Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983
Oddur og Símon
MIÐVIKUi
g skrafaöj
mt
>rims-
tæðis-
kti að
æður
g var
í
fyrir-
dreg-
ktanir
i blað
með
iknar-
nældu
til að
leggja
aráðs-
:ykja-
il vals
lista
t voru
áfram
tin.
íni að
fram-
ndum
ifað í
skoð-.
AB rReykJavlk:
■ Gaðnia Hdp4ó«tr
■ Öbfur Ragnar Gnmvion.
Guðrún og
fólafur höfðu
sætaskipti i
Jí forvalinu
I— Gudrún sklpar 3. sætið, en
lOlafur Ragnar það 4. sem var
I uppbótarþinssætl Alþýðubanda-
| lasslns f þlnskosnlnsunum 19791
telur hann einn dugmesta I Pað hlýtur að vera Alþýðu-
hinamimn
ícUnct
hanHalaffcm/tnnnm c^rctalrt
flol
hef
ára
ar i
Er
hví
„st.
„Þ:
okl
inu
1
vet
til
bai
(
þir
aft
sig
vei
sjá
á
ób
Gi
öll
Hi
er
an!
unr
tæ|
hvr
Svo er að sjá sem Oddur nokk-
ur Ólafsson sé einskonar pólitísk-
ur aðstoðarritstjóri Tímans og er
dugandi maður við klámhöggin.
I gær, miðvikudag, sá þessi
siðameistari ástæðu til þess að
vanda um við blaðamenn Þjóð-
viljans fyrir ónákvæmni og hlut-
drægni í fréttum af prófkjörum
nú að undanförnu og tekur dæmi,
sem hann telur styðja þessar á-
sakanir sínar. Eru það fréttir
Þjóðviljans af prófkjörum
Framsóknarmanna í Norður-
iandskjördæmi vestra og Abl. í
Reykjavík og á Suðurlandi. Á
hlutdrægnin m.a. að vera í því
fólgin, að lengra mál sé skrifað
um prófkjörið fyrir norðan en
hin. Lítum nú nánar á þetta.
Svartur blettur
á tungunni?
í fréttinni af prófkjörinu í
Reykjavík er greint frá þátttöku í
því, röð frambjóðenda og at-
kvæðatölum allt upp í 10. sæti. Ég
býst við að sá sem skrifaði frétt-
ina hafi talið, að í henni væri svo
glöggt greint frá úrslitunum sem
verða mátti. Og annað mun
henni ekki hafa verið ætlað að
fela í sér.
Um frétt Þjóðviljans af úrslit-
unum á Suðurlandi segir Oddur:
„Látið er nægja að skýra frá því í
þurrpumpulegri frétt Þjóðviljans
að Garðar Sigurðsson hafi orðið
efstur" en „útreið Baldurs Ósk-
arssonar ... er(u) ekki fréttaefni í
málgagni þjóðfrelsisins". Hvern-
ig er það með Odd þennan, les
hann bara fyrirsagnir og leggur
svo út af þeim? Það er ekkt nógu
gott hjá manni, sem þykist þess
umkominn að vanda um við aðra.
í frétt Þjóðviljans er nefnilega
skýrt frá röð frambjóðenda í fjög-
ur efstu sætin og er Baldur í 4.
sætinu. Hér er ekki nema tvennt
til: Annað hvort les Oddur ekki
það, sem hann er þó að leggja út
af, eða hann falsar fréttina vísvit-
andi. Mig skiptir það litlu hvort
heldur er, en hvar er virðingin
fyrir lesendum Tímans?
Mátti vera
ýtarlegri
Og þá er það fréttin af próf-
kjöri „fulltrúaráðsins" á Norður-
landi vestra. Oddi finnst hún allt-
of ýtarleg. Að mínu áliti hefðu
hún þó mátt vera lengri. Eðlilegt
hefði verið að rifja upp tildrög
prófkjörsins. En ekki hefði Oddi
batnað við það. Er skýrt hefur
verið í fréttinni frá úrslitum próf-
kjörsins er frá því greint, að er
útslit þess lágu fyrir hafi tveir af
fimm frambjóðendum neitað að
taka sæti á listanum og töluverður
slatti af fulltrúunum gengið af
fundi. Ætli Oddi hefði ekki fund-
ist þetta orðaverð tíðindi, ef þau
hefðu gerst hjá einhverjum öðr-
um flokki?
