Þjóðviljinn - 15.12.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. desember 1982 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Útlít og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóitir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pókkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Hvaða viðmiðun? • í viðræðunum við Alusuisse að undanförnu um hækkun orkuverðs til álversins í Straumsvík, þá hafa íslensk stjórn- völd lagt ríka áherslu á, að við nýja ákvörðun orkuverðsins yrði fullt tillit tekið til fjögurra höfuðatriða. • í fyrsta lagi yrði tekið mið af framleiðslukostnaði hér innanlands, en henn er nú talinn vera á bilinu 15 - 20 mill/ kwh. • í öðru lagi yrði tekið mið af orkuverði til álvera í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, eins og það er í viðskiptum óskyldra aðila. - Þetta verð er nú 21 mill/kwh í Vestur- Evrópu að jafnaði og 22 mill/kwh í Bandaríkjunum. í þess- um efnum hefur því hins vegar verið hafnað af íslenskum stjómvöldum að taka til viðmiðunar orkuverð í viðskiptum, þar sem eigandinn er sá sami að orkuveri og iðjuveri, eða þeir nátengdir svo sem algengt er í Kanada. í slíkum tilvikum er orkusalan oft bókfærð á gjafverði, enda aðeins bókhalds- atriði þar sem fjármunir eru færðir úr einum vasa í annan hjá sama aðila. • í þriðja lagi hafa íslensk stjórnvöld talið eðlilegt, að litið yrði á það meðalverð sem Alusuisse greiðir fyrir orku í þeim 13 álverksmiðjum, sem auðhringurinn á hlut að, en meðal- orkuverð hjá þessum verksmiðjum er nú 20,3 mill/kwh. • í fjórða lagi hefur Alusuisse verið boðið upp á, að haft yrði til hliðsjónar meðalorkuverð til álvera um allan heim, en það er nú talið vera 22,3 mill/kwh. - Hér er verðið 6,5 mill/kwh. • Alusuisse hefur hins vegar ekki viljað viðurkenna eina eða neina af þessum sjálfsögðu viðmiðunum. I staðinn hafa fulltrúar auðhringsins viljað að grundvöllur viðræðnanna væri „orkuverð til álvera í Evrópu og Ameríku.“ Með því móti hyggjast þeir láta hið lága orkuverð þar sem einn og sami aðili selur sjálfum sér orkuna - t.d. í Kanada - hafa mjög veruleg áhrif á orkuverð í viðskiptum okkar og auðhringsins. Með þessu orðalagi vilja þeir líka tryggja, að tekiö sé mið af orkuverði í Suður-Ameríku, þar sem það er sérstaklega lágt, en útiloka hins vegar t.d. Japan þar sem orkuverðið er mjög hátt. • Þótt orðalagið kunni að sýnast saklaust fljótt á litið, þá kemur algerlega sitthvað út eftir því hvort orkuverð er reiknað í samræmi við „tilboð“ Alusuisse að umræðugrund- velli, eða hafðar í huga þær viðmiðanir, sem íslensk stjórn- völd hafa byggt á sínar kröfur. • Og staðreyndin er sú, að fulltrúar Alusuisse hafa hingað til neitað að taka tillit til okkar framleiðslukostnaðar, þeir hafa neitað að viðmiðunin skyldi bundin við viðskipti óskyldra aðila í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, og þeir hafa einnig neitað að miðað yrði við meðalorkuverð í þeirra eigin álverum ellegar meðalverð til álvera um allan heim. • Dagblaðið Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins remb- ist við þaö þessa dagana að bera í bætifláka fyrir Guðmund j G. Þórarinsson og afsaka hans frumhlaup. En hver átti þá að ' vera grundvöllurinn