Þjóðviljinn - 05.02.1983, Side 31
Ein stærsta húsgagnasmiðja landsins:_
Hefur sagt 18-20
starfsmöimum upp
Stöðugt þrengist að
íslenskum
húsgagnaiðnaði. Um
síðustu mánaðarmót var
18-20 starfsmönnum
trésmiðjunnar Meiðs í
Reykjavík sagtupp
störfum með löglegum
fyrirvara. Segir í
uppsagnarbréfum
starfsmanna að ástæða
uppsagnanna séu
sívaxandi erfíðleikar í
rekstri og vegna vaxandi
hættu á að ekki verði hægt
Senda þarf
tilkynningar um
hópuppsagnir til
félagsmálaráðu
neytisins
að standa í skilum með
iaunagreiðslur.
Forstjóri fyrirtækisins, Emil
Hjartarson, segir einnig í bréfi til
þeirra sem sagt var upp störfum að
ríkisstjórnin og stjórnarsamtök
vinnandi fólks í landinu virðast
ekki hafa sýnt í verki mikinn áhuga
á að skapa fyrirtækjum eins og sínu
viðunandi starfsmöguleika.
Óskar Hallgrímsson hjá Vinnu-
máladeild félagsmálaráðuneytisins
kvaðst ekki hafa heyrt um þessar
uppsagnir, en þarna væri vissulega
um mjög stóran hóp í húsgagnaiðn-
aðinum að ræða, sem sagt hefði
verið upp í einu. Samkvæmt lögum
ber atvinnurekanda að tilkynna
Vinnumáladeildinni og viðkorn-
andi verkalýðsfélögunt ef fleiri en 4
starfsmönnum væri sagt upp störf-
um í einu, sagði Óskar Hallgríms-
son.
- v.
Stundarfriður í Þýskalandi:
Mjög
vel
tekíð
„Þetta er þriðja íslenska leikrit-
ið, sem sýnt er í Þýskalandi, að því
er ég kemst næst. Hið fyrsta var
„Fjalla-Eyvindur“, en það var sýnt
árið 1912 í Berlín, annað var
„Marmari“ eftir Guðmund Kamb-
Guðmundur Steinsson
an, en það var frumsýnt 7. febrúar
1933 í Mainz og hið þriðja er svo
leikrit mitt „Stundarfriður“.
Þetta sagði Guðmundur Steins-
son m.a. í samtali við Þjóðviljann í
gær, en hann er nýkominn heim frá
Braunschweig í Þýskalandi, þar
sem „Stundarfriður" var frum-
sýndur hinn27. janúar sl. Leikritið
er sýnt í borgarleikhúsi þeirra
Braunschweig-búa en ekki kvaðst
Guðmundur vita nákvæmlega
hversu lengi það yrði sýnt. Leikrit í
húsinu genggju í fyrirfram ákveð-
inn tíma með litlum undantekning-
um eða frávikum.
Guðmundur var eins og áður
sagði viðstaddur frumsýninguna og
sagði hann leiknum hafa verið
mjög vel tekið. Þá kvað hann gagn-
rýnina einnig hafa verið mjög
góða; blaðið „Die Welt“ hefði til
að mynda hælt leikritinu mjög.
ast
Eitt versta óveður sem gengið hefur yfir Húsavík:
„Búið aö vera
alveg bllnt
i bænum”
sagði Hjálmar Hjámarsson lögregluþjónn
- Þetta er með verstu veðrum
sem hér hafa komið. Mikill skaf-
renningur, reyndar búið að vera
alveg blint hérna í bænum, sagði
Hjálmar Hjálmarsson lögreglu-
maður á Húsavík í samtali við Þjóð-
viljann síðdegis í gær, en þá var
aðeins farið að rofa til í bænum, og
vindáttin að snúast úr SA - í NA.
Ofviðrið skall á í fyrrinótt og
varð fljótt ófært innanbæjar og út í
sveitir. Skólahald lagðist alveg nið-
ur á Húsavík og mikil röskun varð á
atvinnulífi.
Lögreglan hafði í miklu að snú-
ast við að flytja fólk á rnilli staða,
einkum starfsfólk sjúkrahússins,
en reynt var að halda akveginum
þangað opnum. Að öðru leyti var
allt ófært, en miklum snjó kyngdi
niður í ofviðrinu. Að sögn Hjálm-
ars var ekki vitað til þess að nein
óhöpp hefðu átt sér stað og von-
uðust menn til að veðrið gengi nið-
ur þegar liði fram á kvöldið.
