Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 1
UOBVIUINN
„Bréfin hans
Þórbergs“, og
„Svörtukatlar“
Williams Heinesen
eru umfjöilunarefni
Arna Bergmanns á
bókmenntasíðu í
dag.
Sjá 10.
desember 1982
miðvikudagur
47. árgangur
281. tölublað.
1974-1978 var halla á fjárlögum mætt með seðlaprentun
1.4 mOjarðar í afborganir
sagði Geir Gunnarsson á Alþingi
Útgjöld ríkissjóðs voru verulega hærri en tekjur árin 1974-1978,
sagði Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar er hann
mælti fyrir tillögum nefndarinnar til annarrar umræðu fjárlaga.
„Það var ekki aflað tekna fyrir öllum útgjöldum þeirra ára, heldur
var hallanum þá mætt með seðlaprentun hjá Seðlabankanum. Til
viðbótar útgjöldum hinna síðustu ára, hefir því einnig orðið að afla
tekna til að greiða skuldahalla ríkissjóðs frá hinum fyrri“.
Geir sagði að í árslok 1978 hefði
ríkissjóður skuldað Seðlabanka
1.406.3 miljónir króna að núgild-
andi verðlagi. Af þessari skuld hef-
ur ríkissjóður greitt í vexti og af-
borganirá árunum 1979-1981 upp-
hæð sem nemur tæplega 1.400 milj-
ónum króna eða jafngildi allra
framkvæmda einsog lagt er til að
þær verði á næstu fjárlögum til
grunnskóla, íþróttamannvirkja,
sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva,
hafnarframkvæmda og flugmála í
372 ár, sagði Geir Gunnarsson m.a.
-óg
Alviðræðimefnd
lögð niður í gær
Álviðræðuncfnd hefur verið lögð
niður og sendi iðnaðarráðuneytinu
og fjölmiðlum fréttatilkynningu í
gær um andlát nefndarinnar.
Þar segir m.a.: Þar eð fulltrúi
Framsóknarflokksins, Guðmund-
ur G. Þórarinsson alþingismaður,
hefur sagt sig úr álviðræðunefnd og
annar maður ckki verið tilnefndur í
hans stað telur ráðuneytið augljóst,
að nefndin getur ekki lengur þjón-
að því hlutverki, sem hcnni var ætl-
að. Hefur því verið ákveðið að
leggja nefndina niður.
- I bréfi til fulltrúa í nefndinni,
sem iðnaðarráðuneytinu hefur sent
fjölmiðlum afrit af segir m.a.:
Ráðuneytið harrnar að þessi mikil-
Grundartanga-
verksmiðjan
Samnmgar
við Elkem
Rætt um þriðja
eignaraðila
Ákveðið hefur verið að ósk Elk-
em A/S í Osló, sem er sameignar-
aðili ríkisins að kísiljárnverk-
smiðjunni að Grundartgnga, að
taka upp viðræður milli þess og
iðnaðarráðuneytisins um „leiðir til
þess að trevsta markaðs- og fjár-
hagsstöðu íslenska járnblendifél-
agsins“.
Viðræðurnar munu m.a. snúast
unt möguleikana á því að þriðji
aðili gerist eignaraðili að íslenska
járnblendifélaginu, enda fylgi því
aukinn aðgangur þess að mörkuð-
um fyrir kísiljárn. Skilyrði er að
íslenska ríkið eigi áfram meirihluta
í félaginu.
Jafnframt er gert ráð fyrir því, að
þessar viðræður leiði til endur-
skoðunar á samningum milli aðila,
þar á meðal um markaðsmál, raf-
orkusamning og tækniþjónustu.
Viðræðurnar hefjast næstu daga,
segir í frétt ráðuneytisins.
- ekh
vægi samráðsvettvangur hefur ver-
ið rofinn með ofangreindum hætti
(brotthlaup Guðntundar G. Þórar-
inssonar). Við frekai málsmeðferð
á vegum ráðuneytisins verður haft
faglegt og pólitískt samráð eftir því
sem aðstæður bjóða og vænlegt
getur talist til árangurs.
{ bréfinu eru störf nefndarinnar
rakin nokkuð og þar kemur m.a.
fram, að samkvæmt lögfræðilegu
áliti, sem unnið var fyrir nefndina
og hún sendi síðan ráðuneytinu, þá
eru taldar skattgreiðslur álversins
frá liðnum árum allt frá 1976 og
leggja á fyrirtækið viðbótaskatta í
samræmi við niðurstöður endur-
skoðunar Coopers & Lybrand.
Rósa Áslaug Valdi-
marsdóttir fyrirliði
Breiðabliks og
landsliðsins í
kvennaknattspyrnu
var kjörin Iþrótta-
maðurKópavogs í
ár, oghenni
afhentir veglegir
gripir í viðurkenn-
ingarskyni.
Sósíaldemó-
krataflokkar í
Vestur-Evrópu
hverfa nú frá víg-
búnaðarstefnu
NATO.
Annarri eins ýsugengd og verið hefur í Faxaflóanum sl. 3 vikur muna menn
ekki eftir í tuttugu ár. Þjóðviljinn ræddi í gær við Benedikt Ágústsson
skipstjóra á Ágústi RE. Á myndinni eru hásetarnir Ingvi og Trausti að
skipa á land 3 tonnum af vænni ýsu. Sjá bls. 20.
Enn af útibúi Landsbankans í Mjódd
Keyptu innrétting-
arnar frá útlöndum
á sama tíma og kreppa ríkir í íslenskum húsgagnaiðnaði!
„Hér er auðvitað hið alvarlcgasta
mál á ferðinni því smíði innréttinga
og húsgagna í Landsbankaútibúið í
Mjóddinni hefði verið mjög stórt
verkefni á okkar mælikvarða. Hins
vegar fagna ég því mjög ef íslenskt
fyrirtæki fær framleiðsluréttinn á
þessum v-þýsku húsgögnum,“
sagði Hallgrímur G. Magnússon
formaður Svcinafélags húsgagna-
smiða í samtali við Þjóðviljunn í
gær.
Allar innréttingar í afgreiðslusal
hins nýja og glæsilega útibús
Landsbanda Islands í Mjóddinni í
Reykjavík, voru keyptar inn frá V-
Þýskalandi. Karl B. Guðmundsson
hjá skipulagsdeild bankans sagði í
samtali við Þjóðviljann að þau skil-
yrði hefðu verið sett fyrir kaupun-
um, að íslenskur framleiðandi
fengi leyfi til að framleiða húsgögn-
in framvegis hér á landi og að
samningar væru að takast um það
mál við Kristján Siggeirsson hf.
„Þetta er því miður ekki eina
dærnið um opinbera stofnun sem
gengur framhjá íslenskum aðilum
þegar framleiða á húsgögn og inn-
réttingar. Þetta gerist á sama tíma
og um það bil helmingur húsgagn-
asmiða hafa ekki vinnu við sitt hæfi
og verða að taka verkefni í öðrum
okkar iðngrein ríkir nú 50% at-
virtnuleysi, enda stöðugar fréttir
um uppsagnir og gjaldþrot fyrir-
tækja í húsgagnaiðnaði," sagði
Hallgrímur G. Magnússon að lok-
um.
■ - v.
Sjá 3.