Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Seigir körfubolta- menn í Sandgerði! í Sandgeröi fór fram um síð- ustu helgi árlegt innanfélagsmót Reynis. Þar mættust körfuknattleiks-, knattspyrnu- og handknattleikslið félagsins og léku innbyrðis í þessum greinum. Körfuknattleiksmenn komu sáu og sigruðu og vakti athygli stór- sigur þeirra á knattspyrnu- mönnum í knattspyrnu, 13-4, og öruggur sigur í handknattleik gegn handknattleiksliðinu sent er í öðru sæti 3. deildar, 15-11. Knattspyrnumenn urðu í öðru sæti í keppni þessari. - gsm Rósa Aslaug Valdimarsdottir var 1 gær utnetnd íprottamaour ivopvogs árið 1982. Rósa er fyrirliði íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í knattspyrnu kvenna, svo og fyrirliði landsliðsins. Frammistaða og prúðmannlcg framkoma Rósu hefur víða vakið athygli og hún á kost á að leika knattspyrnu með sænsku 1. deildarliði, og einnig kvennaknatt- spyrnuliði Cortland-háskóla í Bandaríkjunum. Á mynd - eik - að ofan tekur Rósa við viðurkenningunni úr höndum Guðmundar Arasonar, forsvarsmanns dómnefndarinnar, en útnefningin var á vegum Rotar- yklúbbs Kópavogs og hefur hann staðið fyrir henni síðan 1974. Bllssett byrjar inná gegn Lúx í kvöld Luther Biissett, blökkumaður- inn snjalli frá Watford, verður í fyrsta skipti í byrjunarliði Eng- lendinga í knattspyrnu í kvöld þegar þeir mæta Luxemburg á Wembley í Evrópukeppni lands- liða. Peter Shilton, markvörður- inn frá Southampton, meiddist á æfingu í gær og tekur Ray Clem- ence stöðu hans í fyrsta skipti í hálft ár. Steve Coppell kemur inn í liðið að nýju en Paul Mariner og Alan Devonshire verða ekki með vegna meiðsla. Lið Englands verður þá þannig skipað: Ray Clemence; Phil Ne- al, Ken Sansom, Terry Butcher, Phil Thompson, Gary Mabutt, Bryan Robson, Steve Coppell, Sammy Lee, Luther Blissett og Tony Woodcock. Varamenn eru: Gary Bailey, Paul Goddard, Mark Chainberlain, Tommy Cat- on og Glenn Hoddle, Bobby Robson landsliðseinvaldur ákvað að nota frekar baráttuglaða miðvallarspilarann Mabbutt í stað Hoddle, félaga hans frá Tottenham, þar sem sá síðar- nefndi er ekki kominn í fulla æfingu á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Luxemburg verð- ur með sitt sterkasta lið og, eins og kunnugt er, verður dómaratrí- óið íslenskt. Hreiðar Jónsson dæmir leikinn. Skotar mæta Belgíu í Briissel í 1. riðli og hafa gert þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu í Sviss. Varnarmennirnir kröft- ugu, Alex McLeish frá Aberde- en og Roy Aitken frá Celtic, verða í byrjunarliðinu, sem og Kenny Daglish sem var settur út úrliðinu eftir HM á Spáni en hef- ur leikið frábærlega vel að undan- förnu með Liverpool. Walesbúar leika við Júgóslavíu í Titograd og Mike England hefur gert fjórar breytingar á liðinu. Dai Davies og John Mahoney frá Swansea, Peter Nicholas frá Ars- enal og Kevin Ratcliffe frá Evert- on hefja þann þýðingarmikla leik. Fjórði leikurinn á dagskrá í kvöld er viðureign Albana og Norður-íra íTirana. Norður-írar stilla upp sama liði og lagði Vestur-Pjóðverja svo eftirnrinni- lega að velli í 6. riðlinum á dög- unum. Páll var útnefndur Páll Björgvinsson, fyrirliði