Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. desember 1982 Einu sinni var Ida Ingólfsdóttir, seni er fóstra alira fóstra, á gangi nteö börnin sín úr Tjarnarborg. Þau höföu verið að frílysta sig í miðbænum og komið við á Arnar- hóli. Og svo sögðu þau: Ida, segðu okkur söguna af pabba þínum, sem kom fyrstur til landsins. Börnunum fannst sjálfsagt að ída hefði verið til svo lengi sem landiö hefur byggt verið. En hún er nú samt ekki nema sjötug og af- mælið er í dag. Hitt er svo alveg rétt hjá börnunum, að manneskja eins og ída á alltaí að vera til, það er mikil nauðsyn mannlegu félagi. ída er fimmta barn þeirra Ingólfs Jónssonar og Hlínar Jónsdóttur. Þau höfðu farið vestur til Kanada og búið þar um hríð en sneru aftur heim upp á Frón og Ida fæddist á Innra-Hólmi skammt frá Akra- nesi. En hún var ekki nema sjö ára þegar foreldrar hennar slitu sam- vistum og fjölskyldan fór á tvist og bast - ída var fyrst hjá föður sínum, ágætum manni ogglaðsinna eins og hún er sjálf, hann lést árið 1933. ída fór tólf ára til vandalausra, var í húsi Böðvars kaupmanns á Akra- nesi, föður Haraldar útvegsmanns. Þar gekk hún í skóla og slóst við stríðna stráka. Þetta hafa verið erf- iðir dagar um margt, en þeir stæltu unga stúlku til að vilja lifa án þess að þiggja ölmusu og án þess að mikla fyrir sér erfiðleika. Löngu síðar ér Ida spurð að því, hvernig hún fari að því að vera svona ung- leg og hress. Til þess eru þrjú ráð, sagði hún. Mestu skiptir náttúrlega rétt hugarfar. í annan stað á maður að vinna tólf tírha á sólarhring, ekki minna. í þriðja lagi er rétt að fá sér í staupinu - einstaka sinnum. Ida hafði ekki mikið af hinni nafnkenndu móður sinni að segja þessi árin. Hún hitti Einar skáld Benediktsson aðeins einu sinni hjá frú Hlín, það hefur verið í Mjó- stræti, skömmu áður en þau Einar fluttu til Herdísarvíkur. Einar sagði: Viljið þér giftast Má syni mínum? ída svaraði: Ég þekki ekki Má son yðar. Ég held, sagði ída, þegar ég spurði hana eitt sinn unt þessa hluti, að ég kunni að meta móður mína og mér þykir gott að hún fékk uppreisn í lífi, sem henni hefur fundist um margt mislukkað, með því að fá að annast Einar Bene- diktsson, sem hún hafði.dýrkað sem skáld allt frá því hún var ung- lingur... Tuttugu og fjögrurra ára fór ída frá Akranesi og til Reykjavíkur. 1938 fór hún svo til Svíþjóðar, meðal annars að áeggjan móður sinnar. Hún var fyrst hjá ágætu fólki í Gautaborg, Hjalmar Lind- roth, sem var prófessor í norrænum fræðum. Hún ætlaði að læra barnahjúkrun, en þá vildi ekki bet- ur til en að hún veiktist sjálf, fékk berkla í fótinn. Síðan fór hún að vinna á barnaheimiium fór til Stokkhólms og gekk þar á sósíal- pedagískan skóla, sem Alva Myr- dal stýrði - hún sem var að taka við friðarverðlaunum Nóbels á dögun- um. í þessu efni hjálpuðu góð með- mæli, en nám þetta varekki útlend- ingum ætlað. Síðan gekk ída á Er- ikastiftelse sem svo hét, þar sem kennt var að meðhöndla tauga- veikluð börn. Þar lærði ég bæði gott og vont, segir ída - mér hefur gengið vel með taugaveikluð börn, en kannski er það mest vegna þess hvernig ég er sjálf. Þetta voru um margt skemmtileg ár, í Svíþjóð voru margir ágætir námsmenn íslenskir, Sigurður Þór- arinsson og Sölvi Blöndal, Guðrún Árnadóttir, Jónas Haralz, Ingvar Björnsson, þarna voru Kristrún og Magnús Kjartansson og margir fleiri. Og það var farið í heimsóknir til Kaupmannahafnar, þar var fyrir prófessor Jón Helgason og hans ágæta fjölskylda. Það var prófessor Jón sem vildi’kalla ídu Ideólógíu! 1946 kom ída heim og fór að starfa í Tjarnarborg hjá Þórhildi Ólafsdóttur: fóstrur voru þá enn fáar í landinu. Ári síðar tók ída að sér að endurreisa dagheimili í Hafnarfirði, sem Verkakvenna- félagið þar hafði komið upp af miklum dugnaði 1932, en hafði lagst niður á stríðsárunum. Árið 1949 gerist það svo að Ellen og Halldór Eiríksson gáfu Sumargjöf Steinahlíð og ída er ráðin þangað. Aðalbjörg Sigurðardóttir, sem sat í stjórn Sumargjafar, kvaðst viss unt að hún ída myndi ekki telja eftir sér sporin í því húsi, og það voru orð að sönnu. Síðan hefur ída oft- ast verið kennd við Steinahlíð, og það eru víst furðu margir sem halda að hún hafi átt það hús. Að sönnu á ída hvorki þá fasteign né aðra, og eftir að hún fór á eftirlaun í haust hefur hún verið húsnæðislaus - það mál er nú farsællega leyst, sem bet- ur fer. En þessar aðstæður hafa nt.a. orðið til þess, að sá sem hér heldur á penna, og aldréi var svo