Stórir spámenn
og litlir
„Engum hinna minni spá-
manna á málgagninu var hleypt í
að draga ályktanir af úrslitum
forvalsins í Reykjavík", segir
stóri spámaðurinn á Tímanum.
Hvað á maðurinn við? Frétt er
frétt, vangaveltur um fréttina
annað, og eftir því sem ég best
veit þykir það ekki góð blaða-
mennska að blanda slíku saman.
Ekki er ég kunnugur innanhúss
hjá Tímanum á síðari árum. Þar
þekkir Oddur sig auðvitað betur.
Vel má vera að þar sé hinum
„minni spámönnum" ekki
„hleypt í að draga ályktanir" af
þessu eða hinu. En ekki var það
svo í gamla daga. Ég er nú búinn
að starfa við Þjóðviljann á sjö-
unda ár og tel mig þekkja þar til
a.m.k. jafn vel og Oddur þessi.
Aldrei hef ég orðið þess var, að
mér sé ekki frjálst að „draga á-'
lyktanir" svo sem mér sýnist,
enda mundi ég ekki stundinni
lengur vinna við slíkt blað.
Saknar “viðtalanna“
Oddi þykir það slök frétta-
mennska hjá Þjóðviljanum að
birta ekki „viðtöl við fram-
bjóðendur þá, sem ýmist sigruðu
eða töpuðu í forvölum Alþýðubl.
í þessum tveim kjördæmum",
eins og hin blöðin hafi gert. Jú, ég
hefi lesið þessi „viðtöl“, bæði við
Alþblm. og aðra. Og hvað segja
þau svo? Jú, þeir, sem telja sig
hafa fengið sæmilega útkomu
segjast ánægðir með sinn hlut og
þakka gjarnan stuðninginn. Hin-
ir, sem minna báru úr býtum en
þeir æsktu, eru miður ánægðir.
Fínar fréttir þetta og stórmerki-
legar. Ég verð nú að segja það
fyrir mitt leyti að ég tel takmörk-
uðu rúmi Þjóðviljans betur varið
undir annað en slíkar yfir-
heyrslur.
Sandur og leir
Símon Dalaskáld var einu sinni
settur á einskonar hressingar-
hæli. Þar var hann látinn labba
niður í kjallara, moka sandi í
poka, bera hann upp á loft og
hella þar úr honum niður í
eitthvert gaphús. En Símon karl-
inn fann það fljótlega út að hann
var alltaf látinn bera sama sand-
inn og fannst þetta fánýt og fráleit
vinnubrögð. Oddur er alltaf að
skrifa. Oftast eru greinar hans
einhverskonar vanmáttar-
geðvonskunöldur út í Þjóðvilj-
ann og Alþýðubandalagið. í raun
og veru er Oddur alltaf að skrifa
sömu greinina líkt og Símon að
bera sama sandinn. En munurinn
er sá, að Símon áttaði sig fljótlega
á tilgangsleysi endurtekningar-
innar, en það hefur Oddur enn
ekki gert. -mhg
r ■ tst Jor nargrei n
Áherslur munu breytast
Arni
Þau framboðsmál sem svo
mjög eru til umfjöllunar í blöðum
þessa daga minna hvern mann á
það, að stutt er í kosningaslag.
Og ef að líkum lætur verður sú
kosningabarátta með nokkuð svo
hefðbúndnum hætti.
Það verður með einum eða
öðrum hætti tekist á um það,
hvernig megi í senn tryggja
atvinriu um allt land og koma í
veg fyrir óhagkvæmar fjárfesting-
ar. Það verður deilt um það
hvernig og í hvaða mæli sé hægt
að tryggja kaupmátt launa.
