Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Að éta upp hús í Mexíkó Heillandi mannlíf, skeifílegt mannlíf. Jóna Sigurðardóttir. Sigurður Hjartarson. Undir Mexíkómána. Brot úr dvöl íslenskrar fjölskyldu í landi andstæðnanna. Hregg. 1982. Sköpunarsaga þessarar bókar er sérstaklega aðlaðandi. Fjölskylda, fjögurra barna, á sér þann draum að kynnast Mexíkó, og þegar sæmi- lega stendur á í almanakinu selur hún hús sitt og étur það upp í lífs- reynslu þar suðurfrá. Um þetta hafa þau Jóna og Sigurður sett saman bók og prýtt hana myndum sínum og barnanna, fjölskyldan hefur hannað bókina og gefur hana út. í formála segir á þá leið, að í bókinni sé reynt að lýsa mannlífi sem er í senn „heillandi og skelfi- legt“. Og víst er þetta sannmæli um líf alþýðu manna í Mexíkó, og gat sá sem langt er í burtu gert sér nokkra hugmynd um það af nokkr- um frægum kvikmyndum, skáld- sögum eða þá gagnmerkri skýrslu Oscars Lewis um fjölskyldulíf í Mexíkóborg, The Children of Sanchez. Og það er mjög skemmti- legt að fylgjast með íslenskri fjöl- skyldu á þessum slóðum. Það er ljóst, að hún kemst ekki eins langt í kunningsskap við heimamenn og til dæmis Lewis, forsendur eru allt aðrar og tíminn naumari. En um leið eru þau Jóna og Sigurður og börn þeirra fjögur alveg prýðilega virk í sinni forvitni. Þau láta sér ekki nægja að arka um umferðaróskapnað Mexíkóborgar, sem er full af mútuleitandi löggum, eða lýsa frægum veggmálverkum hinna miklu mexíkönsku málara. Nei - þungamiðjan í sögunni er flutt út í lítið fiskiþorp, eitt af þús- undum, þar sem fjölskyldan býr um hríð langt frá túristaiðnaði og öðrum slíkum afbrigðum. Þar er blandað geði við fólkið, fylgst með dagsins önn og þeirri skemmtan sem hafa má af hanaati. Þar fæst margbreytileg reynsla (ekki alltaf þægileg) af mat og húsakynnum fólksins og þeim kvikindum sem bíta mörlandann, skelfa hann eða sprauta á hann saur - pöddum, eitruðum kóngulóm eða eðlum. íslenskri fjölskyldu hefur því tekist um margt vel að komast út úr ferðamannatilverunni. Afstaðan til þess sem fyrir augu ber er við- felldin: undrun er þar sterkur þátt- ur, í bland við nauðsynlegt æðru- leysi: „Þáerað takaþví“. Hrifning- in af þessu annarlega mannfélagi verður í raun sterkari en sú skelfing sem nefnd var í inngangskafla. Skelfingin er þarna samt, þótt hennar gæti ekki mjög í stílnum - í bókinni er að finna margan fróð- leik um gífurlega spillingu í landinu, sem getur verið hlægileg og fáránleg en snýst á skammri stundu í blóðugan harmleik sem ávallt bitnar á fátæku fólki. Á sjónvarpstímum hefur ferða- bókum heldur fækkað og er það vel, að með Mexíkóbók er reynt að hressa upp á þá ágætu hefð sem við eigum í slíkurn bókum. Mynda- kostur er drjúgur í bókinni og þó ekki svo að út úr flói. ÁB. Stríðsárín í Færeyjum yVilliam Heinesen. I Svörtukötlunr. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Mál og menning. 