Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 20
 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482og 81527. umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Miðvikudagur 15. desember 1982 Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar Þyrfti að starfa allt Virkt starf fjárveitinganefndar til eftirlits og aðhalds krefst meiri tíma „Til að fjárveitinganefnd gæti orðið virkari þátttakandi í á- kvarðanatöku vegna fjárlaga, þá yrði að taka upp þá starfshætti sem tíðkast sums staðar með öðrum þjóðum, að nefndarmenn starfí að undirbúningi fjárlagafrumvarps- ins allan þann tíma sem undirbún- ingur stendur." Á þessa leið mælt- ist Geir Gunnarssyni formanni fjárvcitinganefndar er hann mælti fyrir breytingatillögum nefndar- innar í upphafí annarrar umræðu fjárlaga á alþingi í gær. Geir sagði að mikið vantaði á að nefndin hefði kannað einstök at- riði. En að slíkum vinnubrögðum þyrfti að hverfa, ef vel ætti að vera, með því að nefndin starfaði mestan hluta ársins. Geir Gunnarsson sagði m.a. í ræðu sinni að það væri afar óheppi- legt þegar ráðherrar ákveða upp á sitt eindæmi að raska ákvörðunum alþingis að lokinni fjárlagaaf- greiðslu. f fyrsta skipti a.m.k. síð- ustu tuttugu árin fengu fjárveiting- anefndarmenn í hendur skrá um árið aukafjárveitingar að þessu sinni. Geir sagði að samdráttur í þjóðartekjum á þessu ári, og sem er einnig fyrirsjáanlegur á því næsta, setti mjög mark sitt á af- greiðslu fjárlaga að þessu sinni. Margir alþingismenn tóku til máls á Alþingi í gær í annarri um- ræðu fjárlaga. Svavar Gestsson um ummæli Ólafs Jóhannessonar Undarleg yfirlýsing Heldur hefur þokast í áttina í kjördæmamálinu - Það er undarleg yfirlýsing a- tarna, sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins um þau ummæli Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra, að vegna á- greinings í kjördæmamálinu væri komið tilefni stjórnarslita. Fulltrúi Framsóknarflokksins hefur hlaupist undan merkjum úr ál- viðræðunefndinni, og það h'tur út fyrir að viðkvæmnin sé farin að leggja fíeiri undir sig. Ummæli Ólafs benda til þess að víðtæk ó- kyrrð sé í Framsóknarflokknum. - Staðan í kjördæmamálinu er nú þannig, að ég er ívið bjartsýnni en áður um að samkomulag náist um einhverja þá tillögu ineðal margra hugmynda sem skoðaðar hafa ver- ið að undanförnu, sagði Svavar. Formenn flokkanna komu saman til fundar s.l. mánudag og í dag halda þeir með sér fund aftur um kjördæmamálið. - óg Magn og verðmæti útflutnings: Hrikalegur samdráttur Heildarmagn útfluttrar sjávarvöru dróst saman um 56 þúsund tonn á fyrstu 10 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Nú nam útflutningurinn 296.249 tonn- um, en í fyrra 352.981 tonnum. Og verðmæti útflutningsins í ár nemur 4.846.665 kr., en á sama tíma í fyrra 3.838.957 kr. en frá 31. októ- ber 1981 til 31. október 1982 hefur dollarinn hækkað um 105,5% þannig að um hrikalega verðmæta- minnkun er að ræða í krónum talið. Miðað við heildarmagn alls út- flutnings landsmanna fyrstu 10 mánuði ársins er hlutfall sjávar- afurða 66,8% á móti 70,5% fyrstu 10 mánuði ársins 1981. Og hvað verðmæti alls útflutnings snertir hefur hlutur sjávarafurða minnkað úr 79,2% í fyrra í 76,7% í ár. Helstu viðskiptalönd okkar hvað varðar útfluttar sjávarafurðir fyrstu 10 mánuði eru: þús. kr. Bandaríkin 1.614.244 Portúgal 774.336 Bretland 660.539 Sovétríkin 450.862 V-Pýskaland 265.251 Loks má geta þess að 