Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983 stjornmál á sunnudegi Olafur Jónsson skrifar Húsnæðiskostnaðurinn ræður mestu um kjörin Telja má aö meö árinu 1982 hafi nýju lögin um Húsnæðisstofnun ríkisinsverið komin að fullu til framkvæmda og að húsnæðismálastjórn hafi mótað framkvæmd þeirra í flestum atriðum. Of snemmt er að fullyrða um varanleg áhrif laganna á húsnæðismál á íslandi til lengri tíma, en af þeirri reynslu sem þegar er fengin tel ég tímabært að draga eftirfarandi á- lyktanir: í fyrsta lagi að lögin séu góður rammi fyrir starfsemi Húsnæðisstofnunar ríkisins og að þau séu svo frjálsleg að þau veiti möguleika til þess að vinna að húsnæðis- máluni í samræmi við kröfur og þarfir hvers tíma. I öðru lagi er Ijóst að sá fjárhagslegi grund- völlur sem öll framkvæmd laganna bygg- ist á er of veikur og að hann verði að treysta ef Húsnæðisstofnun ríkisins á að gegna hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Fyrir hinni veiku fjárhagsstöðu húsnæðis- lánasjóða eru einkum þrjár ástæður. Eigin- fjárstaða sjóðanna er óeðlilega veik. Eftir að Byggingarsjóður verkamanna hefur starfað í 50 ár og Byggingarsjóður ríkisins í 25 ár, þá eru eignir sjóðanna hverfandi litlar vegna þess að þeir hafa jafnan lánað fjármagn sitt óverðtryggt og með lágum vöxtum. Tekjur af eigin fjármagni sjóðanna eru því óverulegar miðað við verkefni sjóðanna. Sú kenning lög- gjafans sem fram kom við setningu laganna að fjárfestingarsjóði sé hægt að fjármagna með því sparifé þjóðarinnar sem unnt er að binda til nokkurra ára, í stað þess að skatt- leggja borgarana, er ekki raunhæf á þeim tímum þegar lítil sparifjármyndun er í þjóðfélaginu. Þá er einnig óraunhæft að treysta á það við fjármögnun sjóðanna að lífeyrissjóðir kaupi skuldabréf af lánasjóðun húsnæðismálastjórnar í svo ríkum mæíi sem áætlað hefur verið. Við núverandi aðstæður fer ráðstöfun á fjármagni lífeyrissjóðanna eftir ákvörðun stjórnenda sjóðanna þar sem atvinnurekendur skipa helming fulltrúanna. Húsnæðismálin, baráttumál verkalýðs- hreyfíngarinnar. Það er ótvírætt fyrir þrotlausa baráttu verkalýðshreyfingarinnar um áratugi að við- unandi skipulag er nú komið á aðstoð stjórn- valda við íbúðarhúsabyggingar í landinu. Verkalýðshreyfingin hefur einnig lagt grunn- inn að fjármögnun lánasjóða til húsnæðis- mála með samningum sínum við ríkisvaldið um launaskattinn og með skuldabréfa- kaupum lífeyrissjóðanna. Nú hefur barátta verkalýðshreyfingarinnar verulega slaknað í þessum málaflokki og sannast þar enn að erfiðara er að halda uppi baráttu fyrir því að vernda áunnin réttindi en að afla þeirra. Ríkisstjórnin hefur nú stigið stórt skref til þess að styrkja stöðu Byggingarsjóðs ríkisins með því að hækka framlag ríkissjóðs til hans á fjárlögum fyrir árið 1983 um 100% frá fyrra ári. Lánveitingar á árinu 1982. Þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika á árinu 1982 tókst húsnæðismálastjórn að afgrciða lán til allra sem voru að byggja eða kaupa íbúð og áttu rétt á láni. Lánin hækkuðu sam- kvæmt vísitölu byggingarkostnaðar árs- fjórðungslega og voru afgreidd á sama tíma og venja hefur verið til á síðustu árum. Fyrir- huguðum hækkunum á lánum til þeirra sem enga íbúð áttu og voru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð, varð hinsvegar að fresta þar sem Alþingi fékkst ekki til þess að afgreiða frumvarp um skyldusparnað á hátekjur sem flutt var af félagsmálaráðherra til fjáröflunar, og ætlað var til þess að geta hækkað lánin. Tilfinnanlegur skortur á fjármagni miðað við umsóknir og þarfir húsbyggjenda varð til þess að færri verkamannabústaðir voru byggðir en fyrirhugað var og brýn þörf var fyrir. Þá var einnig minna fjármagni veitt til nýrra lánaflokka en æskilegt hefði verið og áætlað var við setningu laganna. Veruleg og einstakir byggingameistarar, sem byggðu íbúðir til sölu á almennum markaði í ágóða- skyni, hafi hætt starfsemi