Þjóðviljinn - 04.12.1982, Side 13

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Side 13
>5 Helgin 4. - 5. desember 19821 ÞJÓÐVILJINNSIÐA 13 Laugarvatnsskólahúsið var t.d. verið að byggja Mjólkurbú Flóa- manna hér á Selfossi. Þá sá ég um akstur á mannskapnum, sem vann að byggingunni og var auk þess með hrærivélina, sem notuð var við steypuna. Sumarið 1929 var verið að leggja Gaulverjabæjarveginn og þar vann ég með bíl. Þá var kaupið fyrir bílinn kr. 3,25 á klst. en verka- mannakaupið 70 aurar á tímann fyrir 10 tíma vinnu. Árið 1930 sá ég um flutning á mjólk austan úr Fljótshlíð og til Hveragerðis, en þá starfaði þar Mjólkurbú Ölfusinga. Þá var ég á nýjum GMC-bíl, sem gefinn var upp fyrir 2 tonn, og þótti nú heldur en ekki hlass, og var ég í miklu hátíðarskapi á þessu þúsundasta afmælisári Alþingis. Áð þessum flutningum starfaði ég fram yfir áramót. Þá fór ég til Mjólkurbús Flóamanna og ók fyrir það mjólk til Reykjavíkur um veturinn. Raunar komst ég nú sjaldnast nema á Kambabrún fyrir ófærð, en þar tóku við snjóbíll, beltatraktor og sleðar. Akstri hélt ég svo áfram næstu ár, og á fjórða áratugnum mátti heita að hann væri mín aðal- atvinnugrein. Þóféll eitt áúr, 1933, því þá var ég sjúklingur á Reykja- hælinu í Ölfusi. Um sinn var ég á bílum hjá Vegagerðinni, og lengi fékkst ég við snjómokstur með einskonar vélskóflu því vegir voru yfirleitt ekki orðnir þannig, að þeir Jryldu mikil snjóþyngsli án þes að teppast. Kröggur í vetrarferðum - Jú, það voru stundum tölu- verðar kröggur í vetrarferðum, eins og þar stendur. Ég man eftir því, að einu sinni er við fórum upp á Hellisheiði til að moka og vorum komnir vestur fyrir „Loftið" að þá rákumst við á mannlausan hálf- kassabíl. Ég kannaðist við skrjóðinn af því að ég hafði sjálfur ekið honum. Við mjökuðum bíln- unt með okkur en mættum svo eigandanum þar sem hann var á leið að vitja bílsins. Jæja, hann komst til Reykjavíkur á bílnum um kvöldið og var það því að þakka að við skildum hann ekki eftir, því svo brast á hríð og við urðum að moka okkur aftur til baka. En þetta var svo sem ekkert til- tökumál á þessum árum. Einni nokkuð slarksamri ferð man ég eftir, og kannski væri hægt að grafa þær upp fleiri, en flestar voru þær nú hver annarri líkar. Þá var lítið um svefn Það var einhverntíma á milli jóla og nýárs að ég var beðinn að skreppa til Reykjavíkur. Kvöldið áður fór ég ofan í Baugsstaði og gisti þar, en svaf mjög illa urn nótt- ina, sem ég átti þó ekki vanda til. Til Reykjavíkur fór ég svo daginn eftir og var annar bíll með í förinni. Nóttina eftir gisti ég á Hernum. Var eiginlega orðinn í þörf fyrir svefn og hvíld eftir hálfgerða and- vöku nóttina áður. En svefnfriður reyndist af skornum skammti. í herberginu með mér var ejnhver náungi, blindfullur, sem söng og kjaftaði við sjálfan sig alla nóttina. Nú, nú, seinnipart dags lögðum við svo af stað austur. Gekk okkur ágætlega upp í Svínahraun, en þar brast á fjandi mikill bylur og skaf- hríð. Við nudduðum samt áfram, en þar kom að öxull brotnaði í sam- ferðabíl mínum. Var þá útséð um að hann kæmist lengra í bráð og ekki um annað að gera en að troða öllum farþegunum inn í bílinn hjá mér. Við komumst við illan leik upp að Kolviðarhóli og settumst þar að. Þetta var á gamlárskvöld, svo ekki endaði nú árið amalega. Slegið var upp áramótafagnaði á Hólnum og stóð sá gleðskapur fram til kl. 6 um morguninn. Mér tókst að leggja mig stund undir morguninn, en allt um það mátti segja að þetta væri þriðja vökunóttin frá því ég fór að heiman. Það kom sér betur að maður var sæmilega sprækur í þá daga. Búið var að koma bilaða bílnum í lag seinnipart dagsins og þá átti nú að leggja upp frá Kolvið- arhóli. En þá hafðist minn bíll ekki í gang, olían reyndist frosin. Hinn hélt áfram, komst upp í Hveradali, en varð þá að snúa við vegna óf- ærðar. En það