1982. Þessi mikla skáldsaga Heinesens gerist á stríðsárunum, á þeim árum sem hér hjá okkur voru kennd við ástand. Það er breskur her í landinu, rétt eins og hér, og hefur mjög losnað um hefðbundið sið- ferði á mörgum sviðum, allt er á hverfanda hveli. íslendingi hlýtur það að vera sér- staklega forvitnilegt að bera saman lýsingu Heinesens á færeyskum stríðsárum og það sem hann rámar í héðan að heiman eða hefur lesið um. Og þá er eðlilegast að nema fyrst staðar við einn þátt: við erum því vön, að líta hið mikla mannfall á sjónum augum einskonar for- lagatrúar: svo hlaut að fara, stríð er stríð. Það er mjög stutt síðan að einn þeirra sem þá sigldi hættu- legan sjó rifjaði það upp hve glæfralega togarar voru hlaðnir í þann tíma: gróðafíknin kom mörg- um sjómanni á hafsbotn alveg án aðstoðar kafbáta og tundurdufla. Þessi mál fá allt aðrar áherslur hjá hinum færeyska sagnameistara en við eigum að venjast. í skáld- sögu hans verða siglingar fær- eyskra sjómanna með fisk milli ís- lands og Bretlands stærst mála, siglingar í lífsháska miklum, með- an eigendur skipanna sitja heima óhultir í sukki og stórgróða. Að bröskurum þessum beinist pólitísk reiði Heinesens sem er hér mjög sterk og gerir þessa skáldsögu um margt ólíka flestum þeim verkum sem við höfum verið að kynnast undanfarin ár með ágætri aðstoð þýðarans, Þorgeirs Þorgeirssonar. Og eftir á að hyggja: það er undar- legt, að þessi mál skuli ekki hafa ratað að ráði inn í íslenskar bók- menntir: stafar það af því, að sú kynslóð sem hlut á að máli telji alla samseka í stríðsgróðaævin- týrunum? Eða eru menn svona hræddir við árekstra? Sannarlega er Heinesen myrkt fyrir augum í þessari sögu. Það William Heinescn kemur líka fram í því, að færeyskur sértrúarfaraldur, sem í öðrum sög- um fær að njóta góðs af gamansemi og hlýju höfundarins, er hér eitthvað sérlega uggvænlet, hættu- leg sigling yfir tundurduflaslóðir myrkra kynóra og brjálsemi. Örlög Livu, stúlkunnar góðu og heit- trúuðu, sem allt missir og síðast vit- ið í nornaseiðnum í Svörtukötlum er átakanlegast dæmi um þennan þátt harmleiksins. Sagan geymir reyndar mikið og fjölskrúðugt persónusafn: brask- arar, trúboðar, uppreisnarmenn, misheppnaðir, undarlegir útlagar, berserkir, spilltir embættismenn, forsjálar meyjar og fyrirhyggju- lausar,og um allt þetta fólk spinnur Heinesen seiðsterkt andrúmsloft af sjaldgæfri list. Sem er. eins og í fimm öðrum bókum, í öruggum höndum Þorgeirs Þorgeirssonar. - ÁB. Dansað á fáksporí Það virðist vera orðin föst rcgla hjá Eiðfaxa að gefa út eina bók á ári. Að sjálfsögðu eru þær bækur heljgaðar hestum og hestamennsku. 1 hitteðfyrra kom út bókin Á hestbaki, eftir Eyjólf ísólfsson. I fyrra bókin Að temja, eftir Pétur Behrens og nú er það Á fáksspori, og er höfundur hennar Sigurbjörn Bárðarson. Allir eru þessir höf- undar þjóðkunnir hestamenn og hestavinir, enda fer það saman, að góður hestamaður er sá einn, sem á hestinn að vini og félaga. Á fákspori er efnismikil bók þótt ekki hlaupi hún á hundruðum blaðsíðna og er þar tnikið sagt í fáum orðum. Hún skiptist í þrjá megin þætti. í fyrsta kaflanum er fjallað um reiðhestinn, hvernig hannskuli þjálfaðurogmeðhann farið. Annar kaflinn er einkum um keppnishestinn, (hlaupahesta, góðhesta, kynbótahross), fóðrun hans, þjálfun og sýningu. í þriðja Magnús H. Gislason skrifar og síðasta kaflanum er rætt um meðferð hesta og umhirðu. Er þar m.a. vikið að hesthúsum, fóðrun, járningu og lielstu sjúkdómum. Fjöldi ljósmynda er í bókinni og margar skemmtilegar teikpingar eftir Pétur Behrens. Hönnun, setn- ingu og umbrot hefur Auglýsinga- stofa Gísla B. Björnssonar annast en Prenttækni sá um filmuvinnu og prentun. Sigurður Haraldsson ritar að fararorð og segir þar m.a.: „Ég óska höfundi til hamingju með ágæta bók um leið og ég óska les- endum hennar til hamingju með þann hafsjó af fróðleik, sem hún hefur að geynta.