Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. desember 1982
Breskt hjólbarðafyrirtæki sýnir áhuga á hugmynd
Einars Einarsson um nýja gerð nagla í snjódekk
Vilja 500 nagla
tU prófunar fljótt
„Ég vona að hægt verði að byrja á
framieiðslu þessara 500 nagla mjög
fljótlega eftir áramótin, svo fram-
arlega sem naegur fjárstyrkur fæst
til verksins“, sagði Einar Einarsson
vélstjóri og uppfinningamaður í
samtali við Þjóðviljann.
Eins og mörgum er kunnugt hef-
ur Einar hannaö sérstaka gerð
nagla til aö setja í snjóhjólbarða.
Að sögn Einars standa þessir nagl-
ar ekki kyrfilega fastir í dekkinu,
heldur dragast þeir inn og út eftir
því hve mótstaðan er mikil. Þannig
ætti slit á götum að minnka að stór-
um mun með tilkomu þessara
nagla.
Engin nákvæm úttekt hefur enn
verið gerð á notkun þessara nagla,
en í sumar sem leið bauðst breska
hljólbarðafyrirtækið Avon Tyres
Limited til þess að prófa gildi
þeirra og hefur fyrirtækið óskað
eftir því að fá senda 500 nagla til
prófunar.
Iðntæknistofnun íslands hefur
mælt með því að þessir 500 naglar
verði framleiddir til prófunar hjá
Avon í þeirri trú að úrskurður fáist
um notagildi hugmyndarinnar.
Handsmíða þarf hvern einstakan
nagla, en þeir eru að því leyti frá-
brugðnir venjulegum dekkjanögl-
um að í stað þess að vera með
flatan haus, eru þeir gúmmíf-
óðraðir og ganga inn í dekkið eftir
því sem það slitnar og mótstaðan
eykst.
Iðnrekstrarsjóður hefur þegar
lofað fé til smíði naglanna 500, og
eins hefur Vegagerð ríkisins gefið
vilyrði um stuðning. Þessa stund-
ina er málið til afgreiðslu hjá Fram-
kvæmdastofnun, að sögn Einars.
-Ig-
Dalvík:
Nýr sjúkrabíll eyðilagðist á
leið til landsins
Nýr sjúkrabíll, sem Rauða krossdeildin á Dalvík hafði keypt, eyðilagðist
í flutningi til landsins, þegar brotsjór reið yfír skipið og stórt stykki í
farminum kastaðist á bílinn.
Hér er um mjög mikið tjón að
ræða fyrir RK á Dalvík. Þegar bíll-
inn var pantaður fyrir 13 mánuðum
átti hann að kosta 300 þúsund
krónur, en kostar nú meira en 600
þúsund krónur. Það mun taka um
hálft ár að fá annan bíl og enginn
veit hvað hann kemur til með að
kosta. Tryggingar greiða aðeins
það verð sem umræddur sjúkrabíll
kostar í dag, en ekki nýjan bíl á því
verði sem hann mun kosta þegar
hann kemur til landsins.
Deildin átti tvo bíla fyrir, sumar-
bíl og svo jeppa, en þeir voru báðir
seldir þegar sá nýi var keyptur og
standa því sjúkraflutningsmál illa
hjá þeim Dalvíkingum.
- S.dór
SIGGE STARK
SKÓGAR-
VÖRÐURINN
ELSE-MARIE IMOHR
ERÉG?
RAUÐU ÁSTARSÖGURNflfl SIÍUUGSJÁ RAUUU ÁSTARSOGURNAR SKUGGSJÍ
Þrjár rauðar ástarsögur
Rauðu ástarsögumar eru spenn-
andi skemmtisögur eftir kunna og
vinsæla höfunda. Út eru komnar
hjá Skuggsjá þrjár nýjar bækur í
þessu safni: Skógarvörðurinn eftir
Sigge Stark, Hver er ég? eftir
Else-Marie Nohr og Hvítklædda
brúðurin eftir Erik Nerlöe.
Skógarvörðurinn eftir Sigge Stark
er rómantísk ástarsaga Onnu frá
Hlíð. Anna er sautján ára og mjög
þögul og fáskiptin. Hún tjáði eng-
um hug sinn, heldur hélt sig út af
fyrir sig. En svo hitti hún skógar-
vörðinn. Þessi sumardagur festist
henni í minni sem einn mesti ham-
ingjudagurinn í lífi hennar, enda
þótt hann bæri í senn með sér sorg,
biturleika og tár...
Hver er ég? eftir Else-Marie
Nohr fjallar um unga hjúkrunar-
konu, sem fær þær óvæntu upplýs-
ingar þegar hún ætlar að fara að
ganga í hjónaband, að vígslan geti
ekki farið fram, þar sem hún sé
þegar gift. Hún hafði lent í bílslysi
og misst minni um tíma...
,ErikNerlöe
HVITKLÆDDA
BRÚÐURIN
Hvítklædda brúðurin eftir Erik
Nerlöe er saga ungrar stúlku.Kar-
lottu, og Jespers, unnusta hennar.
Karlottu er rænt þegar hún er í
brúðarvagninum á leið til kirkj-
unnar, þar sem unnustinn og
veislugestirnir bíða hennar....
HLJÓMPLA TAN
með Jarðlingum
Ijóslifandi hefur
fengið frábærar
móttökur
Enda ber öllum saman um
það að platan sé eínn Ijós-
asti punkturínn í svartasta
skammdeginu
Allir vita hvað Guðmundur Símonarson
hafði um plötuna að segja,
En einn plötugagnrýnandi dag-
blaðanna sagði að platan væri frábær
að öllu leyti og minnti sig á gömlu góðu
bítlana og erþað ekki leiðum að líkjast.
Útgáfu og dreifingu annast:
Grensásvegi 11, sími 37688