Þjóðviljinn - 12.02.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVltjfNN Hélgin 12'. - iJ. febrúar 1983
stjórnmál á sunnudcgi F9 Gardar
1 ^ Sigurdsson skrifar
EINFALT MÁL FLÆKT
íslenska menntakerfið hefur
á undanförnum árum fram-
leitt firnin öll af sérf ræð-
ingum á fjölmörgum sviðum,
þótt ekki haf i f ramleiðsla
þessi miðast við þarf ir
þjóðfélagsins, eða þann arð
sem þarf að skila sér í þeirri
fjárfestingu sem lögð hefur
verið í menntun ungs fólks.
Fjölmargir viðskiptingafræð-
ingar sinna nú almennum
skrifstofustörfum, sem
verslunarskólakrakkar geta
fullt eins vel leyst af hendi,
lögfræðingaskari stendur í
því að kaupa og selja
fasteigniralmennings, með
tilheyrandi auglýsingafári
dag hvern uppá miljónog
hækkar fasteignaverð á
höfuðborgarsvæðinu langt
umfram allar vísitölur; á
annað hundrað arkitektar
eru nú við nám og eiga
vafalaust eftir að skaffa
þúsundum vinnu við að gera
við alls konar leka á enn
óreistum húsum.
Ein stétt fræðinga hefur þó kom-
ið sér hvað best fyrir í kerfinu, en
það eru hagfræðingar; þarf tugi
slíkra á hvern ráðherrahaus (þeim
fer ískyggilega fjölgandi) til þess að
stjórna þessari dvergþjóð úti við
ysta haf.
Svo einfalt sem það er, og hlýtur
að vera, að krota niður heimilis-
bókhald þessarar litlu þjóðar, þá
hafa hagfræðingarnir gert sér sér-
stakt far um að flækja þetta undur-
samlega smámál, og gert það svo
vel að nú veit varla nokkur maður í
þessu landi á hverju hann lifir í
raun og veru.
Til þessa verkefnis, að rugla al-
menning alveg í efnahagsríminu og
flækja einfaldan tugastrimilinn í
nokkrum stressuðum og ráðvilltum
ráðherrum, hafa verið settar á
laggirnar stórar og fokdýrar stofn-
anir, sem eru í rauninni heldur
gagnslitlar og ein þeirra,
Framkvæmdastofnunin, er gjör-
samlega óþarft og illa röndótt
pappírstígrisdýr.
! Og Seðlabanki landsins, sem
: fyrir nokkrum áratugum komst
fyrir í eins og tveimur skrifborðum
í Landsbankanum, hefur nú snöggt
um fleiri starfsmenn en öll ráðu-
neytin til samans, þarf ekki lengur
að spurja ríkisstjórnina (eða þorir
ekki) hvernig hann hagar gengi,
eða gjaldi fyrir lánsfé; er orðinn
eins konar ríki í ríkinu, eða stjórn
innan stjórnarinnar, eða eins og
rómverjar hinir fornu sögðu: Im-
perium in imperio.
Flœkt mál
einfaldað
Útflutningstekjur þjóðarheim-
ilisins voru á liðnu ári um það bil
12.600 miljónir króna. Af þeirri
upphæð fara strax í afborganir og
vexti af löngum lánum fjórða hver
króna, eða réttara sagt fjórði hver
fiskur og vel það, eða nærri 3100
miljónir króna. Skuldirnar eru um
19.600 miljónir króna í löngum lán-
um, miðað við gengi ums.l. áramót
og viðskiptahallinn á árinu varð um
3500 miljónir króna.
Skuldir heimilisins eru sem sagt
snöggt um meira en hálfu hærri en
allar útflutningstekjur okkar.
Hver maður getur séð að slíkt
framferði í óráðssíu hlýtur senn að
heyra sögunni til, því með þess
háttar áframhaldi stefnum við
efnahagslegu frelsi þjóðarinnar í
voða.
Ekkert heimili þolir að kaupa í
hverjum mánuði fyrir miklu meira
en nemur tekjunum, og það þolir
þjóðarheimilið ekki heldur. Þess
vegna verðum við í fyrsta lagi að
stefna að jákvæðum vöruskipta-
innflutningur, sem við höfum á-
stundað að undanfömu, eða að
draga úr innflutningi, svo hann
verði minni en útflutningurinn, svo
einfalt er það.
Fyrri möguleikinn er ekki fyrir
hendi eins og á stendur, svo hinn
seinni blasir við.
En innflutningur verður ekki
minnkaður með því einu að draga
ert af okkur. Japanir keyptu á sama
tíma af okkur fyrir um 100 milj.
kr., en við af þeim fyrir nær 350
milj.
