Þjóðviljinn - 05.02.1983, Side 17
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Nú þegar 50 ár eru liðin frá því að
nasistar komust til valda í Þýskalandi
datt okkur í hug að kanna, hver hefðu
orðið viðbrögð dagblaða hér á landi
við þessum tíðindum.
Það er ekki alltaf jaf n auðvelt að átta
sig á mikilvægi samtímaviðburða. í
þeim efnum er jafnan auðveldast að
vera vitur eftir á. Margir
sagnfræðingar hafa síðan skrifað
lærðar bækur um aðdragandann að
þessum tímamótaviðburðum og
rakið ýmsar skýringar á því að svo fór
sem fór. En hvað sem allri kreppu leið
og biturð eftir ósigur Þjóðverja í fyrri
heimsstyrjöldinni, þá átti það ekki að
fara f ram hjá neinum, að
nasistaflokkurinn var
andlýðræðisiegurflokkursem
stefndi að því að brjóta á bak aftur
stjórnarskrá Weimarlýðveldisins og
koma á alræðisstjórn hins sterka
foringja. Þá þurfti enginn að fara í
grafgötur með það að nasistar
ætluðu sér sérstaklega að brjóta á
bak aftur samtök verkalýðsins í
Þýskalandi, kommúnistaflokkinn og
Jafnaðarmannaflokkinn, og þá var
hugur þeirra til gyðinga mætavel
kunnur.
ísland og Þýskaland
Afstaða íslensku dagbiaðanna til þessara
samtímaviðburða hefur greinilega mótast
fyrst ogfremst af þeirri afstöðu, sem þeir hafa
fyrirfram haft til þeirra hörðu stéttaátaka,
sem þá áttu sér stað um alla Evrópu sem
afleiðing kreppunnar. Sama haustið hafði
slagurinn við borgarstjórn 9. nóvember 1932
#0i
5o^
1 Sfni
ííHaJb
Slan h„
tinbgeffaff!
B5>r
ínnb t
as£bir]
Oí "
^'n
Wr Wa
°UU n0
^fe//|
“mkiiM,
JZrnni
. rfft ^
1 flrftrjj),
I nrírtsf.
erí,
WjWiii0mu0t
títatie!
"SfMiicm,
„Ríkisþinghúsið brennur! Kommúnistar
kveiktu í því! Þannig færi fyrir Þýskalandi ef
kommúnistar og bandamenn þeirra, Sósíal-
demókratarnir kæmust til valda, þó ekki væri
nema í nokkra mánuði. Þurrkið út kommún-
ismann og afmáið Jafnaðarmenn. Kjósið
Hitler!“ Þannig notuðu nasistar sér þinghús-
brunann til þess að berja niður þýsku verka-
lýðshreyfinguna.
nœr. Það eru þýsk yfirvöld, sem lagt hafa hina
glæstu þinghöll að mestu leyti í rústir (!). Eins
og hann viti ekki langtum betur, en t.d. lög-
reglan í Berlín (!).
En hvers vegna þessi yfirbreiðsla yfir talandi
staðreyndir, hvers vegna þessar barnalegu
málsbœtur fyrir athœfi og byltingarstarf
þýskra kommúnista?
aðarmönnum og kommúnistum. Hinn 1.
mars segir blaðið frá bráðabirgðalögum
þeim, sem Hindenburg undirritaði í tilefni
þinghúsbrunans.
„Samkvœmt tilkynnningu frá ríkisstjórn-
inni eiga bráðabirgðalögin að vera í gildi
þangað til Þýskalandi stafar ekkifrekar hœtta
af kommúnismanum. Eins og sjá má afofan-
rituðu skeyti er pólitískt frelsi algjörlega af-
numið í Þýskalandi og dauðarefsing lögð við
því að ráðast á ráðherrana. Er furða þótt
Morgunblaðið sé kampakátt yfir þessu? Það
eru svona lög sem Magnús Guðmundsson
vantar hér“ - sagði Alþýðublaðið.