lukkulegur að verða einn af barnsfeðrum ídu, sem eru margir og merkir, hefur haft dýrmætan möguleika á því að kynnast ágætri konu. Og eins og vænta mátti var í raun og veru ekki verið að skjóta skjóli yfir ídu Ingólfsdóttir, hún kom sjálf á heimili þar sem hún gat orðið öðrum að liði. Þeir sem hafa verið í Steinahlíð og foreldrar þeirra, hafa löngum talað um þann stað með mikilli hlý- ju. Til eru sögur af ungurn sveinum, sem ákváðu, að þeir myndu verða áfram þar á heim- ilinu, þangað til þeir yrðu stórir og gætu hjálpað Idu með litlu börnin. Flestir minnast fyrst á það, hve allt hafi þar verið eðlilegt og líkt stóru heimili. Já segir ída af hógværð sinni - ég hefi alltaf talið að börnin ættu að vera í sem eðlilegustu um- hverfi. Og þetta kom nokkuð af sjálfu sér af aðstæðum í Steinahlíð, þar sem allt var svo þröngt... Ætli það. Ætli ekki hafi þurft annað og meira til, ídu sjálfa, sem ekki kunni á klukku og aldrei viðurkenndi erfiðleika - og ef ekki var hægt að sækja barn fyrr en klukkan sjö, þá var það í Steinahlíð fram á kvöld. Og svo skipti það miklu máli, að börnin fengu að vera þátttakendur í öllu. Það er svo gaman, sagði einn drengur, við fengum að vera með í að búa til matinn. Það er svo miklu meira gaman í alvörunni en þykjustunni. Þegar ég hefi verið að spyrja fdu um börnin sér hún mest eftir því, að hafa ekki gefið sér tíma til að skrifa upp eftir þeim ágætar athugasemdir þeirra um lífið og til- veruna. Ekki síst unt eilífðarmálin: einu sinni settu þau á langar ræður til að útskýra það fyrir Idu, að ef hún stæði við það að láta brenna sig þegar hún dæi, þá gæti hún aldrei að engli orðið. Og það vildu þau náttúrlega ekki sætta sig við. Ég sagði stundum, segir ída: við verðum að taka við börnunum eins og þau eru, þreytt syfjuð, stúrin, við eigum að kunna að taka því þótt margt sem hefur gerst áður en þau koma til okkar bitni á okkur, vera einlægar í því að hjálpa þeim yfir erfiðleika, auðvelda þeim að vera til þennan tíma sem þau eru hjá okkur. Ég hefi aldrei þolað þessa frávísunarafstöðu, sem bitn- ar á svo mörgum unglingum, vísar þeint út á kaldan klaka. Nei svo- leiðis mannfyrirlitningu þoli ég ekki. Svo veit ég hvað hefur orðið um surn þessi börn, um önnur veit ég ekkert, segir ída. Ég gleðst yfir því að þeim vegnar vel og ég hryggist yfir óláni þeirra. Annars held ég að mörg þeirra hafi orðið gott fólk. Ég hefi líka verið svo heppin að samstarfsfólk mitt liefur verið ágætismanneskjur, segir ída og hafi það heila þökk fyrir. ída er sósíalisti og hernámsand- stæðingur (var m.a. í ntiönefnd Til sölu: 1. Notuð offset prentvél „Multilifh 1250 HS“. Hámarksstærð blaða 297x43mm. 2. Notaður Repromaster „Littlejohn type 170“ Tilboðsgögn og nánari upplýsingar á skrifstofu vorri að Borgartúni 7. Tilboðum skal skila á skrifstofu vora fyrir kl. 11:00 f.h. 28. desember, 1982. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 fyrstu samtaka þeirra) og ég spurði hana á dögunum út í þá hluti. Ég kaus víst hann Pétur Ottesen þegar ég fyrst fékk kosningarrétt og skammast mín ekkert fyrir það. En róttæknin var eitthvað sem var mér í blóð borið. Ég man að Böðvar á Akarnesi sendi mig til gamals fólks á aðfangadag jóla með glaðning. Þetta var af góðum hug gert, en aldrei gat ég sætt mig við þetta: ^ð fólk sem hafði unnið hörðum höndum allt sitt líf gæti ekki keypt sér jólaglaðning sjálft. Það er allt í lagi að vera fátækur ef menn láta ekki fátæktina smækka sig, segir ída. Og maður verður að bera virðingu fyrir öðru fólki. Og gleyntdu því ekki, að það er mikill vandi að vera sósíalisti. Við höfum tekið að okkur vissa ábyrgð. Það er ekki sama hvernig við hegðum okkur. Það er lítið varið í þann sem segist vera sósialisti og hagar sér þvert á þær hugsjónir.... Mikið rétt, fda, mikið rétt. Og nú getur þú haldið upp á sjötugasta afmælið glöð og reif, með kórréttu hugarfari, með afbragðsgóða sam- visku þess sem aldrei hefur lagst í volæði, ekki miklað fyrir sér erfið- leika, látið vanda annarra manna þig rniklu varða. Þú sagðir við mig um daginn: „Ég hefi verið svo heppin að vera mörgu góðu fólki samferða gegnum lífið. Ég hefi reynt að vera manneskja og haft gaman af að vera til.“ Mæl þú kvenna heilust, lifðu í hundrað og tuttugu ár eins og gyðingarnir mín- ir segja. Við hin þökkum kærlega fyrir okkur og vonum að þín for- dæmi dugi sem flestum okkar til að haga okkur eins og manneskjur Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.