Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 5
Hclgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 bókmenntir Ólafur Liljurós er langsamlega best þekkt af þeim kvæðum sem sagnadansar heita einu nafni - um þá hefur Vésteinn Ólason skrifað doktorsritgerð og varði hana í Háskólanum fyrir hálfum mánuði. - Taktu eftir því, sagði Vésteinn, að þegar menn syngja þetta kvæði nú á dögum, þá hætta þeir áður en álfamærin tekur upp saxið snarpa og særir Ólaf banvænu sári. Þeir syngja „Ekki vil ég með álfum búa, heldur vil ég á Krist minn trúa“ - og svo venda þeir sínu kvæði í kross, eins og þar stendur. Tvennt er merkilegt við þetta - annarsvegar er þessi kristilegi þáttur, trúarjátningin, íslensk við- bót, sem finnst ekki í erlendum gerðum sama kvæðis. Hinsvegar sleppa menn við allan lífs- háska úr kvæðinu með þessu móti.... Við doktorsvörnina voru tveir andmæl- endur. Jón Samsonarson fjallaði einkum um þær hliðar málsins sem snúa að íslenskri bók- menntasögu - hann bætti við og bar fram leiðréttingar, en ekki var um djúpstæðan Á.B. rceðir við Véstein Ólason um doktorsrit- gerð hans um íslenska sagnadansa Vésteinn Ólason svarar andmælendum við doktorsvörn í Háskólanum. (Ljósm. kjv.) lýskum sem eru mjög ólíkar því opinberu dönsku ríkismáli sem notað var á bókum öld- um saman. Það er ekki fyrr en um 1840 að nokkrum manni dettur í hug að athuga hvort þetta fólk kunni kvæði. Þá kemur í ljós, að gamalt fólk (einkum á Þelamörk) kann ó- grynni slíkra kvæða og stundum er hægt að rekja þau langt aftur á 18. öld - því þetta gamla fólk hafði lært af öðru gömlu fólki. Þar að auki eru til fáeinar eldri uppskriftir norsk- ar, allt frá 17. öld eða á við elstu íslensku uppskriftirnar. Þær eru að vísu skrifaðar á dönsku, sem var eina tiltæka ritmálið, en samt koma fram í þeim skýr mállýsku- einkenni sem sýna að undirstaðan er norskur texti. Gleymum því ekki heldur, að mjög margt í hugmyndaheimi sagnadansanna og lífsmynd þeirra á sér rætur í miðöldum - þar er að finna kaþólska dýrlingatrú, aðal lénstímans o.fl. Og þá er það í sjálfu sér eðlileg hugmynd að gera ráð fyrir því, að þessi þjóðkvæði hafi orðið til og mótast á miðöldum þótt auðvitað geti verið undantekningar frá því. Danska hirðin? Erik Sönderholnr bar sjálfur fram þá til- Þeir hjuggu hans höfuö ágreining að ræða milli hans og Vésteins. Síðari andmælandi var Erik Sönderholm, sem fjallaði einkum um feril sagnakvæða um löndin og var mjög andstæður Vésteini í nokkrum grundvallaratriðum eins og síðar mun vikið að. Ástamál og gamanmál - Það er ekki mikill vandi að segja til um það hvað er sagnadans og hvað ekki? - Nei. Þetta eru kvæði sem segja sögu og flest bera þau það með sér að þau hafi lifað á vörum fólks í lengri eða skemmri tíma áður en þau voru skrifuð. Flest hafa viðlag eða stef. íslenskir sagnadansar hafa auðþekkjan- leg bragfræðileg sérkenni. Bragarhættirnir eru tveir, í öðrum eru tvö vísuorð sem ríma saman og viðlagi skotið á milli; hinn háttur- inn er á við ferskeytlu að lengd, en aðeins annað og fjórða vísuorð ríma saman, stuðla- setning er aldrei regluleg og oftast lítil sem engin. Efnið er