Verkalýðshreyfingin
ósigruð
Verklýðsblaðið, undir ritstjórn Brynjólfs
Bjarnasonar, sér valdatöku Hitlers sem eins
konar forleik að lokabaráttu þeirri sem nú
væri að hefjast í Þýskalandi á milli verkalýðs
og auðvalds. Blaðið skrifar 7. febrúar:
„Hitler er „kominn til valda“ á Þýskalandi,
en verkalýðshreyfingin er ósigruð! Það er
munurinn á valdatöku fasismans á Ítalíu 1922
og Þýskalandi 1932. Og Hitler tekur við stjórn
á tímum óstjórnlegrar og vaxandi kreppu, œg-
ilegustu neyðar og atvinnuleysis, sem engin
líkindi eru til að réni, en Mússólíni varð al-
rœðismaður Ítalíu um það bil þegar kreppan
eftir heimsstyrjöldina var að taka enda, vél-
arnar að fara af stað og atvinnuleysið að
hverfa. Það er munurinn á aðstöðu og mögu-
leikum fasismans í báðum þessum löndum
sem hefur úrslitaþýðingu!"
Og í sömu grein segir enn fremur:
„En Hitler er ekkert annað en auvirðilegt
peð ápólitísku taflborði auðvaldsins. Það sem
húsbœndur hans, aðalsmenn og iðnaðar-
kóngar, œtla honum að gera, er ekki að fram-
Borgarastéttin kunni vel að meta „hina djörfu framkomu“ Hitlers gagnvart verkalýðsstéttinni.
Um djarfa framkomu Hitlers, fordœðuskap
kommúnista og agenta Hitlers á Islandi
átt sér stað, og á sama tíma og nasistar kom-
ust til valda í Þýskalandi áttu sér stað hat-
rammar deilur hér á landi um varalið lögregl-
unnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi stofna
til þess að grípa til, ef til alvarlegra stéttaá-
taka kæmi. Kölluðu jafnaðarmenn og komm-
únistar þessar varalögreglusveitir „Hvítu
hersveitirnar“, og gripu til þess gagnráðs að
stofna hundrað manna „Varnarlið verka-
manna“, sem var skipað Dagsbrúnarverka-
mönnum og átti það að standa vörð um fundi
og göngur verkamanna og hindra verkfalls-
brot. Þessar forsendur ber meðal annars að
hafa í huga þegar við skoðum viðbrögð ís-
lenskra dagblaða við valdatöku Hitlers á
þorra fyrir 50 árum.
Að láta loga
við Austurvöll
Óneitanlega kemur afstaða Morgunbláðs-
ins til þessara samtímatíðinda mest á óvart,
en það getur ekki leynt aðdáun sinni á
„djarfri framkomu“ nasista í þeirri ofsóknar-
herferð sem þeir hófu á hendur leiðtoga
kommúnista og jafnaðarmanna og samtök-
um þeirra í kjölfar valdatökunnar.
Morgunblaðið heimfærir hin hörðu stétta-
átök í Þýskalandi beint upp á átökin hér
heima á íslandi og sér sjálft sig í hlutverki
hinna „djörfu" valdsmanna Hitlers, en Al-
þýðublaðið, „skjól og skjöld hins íslenska
kommúnisma“, í hlutverki þeirra afla er
framkvæmdu þinghúsbrunann í Berlín og
vildu kollsteypa hinu þýska þjóðfélagi með
ofbeldi.
í eftirminnilegum leiðara um Þing-
húsbrunann i Berlín segir Morgunblaðið hinn
1. mars 1933:
„1 gœrmorgun bárust hinsvegarþærfregnir
að þýskir kommúnistar hefðu í fyrrakvöld
gert hina stórkostlegu íkveikju í þinghúsi
þýska lýðveldisins, seni skýrt er frá á öðrum
stað hjer í blaðinu. Átti þinghúsbruninn að
vera uppreisnartákn fyrir gervallan bylting-
arlýð Þýskalands.
