Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983 helgarsyrpa Thor „Tyrkneska myndin YOL þykir mér langmerkasta kvikmynd þessarar hátíðar... ég mæli með því að enginn láti hana fara fram hjá sér sem á kost á því að sjá hana“. Ekki verður því neitað að fjölbreytnin er mikil á kvikmyndahátíðinni okkar á þessu ári, eins og stundum áður. Þótt sumar myndirnar séu ekki sérlega glaðlegar er þetta fjörvaki í borgarlífinu þó ekki sé á annað litið heldur en hin miklu mannlífstækifæri sem gefast núna á hinni marglitu brú Regnbogans þessa dagana, þar sem margurfæri tækifæri til að rifja uþp gömul kynni, og sumir jafnvel hitta með glaðlegu móti nágranna sem myrkrið gleypir endranær eðafljóta burt í mikilli birtu sumars. En það veitir ekki af fjörugum málfundum , þegar sjáendur dragast út með ógnir og skelf- Lr myndinni Possession (Haldin illum anda) eftir pólska útlagann Zulawski: Undarlegt hvað ingar heimsins á sinninu; ég tala nú ekki um djöfullinn virðist hugfólginn ýmsum Pólverjum. er þó vel leikin, einkum Philippe Noiret sem stjórnandi leyniþjónustusveitarinnar, og snoturlega gerð með þennan asnalega sögu- þráð, og væri svo sem góð á Alliance Frangais kvöldi, en tæpast hátíðarmatur. Ég hef geymt mér að nefna þær myndir sem mér þótti mest varið í að sjá (það sem af er hátíðinni), og geymi mér reyndar enn að fjalla um þær betur en fært er á hlaupunum milli mynda á þessu veizluborði. Það eru myndirnar úr þriðja heiminum svonefndum auk myndarinnar um Þýzkaland - hina fölu móður. Reyndar skal getið að Saura myndin olli mér vonbrigðum. Hann er einn af mínum uppáhaldshöfundum þó.Þessi þótti mér létt- væg. Mér fannst alltof augljóslega sniðugar uppáfinningar sem ekki náðu að næra mig eða örva hugsun. Brögð hans kontu ekki á óvart, sýndust déja vu eins og Frakkar segja. Vilhjálmsson « skrifar Punktar vegna kvikmyndahátíöar ef væri eftir sleitulausa hryllingsuppákomu á tjaldinu sem slyngur hönnuður í posalausum viðbjóði hefur gert til að böðlast á fínni taugunum í sosum tvo tíma, og lítt er af setn- ingi slegið. Blóðið slettist upp í augun á okk- ur, ælan lýstur vitin, grimmd og kvalalosti býður hverjum þeim nóg sem berst við tómið í tómstundum sínum með því að leita uppi stórslysaunað í kvikmyndahúsum^ða hlýjum stofum heimilanna á myndböndum. Það er kannski sök sér þegar slíkt er unnið af heimsku og andlegum vanefnum og sljóum tilfinningum jafnvel þótt tæknisnilli sé tiltæk. En í frönsk-þýzku myndinni Possession eftir pólska útlagann Zulawski fer saman góð tækni, vit og næmi sem gerir hryllinginn því áhrifameiri og kemur meira við okkur vegna þess hve þetta er allt vel gert. En til hvers? spyr maður. L’art pour l’art,var sagt, listin fyrir listina. Hér virðist vera l’horreur pour l’horreur, hryllingur fyrir hryllinginn. Eins konar andlegt ónanerí, sjálfsflekkun.Og þó verður þessari mynd ekki hafnað með svo- felldum synjunum. Kannski verður maður að bíða þar til tóm gefst á bak hátíð þessari að meta í næði þá kvikmynd, vita hvort þetta hnitmiðaða filmæði, þetta öskrandi ofbeldi, var til einhvers annars en að djöflast á áhorf- endum. Þetta var því áhrifameira þar sem ofan á eftirminnilega myndatöku og öflugt myndskyn bættist magnaður leikur, þar sem Isabella Adjani var þannig að erfitt var að gleyma, ein fremstu leikkvenna sem sjást í kvikmyndum. Hún dansar enn í taugum manns sinn sánktivítusardans í neðanjarðar- lestargöngunum með fölgrænar vegghellur bak við sig, og lemur veggina, milli þess sem