Þjóðviljinn - 31.07.1982, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Qupperneq 13
Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Steve Coppell. Gary Birtles — miöherjinn óheppni. sl. vor og skoraði þá mark. Lou Macari—smávaxinn Skoti sem þó er skeinuhættur við mark andstæðinganna. Fram úr hófi leikinn með knöttinn og hefur leikið fjölda landsleikja. Ellin er þó að byrja að segja til sin. Keyptur frá Celtic 1973. Frank Stapleton — talinn einn besti miðherji á Bretlandseyjum og þó viöar væri leitað. Atti þó fremur rólegt fyrsta keppnis- timabil með United en hann kom frá Arsenal 1981. Landsliðsmið- herji irska lýðveldisins. Garry Birtles — óheppnasti miöherji sögunnar, en hann skor- aði ekki i fleiri mánuði eftir söl- una frá Nottingham Forest 1980. Liklegt að hann veröi seldur á næstunni. Framkvæmdastjóri Manchest- er United er Ron Atkinson. Litrik- ur persónuleiki en slikir stjórar eru i hávegum hafðir hjá félag- inu. Stjórnaöi WBA frá janúar 1978 til júni 1981 meö góöum ár- angri og virðist vera á réttri leið með United en þangaö kom hann beint frá WBA. Sem leikmaður byrjaði hann atvinnuferil sinn hjá Oxford United. Þá var liðið óþekkt utandeildaliö en þegar Atkinson lagöi skóna á hilluna 10 árum sfðar lék það i 2. deild. —VS Bergsveinn Skúlason skrifar: Ertu á ferðinni? Hér á Húsavík er ýmislegt að sjá og skoða — kirkja, safnahús, skrúðgarður, sjónskífa á Húsavíkurf jalli í 417 metra hæð og svo iðandi mannlífið með trillum og togurum. Þjónusta við ferðamenn: Hótel, sundlaug, tjaldstæði og bifreiða- og hjólbarðaverkstæði. / Frá Húsavík er aðeins spölkorn til Mývatns, Asbyrgis, Dettifoss, Hljóðakletta, Goðafoss og annarra fagurra staða. Á Húsavík er stærsta ferðamannaverslun í Þingeyjarsýslu, Naustagil. ✓ I Naustagili færðu nestið: Öl, gosdrykki, sælgæti ávaxtasafa brauð,kex, pylsur hamborgara samlokur harðfisk mjólk, skyr rjóma, smjör, jógúrt dagblöð, filmur o.fl. tsso bensin oliur gas, gasfyllingar grill, grillkolo.fi. Úrval Ath. ókeypis kort af Húsavík gæði — þjónusta, miðsvæðis í Túngeyjarsýslu Olíusala K.Þ. Naustagil Héðinsbraut 2, Húsavík, Simi: 96-41444 Hver lánar handritin?\ Heyrst hefur að beiðni hafi komið vestan um haf, liklega frá Bandarikjum Noröur-Ameríku, þess efnis, aö fá lánuð handrit úr Arnasafni — sennilega ekki þau ómerkustu — á einhverja sýningu sem halda skal þar I landi I sumar eða haust, og forseti Islands á að opna. Það hlýtur að vera af þekk- ingarskorti eða óhemju frekju, að slik beiöni er borin fram. Vita mennirnir ekki, að handritin I Arnasafni viröast vera eina sam- eign þjóðarinnar um þessar mundir? Nokkrir menn eiga landið, fossana, hverina, árnar og jöklana allt til efstu toppa. Látum það liggja á milli hluta. En hver á að lána handritin úr landi? Hver á meö það? Það er fráleitt, að þeir visu menn sem falið hefur verið aö gæta handrit- anna I Arnagaröi og hafa lifi- brauð af þvi að stauta sig fram úr þeim og gera okkur tossunum þau auðlesnari hafi leyfi til þess. Ekki heldur rikisstjórnin, þótt hún væri sammála um það. Handritin eru þjóðareign. Jónas Kristjánsson, Gunnar Thoroddsen eða Vigdls Finnbogadóttir forseti, eiga ekki An samþykkis Alþingis ætti ekki aö lána dýrmætustu handritin út fyrir veggi Arnagarös. meira I handritunum en fjósa- maður suöur I Arnessýslu, fjár- maður austur á Héraði eða veðúr- barinn sjómaöur á Vestfjörðum. Þau gætu þvi aö minu viti ekki lánaö handritin úr landi þótt þau væru einhuga um það. Handritin getur enginn lánaö út fyrir lands- steinana nema að samþykki Al- þingis komi til. — Menn bera sér I munn, að Alþingi sé ekki hátt skrifaö i vitund þjóöarinnar um þessar mundir. Hvenær var virð- ing þess meiri? En hvaö sem þvi liöur verður aö lita svo á, að þar séu samankomnir fulltrúar allra stétta þjóðfélagsins, og að þeir hafi æðsta vald I málum sem þessu. Og bágt á ég með að trúa, þrátt fyrir allt, aö slik bón af hálfu útlendinga fengist sam- þykkt þar. En án samþykkis Al- þingis ætti ekki að lána dýrmæt- ustu handritin út fyrir veggi Arnagarðs, og allra sist úr landi um lengri eða skemmri tima.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.