var eins og við manninn mælt, að er hann kom í hlað á Kolviðarhóli hrökk minn bíll í gang. Urðum við nú öðru sinni að setjast að á Kolviðarhóli. Þetta sýnir glöggt hversu þýðingarmikið það var á þessum árum að geta leitað athvarfs á Kolviðarhóli, því hann var sú eina vin sem til var þarna uppi undir heiðinni. Á Kolviðarhóli heilsuðum við svo nýju ári. Og nú hugsaði ég mér að sofa vel, en það fór að aðra leið. Blessað fólkið var svo bráðfjörugt að það ólmaðist alla nóttina og fram á morgun. Ég tók nú lítinn þátt í þeim gleðskap að þessu smm, en auðvitað var ekkert hægt að sofa. Um morguninn vildi fólkið svo fara að leggja sig. En þá tók ég nú af skarið og dreif það af stað við fyrstu skímu. Allmikið þurfti að moka í Hveradölunum, en samt náðum við nú til Stokkseyrar um hádegisbilið. Á Stokkseyri var svo ball um kvöldið. Þótti mér þá sem ég hefði nú til þess unnið að skvetta mér ærlega upp, dreif mig á ballið og var þar fram undir morgun. Þá var nú ekki verið að slíta böllunum kl. 1 eins og nú, heldur haldið út með- an nóttin entist. En þá voru þau nú heldur ekki oft í viku. Svo lagði ég mig og svaf í einum dúr til kl. 7 um kvöldið. Þá fékk ég mér að borða, sofnaði svo aftur um 10-leytið og svaf til kl. 3 daginn eftir. Ég hef líklega verið orðinn svefnþurfi. Mér finnst þetta benda til þess. Og svo kom herinn Jæja, og svo kom nú herinn með allt sitt brambolt. Ég fór að vinna hjá honum í Kaldaðarnesi 1941. Var þar með vörubíl, sem ég ók fyrir annan og var einkum í að aka grjóti í flugvöllinn. Grjótið tókum við uppi í Kotferjuheiði. Þegar borgað var út fengum við 2 kr. á tímann eða 120 kr. eftir vikuna og þótti ekkert smáræði. Stundum urðu smá árekstrar við herinn, en sr. Gunnar Benediktsson var hvorttveggja í senn túlkur hjá hernum og trúnaðarmaður verka- manna og stóð sig með mikilli prýði. Það var engin hætta á því, að gengið væri á rétt okkar íslending- anna þegar hann var annars vegar. Ölfusáin getur gert mönnum ýmsar glettur og fer þá ekkert í manngreinarálit. Einu sinni tók sú gamla sig til og flæddi yfir flugvöll- inn, lagði hann bókstaflega undir sig. Þá flúði heimsveldið upp á Sel- foss. Einhverntíma eyðilagðist þarna flugvélagarmur. Þeir létu hana eiga sig, en notuðu hana sem skotmark. Köstuðu að henni sprengjum úr flugvél. Voru víst að æfa sig í sprengjukasti. Fyrsta sprengjan féll alllangt frá vélinni. Önnur lenti úti í á og varð engum að grandi nema kannski laxi. Ég man ekki hvort þeim tókst nokkurntíma að hitta í mark. Ég er hræddur um að þetta hafi ekki verið miklir skotmeistarar. Eitt sinn varð sprenging í vél þarna á vellinum þegar hún var að taka sig upp til flugs. Ég var stadd- ur þarna rétt hjá og sá, að allt í einu féll hún til jarðar og um leið kvikn- aði í henni. Rétt á eftir kom sjúkra- bíll æðandi, dældi á vélina froðu og ók síðan sem skjótast burtu. Síðan sprakk vélin, en 3 menn komust út. Hvort þeir voru fleiri um borð veit ég ekki. Daginn eftir mátti enginn íslendingur fara út á flugvöll. Okk- ur var sagt, að eyðileggja ætti tvær sprengjur, sem enn væru ó- Fyrri hluti sprungnar í vélinni. Við vorum í 1 km. fjarlægð, nær máttum við ekki koma, en fengum samt á okkur fjandi mikinn dynk þegar sprengj- urnar sprungu. Árásin á herbúðirnar Annars hafði herinn einnig bækistöð hér á Selfossi. Voru búðir þeirra vestan við ána, en auðvitað voru þeir hér um allt. Ýmsir minnast þess kannski, að eitt sinn gerði lítil, þýsk herflugvél skotárás á herbúðirnar. Skothríðin minnti helst á það þegar spýta er dregin nokkuð hratt eftir báru- járni. Bretar höfðu verið að æfing- um, en þyrptust að henni lokinni inn íTryggvaskála, og voru þar inni er vélin kom. Fóru þeir þá út, en þá snéri vélin við og hóf að skjóta á þá. Bretar skutu á móti, en hittu ekki og fór vélin sína leið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.