oftast einkamál, oftast ásta- mál. Frægustu kvæðin segja frá ástarharmi einhverskonar, en sum enda vel eins og ævin- týri. Stundum er hatrið ríkjandi tilfinning, en þá oftast sprottið upp úr ástamálum. Tvö kvæði íslensk eru kappakvæði (slík kvæði eru miklu fleiri í Færeyjum og Noregi) - þar skiptir mestu að sagt er frá afrekum einhvers kappa, má vera hann vinni sér prinsessu, en hreysti hans situr í fyrirrúmi. Nokkuð stór flokkur eru gamankvæði og eru fjölbreytileg að efni: um óheppni í ásta- málum, flónsku eða annað. Til dæmis heitir eitt kvæði Spélof og lýkur á óvæntri stefnu- breytingu. Þar er stúlka iofuð mjög fyrir feg- urð og annað ágæti. Næstsíðasta erindið er þetta: Svo var hennar maginn mjúkur eins og það vœri silkidúkur en kvæðinu lýkur á þennan veg: Einn er löstur á sprundi að hún mígur undir... Söfnun Hér á landi var farið að skrifa þessi kvæði niður á seinni hluta 17. aldar ogþá er mikið til af þeim bersýnilega. Síðan er lítið skrifað upp í um það bil hundrað ár. En þjóðfræðiáhugi rómantíska tímans leiðir svo til þess, að urn 1840 er farið að safna þessum kvæðum og svo öðru efni kerfisbundið um allt land. Þeim hefur þá fækkað mikið frá 17. öld, en þó eru allmörg með góðu lífi og þekkt svo að segja um allt land. Á nítjándu öld komast á blað mörg gamankvæði sem ekki voru skrásett áður, kannski vegna þess að þau þóttu ósið- leg eða ómerkileg. - Breytast kvæðin á milli uppskriftaskeiða? - Dálítið. Fyrst og fremst styttast þau og verða einfaldari. Um leið slípast þau, halda sérkennum í stíl og brag, en fellt er niður ýmislegt klúður sem bar vitni um erlendan uppruna kvæðanna. Konur kunnu kvœðin - Það er fátt vitað með vissu um notkun þessara kvæða? við stokk - Já. En það bendir ekkert til þess, að þau séu sungin fyrir dansi hér á landi um það leyti sem þau eru skrifuð niður. Hitt vitum við að það eru svotil alltaf konur sem kvæðin eru höfð eftir - aðeins eitt er haft eftir karli og segir reyndar frá því, að einn karlhlunkur selur öðrum konu sína fyrir þrjá silunga. Það er reyndar svo, að í mörgum kvæðum er ein- dregin samúð með konum, t.d. í frægu kvæði af stúlkum, sem nauðgað er í fjarveru föður þeirra og hefna þær sín síðan sjálfar á þrjót- unum (Ebbadætrakvæði). Skylt þessu er kvæðið af Kóng Símoni, en þar segir svo frá konuhefnd: Þeir tóku hann herra kóng Símon ög hjuggu hans höfuð við stokk, en hún frúin Ingigerður hélt útí hans lokk. Hún tók í hans gula lokk og kastaði hans höfði í saur. Heyrðu það, herra kóng Símon, þú gjörðir svo til vor. Frá Noregi - Ritgerð þín fjallar ekki síst um aldur kvæðanna og uppruna. - Svona kvæði eru til hjá velflestum Evrópuþjóðum. Það er mikið af þeim á Norðurlöndum, einkum hjá Dönum, og á Bretlandseyjum, ekki síst hjá Skotum. Og þar eru öll helstu einkenni eins og á Norður- löndum. Annarsstaðar í álfunni eru sömu sögur sagðar með öðrum háttum, en sömu frásagnareinkennum. Ásukvæði og Óiafur Liljurós eru dæmi urn kvæði sem eru til mjög víða um álfuna vestanverða. Af þessari út- breiðslu draga menn þá ályktun eins og eðli- legt er, að kvæðin hafi borist milli landa, stundum frá þorpi til þorps, en annars með ferðamönnum, námsmönnum o.s.frv.. í minni bók hefur mest vinna farið í það að taka hvert kvæði, bera samaa íslensku af- brigðin og þau erlendu sem til eru. Niður- staðan af þessari rannsókn er svo sú, að kvæðin muni öll komin frá • Norðurlanda- þjóðum,meirihlutinn frá Noregi og séu þau jafnframt elst. Nokkur eru frá Færeyjum og nokkur flokkur, sem ég tel yngstan, hefur borist beint frá Danmörku. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, menn hafa áður komist að svipuðum niðurstöðum. En ég hef rannsakað öll kvæðin miklu rækilegar en áður var gert og einnig reynt að finna ákveðin tímamörk, finna hvenær þetta hefði gerst. Andmæli - í andmælaræðu sinni vísaði Erik Sönder- holm á danskar bækur prentaðar sem miklu líklegri uppsprettu kvæðanna en norsk af- brigði, sem ekki voru skrifuð upp fyrr en á 19. öld. - Nú er að minna á það, að þegar rómantísk- ir fræðimenn fóru að kanna kvæðin töldu þeir að þau væru mjög gömul, vildu með frjáls- legu hugarflugi rekja feril þeirra aftur á 10. öld eða jafnvel lengra. Síðan hefur dregið úr þessum öfgum, en þó var lengi almennt sam- komulag um það meðal fræðimanna að kvæðin væru komin til Norðurlanda á þrett- ándu eða j afn vel tólftu öld. Síðan má segj a að ýmsir hafi gengið út frá svo háum aldri sem staðreynd í viðleitni til að endurgera feril einhvers kvæðis - án þess að aldurinn haf( nokkru sinni verið sannaður með traustum rökum. Erik Sönderholm beindi miklu af ádeilu sinni einmitt gegn þessum skóla fræði- manna. Erik sagði réttilega að menn verði að byggja á því sem til er, við getum ekki gefið okkur eitthvað sem staðreynd til að útskýra það sem við höfum handa í milli. Ég gagnrýni líka víða þessa stefnu í minni bók. Það sem okkur Erik greinir mest á um er það, að hann virðist ganga út frá því að þessi kveðskapur geti hvergi verið verulega eldri en elstu upp- skriftir hans. Hvers vegna frá Noregi? Nú vill svo til að kvæðin voru skrifuð upp í Noregi miklu síðar en í Danmörku og jafnvel íslandi. Erik telur fráleitt að segja, eins og ég geri, að kvæði sé komið frá Noregi t.d. um 1500, ef það hefur ekki verið skrifað upp þar í landi fyrr en á 19, öld. Mitt svar er þetta: Ég reyni vísvitandi að forðast að gefa mér það, að kvæði hafi verið til löngu áður en það var skrifað upp. En þegar borin eru saman af- brigði kvæða um öll Norðurlönd, kemur það upp hvað eftir annað, að það er sérstaklega náinn orðalagsskyldleiki, sem varla er tilvilj- un, með íslenskum uppskriftum frá 17. öld og færeyskum og norskum frá 19. öld. Þá álykta ég sem svo, að sennilegasta skýringin á þessu sé sú að til hafi verið nokkuð öflug geymd þessara kvæða þegar fyrir siðaskipti. Ég reyni að færa ýmisleg menningarsöguleg rök að því að um og fyrir 1500 sé líklegast að kvæðin hafi borist frá Noregi til íslands. Ég vil ekki fara lengra aftur í tímann vegna þess, að það er engin sérstök ástæða til að ætla að kvæðin hafi verið hér t.d. á 13. öld. Mér fannst það vanta í andmæli Sönderholms að hann gerði tilraun til að meta þennan samanburð minn og efnivið sem ég legg fram. Nú má spyrja hvort það sé yfir höfuð hugs- anlegt að kvæði