Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. desember 1982
Sósíaldemókrataflokkar V-Evrópu
Hverfa frá
vfgbúnaðar-
stefnu Nató
Ógnunarstefnan er ögrun við mannlega skynsemi.
Tillagan um frystingu á fram-
leiðslu kjarnorkuvopna sem Sví-
þjóð og Mexíkó lögðu fram á þingi
Sameinuðu þjóðanna var endan-
lega samþykkt á Allsherjarþinginu
i fyrradag með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Flest öll óháð ríki
og ríki Varsjárbandalagsins
greiddu tillögunni atkvæði sitt, en
Nato var klofið í málinu: Grikkland
studdi tillöguna og Danmörk og ís-
land sátu hjá, en önnur Nato-ríki
voru á móti.
Ástæðuna fyrir því að flest Nato-
ríkin voru á móti má rekja til áður
mótaðrar stefnu Nato um stór-
aukna framleiðslu kjarnorkuvopna
á næstu árum verði Sovétríkin ekki
við þeirri kröfu að leggja niður
meðaldrægar SS-20 eldflaugar sín-
ar sem beint er að V-Evrópu.
Sú stefna byggist á því að Sovét-
ríkin standi Bandaríkjunum og
öðrum vestrænum ríkjum framar í
kjarnorkuvígbúnaði og því þurfi
Vesturlönd að auka framleiðslu
sína til þess að ná forskoti á Sovét-
ríkin og styrkja þannig aðstöðu
sína við samningaborð stórveld-
anna í Genf.
Sem kunnugt er hefur stefna
Nato í þessum málum sætt sí-
aukinni gagnrýni á meðal jafnaðar-
manna og frjálslyndra bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Tillaga Svíþjóðar og Mexíkó var
:k! mestu byggð á tillögum þeirra
Kennedys og Hatfield, er ganga út
frá því að „gróft jafnvægi" ríki á
meöal stórveldanna í kjarnorku-
vígbúnaöi.
Deilur hafa verið uppi í Jafn-
aðarmannaflokkum í Noregi, Dan-
mörku og V-Þýskalandi um stefnu
Nato í þessu máli. Allir þessir
flokkar áttu á sínum tíma þátt r að
móta stefnu Nato í þessu máli á
Nato-fundinum í Bruxelles í des-
ember 1979, en nú bendir hins veg-
ar allt til þess að flokkarnir muni
snúast endanlega gegn hinni svo-
kölluðu núll-lausnarstefnu Nato á
næstunni og láta þar með undan
þeim mikla þrýstingi, sem hin
öfluga friðarhreyfing í Evrópu hef-
ur staðið fyrir.
Noregur
Norski Verkamannaflokkurinn
tók þá afstöðu nýlega að greiða at-
kvæði gegn fjárveitingu til eld-
flaugaáætlunar Nato að svo
stöddu. Þegar sú tillaga var borin
fram í norska stórþinginu, að Nor-
egur skyldi styðja tillögu Svíþjóðar
og Mexíkó eða að minnsta kosti
sitja hjá við atkvæðagreiðslu hjá
Sameinuðu þjóðunum tók Verka-
mannaflokkurinn ekki afstöðu, en
bar engu að síður fram gagnrýni á
norsku stjórnina fyrir að vera eitt
Norðurlandanna á móti tillögunni.
Þetta sýnir tvíræðni í afstöðu
flokksins, scm af mörgum er túlkað
á þá leið að hann sé á leið til
breyttrar afstöðu þótt skrefið hafi
ekki enn verið stigið til fulls.
Nýlega hefur síðan Gro Harlem
Brundtland boðað nýja afstöðu
flokksins til afvopnunarmála. Sam-
kvæmt þeim er það skoðun Verka-
mannaflokksins að Nato eigi að
taka upp h eytta stefnu. í stað
hinnar tvíhhða ákvöröunar Nato
eigi bandalagið að draga önnur
vopn inn í dæmið: bæði langdrægar
kjarnorkueldflaugar og síðast en
ekki síst kjarnorkueldflaugar
Breta og Frakka, sem Reagan hef-
ur neitað að taka inn í dæmið við
samningaborðið í Genf. Þannig
eigi Vesturveldin að sýna vilja til
að líta á vígbúnað sinn í heild í sam-
bandi við kröfuna um að SS-20 eld-
flaugar Sovétmanna verði lagðar
niður.
Ekki er talið ólíklegt að Gro
Harlem Brundtland hafi unnið
þessar tillögur í samvinnu við aðra
jafnaðarmannaflokka í V-Evrópu.
Krafan um frystingu á fram-
leiðslu kjarnorkuvopna hefur orð-
ið æ háværari innan jafnaðar-
mannaflokkanná. En til þess að
þeir geti lagt hana til grundvallar
stefnu sinni verða þeir að snúa baki
við hinni tvíhliða ákvörðun Nato,
því enginn heldur fram frystingu og
aukningu um leið.