31. okt. 1981 var gengi dollarans skráð 7.690 en 31. okt. 1982 15.800. - S.dór Ekkert þessu líkt í 20 ár segir Benedikt Ágústsson skipstjóri á Ágústi RE — Um 50 bátar á veiðum þegar mest var í síðustu viku Segja má að verið hafi land- burður af ýsu hér í Reykjavík síð- ustu 3 vikurnar, en þó hvað mest í síðustu viku. Eg hef ekki vitað neitt þessu líkt í að minnsta kosti 20 ár, sagði Bencdikt Ágústsson skipstjóri á 11 tonna bát, Ágústi RE, þegar við ræddum við hann í gær, þar sem hann var að landa þremur tonnum af ýsu. Benedikt sagðist vera með 30 net og þeir væru þrír á. Hann sagði að þeir legðu netin hér rétt fyrir utan, svona þriggja kortéra siglingu úr höfninni. Við erum búnir að vera við þetta í tvær vik- ur og erum komnir með 30 lestir, það er afspyrnu gott í aðeins 30 net. Þetta er stór og falleg ýsa, en full af sandsíli, sagði Benedikt. Hann sagði ennfremur að mikið hefði gengið á í vikunni sem leið; þá voru ekki færri en 50 bátar að veiðum í Flóanum. í gær þegar tíðindamaður Þjóðviljans var niður við höfn, voru bátar frá Grindavík, Þor- lákshöfn og fleiri stöðum fyrir Suðurlandi að landa ýsu í Reykjavík. Megnið af ýsunni fer í frystihús, þar sem fiskbúðamark- aðurinn mettast strax í svona landburði. Sjómenn fá nú 4.50 kr. fyrir kílóið, sem er töluvert lægra verð en fæst fyrir þorsk. Benedikt sagði að þorskur sæist varla í aflanum, bara ýsa, bæði stór og falleg. Undir síðustu helgi dró nokkuð úr veiðinni, en Bene- dikt sagði að nú væri vax- andi straumur og um leið færi aflinn aftur að glæðast. - S.dór. Ýsugengdin í Faxaflóa: Annar hver fiskur úr 76 árgangnum segir Einar Jónsson fiskifræðingur Þessi mikla ýsugcngd nú kemur mér ekki svo mjög á óvart, þótt segja megi að árstíminn sé ekki heföbundinn, sagði Einar Jóns- son fiskifræðingur, sem mikið hefur rannsakað ýsustofninn hér í Faxaflóa undanfarið, cr Þjóðvilj- inn ræddi við hann í gær. Einar sagði að mjög mikið væri af sandsíli í Flóanum nú og því eðlilegt að mikið væri af ýsu, og væri hún enda troðfull af sandsíli þegar hún veiðist, svo úttroðin að líkast væri því að hún væri komin að goti. Hann sagði að samsetn- ing aflans nú kæmi heldur ekki á óvart, en hún hefur verið rann- sökuð undanfarið; annar hver fiskur sem veiðist er úr 1976- árgangnum. Sá árgangur, sagði Einar, er sá sterkasti sem vitað er um af ýsunni. Sem stendur er mikið af ýsu og því ekkert við því að segja þótt henni sé mokað upp í Faxaflóa, en horfurnar fyrir komandi ár eru annað en glæsilegar, sagði Einar, þegar 1976 árgangurinn er upp- veiddur. Samkvæmt seiðarann- sóknum var 1977-árgangurinn lé- legur, og því ekki við miklu að búast.af honum. Aftur á móti sýndu seiðarannsóknir að 1978- árgangurinn væri efnilegur, en hann er horfinn. Nú ætti hann að koma mikið fram í veiðinni, en hann sést varla að heitið getur, aðeins um 2% í veiðinni, en eins og fyrr segir er 1976-árgangurinn 50% af veiðinni. Einar benti á að ef 1979- árgangurinn skilaði sér ekki, væru allir árgangar eftir 1976 lé- legir, samkvæmt seiðarannsókn- um. Því væri það ljóst að draga yrði verulega úr ýsuveiðum, þeg- ar 1976-árgangurinn er allur - S.dór Þeir Ingvi og Trausti vinna hér að löndun á 3 tonnum af fallegri ýsu úr Ágústi RE, sem fengust úr 30 netum, sem Iögð eru eftir aðeins þriggja kortéra stím úr Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. - eik - ) Faxaflói fullur af ýsu:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.