Þjóðviljinn - 05.02.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Side 13
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 tel Heklu, sem var vinnustaöur Lása um átta ára skeið. í þokunni grillir í húsaþyrpingu og fyrir þann, sem ekki minnist þessa húss, er ómögulegt að átta sig á því hvar Hótel Hekla er staðsett, auk þess sem huganlegri mynd hefði mátt hafa, en eftir gömlu póstkorti. Á bls. 27, getur að líta það, sem yfirleitt er nefnt ljósmynd og djarf- ar þar fyrir tveimur mannsand- litum, en textinn er stutt og laggott: Lási og Böðvar. En hver er Böðvar? í megintexta er hvergi minnst á Böðvar Steinþórsson bryta, sem mun lengst af hafa starf- að á strandferðaskipinu Esju. Ljósm. ekki getið samkvæmt venju. Á bls. 69, eru tvær myndir. Undir þeirri neðri má lesa: Lási og Oddgeir með rauðvínskútinn. Það þarf áreiðanlega fráneygan mann til þess að sjá þá tuðru. Sem stak- orð í megintexta á bls. 63-72, stendur: Oddgeir í Ræsi. Sem margorð, aðeins: Oddgeir. Þessu er að vísu bjargað í texta efri mynd- arinnar, en þar er þá bara skellt röngu nafni og föðurnafn klippt af. Textinn er svona: Þrír góðir: Lási, Oddgeir Bárðarson og Arsæll (í Sælakaffl). „Trunta“ í baksýn. Þarna er Sigursæll Magnússon veitingamaður, ranglega nefndur Ársæll. Sigursæll rekur nú veiting- ahúsið Ártún, og Oddgeir Bárðar- son er sölustjóri í Ræsi h.f. Ljósm. beggja myndanna ógetið. Aður en ég segi skilið við þá Sigursæl og Oddgeir, tel ég rétt að geta þess, að þeir eru sammála um það, að þessi hroði, sem á að heita bók um Lása kokk, hefði aldrei átt að koma út. Einar Logi hafði að vísu lítillega tal af Oddgeiri, en hafði ekki erindi sem erfiði. Við Sigursæl hafði hann ekkert sam- band. Um tveggja áratuga skeið var Lási í för með þeim á sumrum norður að Djúpi, ásamt Ragnari Jónssyni o.fl. Áð sögn Sigursæls, hefði hæfur maður getað sett saman dágóða bók, einungis um þær ferðir. Misræmis gætir í stafsetningu í megin- og myndatexta á nöfnun^ um: Sælacafc og Þórscafé. í myndatexta er endingin „kaffi", sem auðvitað hefði einnig átt að vera í megintexta. Texti neðri myndar á bls. 70, er: Veiðihúsið við Laugadalsá. Þetta er rangt. Áin ber nafn sitt vitaskuld af dalnum og heitir: Laugardalsá. Ljósm. beggja myndanna ógetið. Ef einhverju má treysta í þessu kveri, þá hefur Jens Álexanders- son tekið fjórar myndir, sem þar eru birtar. En auk þeirra mynda, sem tíundaðar hafa verið, eru þær þokuslæður ómerktar. Varðandi þá reglu höf., að sleppa föðurnöfnum fólks, þá er hastarlegast farið með sæmdar- hjónin, er reyndust Lása hvað best. Þau Júlíönu Sigurbjörgu Erlends- dóttur og Ragnar Val Jónsson. 4. Hrein og klár smekkleysa er að þremur upphrópunarmerkjum á eftir tilsvörum, sem teljast eiga hnyttin. En þegar ég velti fyrir mér kommusetningu kversins, þá var eins og hinni fleygu vísu ísleifs Gíslasonar væri hvíslað að mér: „Detta úr lofti dropar stórir, dignar um í sveitinni. 2x2 eru 4, taktu í horn á geitinni.