Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. descmber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjöldi útibúa Landsbankans Níu útibú í smíðu M.a. opnar ný afgreiðsla á Ártúnshöfða á næsta ári Landsbanki íslands opnar á næsta ári enn eitt útibúið í Reykjavík. Hyggst bankinn starf- rækja hið nýja útibú á neðstuhæð stórhýsis Isíenskra aðalverktaka við Höfðabakka á Ártúnshöfða, og vænta forráðamenn bankans þess að útibúið geti hafið starf- semi sína þegar á næsta vori. V-þýsku innréttingarnar í Landsbankanum: Voru teknar með ýmsum skilyrðum segir Karl B. Guðmundsson í Landsbanka íslands Hinu nýja Höfðabakkaútibúi er ætlað að Jrjónusta iðnaðar- svæðið á Artúnshöfða, auk íbúðabyggðarinnar sem er að rísa í nærliggjandi hverfum. Ekki mun Landsbankinn ætla að kaupa húsnæðið, heldur leigja það af íslenskum aðalverk- tökum. Nú eru í smíðum útibú Lands- banka íslands víðs vegar um land. Alllangt er komin bygging útibús á Hellissandi, skemur á veg komin er útibúsbygging í Ól- afsvík, á teikniborðinu er hönnun byggingar á Raufarhöfn, og í smíðum eru útibú á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eyrarbakka, og Stokkseyri. Þá mun bankinn opna innan skamms afgreiðslu á Breiðdalsvík. Ekki eru í undir- búningi fleiri útibúa á Stor- Reykjavíkursvæðinu en það sem fyrst var nefnt. „Jú það er rétt að við ákváðum að kaupa allar innréttingarnar á neðri hæð húss okkar í Mjóddinni frá fyrirtæki í Vestur-Þýskalandi, en það var gert með þeim skil- yrðum að íslenskt fyrirtæki fengi jafnframt framleiðsluleyfi á þess- um húsgögnum," sagði Karl B. Guðmundsson hjá Skipulagsdeild Landsbanka íslands í samtali við Þjóðviljann. „Þessi mál voru vandlega ígrunduð og komist að þessari niðurstöðu af sérstökum ástæð- um. Hér er um að ræða háþróuð húsgögn og innréttingar í af- greiðslusali, t.d. banka, sem falla vel að þeim tæknibreytingum sem við erum nú að taka upp. Þessar innréttingar geta tekið við öllum þekktum gerðum af svo- kölluðum - beinlínuvinnslutækj- um, en við erum að taka upp þá tækni, sem flýtir mjög afgreiðsl- unni í bankanum og stuðlar að betri nýtingu starfskrafta að auki.“ En hefðu ekki íslensk fyrirtæki getað framleitt þessar innrétting- ar í útibú Landsbankans í Mjódd? „Eins og ég sagði er hér um háþróaða tækni að ræða sem hefði tekið tíma fyrir íslensk fyrirtæki að tiieikna sér. Hins vegar fylgdi það skilyrði af okkar hálfu, eins og ég sagði, að íslenskt fyrirtæki fengi framleiðsluleyfið og þar með tökin á að framleiða þessi sérhönnuðu skrifstofuhús- gögn og innréttingar framvegis. Eru nú að takast samningar á milli Kristjáns Siggeirssonar hf. og v-þýska fyrirtækisins um það rnál.“ Framleiðum trúleea þessar innréttingar segir Hjalti G. Kristjánsson hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. „Samningar við þetta fyrirtæki í Þýskalandi eru í burðarliðnum, og við munum, ef samningar tak- ast, framleiða verulegan hluta þessara innréttinga, sem nú er búið að setja upp í Landsbank- aútibúinu í Mjóddinni,“ sagði Hjalti Geir Kristjánsson hjá Kristjáni Siggeirssyni h.f. „Hvað þarna verður um stórt verkefni að ræða fer eftir mark- aðnum og í dag er mjög erfitt að sjá hversu stór hann kann að verðá. En við munum, ef að lík- um lætur, fara af stað með þetta verkefni á nýju ári“. En hvað með ykkar fram- leiðslu að öðru leyti? Hvernig er ykkar staða á markaðnum í dag? „Hún er allgóð og við höfum aukið okkar framleiðslu í ár. Hitt er svo annað mál að það er mjög erfitt að reka fyrirtæki í þessari miklu