Þjóðviljinn - 15.12.1982, Side 13

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Side 13
Miðvikudagur 15. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Baráttukveðj- ur frá Nes- kaupstað Stjórn og bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins í Neskaupstað sendi unt helgina svohljóðandi skeyti: Hr. Iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson Espigerði 4, Reykjavík Lýsum yfir fullum stuðningi við málstað þinn og málsmeðferð í viðræðum íslenskra stjórnvalda við auðhringinn Alusuisse. Baráttukveðjur. Stjórn og bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins í Neskaupstað. Pólýfónkórinn: Mattheusarpassía Bach á hljómplötu Eitt af öndvegisverkum tónlistar- innar, Mattheusarpassía eftir Jo- hann Sebastian BAch er komin út á hljómplötu á vegum Pólýfónkórs- ins, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Hljóðritun gerði Ríkisútvarpið á 25 ára afmælishljómleikum Pólý- fónkórsins í apríl sl. Flytjendur eru auk Pólýfónkórsins, Hamra- hlíðarkórinn, kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir, Kór Óldutúnsskóla, söngstjóri Egill R. Friðleifsson, tvær kammerhlómsveitir og fjöldi einsöngvara. Með hlutverk guðs- spjallamannsins fer breski tenór- söngvarinn Michael Goldthorpe og syngur einnig tenóraríur. Hlutverk Krists syngur óperusöngvarinn Ian Caddy frá London. Sópranhlut- verk syngja Elísabet Erlingsdótt- ir, Una Elefsen, Margret Pálma- dóttir og Ásdís Gísladóttir, alto- aríur og resitatív syngur Sigríður Ella Magnúsdóttir, en bassahlut- verk skiptast milli Kristins Sig- mundssonar, sem einnig syngur bassaaríur og Simon Vaughan, sem fer með hlutverk Pílatusar. Péturs og æðsta prestsins. Einleikarar á hljóðfæri eru einn- ig margir, s.s. gömbuleikarinn frægi Aldred Lessing frá Pýska- landi, Kristján Þ. Stephensen og Daði Kolbeinsson leika á óbó d’amore, eins og tíðkast á dögum Bachs. í resitatívum söngvaranna leika Inga Rós Ingólfsóttir á selló, Björn Káre Moe frá Noregi á org- el, og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Þórhallur Birgisson fara með fræg einleiksnúmer og Bernard Wilkinson leikur fagra flautusóló. - Alls tóku um 320 söngvarar og hljóðfæraleikarar þátt í fluting- num, sem er sá umfangsmesti á Is- landi til þessa. Myndlistarsýning í heilsugæslustöö Undanfarið hafa hangið uppi listaverk eftir ýmsa kunnustu listmálara landsins í Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Málverkin eru í eigu hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar, Sævar- görðum 1. Er fyrirhugað að málverk þessi skreyti Heilsugæslustöðina næstu eitt eða tvö árin. Arnarflug hf. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa Á síöasta aöalfundi Arnarflugs hf. var ákveö- ið aö 6,5 falda hlutafé félagsins með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Samkvæmt ákvæöi til bráöabirgða í sam- þykktum félagsins eru eldri hlutabréf í fé- laginu hér meö innkölluð og veröa afhent ný hlutabréf í þeirra staö aö viöbættri framan- greindri jöfnun. Afhending hlutabréfanna fer fram á skrifstofu félagsins aö Lágmúla 7, Reykjavík, dagana 14.12 til 31.1. ’83 og á sama tíma verður hluthöfum greiddur aröur vegna ársins 1981. Reykjavík, Stjórn Arnarflugs hf. Ástin blómstrar á öllum aldursskeiöum ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISÖCURNAR FRÁ SKUGGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og fer tíl Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólikar eins og dagurinn og nóttin. Elisabet er fínleg, lifsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana elnskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lifi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir_ Theresa Charles við systurnar Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegl þeirra hrifust af þeim báðum. Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem í raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin heilti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minni sem einn mesti hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... SIGGE STARK SKÓGAR- VÖRÐURINN Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup siti og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígsiunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúóurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kírkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem i brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika tíl að vinna ástir Jespers á ný... Francis Durbridge Með kveðju frá Gregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hvervarhann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory,“ ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja iestur þessarar bókar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.