djöfullinn spennir hana í rykkjum og teygir og keyrir saman, unz hún lemur gljáandi veggina grænu með innkaupapoka sínum og mjólkin slettist þar hvít; unz komið er að þeirri fullnaðarstund að hún hnígur niður, og margblessað blóðið rásar fram rautt milli fóta hennar. Undarlegt hvað djöfullinn virðist hugfólg- inn ýmsum Pólverjum. Má þá minna á Polan- ski: Rosemary’s baby, og fleiri, kvikmyndir um andsetnar konur, þó ekki sé alltaf gengið svo langt að ala djöflinum barn. Og þetta er kaþólskur djöfull slægur og hættulegur og marglyndur en ekki hin einhama norska sam- tímaútgáfa hans af lútersætt sem vandséð er að sjá hvernig nái tökum á öðrum en aulum, og reynt er að hafa í framboði hér. Það er erfitt fyrir íslendinga að lifa sig inn í þessa kaþólsku grillu nema sem sjúkdóm, sem Zul- awski sýnir svo klíniskt að það liggur við að klínist við mann, og manni þykir nóg um að velta sér þannig upp úr sjúkdómum. Og þó er óvíst hvert erindi hún ætti við læknanema. Áhangendur Wilhelms Reich gætu kann- ski fengið hugmyndir um það hvernig þeir ættu að láta næst þegar þeir koma í sjónvarp- ið; ef þeir sjá þessa mynd. Þegar maður sér leikinn í myndinni hvarfl- ar að manni það sem Reich kennir um hvern- ig fólk geti hreinsazt með því að láta sem djöfullegast, veltast í óhemjuskap og öskra nóg. Annar gestur hátíðarinnar Helma Sanders-Brahms vekur líka spurninguna um til hvers mynd hennar sé, sú síðari sem sýnd var á hátíðinni: Vitfirrt. Það er sjúkdómssaga geðveikrar konu sem sækist eftir því að liggja með þeim aumustu sem á vegi hennar verða, gefa sig þeim. Leikstjórinn segir í viðtali við Þjóðviljann að hún sé eins konar kvenkristur. Það eru kann- ski dálítið afvegaleiðandi upplýsingar. Enda meiri ástæða til að athuga verkin sjálf heldur en ummæli höfunda þegar blaðamenn ganga á þá og krefja þá sagna. Það sem höf- undur hefur að segja er annað hvort í verki hans eða ekki. Eymd og niðurlæging stúlk- unnar undir yfirskini upphafningar er svo vel sýnd að áhorfandinn kemst ekki undan því að renna til rifja, þótt hann spyrji sig spurning- arinnar: til hvers? Er þetta ekki of einkanlegt sjúkdómsmálefni? Ert þú hann? spyr stúlkan þann sem hún hefur legið með. Og á við Jesúm Krist. „Vissulega er það áhrifaríkt sem hún (Helma Sanders-Brahms) sýnir okkur að stríðið hefst heima fyrir þegar lokið er styrjöldinni sem hafði sundrað foreldrunum of lengi, og teitt þau hvort frá öðru með hryllingi sínum og hörmungum". Er hún haldin trúargrillum,- eða einfald- lega kynóð með sérþarfir? Hin myndin eftir Helntu Sanders-Brahms er miklu auðsærri í erindismálum sínum. Fal- leg og vel gerð mynd sem segir frá foreldrum hennar, og þar með henni sjálfri sem segir sögu þeirra, er sögumaður. Sagan hefst raun- ar fyrir fæðingu hennar; segir frá fyrstu fund- um foreldra hennar, tilhugalífi, sameiningu þeirra, og því hvernig stríðið sundrar þeim áður en hún fæðist. Þau laðast saman meðan nasisminn er að ryðjast til valda og tryllir fólkið í kringum þau. En það sameinar þau með öðru að nasisminn höfðar ekki til þeirra og þau leiða hann hjá sér. Þau kæra sigekkert um stjórnmál, ekki rísa þau þó á móti nasism- anum, þau vilja bara vera í friði. Sagan er sögð með einlægni sem maður trúir, fallega filmuð og leikin og vel byggð. Það er ekki fyrr en líður nær lokum að manni þykir verða soltið langdregið og vottar fyrir tilfinninga- semi sem stingur í stúf við einlægnina áður. Maður má passa sig á því að það komi ekki upp í manni rasistinn sem