Þjóðviljinn - 31.07.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNiHelgin 31. júll—1. ágúst 1982. MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Bitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. ritstjérnararei n Malbik og ferðafrelsi • Þjóðin stundar vegina af dugnaði um þessa helgi, ef að likum iætur, og nýtur vonandi þokka- legs veðurs um þessa aðal ferðahelgi ársins. Og þótt hringvegurinn sé i sundur sakir vatnsaga i Skaftafellssýslu þá skortir ekki ökuleiðirnar um það viðáttumikla land sem við byggjum. • Kkki er að efa, að mörg orð verða látin um það falla hversu vegirnir séu lélegir, og hvilikur mun- ur það væri ef þjóðvegirnir væru nú malbikaðir. Og vist er það bæði satt og rétt. • Verulegt átak hefur verið gert i vegamálum á undanförnum árum. Þeir lengjast ár frá ári kafl- arnir sem bundið slitlag hefur verið lagt á. Nú geta menn ekið langleiðina frá Hvolsvelli i Borg- arnes á oliumalarvegum, langir kaflar i Húna- vatssýslu hafa verið malbikaðir, og fleiri dæmi má telja upp. • Arðsemisútreikningar ýmsir sýna að vega- , framkvæmdir af þessu tagi eru með arðsömustu verkefnum sem þjóðarbú okkar getur tekið við. Kemur þar margt til, t.d. minni bensineyðsla bif- reiða, minna slit á þeim, og margt fleira. Þess vegna er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að hald- ið sé áfram vegagerð af hinu varanlega taginu eftir þvi sem þjóðarhagur ieyfir hverju sinni. En verkefnið er óhemjulega dýrt. • En fyrir stóran hluta þjóðarinnar er það i raun minniháttar spurning i vegamálum hvort vegur- inn er lagður bundnu slitlagi eða ekki. Verulegur hluti þeirra sem i strjálbýlinu búa verður enn að láta sér nægja að spyrja hvort vegurinn sé fær eða ekki. Þær framfarir i vegamálum, sem snúa aö þéttbýlisbúum á Faxaflóasvæðinu eru fyrst og fremst spurning um þægindi, um vegi sem fara betur með menn og bila. Fyrir fólkið sem býr ut- an þessa svæðis eru framfarir i vegamálum enn sem komið er spurning um ferðafrelsi á vetrum, um öryggi fólks i hinum strjálbýlu byggðum, um að komast yfirleitt heiman og heim. Semsé mannréttindaatriði. • Þeir sem á þéttbýlissvæðum sunnanlands búa gleyma þessu atriði harla oft i eilifum kvörtunum sinum yfir ástandi veganna. Þeir aka sumardaga yfir vestfirskar heiðar, dásama kyrrðina og feg- urðina, láta jafnvel i ijós smá öfund gagnvart þeim sem geti búiö i þessum nánu tengslum við náttúruna, en gleyma þvi hvilikir farartálmar þessar sömu heiðar geta verið á vetrum. • Það þarf ekki einu sinni að leita dæmanna á svo snjóþungum stöðum sem Vestfjörðum eða Norð- urlandi. Rétt handan við Faxaflóann, þar sem Snæfellsjökull puntar norðurútsýni höfuðborgar- búa eru fjórir þéttbýlisstaðir á norðanverðu Snæ- fellsnesi. • Fáir höfuðborgarbúa, sem aka norður yfir Kerlingarskarð eða Fróðárheiði á sólbjörtum sumardegi og dásama fegurð Breiðafjarðarins leiða hugann að þvi að þessar heiðar lokast löng- um á vetrum, og eru ekki ruddar nema tvisvar i viku. Liklega þætti Reykvikingum það harla mik- il takmörkun á ferðafrelsi sinu ef þeir gætu ekki yfirgeíið Reykjavik nema á ákveðnum dögum, sem Vegagerðin veldi fyrir þá. En við þetta verða útvegsplássin á norðanverðu Snæfellsnesi að búa, og hliðstæð pláss á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. • Þetta mætti malbiksþjóðin af Reykjavikur- svæðinu hafa i huga er hún þeytist um landið þvert og endilangt nú um verslunarmannahelg- ina. • Að svo mæltu skal ferðalöngum óskað góðrar ferðar, betri dvalar og bestrar heimkomu.- eng. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. Unisjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Olafsson, Magnús H. Glslason, ólafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar:Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Keykjavlk, slmi: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. úr aimanakínu Að slá upp tj aldi í gaddavírsgirtu einkalandi Viö sambýliskona mín kom- umst loks aö niöurstööu seint i fyrrinótt um þaö hvert skyldi halda um helgina. I raun erum viö búin aö brjóta heilann um hugsanlegan áfangastað um verslunarmannahelgina allt frá þvi snemma i vor. Meira aö segja á sólarströnd á Sikileyju fyrr i mánuöinum veltum viö vöngum yfir þvi hvert skyldi fara i fri. Þaö er nefnilega þannig aö okk- ur finnst viö ekki vera komin i sumarfri fyrr en við höfum komið niöur tjaldi einhvers staöar uppi i óbyggöum. Skitt meö veðriö, svo framalega aö vænlegt silungsvatn sé i ná- grenninu. Ef grannt er skoöaö, þá er nokkuö vel sloppiö aö finna sér áfangastaö eftir aöeins fjögurra mánaöa umþóttunartfma. Það heföi þó alltént getaö fariö svo aö niöurstaöan lægi ekki á