að áframhaldandi viðræðum við Alu- i suisse samkvæmt tillögu Guðmundar? - Þar kemur nú fyrst | að alvöru málsins. „Aðilar samþykkja tafarlaust viðræður um raforkusamning samkvæmt lið 2 A í sama símskeyti með verðhækkunarformúlu,“ segir þar. Það símskeyti, sem þarna er vitnað til, er skeyti frá Alusuisse frá 10. nóv. s.l. og þar er einmitt í lið 2 A kveðið á um að grundvöllur viðræðnanna skuli vera sá, sem Alusuisse hefur jafnan farið fram á og lýst var hér að ofan. Og einmitt þetta vildi Guðmund- ur samþykkja tafarlaust og fyrirvaralaust! - í samningunum átti sem sagt ekkert tillit að taka til framleiðslukostnaðar hér og ekki að miða við viðskipti óskyldra aðila í nálægum löndum eða heiminum yfirleitt. En það átti að taka mið af orkuverði í hungurlöndum Suður-Ameríku, og gjafaprísum þar sem einn og sami aðili selur sjálfum sér orkuna! • Við skulum enn vona að hjá Guðmundi sé ekki annað verra á ferð en sú glópska sem mörgum kemur í koil. k. klippt Bölsýnn spádómur, aldargamall: „Framtíð blaðamennskunnar“ eftir André Giil. Styrjaldir og sjónvarp Innrásin í Líbanon, loftárásir á Beirút, manndrápin í flóttamannabúðunum - allir eru þessir atburðir í fersku minni og allir muna, að ísraelar biðu mikið afhroð í almenningsálitinu þegar þessar fregnir voru á dagskrá allra fjölmiðla. Og það gerðist ekki síst vegna þess, að stríðið í Líbanon var háð beint fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélar, ef svo mætti segja. Nærmyndir af eyði- leggingu og dauða verða áhrifa- sterkari en flest annað sém sagt er um stríð og málstað aðilanna. Á hinn bóginn er það ljóst, að til dæmis stríðið í Afganistan, svo ekki sé talað um smærri styrjaldir sem háðar hafa verið í Afríku, verða alltaf öðru hvoru „gleymd“ stríð. Ekki vegna þess endilega, að Evrópumönnum finnist þau langt í burtu og háð í annarlegum þjóðfélögum sem þeir skilja lítið í. Heldur fyrst og fremst vegna þess, að sjónvarpsmenn eru ckki á vettvangi, þeir komast ekki inn í lokuð lönd eins og Afganistan. Eða þá, að stríðsaðilar skammta þeim mjög yfirvegað aðgang að vígvöllum, eins og írakar gera og íranir í öðru hálfgleymdu stríði sem staðið hefur alllengi við Pers- aflóa. Meira að segja sæmilega virt lýðræðisríki eins og Bretland átti mun auðveldara en ella með að heyja styrjöld sína á Falklands- eyjum vegna þess hve afskekktur vettvangur styrjaldarinnar var og auðvelt að hafa erftirlit með þeim fáu sjónvarpsmönnum sem á staðinn komust. Tœknilegir og pólitískir erfiðleikar Þessar athugasemdir, sem eru teknar úr grein eftir tvo franska fjölmiðlafræðinga, Missika og Wolton, minna í senn á áhrifa- mátt sjónvarps og annmarka. Tæknilegum erfiðleikum á því að koma fljótt til skila fengnum í myndum af allskonar atvikum hefur smám saman verið rutt úr vegi. En eftir því sem tæknilegum tálmunum fækkar, þeim mun meira fjölgar hinunt pólitísku hindrunum, sem lagðar eru í veg fyrir þennan miðil. Gamaldags blaðamaður á sér í raun og veru fleiri möguleika en sjónvarpsmenn í löndum þar sem frelsi og starfsmöguleikar fjöl- miðla eru takmarkaðir. Sjónvarps- menn þurfa útbúnað með sér sem er miklu fyrirferðarmeiri en fram- leiðslugögn fréttaritarans, þeir þurfa að vera nokkrir