segir: já þessir Þjóðverjar þeim hættir til að vorkenna sjálf- um sér. Það er allt annað mál hvort það er ástæða til þess, réttmætt. Það er synd að myndin slakni í lokin, svo sönn sem hún er, og þörf hugvekja langleiðina. Það hvarflar líka að manni að lokakaflinn hefði getað orð- ið stofn að nýrri mynd í stað þess að vera niðurlag hér. Maður hefur vissulega samúð með höfundinum sem freistast til þess að troða of miklu í eina mynd af sinni eigin sögu, meðan hún hefur tækifæri til þess að létta þannig af sér fargi. Vissulega er það áhrifa- ríkt sem hún sýnir okkur að stríðið hefst heima fyrir þegar lokið er styrjöldinni sem hafði sundrað foreldrunum of lengi, og leitt þau hvort frá öðru með hryllingi sínum og hörmungum. Þá hefst heimilisstríðið þegar heimsstríðinu lýkur. En maður finnur til þess að myndin sé að verða dálítið löng undir lok- in, og tökin hljóta þá að hafa slaknað, en svo ekki fer um samúö okkar með höfundinum þó. Hún endist. ( Það sem ég hef séð af frönskum myndum, þykir mér einna slakast þegar þess er minnzt að hér er um að ræða kvikmyndarlistarhátíð, og hleyp því fljótt yfir sögu þar. Onnur er Stjúpfaðirinn sem mér þykir vandséð hvert erindi eigi á þessa hátíð, eftir Bertrand Blier, son leikarans kunna Bernards sem var að leika í gamla daga ( myndunum þeirra í Franz. Þetta á að vera hjartaknosandi ntynd en mér þótti hún leiðinleg. Hinn frægi leikári Patric Dewaere sem lézt rúmt þrítugur í fyrra vafrar í gegnum myndina með angurvært varnarleysi í svipnum, stóreygur eins og gaz- ellukálfur, dreymandi á svipinn eins og hann vildi gjarnan vera í einhverri annarri mynd í staðinn, og lendir svo einhvern veginn í ást- arsambandi við fjórtán ára gamla dóttur sam- „En í frönsku myndinni Possession eftir pólska útlagann Zulawski fer saman góð tækni vit og næmi sem gerir hryllinginn því áhrifameiri og kemur meira við okkur vegna þess hve þetta er allt vel gert“. býliskonunnar, sem bíll drap fyrir honum. Ekki verður fundið að kvikmyndatökunni enda annast hana frábær maður Sacha Vi- erny sem oft hefur átt brýnni erindi að neyta kunnáttu sinnar og listfengi, enda gerir hann ekkert sérstakt svo munað verði hér nema helzt að spegla fólk á flygilsloki á fyrstu mín- útu leiksins. Hitt var snotur reyfari um hryðjuverka- konu þýzka og franska leyniþjónustumenn sem af einhverjum undarlegum ástæðum gera samning við þýzka starfsbræður sína um að drepa hryðjuverkakonuna Birgittu Haas; þó augljóslega standi hinum síðarnefndu nær að vinna þetta verk,af hverju sem þurfti nú að gera það því konan var hætt að standa í stríð- inu við samfélagið eða þá sem því stjórna, og er auk þess í Múnchen innan seilingar hinna sömu. Þetta er allt fremur langsótt þó varla verði logið á þá leyniþjónustumenn um fólsk- una. Það á nú kannski að vera sniðugt í myndinni að þeir hafi tilfinningar samt og séu svolítið mannlegir inn við beinið, að mörgu leyti, sumir. Ogí myndinni vílaþeir ekki fyrir sér að hlera hughreystingarsíma þar sem hlustað er á menn sem eru í öngum sínum rekja að raunir sínar í trúnaði. Þar finna þeir hentugan mann í vélabrögðin sín, sem á að vera tryggt að komist upp í rúm hjá þeirri þýzku sem fær ekki útrás í hryðjuverkunum heldur á að vera í vergjarnara lagi. Hún vill ekki bara krossferð heldur karla líka. En það kemur reyndar á daginn að sá leyniþjónust- umaðurinn sem valdi manninn í rúmfagnað konunnar gerði það ekki af óeigingjörnum leyniþjónustuhvötum og ósíngirni; heldur hélt hann við konuna