstafana

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.