saman, þeir komast sáralítið án þess að yfirvaldið á staðnum beinlínis leyfi það. Og fjandmenn fjöl- miðlafrelsis hafa verið fljótir að renna á þessa lykt til þess að koma í veg fyrir að atburðir verði að fregn. Því að í nútíma fjöl- miðlaheimi verða þeir atburðir ekki stórir lengur sem ekki eru til kvikmyndir af. Eða þá að þessir valdamenn fjarstýra sjónvarps- stöðvum heimsins með því að mata þá á dulbúnum eða jafn- vel ódulbúnum áróðursmyndum sem tekið er við vegna þess, að ekki er annað að hafa frá viðkom- andi, landi, eða tiltekinni styrjöld. Hvað skal til bragðs taka? Spyrja má: hvernig skal bregð- ast við þessu ástandi? Og svarið liggur ekki í augum uppi. Það er hægt að slá því föstu, að sá sem verður að fremja sína glæpi fyrir framan augu sjónvarpsvélanna fái vissa refsingu, en sá sem getur haldið þeirri sömu fjölmiðla- tækni í burtu frá vettvangi sinna glæpa sleppi frekar billega. En hvað svo? Fjölmiðlafræðingarnir frönsku sem fyrr voru nefndir, leggja það til að tekin verði upp raunverulegur og harður slagur fyrir myndfrelsi í heiminum, en því miður er ekki líklegt að sú barátta beri verulegan árangur; ekki í bili að minnsta kosti. Gamlir vinir og atvinnumenn prentsvertunnar geta kannski huggað sig lítillega við það, að á einhverju sviði geti þeir enn gefið raunsannari og áreiðanlegri mynd af heiminum en filmufólk. Víst er það rétt, og ekki úr vegi að vekja athygli á því. En þessi angi af sérstöðu hins prentaða máls er skammgóður vermir, því miður. Alþýðublaðið stynur Alþýðublaðið hefur verið held- ur dauft í dálkinn að undanförnu, eins og vonlegt er. Fátt um fína, drætti. Áhugi á flokknum í lág- marki. Blaðið skrifar um þetta leiðara í gær og leggur áherslu á almenna pólitíska þreytu í landinu, sem hafi tilheigingu til að setja alla stjórnrriálamenn undir einn hatt, hverju nafni sem þeir nefnast. Undir lokin segir blaðið á þessa leið: „Skoðana- kannanir hafa sýnt það að undan- förnu, að fólk í iandinu veit ekki hvað til bragðs á að taka. Óvissa markar afstöðu fólks til stjórn- málaflokkanna; sumir virðast ætla grípa í það hálmstrá, að ein- hver ný og óskilgreind öfl í ís- lenskum stjórnmálum konti til með að gera kraftaverk. En draumóralausnir verða aldrei til gagns. Umræða og skoðanaskipti um málefni hafa ef til ekki verið nægilega áberandi í íslenskunt stjórnmálum. Hávaðinn hefur allur verið um einstaklinga, sem áberandi hafa verið í pólitíkinni af ólíklegustu ástæðum. Alþýðu- blaðið hvetur eindregið íslenska kjósendur til að gera athugun á málefnastöðu stjórnmálaflokk- anna og kynna sér það á hlut- lausan hátt, hvaða stjórnmála- flokkur er líklegastur til að leiða íslensku þjóðina út úr vandanum og til bjartari og betri framtíðar.“ Kom vel á vondan Það er vitanlega ekki nema sjálfsagt að taka undir frómar óskir blaðsins urn málefnalega umræðu og annað í þeim dúr. En það liggur líka í augum uppi, að sú kvörtun um pólitískan „há- vaða“ sem borin er frant í leiðar- anurn, er fyrst og síðast sjálfs- gagnrýni þess flokks, sem til skantms tíma stærði sig af því að vera samband kraftaverkamanna sem hefðu sigrað í prófkjörum, en enginn gamall ullabjakkflokkur. - áb.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.