hins sem hafði hlaupið frá þeim af því hann gat ekki boðið henni góðan mat á sunnudögum,þótt hámenntaður væri og víðlesinn og kynni ljóð eftir Bertolt Brecht eins og líka hryðjuverkakonan sem fer með ljóðið Þýzkaland föla móðir (Deutch- land, bleiche Mutter) fyrir hann; og það snerpir kærleikann svo ört að leyniþjónustan hlakkar yfir hlerandi á allt sem þeim fer á milli, fólsk við sín tól. Þeir ætla nefnilega að drepa konuna og láta sem sé ástríðumorð, án þess að fórnarlamb þeirra gruni. Þessi ntynd Manni finnst maður kannast við þau öll frá fyrri tíð. Sumt eru lummur frá Pirandello, í einna þokkalegasta þættinum við matborð fjölskyldunnar, æfingu á leikriti þar sem einn leikari dettur út úr fasistahlutverki sínu, eða kannski heldur inn í það, og ruglar saman leik og lífi, samanber Hinrik IV eftir Pirandello og Sex persónur leita höfundar. Aðalleikar- arnir fannst mér sumir með eindæmum leiðinlegir einkum aðalleikarinn í hlutverki hins móðurelska rithöfundar sem heldur líka við leikkonuna sem leikur móður hans í leikritinu inni í myndinni, hann bar það með sér að vera áreiðanlega smáskáld og dekur- barn. Og vakti aldrei áhuga minn á gervi- vandamálunum. Tyrkneska myndin Yol þykir mér lang- merkasta kvikmynd þessarrar hátíðar. Eg geymi mér að fjalla um hana þegar betra tóm gefst til þess* en mæli með því að enginn láti hana fara fram hjá sér sem á kost á því að sjá hana. Enginn þarf að spyrja til hvers sú mynd hafi verið gerð. Ég læt í bili nægja að vísa til ágætra kynn- ingarorða eftir Sigurð Skúlason í hátíðar- skránni þar sem víkur að ferli höfundarins Yilmaz Gúney sem fjarstýrði myndinni úr fangelsi samkvæmt handriti sínu með hnit- miðuðum myndlýsingum, nákvæmum fyrir- sögnum um myndskeið og hvaðeina, og jafn- vel teikningum; en slapp úr fangelsinu og úr landi og gat klippt hana og fullgert í útlegð; varla óhultur enn fyrir tyrkneskum flugu- mönnum vonböðla hans, fremur en páfinn sjálfur. Þótt mál sé að hætta þessu spjalli, í bili, má ég til með að nefna með þökkum myndina frá Sri Lanka Þorpið í frumskóginum, sem mér þótti með þörfustu myndum hátíðarinnar. Og Cecilia eftir Umberto Solas er líka á sinn hátt hrífandi, á köflum. Síðan ég sá fyrir mörgum árum myndina Lucia eftir Solas hef ég áhuga á þessum höfundi og hefur ekki rénað nú. Myndfegurð er höfuðkostur henn- ar víða, skemmtileg myndataka einkum í fjöldasenum eða hinum draumkenndu at- riðum, skáldskap; og mannlegur tvískinn- ungur persóna er að mínu viti til að efla hana. Hér mætti fjalla sérlega um erindismál kvenna af ýmsu gefnu tilefni á hátíðinni, og nefna þriðja gestinn sem kom með mynd Connie Fields. Amerísku konuna sem gerði Rósu mynd rafvirkja. Ekki veit ég hvaða fólk hittir þessa gesti okkar. Þær voru skrambi góðar kellingar sem hún hafði valið til að segja sögur sínar úr hópi 700 kvenna sem talað var við. Og höfðu lög að rnæla, - þörf hugvekja á mannlega vísu og um réttlæti. En skiptir litlu í sambandi við þá listgrein sem hátíðin er kennd. Ekki má ég hætta án þess að þakka kvik- myndahátíðarnefndinni fyrir óeigingjarnt og gott starf að hátíðinni, þeim Kristínu Jóhann- esdóttur, Elínborgu Stefánsdóttur, Katrínu Pálsdóttur, Óla Erni Andreasyni og Sigurði Skúlasyni. Allt frá upphafi hefur kvikmynda- hátíð hér byggzt á starfi ólaunaðra áhuga- manna sem unna þessari listgrein, og hafa metnað og þrá til að bjóða þjóð sinni hið merkasta sem fæst af heimslist á þessu sviði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.