“ Ekki svo að skilja, að það örli á kímni ísleifs, heldur hitt, að það er eins og kommurnar hafi dottið svona hér og hvar millum orðanna, eða öllu heldur líkt og þegar misst er úr rúsínupoka í kökudeig. Og ég sem stóð í þeirri meiningu að kommum væri að fækka. Svona meðhöndlun á greinarmerkjum er ótæk, því Lási kokkur er katt- þrifinn. Má vera, að Einar Logi hafi tekið það bókstaflega, sem meistari Þórbergur sagði um rit- þræla forheimskunarinnar. Því er ekki úr vegi að birta vísdóminn. „Ritþrælar forheimskunarinnar hafa sannað, að vísastur vegur til að verða öndvegishöfundur nú- orðið á íslandi er að sulla og bulla holt og bolt einsog ölóður maður, sem hleypir yfir stokka og steina, að hugsa viðfangsefni sín lélega, að mynda allar setningar nokkurn- veginn nákvæmlega eins, að hrammsa saman í þær svo og svo mörg orð héðan og þaðan úr orða- lager málsins og sletta svo ein- hverju greinarmerki við aftur- endann á sköpuninni." Það var nú það. Þetta sagði Þórbergur Þórðar- son árið 1941 og gæti allt eins átt við á sumum bæjum enn þann dLg í dag. 5. í hinum undarlegu inngangs- orðum segir höf. m.a.: „í heild er þó bókin nokkuð sönn mynd af ævi þessa vinar míns, þótt hún sé langt í frá að vera tæmandi. Svo er það gagnrýnenda og þeirra, sem lesa bókina að dæma hvernig útkoman hefur orðið.“ Það velkist víst enginn í vafa um það lengur hvert álit mitt er á um- ræddri „bók“, en hafi Einar Logi ímyndað sér það, að gagnrýnendur dagblaðanna (eða bókmenntatím- arita) myndu fjalla um þetta óbermi, þá dreg ég það mjög í efa. Að tala um „sanna mynd“ er kokhreysti hin mesta, því að það sem á síðurnar er þrykkt, er sann- kölluð hryggðarmynd, enda þótt höf. hafi sleppt „sumu“. Aftur á móti geta menn fengið sanna mynd af Lása í snilldar samtali, sem Matthías Johannessen átti við hann sextugan. Sem kunnugt er, þá birt- ust samtöl Matthíasar í Morgun: blaðinu á þessum árum og nefndi: I fáum orðum sagt. Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur nú gefið út úrval samtalanna í fjórum bindum og nefnast einfaldlega M Samtöl. Nýlega hafa þeir: Jóhann Hjálmarsson og Illugi Jökulsson fjallað um þau. Jóhann í Mbl. 31. des. s.l. í grein sem hann nefndi: Ljósið sem gerir sjóinn bláan og Illugi í Tímanum 16. jan. s.l. í greininni: Meistari samtalsins. Að minni hyggju fjalla þeir á raunsæj- an hátt um efnið og tekið skal undir það, að Matthías sé meistari sam- talsins. Takið eftir því, að Matthías kýs að nefna viðfangsefnið samtal, en ekki viðtal. „Guð launar fyrir hrafninn“, nefnist samtal Matthíasar við Lása og hefði Einar Logi betur kynnt sér það, sem er á bls. 37-50, í M Sam- tölum II, útg. 1978. Þar tekst Matt- híasi Johannessen að draga upp trúverðuga mynd af Lása, á ríflega 13 síðum í samtali unnu á skömmum tíma, en ekki sex árum! Eins og fyrr greinir þá er hroðinn hjá Einari Loga teygður á 120 bls. eftir sex ára puð og lesandinn engu nær um Lása kokk. Tvö til þrjú spesimen finnast þó innanum gumsið. T.d. sagan af kleinunum, en í allt öðrum búningi heldur en hjá M.J. í báðum tilvikum er þó talað um að baka kleinur, sem að sönnu er ekki rangt, en í minni sveit var þó oftar talað um að steikja þær, en aldrei úr laxerolíu. í upphafsorðum þessum var sagt, að Einar Logi hefði ekki skrif- að þetta dæmalausa kver sem heimildarrit um Lása kokk, heldur kosið það, sem hann kallar „skáld- söguform.