“ Undir þessi orð skal tekið. Hinum fyrri bókum Eiðfaxa hef- ur verið tekið tveim höndum af hestaunnendum. Þæreru ogómiss- andi öllum þeim, sem hafa á hendi leiðbeiningar urn hestamennsku. Á' fákspori skipar með sóma sess sinn í þessum ágæta bókaflokki Eiðfaxa. - mhg Svona líður tíminn Bréfin hans Þórbergs til Lillu Heggu og Biddu systur. Hjörtur Pálsson sá um útgáfuna og skráði skýringar og viðtöl. Vaka 1982. Þegar rithöfundur hefur eignast stórt nafn með þjóð sinni kemst hann fyrr eða síðar í einskonar gjörgæslu hennar. Allt sem hann hefur á pappír sett verður mikil- vægt. Það finnst miði með rithönd Púsjkíns sem á stendur: „ eitthvað var þá Kúhel bumbult" - og lærðir menn ntunu skrifa ítarlega ritgerð um tilefnið. Og svo mætti lengi dæmin rekja. Árni Bergmann skrifar Þórbergur Þórðarson Hjörtur Pálsson víkur að þessu í formála sínum að bréfum sem Þór- bergur skrifaði til Helgu Jónu Ás- bjarnardóttur og Birnu Torfadótt- ur, sem koma báðar mjög við sögu í Sálminum um blómið, eins og flest- ir munu nú vita. Hjörtur talar um þann dag sem koma muni þegar verk Þórbergs verða tekin til „ræki- legrar athugunar": „Þá mun smáu og stóru, sem frá honum er ættað, verða tekið fegins hendi, og svo vel ætti að treysta vinsældum hans, að lesendur setji ekki fyrir sig að fylgja honum gegnum eitt og eitt bréf, þótt ekki sé þar rnikið um stórmæli." Þetta er rétt: Sá sem hefur mætur á Þórbergi, hann mun lesa þessi bréf sér til ánægju. Eins þótt þau séu oft keimlík hvert öðru: sagt er frá jólahaldi, rifjuð upp með nokkrum söknuði sú tíð sem er liðin, þegar þær leiksystur voru að skemmta Sobegga afa og hann þeim - og stundum er bætt við stríðni um trúlofunarstand þeirra Heggu og Biddu. Svo segir í bréfi til Helgu Jónu frá því í júlí 1962: „En það sem gerir i mér hless- una, það er það, að mér finnst svo örskammt síðan þið Bidda systir lékuð ykkur að gullunum ykkar hér í stiganum. Eða síðan þú lást á hnjánum hér í stofunni, niður- sokkin í að stúdera hræðilegu myndirnar í Unnskiptingabókinni, og baðst mig að truttla þig ekki á meðan þú værir að lesa myndirnar. Þá datt mér ekki í hug að þú yrðir nokkurntíma svo stór og mikil manneskja, að þú gætir trúlofað þig. En nú er þetta orðið. Og þú varst að leika þér að gullunum þín- um hérna í stiganum í gær. Svona líður tíminn, þegar maður er orð- inn gamall". Heimild er þessi bók skemmtileg og trygglyndi Þórbergs við tvær stelpur sem vaxa úr grasi í ná- munda við hann - og við þá mynd sem hann hafði skapað af sér og þeim: málfar Sálmsins um blóntið lifir áfram í þessum bréfum. En svo er hitt, að helsta vonbrigðaefnið með þessa bók er blátt áfram það, að bréfin skuli ekki vera fleiri en raun ber vitni. Það er ekki sagt til að kasta rýrð á þa*r útskýringar og frásagnir sem Hjörtur Pálsson tekur saman og hefur eftir Heggu, Biddu og Mömmugöggu. Það er allt gott til síns brúks. En sá sem lætur sér vel smakkast Þórbergur, hann vill fá Þórberg og engar refjar, rétt eins og Sobeggi afi vildi fá feitt hangi- kjöt á jólurn tneð þjöppu og græn- urn baunurn. Skemmtilegum nryndum hefur verið safnað til bókarinnar. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.