borö- inu fyrr en eftir helgi, og þá heföi allur þankagangurinn ver- iö til einskis. Vel má vera aö einhverjum finnist við skritiö fólk, aö geta ekki ákveöiö sig meö jafn ein- falda hluti og smáferðalag án þess aö eyöa til þess ómældum tima. Hvernig skyldi ganga aö taka aörar og meiriháttar á- kvaröanir? En þetta meö útileg- una er ekki eins auövelt og margur heldur. Auövitaö hefö- um viö getaö fariö þangaö sem allir ætla aö fara. Einnig þang- aö sem enginn ætlar aö fara. Þá er möguleiki á þvi aö fara þang- aö sem viö fórum i fyrra og þar- • áöur og einnig þaráöur. Já, þaö kom ýmislegt til greina og þó ekki. Þaö var þó bót i máli aö i upp- hafi náöist samkomulag um eitt atriöi. Aldrei skyldi svo veröa, aö við yröum eftir heima i Hafn- arfiröi. Þaö var þó á hreinu. En þá fyrst byrjaði vandamáliö. Rétt er aö itreka þaö gagnvart þeim sem halda aö hér sé veriö aö ræöa mál meö einhverjum hálfkæringi, aö svo er ekki. Þetta vandamál sem viö sam- býliskona min höfum staðiö, setiö og legiö frammi fyrir frá þvi i vor og öll þau sumur frá þvi viö byrjuöum fyrst aö hlaöa bil- inn okkar viöleguútbúnaöi, er stórvandamál allra þeirra ís- lendinga sem aö einhverju marki stunda útivist og þurfa aö slá upp tjaldi hér innanlands. Þaö er minnsti vandinn aö sjá út fallega og skemmtilega án- ingastaöi hvort heldur er i næsta nágrenni höfuöborgarinnar eöa vitt og breitt um landiö. Hitt er hins vegar alveg ljóst aö nær undantekningalaust eru engar Iikur á þvi aö heimilt sé aö slá upp tjaldi á þessum stööum. Meö leyfi aö spyrja: Hvaö eiga einstakir aöilar, bændur, félög og stofnanir aö geta gengiö langt i þvi aö leggja eignarhald á allt óbyggt land hérlendis og giröa þaö af meö margföldum gaddavir. Jafnvel afskekktustu Lúðvík Geirsson skrifar afréttir viröast i stórauknum mæli vera komnir undir stjór- sýslu einhverra sjálfskipaöra aöila sem leyfa sér i krafti ein- hvers valds sem enginn veit hvaöan kemur, aö loka og banna, loka og banna. Þaö er ekki eitt heldur allt. Hingaö til heföi maöur haldiö aö afnota- réttur og eignaréttur á landi væri sitthvort. Kannski aörar reglur gildi i þessum efnum á öræfum. Vissulega er hægt aö finna staöi þar sem aumkvunarverö- um feröalöngum er heimilt aö drepa niöur fæti og slá jafnvel upp tjaldi en þá er lika næsta vist aö einhver „eignarréttar- maöurinn” taki skatt fyrir gisti- rýmiö. Þessi öfgaþróun sem átt hefur sér stað i feröamálum hér inn- anlands á siöustu árum er aö minu mati aö keyra úr hófi fram. Meira aö segja bænda- stéttin gripur til þess ráðs i landbúnaðarkreppu aö móta stefnu um „Feröamannaþjón- ustu bænda” sem aukabúgrein. 1 hverju skyldi slik búgrein felast? Jú einmittaögirða svolit- iö meira utan um „eignarjarö- irnar” (og rikisjaröirnar sem leigöar eru fyrir 100 kr. á ári) og sjá þannig enn frekar til þess aö feröamenn geti hvergi holaö sér niöur, nema á afmörkuöum bás- um, þar sem sjálfskipuöum eignaraöilum þóknast gegn gjaldi. Til að vega upp gegn sölutregðunni á kindakjöti er lausnin sem sagt aö selja út tjaldstæöi, þegar búiö er aö sjá þannig fyrir málum, aö hvergi nokkurs staöar þar sem akvegir ná til sé hægt aö koma niöur tjaldi nema innan tjaldgiröing- ar. A sama tima og þessi þróun á sér staö kemur eitthvert ó- merkilegasta ráö sem til er i landinu saman á kaffifundi, þar sem vælt er yfir þvi að einhver og einhver hafi gert eitthvaö eöa ekki gert eitthvaö sem gerir þaö aö verkum aö erlendum feröa- mönnum muni fækka á tslandi i ár frá þvi i fyrra og bla bla bla... Feröamálaráö ætti aö sjá sóma sinn I þvi aö tryggja landsmönnum sjálfum sjálfsögö réttindi til aö feröast um sitt eigiö land. Þaö er auövitaö ekki á dagskrá. Jón Jónsson og fjölskylda má gera sér aö góöu aö keyra hring-, veginn og horfa á misjafnlega vel smiöaöar gaddavirsgiröing- ar, meöan hinir erlendu túrhest- ar feröamálaráös viröast hafa ærinn nógan starfa viö aö ræna eggjum, fuglum og grjóti. Þetta er harkalega sagt, en þaö er kannski eina leiöin til aö láta menn taka viö sér. t dag stöndum viö frammi fyrir þvi aö einhverjir Jónar og Pálar og bændur og búmenn, eru aö loka stórum hluta landsins fyrir feröamönnum. Þessa þróun þarf aö stööva hiö snarasta og rifa niöur þessar endalausu giröingar. Landiö er þjóöarinn- ar og hún á að fá aö umgangast þaö sem þjóöareign en ekki einkaeign. I lokin er alveg óhætt aö upp- ljóstra þvi að viö sambýliskona min ætlum aö fara um helgina þangaö sem viö fórum á sama tima i fyrra og áriö þaráöur og þaráöur og þaráöur og... Þar erum viö þó örugg um aö fá aö tjalda, enda staöurinn siö- ast þegar ég vissi enn I þjóöar- eign. — lg-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.