Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 15. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV @
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15. Veðurfregnir. Morg-
unorð: Helga Soffía Konráðsdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Komm-
óðan hennar langöntmu" eftir Birgit
Bergkvist Helga Harðardóttir les þýð-
ingu sína (17)
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón-
armaður: Ingólfur Arnarson. Fjallað
verður um veiðarfæri og veiðarfæratil-
raunir og rætt við Guðna Þorsteinsson
fiskifræðing.
10.45 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur
Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá
laugard.
11.05 Lag og ljóð Þáttur um vísnatónlist í
umsjá Aðalsteins Ásbergs Sigurðars-
sonar
11.45 Úr byggðum. Umsjónarmaður:,
Rafn Jónsson. Rætt við Gunnstein Gísla-
son oddvita í Árneshreppi á Ströndum
um fólksflótta úr sveitum.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Dagstund í dúr og moli -
Knútur R. Magnússon
14.30 A bókamarkaðinum. Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýjum
bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
15.00 Miðdegistónleikar: íslensk tónlist.
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur „Gos í
Heimaey", forleik eftir Skúla Halldórs-
son; Páll P. Pálsson stj. / Halldór Vil-
helmsson, Söngsveitin Fílharmónía og
Sinfóníuhljómsveit íslands flytja
„Greniskóg", tónverk fyrir einsöngv-
ara, kór og hljómsveit eftir Sigursvein
D. Kristinsson, Marteinn H. Friðriks-
son stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Lesið úr nýjum barna- og unglinga-
bókum Umsjónarmaður: Gunnvör
Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jóns-
dóttir.
17.00 Djassþáttur í umsjáJóns Múla Árna-
sonar.
17.45 Neytendamál. Umsjónarmenn: Jó-
hannes Gunnarsson, Anna Bjarnason,
Jón Ásgeir Sigurðsson.
19.00 Kvöldfréttir.
19.45 Tilkynningar. Daglegt mál. Árni
Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar.
20.00 Afangar. Umsjónarmenn: Asmund-
ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson.
20.40 Ungverska tónskáldið Zoltán Ko-
dály: Aldarminning Umsjón: Halldór
Haraldsson píanóleikari.
21.45 Útvarpssagan: „Norðan við stríð"
eftir Indriða G. Þorsteinsson Höfundur
les (9)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 íþróttaþáttur Samúels ‘ Arnar Erl-
ingssonar
23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson
kynnir.
RUV **
18.00 Söguhornið Umsjónarmaður
Guðbjörg Þórisdóttir.
18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans
Miljónamæringarnir Framhaldsmynda-
flokkur gerður eftir sögum Marks Twa-
ins. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.35 Svona gerum við Ellefti þáttur. Sam-
eindir á ferð og flugi. Fræðsluþáttur um
eðlisfræði. Þýðandi og þulur Guðni Kol-
beinsson.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglýs-
ingar
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Myndskáld Mynd frá hollenska sjón-
varpinu úm íslenska listamanninn Sig-
urð Guðmundsson, sem starfað hefur í
Hollandi urn fimmtán ára skeið, og ný-
stárlega listsköpun hans. Þýðandi Ingi
Karl Jóhannesson.
21.30 Dallas Bandarískur framhaldsflokk-
ur um Ewingfjölskylduna í Texas.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Djassþáttur Jóns Múla Árna-
sonar er la dagskrá útvarpsins
kl. 17.00 í dag.
Útvarp kl. 16.20
Lesið úr
bókum
Gunnvör Braga er umsjón-
armaður upplesturs úr nýjum
barna- og unglingabókum en
kynnir og upplesari með
henni er Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir. Lesið verður úr
eftirfarandi bókum:
Allt í gamni, en það er bók
sem útvarpsmaðurinn
góðkunni Hermann Gunnars-
son hefur tekið saman og inni-
heldur þrautir, gátur og brell-
ur af ýmsu tagi. Sveitadreng-
ur, eftir Láru Ingals Wilder,
höfund Hússins á sléttunni.
Vindurinn og ég er bók eftir
indíánastúlku Crying Wind.
Þá verður lesið uppúr hinni sí-
gildu sögu Astrid Lindgren um
Karl Blómkvist. Kötturinn
sem hvarf eftir Nínu Tryggva-
dóttur og síðan verður lesið
uppúr 100 brögðum og brell-
um eftir Arhur Good. Úr
þeirri bók verða lagðar
þrautir fyrir hlustendur.
Inn á milli upplestursins
verða leikin létt lög m.a. af
plötu um Alla og Heiðu eftir
Asger Petersen.
