Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 2
2 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. desember 1982 síðan Um ástina Ástin er eins og mislingar, því eldir sem maður er þegar hann tekur þá, þvt' verri verða fylgi- kvillarnir. Bœtum tunguna Sagt var: t>á væri fulldjúpt í árina tekið. Rétt væri: Þá væri fulldjúpt tekið í árinni. (Ath.: Þarna er í ekki forsetning, heldur atviksorð. Þess vegna mætti eins segja: Þá væri árinni fulldjúpt í tektð, þó að hin orða- röðin sé venjulegri.) Þeir vísu sögðu Ef að maður er ánægður í Ame- ríku, þá er alveg víst, að hann er að gera einhverja vitleysu.“ Ávextir jarðar Jörðin gefur ykkur ávöxt sinn, og ykkur mun ekkert skorta, ef þið kunnið að taka á móti gjöfum hennar. Með því að deila rétt gjöfum jarðarinnar, fáið þið auð og alls- nægtir. En ef þið deilið ekki af kærleika og réttsýni, verða sumir ágjarnir og aðrir svangir. (Úr Spámanninum.) Skák Karpov að tafli - 65 Stórmótið í Budapest var tæpast með betri mótum Karpovs. Engu að síður náði hann öðru sæti og var taplaus. ( mörgum skákum hans mátti finnayfirsjónirog næst- um slaka taflmennsku, en á hinn bóginn voru sigurskákir hans sannfærandi. Hér kemur eitt dæmi þess. Andtæðingurinn er einn sterkasti skákmaður Ungverja um langt skeið: abcdefgh Karpov - Sax 37. Dg4! (Með hótuninni 38. Bxc5 dxc5 39. De6f ásamt 38. d6 o.s.frv.) 37. ...b3 38. Kg2 (Ef 38. Bxc5 þá 38. - b2! og svartur hefur náð mótspili.) 38. ... b2 39. Hbl Ha3? (Nauðsynlegt var 39. - Db8.) 40. Bxc5 dxc5 (Eða 40. - Dxc5 41. Dc8 Dcl+ 42. Kg2 Dxbl 43. Dxe8+ Bf8 44. Be6+ Kg7 45. Df7+ Kh6 46. Dxf8+ og mátar.) 41. Hxb2 Db8 42. De6+ - Svartur gafst upp. Eftir 42. - Kh8 43. Hxb5 eða 42. - Kf8 43. Rg4 er öllu lokið. Rokkað gegn vímu Tvennir hljómleikar í Háskólabíói á föstudag Spjallað við Sigurð Karlsson hljómlistarmann: Sigurður Karlsson hljómlist- armaður er aðalforsprakki tvenn- ra hljómleika sem verða í Háskól- abíói á föstudag kl. 18 og 23 með yfirskriftinni Rokk gegn vímu. Peir eru haldnir á vegum Styrkt- arfélags Sogns og tnun allur á- góði renna til byggingar sjúkra-' stöðvar SAA. Allir sem fram koma gefa vinnu sína. Hér er um 30 manns að rœða og getur fólk séð nöfn flytjendanna í auglýs- ingu um Rokk gegn vímu á bls. 6. Við höfðum samband við Sig- urð Karlsson til að forvitnast nokkum um dagskrá hljóm- leikanna: - Bubbi Morthens og Egó verða þarna með eigið efni, sömuleiðis Magnúr Þór Sigmundson og svo ég sjálfur. Eftir mig verður frum- flutt verkið Bakkus, sem má segja að sé ferill minn - og ann- arra - í áfengisdrykkju. Bakkus skiptist í 4 þætti: Tælingin, Þján- ingin, Uppreisnin, Sigurinn. Upp- reisnin er eingöngu leikin á trommur og annað slagverk en jafnframt munu tvíburarnir Hörður og Haukur túlka þann þátt í bardagalist með sverðum. „Mjólkurdagar 1982" Tókust ágætlega „Mjólkurdagar 1982“ sem hald- nir voru í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi 12, 13. og 14. nóv. s.l., sýndu glöggt þá miklu grósku, sem er í mjólk- uriðnaði hér á landi. Var ljóst, að þeir 8 þús. gestir, sem komu þessa tvo daga, kunnu vel að meta framleiðsluvörur mjólkur- iðnaðarins. Þarna voru, í fyrsta sinn, kynn- tir tveir nýir ostar frá Mjólkur- samlaginu í Búðardal, „Dala, yrja“ og „Dala Brie“. Eru þeir nú komnir á markaðinn. Þá voru og • kynntar nýjar tegundir af rjóma- osti. Um þetta leyti komu einnig á markaðinn nýjar ístegundir og ýmsar aðrar nýungar voru kynn- tar þarna í fyrsta sinn. Bragðprufur voru gefnar af ýmsum mjólkurvörum, m.a. fengu gestir að bragða á mysuost- asúpu og sérstakri sveppasúpu,. sem notuð hafði verið í jógúrt. Gefnar voru allslags ídýfur og könnun fór fram meðal gesta á því, hvaða ídýfa þeim þætti best. Sýninging fór fram á hátíðar- borðum: hlaðborði, síðdegis- borði, kvöldverðarborði og „partý“ borði. Hægt var að fá bæklinga með