Þjóðviljinn - 05.02.1983, Síða 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
Forvali lýkur 6. febrúar
Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins á
Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum stendur yfir og lýkur að kvöldi
sunnudagsins 6. febrúar n.k.
í síðari umferð forvalsins á að velja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra
sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf
við nöfn þeirra þriggja, sem hann vill að skipi 1., 2. og3. sæti framboðslist-
ans. Sé merkt við fleiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur.
Þeir Alþýðubándalagsmenn á Vestfjörðum sem taka vilja þátt í forvalinu
geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra:
Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS.
Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N-ÍS.
Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS.
Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík.
Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði.
Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík.
Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði.
Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði.
Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri.
Haildór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bíldudal.
Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði.
Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði.
Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit.
Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu.
Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík.
Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem dvelja í Reykjavík eða
grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis-
götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Félagsvist
Spilamennskunni verður haldið áfram þriðjudagskvöldið 8. febrúar í
Sóknarsalnum Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu), kl. 20.00
Gestur kvöldsins verður Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, sem kemur í
kaffihléinu og segir frá húsnæðismálum flokksins.
Þetta er önnur lotan í þriggja kvölda keppninni sent hófst 25. janúar en
fyrir þá sem ekki komust þá er ekkert því til fyrirstöðu að bætast við nú,
því auk heildarverðlauna er keppt um verðlaun kvöldsins hvert kvöld. -
Spilastarfshópurinn.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Kaffirabb um starfshætti og skipulag
Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins heldur vinnufund á Akra-
nesi laugardaginn 5. febrúar. Af því tilefni verður efnt til rabbfundar í
Rein kl. 3.30 e.h. á laugardag þ.ar sem félagsmönnum í Alþýðubandalag-
inu á Akranesi og gestum þeirra gefst tækifæri á að rabba við nefndar-
menn um verkefni laga- og skipulagsnefndar Alþýðubandalagsins yfir
kaffibollum.
Fjölmennum. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Kópavogi -
Fundur með ungu stuðningsfólki
Alþýðubandalagið í Kópavogi boðar til fundar með
ungu stuðningsfólki (16 - 25 ára) miðvikudaginn 9.
febrúar kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11 í Kópa-
vogi.
Fundarefni: Umræður um Alþýðubandalagið og
staða ungs fólks innan þess. Gestur fundarins verður
Ólafur Ólafsson formaður Æskulýðsnefndar Alþýðu-
bandalagsins. - Stjórnin.
LAUSAfí STÖÐUfí VID HEYfíNAfí-
OG TALMEINASTÖÐ ÍSLANDS.
Eftirtaldar stöður við Heyrnar- og talmeina-
stöð íslands eru lausar til umsóknar:
1. Staða talmeinafræðings.
Þarf m.a. að geta annast að einhverju leyti
skipulagningu á vegum stofnunarinnar í
sambandi við rannsóknir og meðferð tal-
meina. Talkennaramenntun eða sambær-
ileg menntun áskilin. Staðan veitist frá 1.
júlí 1983.
2. Staða heyrnarfræðings (hörepædagog).
Þarf að geta starfað að endurhæfingu
heyrnardaufra. Staðan veitist frá 1. apríl
1983.
3. Staða hjúkrunarfræðings,
sem auk hjúkrunarstarfa, á að annast
heyrnarmælingar. Til greina kæmi að ráða
heyrnartækni með fóstru- eða þroska-
þjálfamenntun. Staðan veitist frá 1. apríl
1983. Um hálft starf er að ræða.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um
menntun og störf sendist stjórn Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands, pósthólf 5265, fyrir
10. mars 1983.
Ólafur Ólafsson.
hvíhmyndir
Mamma - várt liv cr nu
Svíþjóð 1982
Handrit: Suzanne Osten
og Tove Ellefsen
Stjórn: Suzanne Osten
Kvikmyndun: Hans Welin
Tónlist: Gunnar Edander
Leikendur: Malin Ek, Etienne
Glaser, Serge Giambernardini,
Anne-Lise Gabold.
