Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ragnar Arnalds fjármálaráðherra_ Lánsijáráætlun lögð fram eftir áramót Viðræður hafa verið í gangi á milli ríkisstjórnar og stjórnarand- stöðu um afgreiðslu mikilvægra mála f neðri deild alþingis, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra f umræðu utan dagskrár á alþingi í gær, er Lárus Jónsson kvaddi sér hljóðs í tilefni af því, að frumvarp til lánsfjárlaga liggur ekki fyrir nú þegar fjárlögin koma sjálf til ann- arrar umræðu. í lögum er sagt aö lánsfjáráætlun eigi að liggja frammi við afgreiðslu fjárlaga. Ragnar Arnalds benti á, að iðulega væri lánsfjáráætlun ekki afgreida fyrr en eftir áramót, og það hefði margsinnis komið fram að bið yrði á lánsfjáráætlun að þessu sinni. Væri verið að fara yfir áætlunina, en mikil óvissa væri í íslenskum stjómmálum og efna- hagsmálum. Viðræðurnar um af- greiðslu mála hefðu enn ekki skilað árangri, en það ætti ekki að koma í veg fyrir afgreiðslu fjárlaga, sem nauðsynlegt væri að ætti sér stað fyrir áramót. Auk Lárusar og Ragnars tóku þeir Matthías Á. Mathiesen og Sig- hvatur Björgvinsson þátt í þessari umræðu. Jón Helgason forseti sam- einaðs þings, sagði að það væri ekki í valdi sínu, eða samkvæmt þingsköpum, að forseti hlutaðist til um það hvenær lánsfjáráætlun væri lögð fram, en Lárus hafði farið fram á forsetaúrskurð um þetta efni. Ragnar Arnalds: Margsinnis kom- ið fram. -óg Útför Ásmundar Sveinssonar gerð á morgun Útför Ámundar Sveinssonar, þess á leit að fá að kosta útförina í myndhöggvara, verður gerð frá virðingarskyni við hinn látna. Dómkirkjunni á morgun, fimmtu- daginn 16. desember kl. Eins og kunnugt er ánafnaði 13.30. Ásmundur Reykvíkingum safn Reykjavíkurborg hefur farið sitt og vinnustofur. Yfir 600 fórust í jarðskjálftum í N-Yemen „Varir við örlitla hreyfingu hér” — segir Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur „Við urðum varir við örlitla hreyf- ingu hér á mælum sem gætu stað- ið í sambandi við þennan skjálfta f Norður-Yemen, annars hafa borist nyög óljósar fréttir af þessum skjálfta eða skjálftum, en ég hallast fremur að því að þarna hafi verið um marga samvirkandi skjálfta að ræða,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur f samtali við Þjóðviljann í gær. Síðustu fréttir herma að um 700 manns hafi látið lífið og þúsundir slasast í jarðskjálftanum sem varð f Norður-Yemen s.l. mánudag. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá höfuðborg landsins, Sanaa. Hann er sagður hafa staðið yfir í 40 sek., en mældist mest aðeins 4 stig á Richter-skala. „Þetta er allt mjög ótrúlegt; hversu gífurlegt tjón hefur hlotist af þe'ssum skjáifta. Skjálfta af þessari stærðargráðu fáum við oft á ári hérlendis," sagði Ragnar. Aðspurður hvort tengsl væru á milli jarðskjálfta svo sunnarlega á hnettinum og umbrota hér heima, svaraði hann því til, að menn teldu slíkt mjög ólíklegt, en það væri ekki hægt að útiloka slíkt samband. Menn þættust greina samband milli skjálfta hér innanlands og einnig við skjálfta sem eiga upptök sín á Reykjaneshryggnum suður af landinu. Varðandi skjálftatíðni hér innanlands í haust og vetur sagði Ragnar allt vera með rólegasta móti. Lítið hefði enn borið á um- brotum á Kötlusvæðinu og eins væri frekar rólegt á Suðurlandi, en þar mældist þó á dögunum snarpur kippur sem fannst vel á einum bæ í Holtunum. - >g- »> „Myndir þú sem íslendingur samþykkja að Kínverjar hefðu 4000 fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna á móti hverjum einum, sem íslendingar hefðu?“ Atlagan gegn landsbyggðinni Þegar Alþingi íslendinga var valinn staður í Reykjavík efast ég um að nokkurn hafi rennt grun í hve hörmulegar afleiðingar það átti eftir að hafa á byggðajafn- vægi í landinu. En stofnanagleði Alþingis og Parkinsonslögmálið hafa hjálpast að á undanförnum áratugum að ofhlaða þjóðfélagið svo með allslags pappírsstofnun- um að það riðar til falls þegar náttúran kreppir örlítið að undir- stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Fjölmiðlafólk Sá áróður, sem landsbyggðar- fólk hefur mátt þola frá dipló- 1 mötum og öðru fjölmiðlafólki í Reykjavík undanfarin ar, er svo glórulaus og þröngsýnn að ekki tekur nokkru tali. Umræða þeirra um landbúnað og í seinni tíð um sjávarútveg hefur mikið verið á þann veg að ætla mætti að heiðarleg vinna sjómanna, bænda og verkafólks við úr- vinnslu sjávar- og landbúnaðar- afurða, sé að ríða þjóðinni að fullu. Að gera út á líkindastærðfræði Allir, sem nenna að leggja það á sig að skoða þjóðina sem eina heild og eiga eftir einhvern snefil af