Illviðri á Patreksfirði:
Elstu nemendurnir
komust þó í prófiö
Mikið illviðri gekk yfir Vestfirði
í fyrrinótt og gærdag, og var veðrið
einna mest á Patreksfirði og Tál-
knafirði.
Ómar Húbertsson lögreglu-
jmaður á Patreksfirði sagði í samtali
við Þjóðviljann að mikil ófærð
hefði verið í bænum og allt skóla-
hald lagst niður nema hvað elstu
nemendur í grunnskólanum brutu
sér leið í skólanum til að geta tekið
lokapróf samræmdu prófanna sem
fram fóru í gærmorgun. Atvinnulíf
hefði verið í nokkuð góðu lagi,
enda var veðrið farið að lagast mik-
ið þegar leið á daginn. -lg-
„Flóarriarkaður“ Þjóðviljans
Ný þjónusta við áskrifendur
Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóöviljans fengiö birtar smáauglýsingar sér
aö kostnaðarlausu. Einu skilyröin eru aö auglýsingarnar séu stuttoröar og aö
fyrirtáski eöa stofnanir standi þar ekki aö baki. Ef svo er þá kostar birtinain
kr. 100-
Hringiö í sima 31333 ef þiö þurfiö aö selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur
vantar vinnu, þið hafiö týnt einhverju eöa fundiö eitthvaö. Allt þetta og fleira til
a heima á Floamarkaöi Þjööviljans. mmmmmmamrnm
DJOÐVIUINN
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31
Hús Krabbameinsfélagsins að Reykjanesbraut 8.
Krabbameinsfélagið hættir við að byggja:
Kaupir húseign við
Reykjanesbraut
Krabbameinsfélagið hefur fest
kaup á húsinu nr. 8 við Reykjan-
esbraut í Reykjavík. Húsið er
keypt fyrir það fé sem safnaðist í
landssöfnuninni í lok október sl.
Áætlað er að húsið muni kosta full-
gert nokkru minna en það hús sem
Krabbameinsfélagið hafði ráðgert
að reisa við Hvassaleiti.
Nú stendur yfir söfnun á meðal
Nýja flokksmiðstöðin:
Sjálíboöaliða
á sunnudag!
Nú er unnið af fullum krafti við skapur fengist væri hér um fárra
innréttingar á hinni nýju flokks- tíma verk að ræða.
miðstöð Alþýðubandalagsins við Er skorað á þásem vettlingi geta
Hverfisgötu 105. Á sunnudaginn er valdið að korna á Hverfisgötuna kl.
ætlunin að flytja til timburstafla og 13 á sunnudag, skoða húsið og taka
hreinsa til og sagði Sigurjón Pét- til hendinni.
ursson í gær að ef nægur ntann- - ÁI
Alvarleg
matareitrun
Tvær manneskjur úr
Húnavatnssýslu liggja nú á
sjúkrahúsi vegna gruns um
alvarlega matareitrun.
Eitrun þesi stafar oftast af
neyslu matvöru sem soðin er
niður í heimahúsum, og þótt
niðurstöður séu ekki
komnar úr sýnatöku á
matvælum á heimili
sjúklinganna er þó að sögn
landlæknis margt sem
bendir til þess, að eitrunin
stafi frá heimaniðursuðu.
Talið er líklegt að hér sé um
að ræða Botulin-eitrun svo-
nefnda, en þessa bakteríu er að
finna víða í jarðvegi, m.a. hér-
lendis. Það má því búast sér-
staklega við að finna bakteríuna
í grænmeti, en ýmis önnur mat-
væli eru ekki undanskilin.
............
Talin stafa af
heimaniðursoðn-
um matvælum
Bakterían myndar eitur við sér-
stök skilyrði, t.d. í súrefnis-
snauðu umhverfi, en eitrið
eyðileggst við 20 mínútna suðu.
Eitrið veldur lömun tauga,
nánar tiltekið tauga er stjórna
augnhreyfingum, kyngingu, tali
og öndun. Að sögn landlæknis
er lömunin ekki varanleg og
sjúklingar, sem komast
snemma undir læknishendur ná
sér yfirleitt vel. Þeir tveir sjúk-
lingar sem hér um ræðir eru á
batavegi.
- ast.
fyrirtækja og fleiri aðila til að unnt
verði að ljúka við Reykjanesbraut
8 sem fyrst. Krabbameinsfélagið
mun flytja inn í hið nýja húsnæði í
lok þessa árs, en það er nú tilbúið
undir tréverk og fullfrágengið að
utan. Heildarflatarmál hússins er
2640 fermetrar á 5 hæðum, og hef-
ur félagið forkaupsrétt á þeim
hluta lóðar sem ennþá hefur ekki
verið byggt á.