MAMMA
lífið er núna
Eitt af því sem einkennir Kvik-
myndahátíð 1983 er hversu marg-
ar myndanna eru gerðar af kon-
um. Af 32 erlendum myndum
sem eru á dagskrá hátíðarinnar
eru 9 sem konur hafa stjórnað.
Þegar þétta er ritað hef ég séð sjö
af þessum kvennamyndum, og
þær fjalla allar á einhvern hátt um
konur og reynslu þeirra, þótt
þetta séu vissulega mjög ólíkar
myndir. Seinni heimsstyrjöldin
kemur mjög við sögu í flestum
þessum myndum, sem er ekki
óeðlilegt ef þess er gætt að kon-
urnar sem gerðu myndirnar eru
flestar fæddar á stríðsárunum.
Tvær þeirra gera myndjr um
mæður sínar - Helma Sanders-
Brahms í Þýskaland náföla móðir
og Suzanne Osten í Mamma -
lífið er núna. Á þessari kvik-
myndahátíð fáum við því býsna
gott sýnishorn af þeirri kvenna-
bylgju sem nú er á ferðinni í
mörgum löndum og á rætur að
rekja til nýju kvennahreyfingar-
innar. Þessar kvikmyndir eru list-
rænt framhald á umræðunni um
konur, kvennamenningu og
kvenleg viðfangsefni í listum.
konur, kvennamenningu og
nefndinni sem valdi myndir á há-
tíðina fyrir að velja einmitt þessar
myndir, vegna þess að ef við vilj-
um fylgjast með því sem er að
gerast í kvikmyndalistinni
verðum við að kunna skil á þeim.
Suzanne Osten er þekkt fyrir
störf sín í leikhúsi, en Mamma er
fyrsta kvikmynd hennar. Það er
þó nokkur leikhúsbragur yfir
myndinni, sem mér finnst þó
fyílilega eiga rétt á sér og stuðla
að framgangi þeirrar áköfu og
óþvinguðu formleitar sem ein-
kennir myndina. Leikhúsið sem
Suzanne Östen tekur með sér inn
í kvikmyndina er ekki staðnað og
akademískt, heldur framsækið
nútímaleikhús, þar sem gætir á-
hrifa fáránleikastefnu og súrrea-
lisma.
Móðir Suzanne, Gerd Osten,
var á sínum tíma atkvæðamikill
kvikmyndaskríbent. Skrif hennar
um kvikmyndir eru sögð hafa
haft mikil áhrif á marga þeirra
gagnrýnenda sem nú eru virkir í
Svíaríki. Myndin fjallar þó ekki
um þetta starf hennar, heldur um
það sem hún vildi gera en fékk
ekki. Draum hennar um að
stjórna kvikmynd.
Rétt áður en stríðið skellur á er
Gerd stödd í Frakklandi ásamt
manni sínum, sem er listmálari.
Ingibjörg
HaraldsdóttirWVj
skrifar Sk 1
___________
Hún ræðir þar m.a. við Jean Lou-
is Barrault, leikhúsmanninn
fræga, um kvikmyndina sem hún
ætlar að gera. Síðar í myndinni
talar hún við Bertolt Brecht, sem
er í útlegð í Stokkhólmi. Báðir
þessir frægu menn eru sýndir í
nokkuð spaugilegu ljósi, en at-
riðin með þeim útskýra m.a. þá
ímynd sem fólk hafði af lista-
manninum á þessum tímum, og
sumir hafa kannski enn. Írónískt
sjónarhorn Suzanne Osten kem-
ur einnig afskaplega vel fram í
þessum atriðum. Brecht er um-
kringdur konum, sem dá hann og
uppfylla allar hans þarfir áður en
hann hefur orð á þeim. Hann
hvetur Gerd, sem á þessum tíma
er orðin einstæð móðir, til að
vinna og aftur vinna, á nóttu sem
degi. Hún segist fegin vildu gera
það, ef hún hefði bara konu sem
tæki að sér að sjá um barnið
hennar og heimilið á meðan.