sinni. Hagnaðarv- on þeirra virðist hafa verið bundin við ódýrt lánsfé. Mun færri íbúðir voru því byggðar á árunum 1980 og 1981 en var að meðaltali á síðasta áratug. Á þessari þróun varð nokkur breyting á síðastliðnu ári og er áætlað að fbúðarbygging- Á síðasta áratug var að jafnaði byrjað á 84 nýjum verkamannabústöðum á ári. - Á síðasta ári var hins vegar hafist handa um byggingu 299 verkamannabústaða. Myndin sýnir nýja verkamannabústaði við Eiðsgranda í Reykjavík. hækkun varð þó á lánum til íbúða og dvalar- heimila fyrir aldraða og til endurnýjunar á íbúðum í eldri bæjarhverfum. Allur áróður um að lán til íbúðabygginga hafi lækkað er tilhæfulaus. Ef miðað er við byggingarkostnað svonefndrar vísitöluíbúð- ar, sem Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins reiknar út þá hefur hlutfall lána til húsnæðismálastjórnar til nýrra íbúða síðustu árin verið sem hér segir: Árið 1978 .................... 30,8% Árið 1979.......................33,5% Árið 1980.......................30,4% Árið 1981.......................32,7% Árið 1982.......................33,5% Veruleg aukning varð á lánveitingum líf- eyrissjóðanna á árinu 1982 og forráðamenn sjóðanna fullyrða að þau lán renni að mestu leyti til húsnæðismála. Hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum hafa lánaflokkar merktir húsnæðismálum nærri allstaðar hækkað ver- ulega umfram verðbóglu. Ég tel því óhætt að fullyrða að samanlagðar lánveitingar allra þessara stofnana til húsnæðismála hafi hækk- að verulega á síðasta ári. Þarfir húsbyggjenda fyrir fjárfestingarlán til lengri tíma hafa hinsvegar aukist mjög ver- ulega vegna verðtryggingar lána og mikillar vaxtabyrði af skammtímalánum. Lán bank- astofnana til íbúðakaupa, sem veitt eru til tveggja eða fjörurra ára leysa engan vanda en setja marga húsbyggjendur í vonlausa aðstöðu fjárhagslega. Óhjákvæmilegt er að hækka stofnlán til kaupa á íbúðum verulega á næstu árum. Fyrir lántakendur skiptir ekki máli hvaðan lánin koma ef allir njóta jafnréttis. Aðkallandi er að samræma lánveitingar húsnæðismála- stjórnar, lífeyrissjóðanna og annarra lána- stofnana og miða lánakjörin við greiðslugetu venjulegra launamanna. Ef lífeyrissjóðirnir vilja vera beinir aðilar að lánveitingum til húsnæðismála til frambúðar er nauðsynlegt að taka upp samstarf um markvissa fram- kvæma þeirra mála. íbúðarbyggingar aukast aftur. Eftir að verðtrygging allra lána til húsnæð- ismála var tekin upp drógust íbúðarbygging- ar verulega saman. Heita mátti að verktakar ar hafi þá aukist um 5 til 10% frá fyrra ári. Veruleg aukning var einnig í endurbygging- um og standsetningu íbúða í gömlum borgar- hverfum í Reykjavík. Verkamannabústaðir. Veruleg aukning hefur orðið á byggingum verkamannabústaða einkum í sveitarfé- lögum úti á landi. Á síðasta áratug voru byggðar 842 íbúðir í verkamannabústöðum á öllu landinu eða 84 ár ári til jafnaðar. Síðan nýju lögin tóku gildi hinn 1. júlí 1980 hafa verið hafnar framkvæmdir við byggingar verkamannabústaða og leiguíbúða sveitarfé- laga sem hér segir: Árið 1980...................74 íbúðir Árið 1981 ..................205 íbúðir Árið 1982...................304 íbúðir Samtals hafa því verið hafnar framkvæmd- ir við 583 íbúðir í 38 sveitarfélögum sam- kvæmt nýju lögunum. Þar af eru 40 leiguí- búðir í eigu sveitarfélaganna. Um síðastliðin áramót var búið að afhenda 158 fullgerðar íbúðir og eru því nú í byggingu 425 íbúðir, verkamannabústaðir og leiguíbúðir sveitar- félaga. Auk þessara lánveitinga til nýrra íbúða voru teknar upp með hinum nýju lögum lán- veitingar til eldri íbúða í verkamannabústöð- um sem komu til endursölu, allt að 80% af endursöluverði íbúðanna. Með þeim lánum hefur verið tryggt að íbúðirnar halda áfram að gegna því hlutverki að bæta úr húsnæðis- vanda þeirra sem erfiðasta aðstöðu hafa til þess að leysa sín húsnæðismál. Varðandi byggingar verkamannabústaða cr því hér um algjöra