verðbólgu eins og dæmin sanna úr húsgagnaiðnaðinum í dag. En við höfum reynt að snúa vörn í sókn og tókum m.a. fullan þátt í sérstöku markaðsátaki sem nýlega er lokið með fullum ár- angri. Nú erum við að vinna að markaðssókn áfram og þetta þýska verkefni er auðvitað einn liðurinn í því að markaðsfæra betur okkar framleiðslu." Hafið þið framleitt áður hús- gögn eftir útlendum framleiðslu- leyfum? „Nei, þetta er í fyrsta skipti sem við framleiðum húsgögn og innréttingar með þessurn hætti. Hingað til höfum við eingöngu framleitt eftir íslenskri hönnun,“ sagði Hjalti Geir Kristjánsson hjá Kristjáni Siggeirssyni að lokum. - v. En hvað með aðra innan- stokksmuni í ykkar hús í Mjódd- inni? „Við kappkostuðum að hafa allt annað innanstokks í húsinu. íslenska framleiðslu. Allar inn- réttingar á efri hæð hússins eru framleiddar af íslenskum aðilum, gólfteppin eru frá Álafossi, enda þótt á þeim væru vissir annmark- ar varðandi það að þau leiða ekki rafmagn, en framleiðendurnir eru nú að bæta þar úr, skilst mér,“ sagði Karl B. Guðmunds- son hjá Landsbanka íslands að lokum. - v. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Jólatón- Leikar 100 flytja jólalög Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tvenna tónleika í þessari viku. Hinir fyrri eru kamm- ertónleikar framhaldsnemenda og verða í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Á þessum tónleikum verða flutt verk eftir m.a. J. S. Bach, Tarrega, Schubert, Mendelssohn og Chopin. Seinni tónleikarnir eru svo ár- legir jólatónleikar og verða í sal Hamrahlíðarskólans sunnudaginn 19. desember kl. 14. Þar koma að- allega frarn yngri nemendur skólans bæði í einleik og samspils- hópum. Blokkflautuflokkur skip- aður forskólanemendum kemur fram og flytur ásamt hljómsveit tvö íslensk jólalög í útsetningu stjórn- andans, Sigursveins D. Kristins- sonar. Flytjendur þessara laga verða um eitt hundrað talsins. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. - ekh LANDSSAMTÖKIN ’roskahjálp Almanaks- happdrætti Þroska- hjálpar 1983 Landssamtök Þroskahjálpar efna á komandi ári sem fyrri ár til almanakshappdrættis. Sérstakt happdrættisnúmer fylgir hverjum mámiði ársins og er dregið mán- aðarlega -nllt árið um kring um glæsilega ferðavinninga. Almanakshappdrætti Þroska- hjálpar hefur verið helsta tekjulind samtakanna undanfarin ár, en þau hafa lokið því þrekvirki að fullreisa gistiheimili í Kópavogi fyrir þrosk- ahefta utan af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra, þegar leita þarf læknishjálpar í höfuðborginni. Næsta stórverkefni samtakanna er að reisa sumardvalarheimili fyrir fatlaða að Botni í Eyjafirði. -lg Félagi (M) MATTMASAR JOHANNESSEN í þessari bók, Félagi orð, eru greinar, samtöl og Ijóð frá ymsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina Imk. Sumt af þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ekki. í bókinni eru greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófsmönnunum Brodský, Búkovský og Kostropovits, sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heiinsþekktir hver á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra huginynd um verkið: Af mönnuin og málefnum, l'ndir „smásjá hugans“ (af Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrum alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andól' og öryggi og Yetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthías- ar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti. ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.