Danmörk
Danskir sósíaldemókratar snéru
sig út úr þessari klípu með því að
leggja fram þá tillögu á danska
þinginu, að Danir myndu standa
við umsamda skuldbindingu (sem
jafnaðarmenn höfðu gert) um
greiðslu á 26 miljónum d.kr. til eld-
flaugaáætlunarinnar, en frekari
greiðslum yrði hins vegar slegið á
frest þar til árangur væri ljós af
viðræðum stórveldanna í Genf.
Tillaga þeirra gat þess jafnframt að
þetta þýddi ekki brest í stuðningi
Danmerkur við bandalagið. Þessi
tillaga náði fram að ganga með
samþykki þingmanna sósíaldemó-
krata, en allir aðrir flokkar sátu hjá
nema Framfaraflokkur Glistrups,
er var á móti. Ástæðan fyrir hjá-
setu Schlúters forsætisráðherra var
sú hótun Ankers Jörgensen að ann-
ars myndu jafnaðarmenn greiða
tillögu sósíalista atkvæði er gekk
enn lengra og kvað á um að Danir
skyldu falla frá allri þátttöku í fjár-
mögnun eldflaugaáætlunarinnar.
Danskir jafnaðarmenn þvinguðu
einnig ríkisstjórn Schlúters til þess
að sitja hjá um tiliögu Svíþjóðar og
Mexíkó hjá Sameinuðu þjóðunum
enda þótt ríkisstjórnin hafi áður
ætlað að greiða atkvæði gegn
henni.
Holland og
Þýskaland
í Hollandi urðu snarpar um-
ræður á þingi um afstöðu Hollands
til frystingar. Tillaga stjórnarand-
stöðunnar, jafnaðarmanna og
vinstri manna, um að Holland
skyldi greiða atkvæði með tillög-
unni, hafði nær valdið stjórnar-
kreppu og var felld með aðeins 3
atkvæða mun: 69 atkv. gegn 72.
Röksemdir hollensku stjórnarinn-
ar fyrir að segja nei voru þær að
frysting eyðilegði samningsað-
stöðu Bandaríkjamanna í Genf.
í Þýskalandi hafa bæði Egon
Bahr, sérfræðingur Jafnaðarmann-
aflokksins í afvopnunarmálum og
Hans-Jochen Vogel kanslaraefni
flokksins látið í það skína, að
flokkurinn muni snúast gegn eld-
flaugaáætlun Nato, og yrði það
stefnubreyting frá því er Helmut
Schmidt studdi eldflaugaáætlunina
þrátt fyrir gagnrýni innan flokks-
ins.
Á sama tíma hefur það gerst að
svokölluð Palme-nefnd, sem í sátu
m.a. 4 núverandi og fyrrverandi
forsætisráðherrar og 5 fyrrverandi
eða núverandi utanríkisráðherrar
frá ýmsum löndum undir forsæti
Olofs Palme, hefur lagt fram til-
lögur um afvopnunarmál, er ganga
út frá því að gróft jafnvægi ríki nú á
milli stórveldanna. Samkvæmt til-
lögum nefnarinnar á að stefna að
víðtæku samkomulagi í áföngum er
m.a. feli í sér 300 km breitt kjarn-
orkuvopnalaust svæði í Mið-
Evrópu sem lið í slökun spennu í
álfunni. Tillögur þessar virðast
reyndar hafa hlotið takmarkaðan
hljómgrunn í fjölmiðlum að
minnsta kosti, en þær sýna engu að
síður að uppi eru önnur sjónarmið
en þau sem Nato hefur haldið
fram.
Friðarhreyfingin
Friðarhreyfingin í Evrópu og
Bandaríkjunum hefur náð undra-
verðum árangri á þessu ári, þrátt
fyrir það áfall sem setning herlaga í
Póllandi var fyrir slökun spennu í
Evrópu. Það er ljóst að jafnaðar-
mannaflokkarnir í álfunni standa
nú á krossgöfum og ekki vantar
nema herslumuninn til þess að
þrýsta þeim yfir á skynsamari
braut. Sú eining sem utanríkisráð-
herrar Nato-ríkjanna lýstu yfir að
ríkti innan bandalagsins á nýaf-
stöðnum fundi sínum í Bruxelles
10. desember s.l. er eining sem
stendur á brauðfótum. Því endan-
lega verður það friðarhreyfingin,
sem tryggja mun frið og öryggi í
austur- og vestur-Evrópu, en
hvorki Varsjárbandalagið né Nato.
ólg. tók saman.
Klofníngur í frönsku stjórninni
vegna tilboðs frá S-Afríku
Jean-Pierre Cot, ráðherra þróunaraðstoðar hefur lagt fram úrsagnar-
beiðni úr stjórninni til Mitterands vegna áforma um að byggja nýtt
kjarnorkuver fyrir S-Afríkustjórn.
