Þjóðviljinn - 31.07.1982, Side 7
Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Unglingar oftar
óstýrilátir en nú!
Á sjötta áratugnum mun það
hafa farið vaxandi að fólk færi út
úr bænum um verslunarmanna-
helgina, jafnvel þótt ekkert væri
um að vera. Þórsmörkin varð
mjög vinsæll staður — ekki sist
fyrir unglinga milli fermingar og
tvitugs. Það fólk sem þá gisti
Mörkina er nú orðið ráðsctt og
roskið: komið á fimmtugsaldur-
inn og sumir langleiðina. Það hef-
ur oft verið býsnast yfir æskunni
hér á landi og Verslunarmanna-
helgar-barningur er engin
nýlunda. Hér gripum við niður i
árinu 1960:
„1 sambandi viö þessi ferðalög
vill oft brenna við að miklar
óspektir séu og umgengni fólks
fyrir neðan allar hellur. Und-
anfarin ár hafa birzt i blöðunum
frásagnir af stórslysum, árekstr-
um, óspektum ölvaðra og þar
frameftir götunum. Mest bar á
ölvun hjá unglingum milli ferm-
ingarog tvitugs, sem sleppa fram
af sér beizlinu þegar þeir eru viðs
fjarri heimahögum og reyna að
gera sem mestan óskunda, skera
niður tjöld ofan af blásaklausu
fólki, sem á sér einskis ills von,
stinga göt á uppblásnu tjöldin svo
eigendur þeirra veltast bjargar-
lausir innan i hrilgunni, brjóta
flöskur, rifa stórar greinar af
okkar fátæklega skógi og hengja
utan á bifreiðar sinar og tjöld og
svo mætti lengi telja.
Að visu hefur ekki verið mikið
um óspektir i Mörkinni undanfar-
in ár, en umgengnin hefur verið
þeim mun verri. Þórsmörkin er
friðland Skógræktarinnar, og hún
vill beina þvi til almennings að
ganga vel um, skilja ekki eftir
bréfarusl, matarleifar eða flösk-
ur, og sérstaklega varar hún fólk
við að skilja eftir flöskubrot, sem
geta reynzt stórhættuleg. Nöfn
þeirra, sem staðnir verða að
óspektum eða slæmri umgengni,
verða send til blaðanna og birt
ásamt heimilisföngum viðkom-
enda.” (bjv. 30. júli 1960)
Það var tekið hart á þessum
málum i dentið (það má skjóta
þvi að, að ekki fann ég getið söku-
dólga i umgengnismálum i Mörk-
inni þessa verslunarmannahelgi,
svo sennilega hefur allt farið
skaplega fram.)
Ég má til með að geta þess, að i
þessari sömu blaðagrein er þess
getið að forráðamenn þeirra
ferðaskrifstofa er skipulögðu
ferðir i Mörkina, tóku skýrt fram,
aö Reykvikingar, bæði unglingar
og fullorðnir, hegðuðu sér yfirleitt
best. Þetta gladdi mitt reykviska
hjarta!
ast
A þessum árum birti slðdegispressan iðulega myndir af þessu tagi eftir
hverja verslunarmannahelgi
r __
I Tívolí um verslun-
armannahelgi 1958
Vcrslunarmannafélag Reykja-
vikur gekkst i nokkur ár fyrir
skemmtunum um verslunar-
mannahelgina i Tivoli. Siðasta
skemmtunin mun hafa verið árið
1958, en þá segir Þjóöviljinn svo
frá hátiðarhöldunum:
,,Um verslunarmannahelgina
verður að veniu efnt til fjöl-
breyttra hátiðarhalda i Tivoli.
Meðal skemmtikraftanna verða
nokkrir þekktir erlendir fjöllista-
menn.
Af erlendu skemmtikröftunum
má nefna Matsoha Sawamura,
japanskan fjölbragðaglimumann,
sem sýnt hefur á fjölmörgum
skemmtistöðum i Evrópu, og
komið viða fram i sjónvarpi. Sýn-
ir hann Jiu-jitsu, aikodo sem er
þjóðariþrótt Japana, og judó, sem
er leikfimikerfi i glimuformi.
Fluttur veröur hinn bráð-
smellni skemmtiþáttur „Haltu
mér — slepptu mér” og sér Leik-
skóli Ævars Kvarans um flutn-
inginn. Af öörum skemmtiatrið-
um i Tivoli um helgina má nefna
hjólreiðakeppni sendisveina i
Reykjavik, kappróður yfir garð-
tjörnina, skyrkappát með te-
skeiðum, spurningaþætti barna
og fullorðinna og þátt Baldurs og
Konna. Stjörnutrióið mun
skemmta og leika fyrir dansi á
Tivolipallinum, auk þess sem
fluttir verða skopþættir og efnt til
flugeldasýningar og brennu á
mánudagskvöldiö. Að sjálfsögðu
verða öll skemmtitæki i Tivoli-
garðinum i gangi og dýrasýning-
inopin.
A sunnudaginn mun flugvél
fljúga lágt yfir skemmtigarðinn
og varpa niður gjafapökkum, sem
einkanlega eru ætlaðir börnum og
unglingum, en á mánudagskvöld
verður varpað niður pökkum,
sem ætlaðir eru fullorðnum. M.a.
verður i pökkunum flugfarseðill
til Kaupmannahafnar, peninga-
dvisanir, sælgæti og leikföng”.
Ó, þessir dýrðardagar i TIvoli
koma vist aldrei aftur!
(ast tók saman)
Síríus
sækir á brattann!