uppskriftum á þeim réttum, sem sýndir voru á, þessum borðum. Voru það 23 mismunandi uppskriftir. Auk þessa bæklings, sem heitir „Þrjú hátíðarborð" voru gefnir út tveir bæklingar á vegum Mjólkursams- ölunnar, annar með réttum úr rjómskyri en hinn um ýmislegt góðgæti úr skafís. Sýndir voru ostar og gefnar bragðprufur af þeim. Þá var mjólkurvörumarkaður, þar sem seldar voru flestar tegundir mjólkurvara á sérstöku kynning- arverði. _ mhg -gel- tók þessa mynd s.l. mánudag á æfingu fyrir Rokk gegn vímu: Tryggvi Húbner, Einar Bragi, Ari Haraldsson, Sigurður Long og Sigurður Karlsson (lengst t.h.) niðursokknir í útskrift bess síðastnefnda á útsetningu hans á einu laganna sem þeir leika í Háskólabíó á fóstudag. Sigurður Karlsson er einn þekktasti rokktrommuleikari landsins, en sýnir á sér fleiri hliðar á nýlegri fjögurra laga sólóplötu sinni, Veruleiki? sem laga- og textasmiður, gítar-, bassa- og hljómborðsleikari. Textinn við Bakkur er fenginn úr Orðskviðum Biblíunnar, 24. kafla, en þar er einmitt fjallað um alkóhólisma, sem sýnir okkur að hann er ekkert nýtt vandamál. - Fyrir skömmu kom út þín fyrsta sólóplata, Veruleiki? Verðurðu með lög af henni? - Já, t.d. mun Kimiwasa- flokkurinn dansa við Beirút í blóma. Ég verð líka með eldri lög og svo 4 ný um ást og kærleika, ég sem mest í þeim dúr núna. Þetta er eiginlega rokkdjass, útsett með blásturshljóðfærum. Það er 20 manna hljómsveit sem flytur lögin mín og þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa fyrir svo stóra hljómsveit. - Er langt síðan þú fórst að fást við annað en trommuleik á hljóm- listarsviðinu? —Ég lærði nú einu sinni á tromp- ett og svo fór ég í skólann hjá FÍH fyrir Vh ári í hljóðfræði og tónfræði, en mest lærir maður þó að að æfa sig nóg sjálfur og prófa sig áfram. Undanfarin 3 ár hef ég töluvert samið á gítar. Mér finnst ég rétt vera að byrja í músíkinni núna. - Hvað fáum við að sjá til þín á föstudag? - Ég tek nú auðvitað í trom- murnar, en auk þess gítar og hljómborð, svo syng ég Hvert stefnum við? og dansa við lagið i, þar sem ég túlka kærleika milli karls og konu. Það er ekki hægt að útskýra það nánar, sjón er sögu ríkari, en bæði þessi lög er af plötunni „Veruleiki?“ Við þökkum Sigurði fyrir spjallið og hvetjumfólk til að styr- kja þetta góða og þarfa framtak, isem auk þess cetti að geta orðið hin ágœtasta fjölskylduskemm- tun. Verð aðgöngumiðaer 150 kr. og eru þeir seldir í öllutn hljóm- plötuverslunum Karnabœjar. Rétt er að geta þess, að áhersla verður lögð á hljómgœði og bestu fáanlegum tœkjum í bœnum beítt til þess að setn best til takist. Pétur Hjaltested sér utn hljóðblöndun. - A Sigríður B. Benjamin er önnur frá hægri ásamt starfsfólki Kjarvalsstaða með málverkið á milli sín. Frú Sigríður G. Benjamin hef- ur gefið Kjarvalsstöðum málverk eftir Jóhannes S. Kjarval til minningar um föður sinn Harald Guðberg. Hann var fæddur í Danmörku 1882, fluttist til Is- lands 1916 og stofnsetti hér fyrsta reiðhjólaverkstæði landsin, Fálk- ann, og síðar Örninn. Málverkið er af Vífilsfelli, 105x150 cm, mál- að 1936. Frá 1957 hefur málverk- ið hangið á heimili Sigríðar G. Benjamin í London. Ný verslun: Iþrótta- búðin Ómar Torfason, lanós- liðsmaður í knattspyrnu og fyrir- liði íslandsmeistara Víkings, hef- ur opnað nýja íþróttavöruverslun. í björtum og rúmgóðum húsa- kynnum að Borgartúni 20 í. Reykjavík. Hin nýja verslun heitir íþróttabúðin. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af íþróttavörum og vörum til útilífs, svo sem hina þekktu amerísku Nike íþróttaskó, Carl- ton badmintonvörur, Dunlop borðtennisvörur og golfvörur. „Við munum kappkosta að vera með úrvalsvörur á sem bestu verði og góða þjónustu,“ sagði Ómar Torfason. Það ætti að vera lítill vandi að flnna skó við hæfl hjá honum Ómari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.