raunverulegu verðmætaskyni hljóta að sjá, að þessi hvimleiði áróður á við engin rök að styðj- ast. Eða hvernig getur það verið, að bændur, sem framleiða mat- væli í sveltandi heimi, eru nánast málaðir sem ómagar meðan tryggingafélög, sem gera út á lík- indastærðfræði, reisa sér hallir á hallir ofan og enginn vefengir grundvöllinn að velgengni þeirra? Og hvernig má það vera, að bankar, sem versla með hrörn- andi peninga, reisa sér musteri bæði í Reykjavík og út um land á meðan sjómenn, útvegsmenn og úrvinnslufyrirtæki berjast um á hæl og hnakka til að lifa innan þess ramma sem náttúran og þjóðfélagið sníður þeim? Nei, við megum ekki gleyma því, að allt annað en framleiðslustarfsemi og allra nauðsynlegasta þjónusta við hana er aðeins umframgeta, sem við höfum veitt okkur á meðan vel áraði. Að pissa upp í vindinn Oft hefur fjárveitinganefnd verið líkt við ölmusustofnun fyrir landsbyggðina, en ef glöggt er skoðað og borið saman við verð- mætasköpun í landinu, mætti yfirskrift þeirrar nefndar vera: „Nefnd, til að skila aftur örlitlu af þeim auðæfum, sem sogin hafa verið frá nýlendum Reykjavíkur á landsbyggðinni, til að koma í veg fyrir að þær leggi upp laupana og setji þannig þjoðarbúið á hausinn". Yfirskrift líkur. - Nei, hér fyrir vestan köllum við þetta að klóra í bakkann eða að pissa upp í vindinn. Hversvegna? „Centralisering" er fyrirbæri, sem annarsstaðar í veröldinni er litið á sem vandamál og sums- staðar hefur valdið myndun fá- tækrahverfa kringum höfuðborg- ir, en hér á íslandi virðist beinlín- is vera ýtt undir þá þróun. Þar á ég við þann hvimleiða sið Alþing- is, að unga út stofnunum og stað- setja þær allflestar í Reykjavík. Hversvegna máttu ekki land- búnaðarráðuneytið og undir- stofnanir þess vera á Selfossi eða í Borgarnesi? Hversvegna mátti ekki menntamálaráðuneytið og undirstofnanir þess vera á Akur- eyri? Hversvegna mátti ekki sam- gönguráðuneytið og undirstofn- anir þess vera f Keflavík eða á Egilsstöðum? Hversvegna mátti ekki sjávarútvegsráðuneytið vera á ísafirði? Hversvegna þarf dóms- og kirkjumálaráðuneytið og undirstofnanir þess að vera í Reykjavík? Hversvegna mátti ekki iðnaðarráðuneytið og undir- stofnanir þess vera á Suðurlandi eða í Eyjafirði? Svipaðra spurn- inga mætti spyrja um utanríkis- Svein- björn Jónsson skrifar ráðuneytið, fjármálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálar- áðuneytið, forsætisráðuneytið og, - ef menn hafa hugrekki til - Alþingi sjálft? Það er ekki sjál- fgefið að Háskóii íslands sé í Reykjavík. Það erekki sjálfgefið að mest öll innflutningsverslunin sé í Reykjavík. Það er ekki sjál- fgefið að höfuðstöðvar allra pó- litísku flokkanna séu í Reykja- vík. Og svona mætti lengi telja. Stórslys Með hliðsjón af því sem ég hefi hér sagt og með það í huga að Reykjavík og nágrenni standa nú í ógnvekjandi nálægð við eitt af fyrstu hugsanlegum skotmörkum í hugsanlegri kjarnorkustyrjöld stórveldanna (Keflavíkurflug- völl), vil ég leyfa mér að setja fram þá kenningu, að fjölmenni Reykjavíkur og nágrennis sé mestu pólitísku mistök í íslands- sögunni til þessa. Þrýstihópar með sjálfdæmi Á undanförnum árum hefur farið fram einhliða umræða á Reykjavíkursvæðinu um það, að það séu grundvallarmannrétt- indi, að fólk þar fái jafnt at- kvæðavægi á við aðra iandsmenn, og það, sem furðulegra er, margir landsbyggðarþingnenn hafa tekið undir það. Þetta sýnir glöggt hve mengaðir háttvirtir þingmenn okkar verða af dvöl sinni á Alþingi í Reykjavík. Ef einhver glóra á að vera í umræðum um atkvæðisrétt á fs- landi nú getur hún ekki snúist um að flytja meirihlutavald heillar þjóðar í tiltölulega stóru landi á nokkurra ferkílómetra svæði, og mynda þannig óstöðvandi hags- munahóp. Velkomin út á Iand Ég vil biðja þig, lesandi góður, að spyrja þig einnar spurningar. Myndir þú sem íslendingur sam- þykkja það, að Kínverjar hefðu 4000 fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna á móti hverjum einum, sem íslendingar hefðu? Ég vil enda þessa grein á því að benda þeim þéttbýlismönnum, sem líður verst vegna skorts á at- kvæðagildi, að flytja vestur, norður eða austur. Með því myndu þeir gera mikið gagn. Þeir myndu jafna byggð í landinu, þeir myndu jafna vægi atkvæða á eðlilegan hátt, og síðast en ekki síst: þeir myndu vakna hvern morgun upp frá því fjórfaldir innan í sér eins og við hin hér í dreifbýlinu - eða hvað? Sveinbjörn Jónsson er kennari á Suðureyri á vetrum en trillusjó- maður vestra á sumrum. Hann er formaður Alþýðubandalagsfé- lagsins f Súgandafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.