Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 19
Helgin 5. — 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 um helgina Lugigi (Emil Gunnar Gunnarsson) ræðir fikniefnamálin við móður sína og afa (Margréti Ólafsdóttur og Gísla Halldórsson). Leikfélag Reykjavíkur „Hassið” nýtur mikilla vinsælda Mikil aðsókn hefur verið að farsa Dario Fo, „Hassinu hennar mömmu“.I gærkvöldi var auka miðnætursýning og í kvöld kl. 23.30 er önnur miðnætursýning í Austurbæjarbíói, en búið er að sýna verið í yfir 40 skipti. Þá verður í kvöld í Iðnó Skiln- aður Kjartans Ragnarssonar á sviðinu en þetta verk hefur hlotið eindónta lof gagnrýnenda, þykir bæði nýstárlegt og áhrifamikið. Á sunnudagskvöld er það síðan Salka Valka Halldórs Laxness, en sýningar á þessari leikgerð eru nú komnar á fimmta tuginn. íslenska óperan Þjóðleikhúsið Ballettinn á sunnudag Jómfrú Ragnhciður eftir Kamb- an í uppfærslu Bríetar Héðinsdótt- ur verður á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Á sunnu- dagskvöld sýnir íslenski dans- flokkurinn Danssmiðju sína á stóra sviðinu, fjóra nýja íslenska ball- etta. Á litla sviðinu verður Tvíleikur sýndur á sunnudagskvöld og leikrit Nínu Bjarkar, Súkkulaði handa Silju verður sýnt þar á þriðjudags- kvöld. Lína Langsokkur hefur hlotið einróma lof leikhúsgagnrýnenda og verða tvær sýningar á þessum fjöruga barnaleik, í dag og sunnu- dag kl. 15.00. Þegar er uppselt á báðar sýningarnar. Ungir myndlistamenn sýna á Kjarvalsstöðum 171 verk eftir 58 listamenn Töfraflautan nýtur mikillar hylli óperuunnenda. Allt uppselt á Töfraflautuna Uppselt er nú um helgina á báðar sýningar íslensku óperunnar á Töfraflautunni eftir Mozart. Nú standa yfir æfingar á næsta verkefni óperunnar sem er Mika- dóinn eftir Gilbert og Sullivan. Frumsýning er áætluð í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur verið ákveðið að taka barnaóperuna Litla sótarann aftur til sýningar nú um miðjan mán- uðinn. Ungir myndlistarmenn 1983 er yfirskrift yfirgripsmikillar sýningar á verkum ungra listamanna sem opnuö veröur aö Kjavalsstöðum í dag, laugardag kl. 14.00 Á sýningunni er 171 verk eftir 58 listamenn, á aldrinum 20-30 ára. Undirbúningur sýningarinnar hófst í fyrrahaust með því að aug- lýst var eftir verkum ungra lista- manna. Alls barst stjórn Kjarvals- staða hátt í fimm hundruð verk eftir80 listamenn. Dómnefnd valdi úr þar sem allt sýningarsvæði Kjarvalsstaða rúmar ekki nema hluta verkanna. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru margir af fremstu ungu listamönnum þjóðarinnar, bæði starfandi hér heima og eins er þó nokkuð af myndverkum eftir ís- lenska myndlistarmenn sem starfa eða eru í framhaldsnámi erlendis. Alls kyns grasa kennir á sýning- unni, skúlptúrverk, glermyndir, en greinilegt er að málverkið á hug og hjörtu ungu listamannanna. Fjöl- breytnin er gífurleg í efnisvali og framsetningu, allt frá nýmálverk- inu, sem er nokkuð áberandi, allt yfir í súperrealisma. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00 fram til 21. febr- úar. í næstu viku verða tónleikar haldnir í tengslum við sýninguna í samvinnu við Tónlistarskólann í Reykj vík og Tónskóla Sigursveins. Þann 14. febrúar leika nemend- ur í Tónlistarskólanum einleik á fiðlu, píanó, selló, flautu, auk þess sem einsöngur verður á dagskrá. 15. febrúar verður fullnaðarpróf nemenda úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Báðir þessi tón- leikar hefjast kl. 20.30 Nafnlaust verk eftir Kristin G. Harðarson unnið ■ samvinnu við Helga Þ. Friðjónsson. Kristinn býr í Kópavogi, fæddur 1955. Pastorale í postulín og tré, eftir Kolbrúnu Björgólfsdóttur frá Búðardal, fædda 1953. Úlfur, úlfur, eftir Guðlaug Þór Ágústsson úr Reykja- vík, fæddan 1960. Flýgur fiskisagan, eftir Lýð Sigurðarson úr Reykja- vík, fæddan 1952.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.