En hvað gerir stjórnmálaritnefnd Alþýðu-
blaðsins við fregn þessa?
Hún snýr henni við. Það eru ekki kommún-
istar, sem kveikt hafa í Þinghúsinu í Berlín,
segirhr. alþm. Hjeðinn Valdemarsson. Öðru
Samantekt
um skrif íslenskra
dagblaða
um valdatöku
Hitlers
og þinghúsbrunann
í Berlín fyrir
50 árum
Skýringin er auðfundin.
Alþýðublaðið, skjól og skjöldur hins ís-
lenska kommúnisma, breiðir í lengstu lög yfir
óvirðingar erlendra skoðanabrœðra - sam-
starfsmanna - til þess að alþjóð manna hjer á
Islandi gangi þess sem lengst dulin, að hjer er
flokkur manna, sem hlakkar yfir hermdar-
verkunum í Þýskalandi, og býður þess með
óþreyju, að þeirn takist að láta loga hjer við
Austurvöll.
Ríkisvald, varalögreglu, vald til þess að
hindra kommúnista í fyrirætluðum fordæðu-
skap sínum mega Alþýðublaðsmenn ekki
heyra nefnt á nafn. “
Á sömu blaðsíðu birtir blaðið síðan gagn-
rýnislausa túlkun Görings og Hitler-
stjórnarinnar á þinghúsbrunanum undir
fyrirsögninni: „Kommúnistar í Þýskalandi
efna til borgarastyrjaldar“.
Lög fyrir Magnús
Alþýðublaðið birtir frétt um þinghúsbrun-
ann 28. febrúar og segir hann „stórfelldustu
kosningabrellu sem sögur fara af“. Kennir
blaðið nasistum urn þinghúsbrunann og segir
hann átyllu þeirra til þess að ráðast gegn jafn-
kvœma neina fjögurra ára áœtlun á sviði
atvinnulífsins... heldur hitt, að bæla niður
byltingarhreyfingu verkalýðsins með blóðugu
ofbeldi. Og þótt Hitler heiti á guð sér til hjálp-
ar í því œtlunarverki, þá treystir þó bœði
hann og þeir meira á skammbyssur og rýtinga
brúnstakkanna í því efni. Það sýnafréttir síð-
ustu daga af því blóðveldi, sem er að byrja í
landinu."
Lokabarátta hefst
Og valdataka Hitlers verður greinarhöf-
undi sönnun á fánýti þingræðisins:
„En þœr (fréttirnar) sýna líka að verka-
lýðurinn tekur á viðeigandi hátt á móti þeirri
blóðugu ofbeldisstjórn, sem hér er til stofnað.
Hann varpar ekki von sinni á hinar fyrirhug-
uðu kosningar, eins og broddar Sósíaldemó-
krataflokksins vilja tœla hann til, né Iteldur á
baktjaldamakk þeirra, við hina borgaralegu
flokka. Hann sér að það eru tálvonirnar um
þingrœðið og trúin á Sósíaldemókrataflokk-
inn, sem þegar að hálfu leyti hafa leitt hann
undir fallöxi fasismans. Hann veitað sú loka-
barátta, sem nú erað byrja á milli uuðvalds og
verkalýðs í landinu, verður ekki til lykta leidd
inni í sölum ríkisþingsins. Þess vegna fylkir
hann sér nú undirfána þessflokks, sem alltaf
hefir haft byltinguna á sinni stefnuskrá,
Kommúnistaflokksins, og lœtur hart mceta
hörðu í baráttunni við brúnstakkana, auga
koma fyrir auga, tönnfyrir tönn og blóðfyrir
blóð...“
Agent Hitlers
á Islandi
Áberandi er í málflutningi Verklýðs-
blaðsins frá þessum tíma að ágreiningurinn
við sósíaldemókrata virðist skipa jafn háan
sess í hugum kommúnista og óttinn við fas-
ismann. Á meðan Morgunblaðið kallar
Héðin Valdimarsson og málgagn hans, Al-
þýðublaðið, „skjól og skjöld hins íslenska
kommúnisma" birtir Verklýðsbláðið grein
hinn 11. apríl undir fyrirsögninni „Héðinn
Valdimarsson agent Hitlers á íslandi“.