Sjónvarp kl. 20.40
Stikilsberja Finnur og vinur hans Tumi með hættulegan grip, skammbyssu. Þátturinn um þá
élaga og ævintýri þeirra er á dagskrá sjónvarpsins kl. 18.10. Ber þátturinn heitið Milljonamær-
nearmr.
Hollenskur sjónvarpsþáttur
um íslenskan listamann
Erlendir þættir um íslenska
listamenn eru svo sannarlega
ekki á hverju strái og því
hljóta sjónvarpsáhorfendur
að fagna hollenskum þætti um
Sigurð Guðmundsson listmál-
ara, en þessi þáttur var sýndur
í hollenska sjónvarpinu fyrir
stuttu síðan og vakti mikla at-
hygli. Sigurður hefur undan-
farin 15 ár búið ásamt fjöl-
skyldu sinni í Hollandi, nánar
tiltekið í Amsterdam.
Ingvi Karl Jóhannesson er
þýðandi þáttarins og hafði
hann eftirfarandi að segja um
innihaldið:
„Ég hygg að líta verði á
þennan þátt sem tilraun til að
útskýra Sigurð sem lista-
mann, en list hans er mjög
óvenjuleg svo ekki sé meira
sagt. Sigurður býr í Amster-
dam, en hefur vinnustofu í
smábæ ekki langt frá Amster-
dam, Ijmuiden. Hann var
einn af frumkvöðlum SÚM-
geta tjáð mig um list hans, þá
hefur stíll hans verið skil-
greindur þannig, að verk sé
meira byggð á tilfinningu en
rökhyggju. Hann fer sínar
eigin leiðir, notar í verkum
sínum ljósmyndatækni,
steypu, tré, pappír. Má
reyndar segja að í sumum
verka hans ægi öllu saman.
Um stöðu hans í hollenskri list
má víst segja að hann sé nú á
þröskuldi þess að geta kallast
alþjóðlegur listamaður. Sýn-
ingar sem hann hefur sett upp
í París og Bandaríkjunum
hafa allajafnan vakið mikla
athygli. “
Eíns og áður sagði vakti
þessi þáttur um Sigurð tals-
verða eftirtekt þegar hann
var á dagskrá í hollenska sjón-
varpinu, enda ekki oft sem ís-
lenskur listamaður fær jafn
góða pressu erlendis. Þáttur-
inn tekur 50 mínútur í flutn-
ingi.
ara og áhrif þau sem hann
varð fyrir á SÚM-árum sín-
um, hefur hann útvíkkað og
þróað. Þó ég geti tæpast talist
frá lesendum
Brjótum ísinn
Reykjavík 10/12 ’82
Ágætu meðborgarar og gott
fólk um allt land!
Pistill þessi á ekki að vera
skammarbréf. Nóg er af slík-
um. En ég vil á hinn bóginn
benda ykkur á að klakaþykkn-
in á gangstéttum gætu horfið
fyrir okkar tilverknað! Ef
við tækjurn höndum saman og
drifum okkur út á gangstétt
með tiltæk verkfæri, þá gæt-
um við með klukkustundar
vinnu hreinsað gangstéttir
framan við lQðir okkar. Síðan
gætum við haldið gagnstéttun-
um hreinum uppfrá því öllum
til mikils léttis. Við gætum
forðað mörgum manninum
frá ævilöngum og tímabund-
num meiðslum sem kosta
heilsu og peninga. Því hvet ég
ykkur til að brjóta ísinn. Með
því gleðjið þið unga sem
aldna.
Þegar þessu er lokið þá get-
um við með sanngirni farið
þess á leit við yfirvöld að þau
sjái um hreinsun annarra
gangstétta.
Ég vil einnig nota tækifærið
til að þakka vangstjórum SVR
fyrir góð störf og liðlegheit.
Vl1T{JK óofanþí
Kp o5i.
Þannig sér Hanna fréttir fjölmiðlanna. Þarfnast myndin
vart skýringa, en við birtum hana hér lesendum til
íhugunar.
Þar sem ég þekki til hafa þeir
reynst sérstaklega tillitssamir.
Ennfremur eiga sorphrein-
sunarmenn þakkir skildar
fyrir sín störf í okkar þágu.
Þeir erfiða og puða í hvernig
færi sem er.
Að lokum: smá hjálp frá
okkur, tefur okkur í stuttan
tíma, en getur létt öðrum erf-
iðleika, bið og skap. Það
gleður okkur líka og bætir
skap allrar þjóðarinnar.
Björn Finnsson.