Þjóðviljinn - 05.02.1983, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983
um helgina
„Þetta er „barnæska mín“, eins og skáldið sagði. Ég er að hugsa um að
setja sykur í stað sands í kassann, því að endurminningarnar eru svo
sætar“, sagði Magnús. Verkið er unnið í rauðleir. Mynd Atli.
„Geng um glápandi
á alla smáhluti”
Magnús Kjartansson opnar sýningu
á mynd- og leirmunum í Listmunahúsinu
Þessi verk hef ég öll unnið í
Búðardal á síðastliðnu ári. Þar
var mjög gott að vera, komast
út úr hraðanum, út úr bænum“,
sagði Magnús Kjartansson
myndlistarmaður, sem opnar í
dag, laugardag, sýningu á 50
verkum í Listmunahúsinu.
Magnús þarf vart að kynna fyrir
lesendum Þjóðviljans, hann
hefur haldið fjölda sýninga og
tekið þátt í samsýningum
heima og erlendis og hlotið
viðurkenningar fyrir verk sín.
Síðasta ár hefur hann búið í
Búðardal, þar sem hann starfar
m.a. við Búðardalsleirinn. Á sýn-
ingunni eru einmitt 10 skúlptúr-
verk sem eru unnin úr rauðleir úr
Búðardal.
„Ég hef ekki fengist við þetta
áður, en hafði virkilega gaman af
því. Þetta er mikil og erfið vinna,
hörkustarf, en það er gaman að
þessu.“
Áberandi er hversu handverk-
færi og aðrir smáhlutir skipa stóran
sess í myndverkum Magnúsar.
„Mér þykir gaman að virða þessa
smáhluti fyrir mér þar sem maður
rekst á þá. Ég geng um glápandi á
alla smáhluti þegar ég kem í
sveitina og fólk hefur margt sjálf-
sagt talið mig hálfvitlausan fyrir.
Það má endalaust finna út úr smá-
hlutunum“, segir Magnús, þegar
við göngum með honum um sali
Listmunahússins. „Næst er ég að
hugsa um að snúa mér að tónlist-
inni“. Við bíðum spennt eftir
hvernig það verður.
Sýning Magnúsar í Listmuna-
húsinu er opin daglega frá kl.
10.00-18.00. Laugardaga og sunn-
udaga frá 14.00-18.00 en lokað á
mánudögum. Sýningin stendur
fram til 20. febrúar n.k.
- Ig-
Haukur og
Höröur sýna
grafíkverk
Tvíburabræðurnir Haukur og
Hörður opna í dag laugardag sýn-
ingu á grafíkmyndum sem þeir hal'a
unnið á síðustu 6 árum.
Sýningin er í Gallery Lækjartorg
og gefur að líta á henni þróunar-
sögu þeirra bræðra í grafíklistinni.
Sum verkanna hafa ekki verið sýnd
áður auk þess sem svokölluð
skúlptúrgrafík er meðal verka á
sýningunni.
Sýningin í Gallery Lækjartorg
stendur til 13. febrúar og er opin
daglega frá kl. 14—18, en frá 14-22
á fimmtudögum og sunnudögum.
Gangurinn
númer þrjú
Um þessar mundir sýnir Daði
Guðbjörnsson verk sín í Gangin-
um, Mávahlíð 24, Reykjavík.
Þá hefur Froskurinn gefið út
Ganginn númer þrjú, umslag sem
inniheldur verk eftir listamennina:
Þór Vigfússon, Tuma Magnússon,
Örn Helgason, Eggert Pétursson,
Valgarð Gunnarsson, Daða
Guðbjörnsson, Ranato Micheli,
Juliao Samento, Jan Mladaosky,
John Van’t Slot, Helmut Federle
og John M. Armleder.
Umslagið er til sölu í Bókaversl-
un Sigfúsar Eymundssonar, Bóka-
vörðunni og Gallerí Langbrók.
Einnig hefur Froskurinngefið út
tvær bækur í litla bókaflokknum. 5
til 7, eftir Einar Guðmundsson og
Portret of the Heártist as an old
fisch, eftir Daða Guðbjörnsson.
Þær eru gefnar út í 100 tölusettum
og árituðum eintökum. Væntanleg
er þriðja bókin, eftir Kristin Guð-
brand Harðarson.
Þessi mynd var tekin þegar myndlistarmenn voru að Ieggja lokahönd á
verk sín fyrir síðustu helgi. Síðan hefur „Gullströndin“ andað og andað og
andað....
Líf og fjör
á „Gull-
ströndinni”
Leynihljómsveit á
hátíöinni í kvöld
Mikið líf hefur verið í menning-
unni á listahátíðinni „Gullströndin
andar“, sem hófst um síðustu helgi
vestast í vesturbænum.
í þessari viku hefur mikið verið
um að vera í músíklífinu. Ýmsir af
þekktustu hljómsveitarmönnum
landsins hafa leikið og spilað ýmist
einir eða í félagi, auk þess sem
hverjum sem er hefur gefist tæki-
færi til að troða upp. Hljóðfærin
eru á staðnum...