Stefna franskra sósíalista í
ýmsum málum hefur komið á
óvart. Þeir hafa ekki átt nein
frumkvæði í afvopnunarmálum
er lagt hins vegar mikla áherslu á
kjarnorkuvígvæðingu Evrópu.
Þeir hafa lagt áherslu á að Evrópa
ætti sjálf að ráða sínum kjarnork-
uvörnum þar sem Bandaríkjun-
um væri ekki treystandi í þeim
efnum.
í framhaldi þessa hafa þeir lagt
til sérstaka samvinnu V-
Þjóðverja og Frakka í varnarmál-
um er miði að því að V-
Þjóðverjar komi undir „kjarn-
orkuregnhlíf ‘ Frakka gegn því að
þeir fjármagni franska vopna-
framleiðslu. Þeir hafa gert til-
raunir með smíði nifteinda-
sprengju, þótt endanleg á-
kvörðun um framleiðsiu henn-
ar hafi ekki verið tekin.
I utanríkismálum boðaði
Mitterand nýja stefnu gagnvart
löndum þriðja heimsins.
Skömmu eftir að hann komst til
valda bauö hann m.a. flestum
leiðtogum nýfrjálsra Afríkuríkja
til Frakklands til þess að kynna
þeim hin nýju viðhorf.
Hentistefna Giscards
Á valdatíma Giscard d’Estaing
mótaðist stefna Frakka gagnvart
ríkjum þriðja heimsins mjög af
viðskiptahagsmunum. Þeir áttu
m.a. mikil viðskipti við S-Afríku
og seldu þangaö bæði vopn (gegn
banni Oryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna) og aðrar vörur (gegn
banni Allsherjarþings S.Þ.). Þeg-
ar Giscard d’Estaing ákvað að
byggja tvö kjarnorkuver fyrir S-
Afríku árið 1976 vakti það mikla
gagnrýni sósíalista. Þeir töldu
það eyðileggja orðstí Frakka
meðal þjóða Áfríku. Það er því
athyglisvert að tilboð frá S-
Afríkustjórn um að kaupa nýtt
kjarnorkuver af Frökkum hefur
nú valdið heiftarlegum deilum
innan stjórnarinnar, og virðist
svo sem þeir séu í meirihluta
innan stjórnarinnar er ganga vilji
að kaupunum.
Þegar Mitterand kom til valda
og hafði uppi stór orð um breytta
stefnu í samskiptum við þróun-
arríkin áréttaði hann orð sín með
því að gera Jean-Pierre Cot að
ráðherra er færi með þróunar-
aðstoð og Claude Cheysson að
utanríkisráðherra. Cot er hug-
sjónamaður sem í anda hinnar
nýju stefnu vildi hafna skamm-
vinnum gróða fyrir heilsteypta
utanríkisstefnu er byggði á for-
sendum mannréttinda og jafn-
ræðis. Cheysson var einnig sér-
fræðingur í málefnum þriðja
heimsins eftir starf sitt á þeim vett-
vangi innan EBE. Þeir Cheysson
og Cot hafa báðir lýst því yfir að
þeir séu andvígir þessum áform-
um og Jean-Pierre Cot hefur
lagt fram úrsagnarbeiðni sína úr
stjórninni vegna þessa máls. Hún
hefur ekki enn verið tekin til
greina og úrslit málsins eru ekki
enn ljós.
Viðskiptahagsmunir
víkja fyrir hugsjónum
Úrsagnarbeiðni Cots á sér þó
nokkra forsögu, því Mitterand
hefur ekki veitt honum þau völd
sem hann hafði vænst, og and-
mæli hans við mörgum við-
skiptum Mitterands við Afríku
hafa verið hundsuð fram til
þessa. Mitterand hefur hins vegar
ráðið náinn vin sinn sem ráðgjafa
í málefnum Afríku, og virðast ráð
hans skipta meiru en afstaða ráð-
herrans. Talið er að þeir Michel
Jobert viðskiptaráðherra, Jaques
Delors efnahagsráðherra og
Jean-Pierre Chevenement
iðnaðarráðherra séu allir ákaft
fylgjandi viðskiptunum við S-
Áfríku og er jafnvel talið að
Mitterand fylgi þeim frekar að
málum.
Frakkar standa framarlega í
smíði kjarnorkuvera. Fyrir
skömmu gerðu þeir samning við
Indland um viðskipti á þessu
sviði. Talið er að samningur við
S-Afríku yrði lyftistöng fyrir að-
þrengdan efnahag og vinnumárk-
að auk þess sem hann mundi ýta
undir tækniþróun á þessu sviði.
Spurningin er því hvort Mitte-
rand muni á endanum taka upp
sömu stefnu og Giscard d’Estaing
gagnvart Afríku.