Tilefni þessara stóryrða er frétt, sem Al-
þýðublaðið birti, þess efnis að „Alþjóðasam-
band kommúnista hefði rekið foringja þýska
kommúnistaflokksins, félaga Thálemann, úr
flokknum fyrir „ósœmilega framkomu““.
Síðan segir blaðið:
„Það sem síðast hefur spurzt af félaga Thál-
emann er að hann sást liggjandi á gólfinu í
pyntingaklefa Nazistanna, aðframkominn
eftir œgilegar misþyrntingar. Enginn veit með
vissu, hvort hann er lífs eða liðinn.
Meðan lífið er kvalið úr foringja þýska
verkalýðsins situr Héðinn Valdimarsson í lux-
usíbúð sinni og vegur aftan að honum með
níði Hitlersbandíttanna. “
Mannraunum
fjölgað
Tíminn fjallar takmarkað um erlend mál-
efni á þessum árum. Þó birtir hann um þetta
^ITorgunblatti
Ot*»L: H,L Árrakor,
BJUtJórar: Jön KJ^rttnMOB.
Vn.ltJ'r BUfátiMtw,
lUUtJðrn og ftfgrolBBla:
▲usturstrntl 8. — 8!ml 1808.
AB«l*alnSMtJOrl: H. H*Xb*r*>
AJUlfalnfMkrlfatotA:
▲ uaturatrntl 17. — Slaal 1700
Jön KJart&naaon nr. 1748.
Valtýr Btefáuaaon nr. 41X0.
B. Hafberg: nr. X770.
iiakrirtaglald:
Innanlanda kr. 1-00 & aaJknuBL
DUnUnO# kr. 1.(0 k a&knuBl,
1 lauaaaölu 10 aura alntaklk.
10 aurm mfO LAfbó|t-
KQmmúnistar í E>ýskalanöi
efna til borgarastyrialöar.
Þeir kveikja j ríkisþmghQllinni í Berlín
og urðú á henni miklar skemdir. Einn
af brennuvörgunum næst.
Þingmenn og foringjar kommúnista
handteknir, útgáfa blaða þeirra bönn-
uð í mánujS.
einghúsbruninn.
Siöastliðið ár hefir- Alþýðu-
Jjlaöið reynt að telja lands-
mönnum trú um, að mikið djúp
vari staðfest og- jafnvel, óhrú-
andi, milli yósíalieta ojr komm-
únLHta þessa landa.
l*ótt þtasir fiokkar eða flókks-
brot hali skamma^t Qþ/>ta-.
ákómnnnn, og; forystumenn
Jjeirra b<>rið hvem annan vei*atu
jávívirðin^um, hafa menn ekki
latft mi^inn trúnað á klofn-
inK»nn.
Cotudrciujseðli manna ryðuj;
•rijt-r til rúms, hvort heldur þeir
eiga viðskifti við flókksmenn,
aki>ðanabræður eða andstæð-
inga.
1 gmrmorgun bárust hingað
RíkúiþinghölHn.
Rerlín iló. fehr. I ið. að Uúbið vur í sk<*pi kalluð
Frásögn Morgunblaðsins af þinghúsbrunanum í Berlín frá 1. mars 1933. Blaðið tekur gagnrýn-
islaust upp skýringar Hitlcrs-stjórnarinnar á atburðinum.
leyti langa grein, þar sem saga Þýskalands er
rakin frá fyrri heimsstyrjöldinni. Er upp-
koma nasismans þar m.a. rakin til þeirrar
beiskju sem Versalasamningarnir ollu í
Þýskalandi. Síðan segir: „Og nú er önnur
bylting í Þýskalandi. Embættismenn eru settir
af. Blöð eru bönnuð. Pólitískir andstœðingar
eru hnepptir ífangelsi, mannréttindi afnumin
og dauðadómum veifað.