Stríðið kemur í veg fyrir að
Gerd geri myndina sína í Frakk-
landi. Heima í Svíþjóð eru það
karlarnir sem stjórna
kvikmyndagerðinni sem hindra
hana. Þeir finna henni engan stað
í þeirri flokkun sem þeir hafa
fundið upp, myndin hennar pass-
ar ekki inn í kerfið hjá þeim. Þeir
bjóða henni að byrja á byrjun-
inni, læra fagið, verða skrifta.
Enginn skilur hana. Gerd er lista-
maður og lítur á sig þeim augum
sem samtíminn leit á listamenn.
Þeir voru séní. Hún lifir fyrir
drauminn, sem tekur á sig mynd
ungs fransks hermanns sem hún
hitti í lest á leiðinni heim til Sví-
þjóðar. Hann var að fara í stríðið og
hvarf henni út í myrkrið við
þýsku landamærin, en í huga
hennar lifir hann áfram og er
henni tákn þess sem hún veit að
er til, sem hún þráir en fær ekki
höndlað.
Allt verður að víkja fyrir
draumnum. Gerd skilur við
mann sinn og bæði vanrækja þau
dóttur sína. Stríðið dragnast
áfram og þótt Svíar séu ekki í
stríði er andrúmsloft þess ríkj-
andi. Gerd gefst upp í baráttu
sinni. Hún kynnist þýskum útlaga
og finnur til samkenndar með
honum, því sjálf er hún einskonar
útlagi. Hún verður barnshafandi
og hættir að skrifa dagbók - dag-
bókina sem dóttir hennar Suz-
anne byggir mynd 'sína á. Þetta
gerðist árið sem Suzanne fæddist,
1944.
Eftir stríð hélt Gerd áfram að
skrifa um kvikmyndir í nokkur
ár, en varð að lokum geðveik og
dó á geðveikrahæli 1974.
Draumur hennar rættist aldrei.
Það kom í hlut dótturinnar að
gera kvikmynd - og kannski er
þetta sú kvikmynd sem Gerd Ost-
en dreymdi um að gera. Öðruvísi
kvikmynd um sterka konu og bar-
áttu hennar.
Malin Ek fer afbragðsvel með
hlutverk Gerd, listamannsins
sem samtíminn kvað í kútinn.
Leikur hennar á stóran þátt í að
gæða myndina þeirri lifandi
spennu sem einkennir hana frá
upphafi til enda - bæði persónan
og myndin eru reknar áfram af
hamslausum krafti.
Mamma - lífið er núna er gjör-
ólík þeim raunsæis- og
vandamálamyndum sem Svíar
eru frægir fyrir. Hér er greinilega
á ferðinni kvikmyndastjóri sem
vænta má mikils af í framtíðinni.
Nýr skóli í Vesturbæ:
Tillögum um sam-
keppni var vísað frá
Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isfiokksins vísuðu s.l. fimmtu-
dag frá tillögu um að efna til
samkeppni um hönnun nýs
skóla á horni Hringbrautar og
Framnesvegar. Sagði borgar-
stjóri að aldrei hefðu farið
fram samkeppnir um einstaka
skóla og engar ástæður væru
til þess nú.
Það var Álfheiður Ingadótt-
ir sem bar tillöguna fram og'
benti hún á að það væri óeðli-
legt að einum fulltrúa í skipu-
lagsnefnd, Ingimundi
Sveinssyni, væri falið beint að
„gera athugun á möguleikum
til byggingar skóla“ á þessari
lóð. Slík könnun væri eðli-
legar komin í höndun
Borgarskipulags. Þá hefði
undirbúningur þessa máls
gengið afar hægt en nýr skóli í
Vesturbæ væri foreldrum og
kennurum beggja vegna
Hringbrautar mikið áhuga-
mál. Ljóst væri að skólanum
yrði þröngur stakkur skorinn,
á þessu horni ægði saman alls
konar byggingum og lóðin
væri þröng. Því væri rétt að
leita til samtaka arkitekta um
samkeppni að hönnun skólans
eftir að gengið hefði verið frá
forsögn um hann. Allir full-
trúar minnihlutans studdu til-
löguna.