“ Á bls. 67 og 68, er frásögn sem nefnist: Minkurinn. Þar segir frá því er Oddgeir Bárðarson skaut mink og Lási gert úr kássu til átu. Einn félaganna á að hafa vaknað um miðja nótt, glorsoltinn og þrátt fyrir framandlega lykt, þá hafi hann hámað í sig kássuna. Áð sögn Oddgeirs Bárðarsonar, eru þarna hausavíxl (og skyldi engan undra). Lási kom ekki nálægt þessu káss- ustandi, heldur allt annar maður. Einar Logi virðist því hafa notfært sér „skáldsöguformið" á þann veg, að leika af fingrum fram (hann þekkir ópusana, sem píanóleikari) og tína saman sagnir af öðrum mönnum og snúa upp á Lása. Þannegin fingrafimi nefnist bessa- leyfi og í þessu tilviki illa vafinn döndull. Eitthvert slangur mætti e.t.v. nefna til vibótar, en eiginlega eru það þessar smákur, sem mestur mergur er í og hefðu komist fyrir á svo sem einni blaðsíðu. Það er ekki á færi almenns les- anda, að gera dritinu í Lásakveri skil í blaðagein. Sannleikurinn er sá, að leiðréttingarnar myndu fylla ámóta kver, en af nógu er að taka. Hvað „skrautinu" viðvíkur, læt ég að endingu þessar títlur nægja, sem sýnishorn: Bls. 115: „Þetta átti bara að vera óformlegt, forsetanum langaði til að heilsa upp á fólkið...“ Ambögur: a) brúin, verður í þf. Hjalti Jóhannsson. brúnna b) baksa, vérður baxa c) leist, verður leyst (að lítast á) d) aufúsugestir verða að auðfúsugest- um. - Ojbara! Sá armi þræll prentvillupúkinn, er einna þaulsætnastur á dag- blöðunum og verður víst seint kveðinn í kútinn. Þar af leiðir, að stórvarasamt er að rita grein sem þessa. En þegar maður rýnir í bókarkorn, ætlast maður a.m.k. tii þess að textinn sé án málvillna, þó stílnum kunni að vera áfátt. Sem best hefði kunnáttumaður getað sett saman snoturt kver um Lása kokk, hann hefði átt það skilið. En þetta horvatn, sem á að heita bók um hann, er vitanlega klastur þeirra, sem að verkinu stóðu og laust við Lása. Vísast að hann sé trúr sinni lífsjátningu, sem forðum í samtalinu við Matthías Johann- essen: „Og svo blanda ég mér ekki í nein deilumál, geng bara um daginn og veginn og gef engum höggstað á mér...og ég er fæddur diplomat, get ég sagt þér.“ Bókin um Lása kokk kostar kr. 345,80, sem er þeim krónum of mikið. Mér þykir því einsýnt, að hér hafi verið um gróðabrall að ræða, fremur en að gefa út vel unn- ar og frambærilegar svipmyndir úr veraldarvafstri frægasta kokks landsins. Höfundur og útgefandi hafa því öslað á haldlitlum skráp- askóm og hefðu betur látið það ógert að hrekkja saklausan pappír með prentsvertu. Á Pálsmessu 25. janúar 1983. Hjalti Jóhannsson. Ný sérhæfd tölvuþjónusta Verzlunarbankans: HAGKVÆM IAU HUSFELOG Þið ákveðið húsgjöldin - bankinn sér um framhaldið. Verzlunarbankinn býður nú, fyrstur banka, tölvuþjónustu við húsfélög sem gerir allan rekstur auðveldari og öruggari, einkum hjá stórum húsfélögum. Þessi þjónusta kostar lítið meira en andvirði c-gíróseðils, á hverja íbúð. Helstu þjónustuþættir eru þessir: 1. 2. 3. 4. 5. Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift á gíróseðli á hvern greiðanda húsgjalds. Á gíróseðlinum eru þau gjöld sundurliðuð sem greiða þarf til húsfélagsins. Þau gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskiptareikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma. Bankinn útvegar greiðsluyfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok hvers mánaðar yfirlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfingar, er mynda grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfingar ársins. Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Leitið nánari upplýsinga í aðalbanka eða útibúum okkar, hringiðeðakomið. VŒZLUNflRBfiNKINN Bankastrœti 5 Arnarbakka 2 Grensásvegi 13 Laugavegi 172 Umferðamiðstöðinni v/Hringbraut Vatnsnesvegi 13, Keflavík Pverholti, Mosfellssveit i AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 43.49

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.