Þjóðviljinn - 12.02.1983, Side 1
SUNNUDAGS 32
DJOÐVIUINN
BLADID
Helgin 12.-13.
febrúar 1983.
35.-36. tb.
48. árg.
Fjölbreytt
lesefni
um
helgar
Verð kr.15
Samsýningar ungra
listamanna.
Halldór Runólfsson
skrifar gagnrýni
Framtíðin 100 ára,
uppeldisfélag
upprennandi
stjórnmálamanna
13
Allan Morthens
spurður út úr
um Unglingaheimili
ríkisins
Gömlu deilumálin við Alusuisse gerð upp:
127 miljónir kr. í skatta af
683 miljóna duldum tekjum
Einhliða aðgerðir íslenskra stjórnvalda, byggðar á niðurstöðum færustu sérfræðinga
Fjármálaráðuneytið hefur skuidfært íslenska álfé-
lagið, dótturfyrirtæki Alusuisse, um samtals 6.6 milj-
ónir bandaríkjadala eða 127 miljónir íslenskra króna
vegna endurákvörðunar á framleiðslugjaldi félagsins
1976-1980. - 2 miljón króna inneign ísal hjá ríkissjóði
þurrkast út og eftir stendur 35 miljón króna skuld
félagsins við ríkissjóð. Eru þá ekki meðtaldir vextir af
inneigninni frá upphafi árs 1971.
Vantalinn hagnaður hjá álverinu á tímabilinu 1975-81
reyndist samkvæmt athugunum nema 35.8 miljónum banda-
ríkjadala sem jafngildir 683 miljónum íslenskra króna í dag.
Þessi duldi hagnaður á rætur að rekja til rangrar verðlagn-
ingar á súráli og rafskautum auk meðferðar á afskriftum.
Skattur er reiknaður af þessum 683 miljónum króna og er
niðurstaðan 127 miljóna króna hækkun á sköttum þessara
ára.
„Hér er auðvitað um einhliða aðgerð íslenskra stjórnvalda
að ræða og farið að íslenskum lögum. Með þessari niður-
stöðu er endurskoðun á vantöldum hagnaði Islenska álfél-
agsins lokið“, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra.
„Réttur íslendinga til að endurákvarða skatta á ísal er ótví-
ræður og um það hefur ekki verið ágreiningur. Þessi endur-
ákvörðun hefur nú átt sér stað“, sagði Hjörleifur Guttorms-
son iðnaðarráðherra á blaðamannafundinum í gær. Sjá frétt-
ir á bls. 3 í blaðinu.
-v.
Sjá 5