ís- landsmeistara Víkings í hand- knattleik, var útnefndur íþrótta- maður Reykjavíkurborgar árið 1982 í samsæti sem borgarstjórn Reykjavíkur hélt sl. föstudag. Par voru heiðursgestirnir íslands- meistarar Víkings í knattspyrnu og handknattleik. Marteinn Geirsson, fyrirliði Fram og lands- liðsins í knattspyrnu, hlaut þessa nafnbót árið 1981. Stenmark sigraði Sænski skíðakappinn Ing- emar Stenmark vann í gær sinn fyrsta sigur á þessuni vetri í heimsbikarkeppninni. Hann sigraði í svigi á móti á Ítalíu. Eftir fyrri ferðina var Stenmark í fimmta sæti en í þeirri síðari keyrði hann glæsilega, eins og svo oft áður, og sigraði á tímanum 1:42,43 mínútur. Annar varð landi hans, hinn efnilegi Stig Strand og sigurvegarinn í heimsbikarn- um í fyrra, Phil Mahre frá Bandaríkjunum, varð þriðji. Svisslendingurinn Peter Múller er cfstur í stigakeppni heimsbikarsins með 40 stig. - VS Susic ná fara Júgóslavneska knattspyrn- usambandið hefur loks gefíð landsliðsmanninum Safet Suc- ic leyfi til að fara til franska félagsins Paris St. Germain. Susic átti að fara þangað í september en fékk ekki leyfi þegar til kom vegna slakrar frammistöðu Júgóslava í HM á Spáni í sumar. - VS Villa gegn luventus Á föstudag var dregið um hvaða félög skyldu leika saman í átta-liða úrslitum Evrópumótanna í knatt- spyrnu. Útkoman varð þessi: Evrópukeppni meistaraliða: Aston Villa-Juventus Dinamo Kiev-Hamburger SV Sporting Lissabon-Real Sociedad Widzew Lodz-Liverpool Evrópukeppni bikarhafa: Austria Wien-Barcelona Bayern Múnchen-Aberdeen Inter Milano-Real Madrid Paris St.Germ.-Waterschei LEFA-bikarinn: Bohemians Prag-Dundee United Kaiserslautern-Univ.Craiova AS Roma-Benfica Valencia-Anderlecht Þróttur ogHK þau efstu Þróttur og HK voru sigur- sælustu félögin á afmælismóti blaksambandsins fyrir yngri fiokka sem haldið var fyrir skömmu. Þróttur sigraði í 2. ilokki kvenna og þriðja flokki karla. HK vann 2. fiokk karla og 3. flokk kvcnna. Einnig var keppt í 4. flokki karla og þar sigruðu strákarnir úr Stjörnunni. Islandsmót yngri flokka fer fram í janúar-apríl eins og undanfarin ár. Keppt verður í 2., 3. og4. fiokki karla og2. og 3. flokki kvenna. Nú fer hver að verða síðastur til að skila inn þátttökutilkynningum en þær skulu hafa borist skrif- stofu BLÍ, Pósthólf 864, 121 Reykjvík, fyrir 25. desember. Punktamót Borðtennisfélagið Örninn heldur punktainót í borðtenn- is í Laugardalshöllinni í kvöld. Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna og hefst mótið kl. 20. ■ Umsjón: ' Víðir SigurðssQn Lið KR og Arnarms í efstu sætunum íslandsmeistarar KR hafa for- ystu í I. deild karla í borðtennis nú þegar jólafrí borðtennisfólks er hallð. Keppni verður haldið áfram í cndaðan janúar. í 1. deild kvcnna er staðan mjög óljós vegna misjafns leikjafjölda liðanna. Staðan í 1. deild karla: KR-A..............5 5 0 0 30-13 10 Örninn-A..........4 3 0 1 19-14 6 Víkingur-A........4 2 0 2 20-16 4 KR-B..............5 1 0 4 22-24 2 UMFK-A............4 0 0 4 0-24 0 Keflvíkingar, sem sitja á botni deildarinnar, hafa gefið alla leiki sína til þessa og óvíst er hvort þeir verði yfirleitt mcð í vetur. 