Hinir nýju byltingarmenn eru alráðir nú,
mennirnir sem ekki vildu gefast upp í
heimsstyrjöldinni, mennirnir sem á sínum
tíma vildu ekki gefast upp fyrir lögunum. Það
mun ekki orka tvímælis, að forystumenn
hinnar nýju byltingar séu djarfir til áræðis og
hertir í mannraunum. En telja þeir sig hafa
þrek til að fjölga mannraunum í sínu föður-
landi?“ (Tíminn 18. mars).
Að vinna djarflega
Dagblaðið Vísir tekur á þessum tíma svip-
aða afstöðu til mála og Morgunblaðið. Stefna
blaðsins birtist gleggst í nafnlausri
ritstjórnargrein frá 16. mars:
„Þegar kommúnistar gerðu tilraun til þess
að eyða ríkisþingsbyggingunni með eldi
skömmu fyrir kosningarnar hóf ríkisstjórnin
harða hríð að kommúnistum og jafnaðar-
mönnum og hefurfrá því verið stöðugt unnið
að því að lama áhrif þessara flokka í landinu
og leiðtogar þeirra handteknir, útgáfa blaða
þeirra bönnuð o.s.frv. Verður eigi séð fyrir
hvernig fer í Þýskalandi, en að því er baráttu
þeirra gegn kommúnismanum snertir, verður
eigi annað sagt, en að þeir hafi gripið til þess
ráðs, sem eitt dugar, og það er að vinna djarf-
lega að upprætingu allrar kommúnistískrar
starfsemi. Vitanlega tekst slíkt ekki með vett-
lingatökum. Hins vegar er ekki því að leyna,
að víða um álfuna telja menn aðfarir Nazista í
ýmsu óverjandi, t.d. gegn jafnaðarmönnum,
ogsum blöð, t.d. bresk, eru mjög uggandi um
framtíð Þýskalands í höndum þeirra... En
Þjóðverjar hafa nú fengið stjórn, sem án efa
stjórnar harðri hendi, en Itvað sem um hana
verður sagt og hvernig sem hún reynist, dylst
engum að áform þessarar stjórnar er að hefja
Þýskaland til vegs og gengis og efla þjóðern-
iskennd Þjóðverja. “
Kommúnisminn
mesta hœttan
Og 28. mars skrifar Vísir:
„Ymis erlend blöð telja friðnum í álfunni
hættu búna meiri en áður síðan Hitler komst
til valda. En sum þeirra benda jafnframt á, að
takist Hitler að bœla kommúnismann í Þýska-
landi, séu allar líkur til, að þess muni eigi langt
að bíða, að afleiðingin verði að kommúnism-
inn lamist hvarvetna og þeir tímar komi, að
hann verði úr sögunni og þar með einhver
vitlausasta og hættulegasta stjórnmálastefna,
sem upp hefur komið í heiminum..."
Djörf framkoma
Morgunblaðið skrifar á þessum tíma sýnu
mest um atburðina í Þýskalandi. Hinn 5.
mars skrifar það eftirfarandi um þingkosn-
ingarnar sem fóru fram í kjölfar þinghús-
brunans:
„Kommúnistar byrjuðu kosningahríðina
með því hermdarverki að kveikja í ríkisþing-
húsinu, og jafnframt œtluðu þeir að koma á
stað borgarastyrjöld í landinu þannig að ekki
væri unnt að ganga til kosninga. En þessi
Lokaráð snerust svo íhöndum þeirra að nú er
ríkisstjórnin einhuga um það, að eyða þeim
óaldarflokki algjörlega. Foringjar hans hafa
verið handteknir hópum saman, seinast í gœr
var Thalemann tekinn, og flokkinn má víst að
mestu kalla foringjalausan.
