Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 7
Helgin 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Viðtal við Christopher Anstey, en langalangafi hans hafði Jörund hundadagakonung í vinnu Anstey Baton í Oatlands á Tasmaníu. í þessu húsi lögðu þeir á ráðinThomasAnsteyogJörundur. Nú er það að falli komið. Christopher Anstey með myndirn ar af minnismerkinu og húsi langa- langalangafa síns á Tasmaníu. Ljósm.: Atli. svæöið. Jörgen giftist á Tasmaníu og voru þau hjón alldrykkfelld og fóru þau um og blönduðu geði við alls konar fólk og urðu þá margs vísari um þjófana. Ég minnist þess að í fórum föður míns í London eru dómsskjöl í nokkrum slíkum þjófnaðarmálum frá Tasmaníu og það verður mitt fyrsta verk, þegar ég kem heim, að athuga hvort undirskrift Jörg- ensens er ekki á einhverju þeirra. Ég mun þá taka Ijósrit af þeim og senda Háskóla íslands. - Var ekki Tasmanía að miklu leyti byggð af fyrrverandi saka- mönnum? - Jú, og Jörgen var kallaður „King of the Convicts“. Þegar hann losnaði úr prísundinni var honum gefið land, 30-40 hektarar að stærð, en hann hafði aldrei fjárhagslegt bolmagn til að nýta það. En hann var mjög duglegur og varð víst einna fyrstur til að ferðast yfir þvera Tasmaníu. - Gastu fundið gröf Jörundar þarna? - Nei, ég hafði ekki tækifæri til þess en hann mun vera grafinn í Hobar. - Þú segir að hús forfeðra þinna séu enn við lýði í Oatlands? - Já, íbúðarhús Thomasar An- stey er enn uppistandandi, mikið steinhús, en er að falli komið. Þaðan var stjórnað aðgerðum gegn uppreisn sem svertingjar gerðu. Jörgen Jörgensen var mjög trúr Thomasi og ber honum líka vel sögu í æviminningum sín- um. Ég er hérna með mynd af þessu húsi og eins af minnismerk- inu þar sem Jörgens er getið. Þar stendur ritað: „To commemorate Jörgen Jörgensen, once lord protector of Iceland, participated in found- ing of Risdon, Hobart and Port Dalrymple 1803-1804, field policeman and constable in Oat- lands under Thomas Anstey pol- ice Magistrate 1827". - Að lokum Christophcr An- stey. Ætlarðu að dvelja eitthvað hér á íslandi? - Ég er að leita mér að vinnu og ætla nú til Vestmannaeyja og vita hvort ég fæ ekki vinnu í fiski. Ef einhvern, sem les þessar línur, skyldi vanta góðan starfsmann þá hafi hann samband. Christopher segist hafa kynnst íslendingi í Kenya sem hét Jan að fornafni og vilji gjarnan komast í samband við hann. „Hann var lögreglu- stjóri forfööur míns ” Einn eftirminnilegasti atburður íslandssögunnar var þegar Jörundur hundadagakonungur tók hér öll völd árið 1809 og lýsti yfir sjálfstæði íslands. Hann hét reyndar Jörgen Jörgensen, danskur úrsmiðssonur, og var margt til lista lagt. Bretar sendu hann að lokum í sakamannanýlendu á eynni Tasmaníu við Ástralíu og þar endaði hann sína ævidaga. Þjóðviljinn frétti af ungum Englendingi, Christopher Anstey, sem er hér staddur en Jörundurvannhjá langalangalangafa hans á Tasmaníu eftir að hann varð frjáls og enn eru lifandi sagnir um þennan danska ævintýramann í fjölskyldu hans. Langalangalangafi Christop- hers hét Thomas Anstey og var hann kaupsýslumaður á Énglandi en tók sig upp og flutti til Tasm- aníu, eignaðist þar 5000 hektara land og rak stórbúskap og var einn mesti valdamaður eyjarinn- ar. Sonur hans tók síðan við bú- skapnum að honum látnum, en á gamalsaldri flutti hann til Eng- lands og hefur þessi fjölskylda síðan haft búsetu þar. Faðir Christophers er kaupsýslumaður í London og í vörslu hans eru ýmsar minjar um Ástralíukafla fjölskyldunnar. Blaðamaður Þjóðviljans hitti Christopher An- stey í Farfuglaheimilinu við Lauf- ásveg og spurði hann spjörunum úr. - Hvað ert þú að gera á íslandi? - Ég hef haft þann hátt á undanfarin ár að vinna við bú- skap á Englandi á sumrin en á veturna flakka ég um heiminn og hef farið víða. Ég hef ferðast mik- ið um Afríku og ég fór gagngert til Tasmaníu til að forvitnast um veru forfeðra minna þar. Þeir höfðu búsetu í Oatlands og þar er nafni þeirra enn haldið á lofti og flestir íbúarnir kannast við þá. Mér var því tekið með kostum og kynjum. Hús þeirra eru enn upp- istandandi og örnefni og götu- heiti bera nafn þeirra. í héraðinu er líka allstórt stöðuvatn sem heitir Lake Dulverton en það heitir eftir heimabæ Thomasar Anstey á Englandi. - Og hvernig kemur Jörgen Jörgensen við sögu? - Ég hafði oft heyrt hans getið heima hjá mér án þess að leggja það sérstaklega á mig hvað um hann var sagt. Þegar ég svo kom til Oatlands varð mér ljóst að nafn þessa ævintýramanns er síð- ur en svo gleymt. Ég rakst m.a.s. á minnismerki um landnema í Oatlands og ein hlið þess er helg- uð Jörgen. Þar er þess m.a. get- ið að hann hafi verið verndari Is- lands. Ég hafði varla heyrt ís- lands getið þá, en hér er ég nú kominn og hef m.a. farið upp á Landsbókasafn og aflað mér frekari upplýsinga um Jörgen. Og hvílík saga! - Hvernig var samskiptum langalangalangafa þíns og Jör- undar háttað? - Thomas Anstey, forfaðir minn, var með mörg þúsund fjár og það var mikið um sauðaþjófa á Tasmaníu. Hann gerði Jörgen Jörgensen að lögreglu og dómara og varð sá síðarnefndi í essinu sínu og bókstaflega hreinsaði Minnismerkið þar sem Jörundar hundadagakonungs er minnst. Ljósm.: Christopher Anstey. tHI8 W.ÁOUC MAfiHS 'Tl« rj THE ou* OATtMír® I ÍH ^ ,T« 0LO8LCV AS5ÍOC1A7 el? ^ ^ COACHINO ‘vÍ'b rr WÁS HíiÞLACeo eX.sViNG. POUCE »» TO COMMEMOHAT 6 *ORöÉN aOBOENSON ONCE LORO ÞROTECTOR OF jCELANO pabticipateo IN FOyNOtNv, of RföOOH HOBART ANO PORT CALRV\?K.fe. FtELO POLlCEMAN ANO . CONSTABLe. OATLANDS UNOER TMOMAS ANSTEY. POUCE MAGISTRATE 1S27 ^4- 'V * 4* v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.