Margar hugmyndir munu
reifaðar um það hvernig hægt sé
að framleiða meira til að komast
út úr kreppu (sem er reyndar al-
þjóðleg). Og þótt hægrisinnar
muni ekki tala opinskátt um þá
leiftursókn, sem stefnt væri að
því að skera niður samneyslu og
félagslega þjónustu, þá mun
„velferðarkerfið" verða mjög á
dagskrá, árásir á það og vörn fyrir
það.
Vitanlega eru þetta allt meiri-
háttar mál sem á landsmönnum
brenna. Og sem fyrr segir: Þau
munu taka til sín bróðurpartinn
af athygli þeirri sem á kreiki verð-
ur um kosningar. En það er rétt
að minna á það í þessu samhengi,
að reynsla þjóða allt um kring,
sem og ýmsar raddir sem heyrast í
íslenskri umræðu, benda til þess,
að ýmsar nýjar spurningar og
áherslur verði áleitnari í almennri
umræðu hér á landi með hverju
misseri sem líður.
Aðrir lífshættir
Við getum til dæmis búist við
vaxandi vantrú á því, að tiltölu-
lega efnuð þjóðfélög geti leyst sín
efnahagsleg vandamál með því
blátt áfram að auka framleiðni,
auka afköst, framleiða sig út úr
kreppu eins og það heitir. Þess í
stað getum við búist við því, að
þeim fjölgi mjög á næstu árum,
sem telja hagvaxtartrúna löngu
komna í blindgötu og að mjög
brýnt sé að búa einstaklinga,
stéttir og þjóðir undir þá lifnaðar-
hætti sem ekki treysta á stöðugt
vaxandi kaupmátt - en þurfa
samt ekki að vera neitt lakari en
þeir sem við höfum búið við.
Nema síður væri - vegna þess að
nýir Iífshættir gætu bætt verulega
við frístundir manna og ýtt undir
margskonar frjálsa starfsemi sem
er utan við lögmál launavinnu.
Nýja tœknin
Við getum búist við því, að
þeim fjölgi sem leggja áherslu á
það, að sú öra tæknibylting sem
Bergmann
skrifar
nú stendur yfir, breyti um margt
eðli framleiðslunnar og skipulagi
- og sjái í þessum breytingum
möguleika á að stórbæta Íífshætti
manna, ef rétt er brugðið við þró-
uninni. Með öðrum orðum: Ef að
hægt er að ná nýrri tækni undan
þeim lögmálum auðhringa sem
fyrst og fremst stækka her atvinn-
uleysingja og skapa djúp á milli
þeirra sem vinnu hafa og þeirra
seni hefur verið úthýst af vinnu-
markaði.
Kynslóðir
Við getum búist við aukinni
spennu og átökum milli þeirra
sem hafa þegar „komið sér fyrir“
í efnuðum þjóðfélögum og þeirra
sem er vísað frá. Hér er einkum
átt við nýja og nýja árganga æsku-
manna sem koma að luktum eða
mjög þröngum dyrum í starfsleit
og ætlaðir eru verri kostir í hús-
næðismálum en þeirri kynslóð sem
nú er á miöjum aldri. Þessar and-
stæður eiga vafalaust eftir að
móta mjög hina pólitísku mynd
næstu ára.
Spurðir fyrst
Andspænis þessari þróun
munu allir þurfa að hugsa sitt ráð
- og ekki síst flokkar sósíalista,
hvar sem þeir starfa. Það eru
þeirra samtök sem eru fyrst spurð
að því, hvers konar framtíðarsýn
þeir geti bent á, hvernig þeir vilji
svara nýjum vanda með rökum
sósíalískrar hefðar, þeirrar hug-
sjónar sem hefur á oddi í senn
jöfnuð og alhliða þroska einstak-
linga.
Og því er brýnt að styðja með
áhuga og þátttöku hverja þá við-
leitni sem upp kemur í helstu
samtökum íslenskra sósíalista,
Alþýðubandalaginu, til að finna
nýjar og opnari leiðir í umræðu
og öðru starfi. Á þeirri viðleitni
veltur í nyjög ríkum mæli sjálf
framtíð sósíalískra hugmynda hér
á landi.