í kvöld, laugardag, hefst
tónlistarhátíðin á Hringbrautinni
kl. 20 með því að hljómsveitin
Mögulegt óverdós leikur fyrir sjálfa
sig og aðra í klukkutíma. Algert
leyndarmál er enn hverjir skipa
þessa hljómsveit, en samkvæmt
upplýsingum frá forráðamönnum
listahátíðarinnar er óhætt að segja
að þar verða samankomnir nokkrir
af bestu og frægustu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar.
Að loknum leik þessara heiðurs-
manna tekur hljómsveitin Taku við
og sem á fyrri tónlistarkvöldum í
vikunni munu þrjú ljóðskáld lesa
úr verkum sfnum. í kvöld ríða á
vaðið Benóný Ægisson, Einar
Ólafsson og Hildigunnur Pálma-
dóttir.
Ekki er dagskráin tæmd því næst
mun Sveinn Þorgeirsson „perform-
era“ og þar eftir les Helgi nokkur
ljóð sín.
Þessa dagana er að koma út sér-
stakt blað sem inniheldur ljóð
flestra þeirra ljóðskálda er koma
fram á „Gullströndinni", og ekki
má gleyma hlut myndlistarmanna,
sýning þeirra er opin alla daga frá
kl. 16-22.
Salamöndrurnar. F.v.: Vanja Holm, Cecelja Wennerström, Peter Jansson
og Susanna Lindberg.
Salamöndrurnar
Sænska jazzhljómsveitin
Salamöndrurnar heldur tónleika á
vegum Jazzvakningar í Félags-
stofnun stúdenta í kvöld,
laugardag.
Salamöndrurnar byrjuðu að
leika saman 1979 en urðu fyrst
þekktar 1981 en þá léku þær m.a. á
4 alþjóðlegum jazzhátíðinni í
Kansas City og á Norðursjávar-
jazzhátíðinni í Hollandi.
Salamöndrurnar skipa nú: Cec-
elia Wennerström sem leikur á ten-
órsaxafón, Susanna Lindberg sem
leikur á píanó, Vanja Holm sem
leikur á trommur og trompet, og
loks Peter Janson sem er bassa-
leikari. Salamöndrurnar leika
blöndu af frumsömdum verkum og
sænskum þjóðlögum.
Norræna húsið,
sunnudagskvöld
Runebergs-
samkoma
Suomi-
félagsins
Finnski ópcrusöngvarinn Caj
Ehrstedt syngur á Runebergssam-
komu sem Suomifélagið efnir til i
Norræna húsinu á sunnudags-
kvöldið kl. 20.30.
Þá mun Sveinn Ásgeirsson hag-
fræðingur sem einna fyrstur út-
lendinga kom til Finnlands eftir
síðari heimsstyrjöldina rifja upp
kynni sín af Finnum frá þeim tíma.
Óperusöngvarinn Caj Ehrstedt
er tenór og hefur ekki komið til
íslands áður. Hann er fæddur árið
1937 og stundaði nám bæði í Vín og
Mílanó.
Hann var um tíma aðaltenór
Stokkhólmsóperunnar en um 1970
réðst hann til norsku óperunnar og
hefur sungið þar höfuðtenórhlut-
verk síðan.
Að lokinni dagskránni, sem er
öllum opin, verða að venju Rune-
bergskökur á boðstólum, hið ljúf-
fengasta sætabrauð.
Aður en vakan hefst, er aðal-
fundur Suonti-félagsins boðaður
kl. 20.00.
Vísnakvöld
Vísnakvöld verður haldið á veg-
um vísnavina í Þjóðleikhúskjallar-
anum á mánudagskvöldið kl.
20.30.
Ýmislegt verður þar á boðstóln-
um, meðal annars kemur Bubbi
Morthens í heimsókn, Kristín ÓI-
afsdóttir lætur í sér heyra, Kvenna-
sveitin tekur lagið. Bakkabræðurn-
ir koma fram, Camilla Söderberg
og Snorri Örn Snorrason leika á
blokkflautu og lútu og ljóðskáld
kvöldsins verður Böðvar Bjarki
Pétursson.
Kristín Á. Ólafsdóttir
Vísnavinir eru ennfremur minntir á
^aðalfundinn sem verður haldinn að
Fríkirkjuvegi 11, kl. 14.00 sunnu-
daginn 6. febrúar. Verður þar
meðal annars kosin ný stjórn.
Vísnasöngkonan Trille frá Dan-
Bubbi Morthens
mörku kemur á vegum Norræna
félagsins til íslands t lok febrúar
þannig að verið getur að næsta
vísnakvöld færist fram og verði í
lok febrúar í stað byrjun mars.
Verður þetta auglýst síðar.
Kristín,
Bubbiog
fleiri gestir