stefnubreytingu að ræða sem skila mun miklum árangri þegar fram líða stundir. Mikið vantar þó á að með því fjármagni sem nú er til ráðstöfunar hjá Byggingarsjóði verkamanna verði hægt að fullnægja eftir- spurn og brýnni þörf fyrir lánveitingar til nýrra verkamannabústaða á þessu ári og verður það eitt erfiðasta verkefni húsnæðis- málastjórnar að skipta því fjármagni á milli sveitarfélaga sem bíða eftir að hefja fram- kvæmdir. Meginstefna gildandi laga mótast af þeirri hefð sem hér er rfkjandi að sem flestar íbúðir séu í einkaeign. Enginn stjórnmálaflokkur er með tillögur um breytingar á því eignarformi. Þó er vaxandi skilningur á því að nauðsynlegt sé að auka framboð á leiguíbúðum, einkum fyrir námsfólk og aðra sem ekki hafa aðstöðu til þess að kaupa íbúð. Það hefur ætíð verið erfitt verkefni fyrir nýja fjölskyldu að eignast íbúð til afnota. Það verkefni varð þó miklu erfiðara eftir að öll lán til húsnæðismála voru verðtryggð og vext- ir á skammtímalánum voru hækkaðir í svo- nefnda raunvexti. Þegar könnuð eru lífskjör launafólks í landinu kemur í Ijós að þau mótast mest af því hver er raunverulegur húsnæðisskortur fjölskyldunnar. Þeir sem búnir voru að byggja áður en verðtrygging lána var tekin upp búa nú við allt önnur og betri lífskjör en hinir sem keypt hafa eða byggt sínar íbúðir á síðustu árum. Þessi aðstaða í húsnæðismál- um ræður meiru um lífskjör fólks en röðun í launaflokka eða verðbætur á laun. Árni Stefánsson kennari í Kópavogi skrif- aði athyglisverða grein hér í Þjóðviljann 11. janúar sl. Vakti hann þar athygli á þessum vanda í húsnæðismálum og varaði við afleið- ingunum. Jafnframt setti hann fram tillögur til úrbóta. Ekki er hér möguleiki á því að ræða tillögur þær sem Árni setti fram, en til þeirra hugmynda þarf að taka afstöðu á næstu mánuðum. Við núverandi aðstæður er óraunhæft að afnema verðtryggingu á lánum til húsnæðis- mála. Verðtryggð lán húsnæðismálastjórnar og lífeyrissjóðanna valda þungri greiðslu- byrði en eru ekki óviðráðanleg fyrir þá sem hafa viðunandi tekjur. Mestur vandi hús- byggjenda stafar af því að lánin eru of lág og þeir þurfa að taka skammtímalán og safna lausaskuldum. Eftirfarandi dæmi um greiðslubyrði af verðtryggðu láni sýnir hvað lánstíminn er af- gerandi um greiðslubyrðina. Dæmi er tekið af láni sem var 80% af bygg- ingarkostnaði staðalíbúðar fyrir fjögurra manna fjölskyldu í september 1982. Láns- fjárhæðin kr. 844.888, jafngreiðslulán (annu- intet) vextir 2,25%. Afborganir væru þá sem hér segir: Lánstími mánaðargreiðsla 26 ár..........................kr. 3.606 33 ár..........................kr. 3.046 42 ár..........................kr. 2.609 Ef vextir væru 3% eins og þeir eru nú af lánum lífeyrissjóðanna þá liti dæmið þannig út: Lánstími mánaðargreiðsla 26 ár..........................kr. 3.938 33 ár..........................kr. 3.391 42 ár........................ kr. 2.971 Þessar greiðslur eru vissulega hærra hlut- fall af meðaltekjum en æskilegt er að fari í húsnæðiskostnað, en þó verulega lægri en algengast er í leiguhúsnæði. Það gerir hins- vegar greiðslustöðu húsbyggjandans von- lausa ef hann þarf að bæta víxlum eða öðrum lausaskuldum við verðtryggða lánið, eins og áður er að vikið. Lokaorð. Niðurstaða þessara hugleiðinga um lán- veitingar til húsnæðismála og vanda þeirra sem nú eru að glíma við að eignast íbúð er á þá leið að það sé brýnt og aðkallandi verkefni að koma í fastara form allri fyrirgreiðslu lána- stofnana til húsnæðismála, hækka verulega föst lán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sfna fyrstu íbúð, og auka byggingar verkamannabústaða og leiguíbúða fyrir þá sem við erfiðastar aðstæður búa. Við þær aðstæður sem nú ríkja á lánamark- aði hér á landi er vænlegast að leitað verði samstarfs á milli húsnæðismálastjórnar og líf- eyrissjóðanna og annarra lánastofnana um lausn á þessum vanda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.