af þessu tagi hafi lifað öldum saman íNoregi án þess að komast á blað. Satt að segja taldi ég það of sjálfsagðan hlut til að færa að því sérstök rök - enda gera flestallir fræðimenn sem fjallað hafa um norsk þjóð- kvæði ráð fyrir einhverju slíku. Ástæðan er augljós. Kvæðunum var safnað hjá norsku sveitafólki, sem talar og syngur þau á mál- gátu að kvæðagreinin hafi orðið til við dönsku hirðina um miðja 16. öld eða aðeins fyrr og breiðst með handritum og prentuðum bókum út um Norðurlönd. Vissulega er hægt að sjá mikil áhrif á íslandi og í Noregi frá prentuðum dönskum kvæðabókum. En þau áhrif eru yfirleitt auðþekkjanleg, og kvæða- afbrigði þannig til komin skera sig greinilega frá öðrum sem virðast eiga djúpar rætur í munnlegri geymd. Ég er því jafnstaðfastur í minni trú og áður - sagnakvæði hafi verið til í Noregi um og fyrir 1500 - mér finnst sjálfum að kannski sé það sem mitt rit leggur nýstár- legast til rannsókna sagnadansa á Norður- löndum tiltölulega traustar röksemdir fyrir tilvist sagnadansa í Noregi á þessum tíma. Menn höfðu svo lengi gert ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að það hefur láðst að færa haldbær rök fyrir þessari kenningu. Mínar eru sorgirnar - Nú var mönnum stundum vísað á það, að í Sturlungu er vitnað til „dansa“: Mínar eru sorgirnar þungar sem blý... - Svokölluð darisabrot sem við eigum frá Sturlungaöld þurfa ekki að vera í neinum tengslum við sagnadansa.Hér er að líkindum um lýrík að ræða sem áreiðanlega var mikið til af á miðöldum og hefur m.a. verið kveðin í dansi. - Enn aðrir telja að rímur eigi ætt að rekja til sagnadansa? - Já, menn töldu lengi að sagnadansar væru ein af fyrirmyndum rímna. Þar sem rímur eru sannarlega kveðnar upp úr miðri 14. öld ættu sagnadansar að vera komnir til íslands fyrir þann tíma ef þetta væri rétt. En ég hefi hafn- að þessari kenningu og bendi á fyrirmyndir rímna í löngum erlendum frásagnakvæðum, sem eru nokkuð ólík sagnadönsum, einkum þá á rímuð ensk riddarakvæði. Þeim var ekki skapað nema að skilja - Hefur rannsókn af þessu tagi nokkurt víð- tækt menningarsögulegt gildi? - Það er sjálfsagt álitamál. En sjálfum finnst mér að það sem skrifað stendur í bók minni um sagnadansa varpi Ijósi á menningu okkar og sámband hennar við menningu annars- staðar á Norðurlöndum og með öðrum Evr- ópuþjóðum á síðmiðöldum, tímabili sem er mjög lítið kannað. Ég hef sannfærst um það, að íslensk menning hafi á þessum tíma verið mjög vel lifandi; menn voru mjög opnir fyrir erlendum menningaráhrifum, en jafnframt gátu þeir unnið úr þeim og skapað eitthvað nýtt og íslenkst á grundvelli þeirra. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að þótt kvæða- greinin og meirihluti kvæðanna sé kominn frá útlöndum, þá hef ég reynt að færa rök að því, að a.m.k. tólf þessara kvæða séu íslensk, ort á íslensku og eru þetta ágæt kvæði; þar má til dæmis taka Tristanskvæði, sem er einn ágæt asti sagnadans á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað: Tristan háði bardagann við heiðinn hund, þar hlaut margur blóðuga und á þeirra fund.... áb

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.