1. deild kvenna: Örninn-A............4 3 1 11- 4 6 KR..................2 2 0 6- 1 4 UMSB-A..............2 2 0 6- 2 4 Víkingur............3 12 5-8 2 UMSB-B..............0 0 0 0- 0 0 Örninn-B............5 0 5 2-15 0 í 2. deitd karla er leikið í tveimur riðlum. í a-ribli hefur Víkingur-B 10 stig, HSÞ 8, Örninn-D 2, KR-C 2 en Víkingur-D ekkert stig. í b-riðli hafa Örninn-C og Örninn-B 4 stig hvort, Víkingur-C og UMFK-B ekkert. Eitt liðflyst uppí 1. deild. í unglingaflokki er leikið í þremur riðlum. 1 a-riðli hafa KR- C, Örninn-Aog Víkingur-C2stig hvert en UMFK-A og UMSB-B ekkert. I b-riðli hefur Víkingur- A 4 stig, KR-B 2, UMFK-B og Örninn-C ekkert. í c-riðlinum eru KR-A og HSÞ með 4 stig, Örninn-B 2 en Víkingur-B ekkert stig. Víkingar urðu sigurvegarar í unglingaflokki í fyrra. Falcao - þriðji besti knattspyrnumaður heims að mati World Soccer. Brasilía, Bearzot og Rossi nr. eitt Knattspyrnutímaritið kunna, World Soccer, valdi á dögunum knattspyrnumann ársins í heiminum, besta framkvæmda- stjóra heims og besta lið í heimi. Það kemur engum á óvart, að ítalinn Paolo Rossi skyldi hljóta fyrsttöldu viðurkenninguna, landsliðsþjálfari ítala, Enzo Be- arzot, aðra en það kemur kannski sunium í opna skjöldu að heims- meistaralið ítala skyldi ekki verða fyrir vaiinu sem lið ársins í heiminum. Sú upphcfð féll í skaut Brasilíumanna, sem af mörgum voru taldir með besta liðið í IIM á Spáni í sumar þrátt fyrir að það væri slegið út af ítölum í milli- riðli. Listinn yfir 10 bestu knatt- spyrnumenn ársins í heiminum, að mati World Soccer, lítur þann- ig út: 1. Paolo Rossi, Juventus og italia 2. Karl-Heinz Rummenigge, Bayern og V.Þýsk. 3. Paolo Roberto Falcao, AS Roma og Brasilía 4. Zico, Flamengo og Brasilía 5. Socrates, Corinthians og Brasilía 6. Dino Zoff, Juventus og Italia 7. Bruno Conti, AS Roma og ítalia 8. Johan Cruyff, Ajax og Holland 9. Gaetano Scirea, Juventus og ítalia 10. Zbigniew Boniek, Juventus og Pól- land Athyglisvert að gamla kempan Johan Cruyff skuli enn komast á lista sem þennan en hann hefur leikið frábærlega síðan hann gekk til liðs við sitt gamal félag, Ajax, á ný. Tíu bestu framkvæmdastjórar í heimi: 1. Enzo Bearzot, Ítalía 2. Tele Santana, Brasilía 3. Michel Hidalgo, Frakkland 4. Bob Paisley, Liverpool 5. Jupp Derwall, V.Þýskaland 6. Tony Barton, Aston Villa, Ron Gre- enwood, England, Cesar Menotti, Arg- entina 9. Keith Burkinshaw, Tottenham, Ant- oni Piechniczek, Pólland. Og seni líu bestu lið ársins voru þessi valin: 1. Brasilía 2. italia 3. Flamengo, Brasilíu 4. Vestur-Þýskaland 5. Liverpool 6. Frakkland 7. Bayern Munchen, Hamburger SV, Gautaborg, Juventus. Munurinn á Brasilíu og Italíu var ekki mikill, Brassarnir fengu 30% atkvæða en heimsmeistar- arnir 26%. Flamengo fékk 20% en önnur fimm hundruðustu og þaðan af minna. Mestu yfir- burðirnir voru í kjöri fram- kvæmdastjóra, þar hlaut Bearzot hinn ítalski 49% atkvæða en Santana aðeins 18%. Paolo Rossi var nokkuð öruggur sem knatt- spyrnumaður ársins, hlaut 23% gegn 14% hjá Rummenigge, en í því kjöri dreifðust atkvæðin jafn- ar en í hinum tveimur. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.