Ýmsir jafnaðarmenn hafa gert sig bera að
því að draga taum kommúnista gagnvart
ríkisstjórninni, og verður ekki séð liver áhrif
það hefur á flokkinn, að stjórnin bannaði
blaðaútgáfu hans fram yfir kosningar. Sam-
vinna á milli kommúnista og jafnaðarmanna
erþó lítt hugsanleg, þvísvo mikið djúp hefur
verið staðfest á milli flokkanna.
Sennilegt er að hin djarfaframkoma stjórn-
arinnar muni aukafylgi hennar víðsvegar um
land, enda þótt ekkert tillit sé tekið til þess,
hver áhrif valdboð hennar gegn aðaland-
stöðuflokkunum mun hafa."
Engar
gyðingaofsóknir
Um gyðingaofsóknir í Þýskalandi á þessum
tíma er ekki mikið skrifað í íslensk blöð. Þó
birtir Morgunblaðið frétt undir fyrirsögninni
„Engar gyðingaofsóknir í Þýskalandi" hinn
26. mars, sama daginn og blaðið birtir frétt-
ina um að Hitier hafi hlotið einræðisvöld.
Fréttin er svohljóðandi:
„A mánudaginn kemur ætla mótmœlenda
trúarfélög að halda mótmœlafund gegn
Gyðingaofsóknum, sem eiga að hafa átt sér
stað undir nýju stjórninni í Þýskalandi.
Samband mótmœlenda í Þýskalandi hefur nú
sent þessum félögum skeyti og mótmælt því að
þessir fundir verði haldnir, og er það sagt að
allar sögur um gyðingaofsóknir í Þýskalandi
séu tilbúningur einn.“
Tveim dögum síðar, 28. mars, birtir blaðið
frétt undir fyrirsögninni Lygar á Þjóðverja.
Þar segir:
„Hitler átti nýlega fund með Göbbels út-
breiðslumálafulltrúa, og rœddu þeir skipulag
hins nýja útbreiðsluráðuneytis. - Einnig
rœddu þeir um það, hvað gera œtti gegn þeim
árásum, sem þýska stjórnin yrði fyrir í Ame-
ríku og Englandi, þar sem henni vœri borið á
brýn að hún ofsœkti gyðinga, og kom þeim
saman um, að svo miklu sem það vœru
Þjóðverjar sem œttu upptökin að þessu, skyldi
farið með þá sem landráðamenn..."
Skrípamynd af
þýsku konunni
Um svipað leyti, eða 25. mars, birti Al-
þýðublaðið þessa skemmtilegu frétt:
„Hinn nýi þýski lýðfrœðsluráðherra, Naz-
istinn Dr. Goebbels, hélt í fyrradag ræðu við
opnun sýningar í Berlín, sem kölluð var
„Konan". - Hann sagðiþar meðal annars að
Nazistar hefðu ávallt virt konuna of mikils til
þess að þola það, að hún tœki þátt ístjórnmál-
um, og þess vegna hefði á þeim árum sem
nazistahreyfingin hefði starfað engar konur
tekið þátt í störfum hennar.
- Hann kvað jafnaðarmenn vilja gera
skrípamynd úrþýsku konunni, en menn hinn-
ar þjóðlegu stjórnarbyltingar vildu gefa henni
tœkifœri til þess að starfa á því sviði sem hún
ætti lieima, sem sé sviði heimilislífsins og fjöl
skyldulífsins. “
Lýkur hér þessari samantekt og mætti af
henni draga margan lærdóm um frétta
mennsku, söguskilning, flokkadrætti, stétta-
baráttu og fleira á þessum viðburðaríku tím-
um. Verður lesendum látið það eftir ótrufl-
uðum.
-ólg.