A þessum tíma áttum við mjög
eðlileg viðskipti við Breta, Frakka,
ítali, Sovefríkin og afborgunarvið-
skipti við Bandaríkjamenn og
marga fleiri.
Það er auðvitað tiltölulega lítil
jöfnuði og þjónustujöfnuði, með
öllum tiltækum ráðum. Á síðasta
fjórðungi liðins árs var gripið til
þess ráðs að draga úr heildarkaup-
mætti í því skyni að draga úr halla á
viðskiptajöfnuði, en miklu meira
þarf til og fleiri leiðir að fara en
menn hafa til þessa ratað, auk þess
sem ekki er heillavænlegt að melta
lengi með sér að grípa til fyrir-
byggjandi aðgerða, þegar sýnt er
að illa horfir.
Það hefur áreiðanlega ekki dreg-
ið úr viðskiptahallanum á s.l. ári,
að hefja einn allsherjar og niður-
drepandi hörmungarsöng á önd-
verðum sólmánuði, með „aðgerðir"
svífandi í loftinu, með innifalinni
og auglýstri (St. Herm.) gengis-
fellingu, og taka svo ekki á fyrr en
um miðjan ágúst.
„Kjaraskerðing“
Það er auðvitað auðveldara um
að tala en í að komast, að finna
bærilegar leiðir til að snúa við
þeirri óheillaþróun, sem varð í bú-\
skapnum á liðnu ári og enn sér ekki
fyrir endann á.
Hitt er svo annað mál, að hverj-
um manni má vera ljóst, að
heildarkaupmáttur landsmanna
hlýtur að rýrna, þegar svo stór-
felldur samdráttur verður í fram-
leiðslu þjóðarbúsins, eins og raun
varð á. Þess vegna getur það að
sjálfsögðu ekki gengið að auka
eyðslu í þjóðarbúinu, á sama tíma
og framleiðsluverðmætið dregst
verulega og snöggt saman.
Það gefur þess vegna auga leið,
að til þess að draga úr viðskipta-
hallanum þarf annað tveggja að
gerast: að auka svo útflutning, að
hann verði meiri en sá ofboðs-
Ekkert heimili þolir
að kaupa í hverjum
mánuði fyrir miklu
meira en nemur
tekjunum, og það
þolir þjóðarheimil-
ið ekki heldur.
úr kaupmætti fólks í jöfnu hlutfalli
fyrir allan launaskalann, lægstu
laun í landinu eru nú þegar til
skammar, svo ekki verður haldið
lengra í þá áttina.
\ Hins vegar eru margir kostir til
að þrengja að innflutningnum. Til
, dæmis mætti fyrirbyggja vörukaup
' með afborgunarkjörum, kannski
alveg en allavega á innflutningi.
Þar til viðbótar mætti draga stór-
lega úr viðskiptum við þau lönd,
sem við kaupum nú mikið af, en
kaupa miklu minna af okkur. Til
dæmis má nefna, að á fyrri hluta
.liðins árs keyptum við af Dönum
sjö sinnum meira en þeir af oss,
einnig af Svíum og ellefu sinnum
meira af Norðmönnum og 70%
meira af Finnum.
Við keyptum þrisvar sinnum
meira af Þjóðverjum en þeir af
okkur og af Gíneu fyrir nær 150
miljónir, meðan þeir keyptu ekk-
kúnst að stýra slíkum viðskiptum
með ýmsum ráðum, ef vilji er fyrir
hendi, og það eigum við að gera.
Tvœr flugur
í einu höggi
Með ýmsum öðrum aðgerðum
má ná árangri í þessum efnum, og
ávextirnir af slíkum skynsamlegri
búmannsháttum geta orðið og
verða vafalítið aukin kaup á inn-
lendri framleiðslu, og þar með
aukningu á innlendum iðnaði og
vaxandi mannaflaþörf í honum.
Til þess að innlendri iðnaðar-
framleiðslu geti vaxið fiskur um
hrygg, þarf að hugsa miklu betur
um eðlilega rekstrarlánaþörf
iðnaðarins svo og sérstaka
útflutningslánafyrirgreiðslu á
iðnaðarframleiðslu til útflutnings.
En menn skulu hafa það hugfast,
að ekkert slíkt, þótt nauðsynlegt
sé, nægir ef ekki verður hugarfars-
breyting hjá almenningi og skiln-
ingur á nauðsyn þess, að kaupa
fyrst og fremst innlenda fram-
leiðslu, því nægilega marga vöru-
flokka þarf alltaf að flytja inn hvort-
sem er.
Með því að beina innkaupum
sínum að innlendri vöru, slá menn
að minnsta kosti tvær flugur í einu
höggi: minnka eða eyða halla á
vöruskiptum við útlönd, efla íslensk-
an iðnað, og tryggja fleira fólki
störf við arðbæra framleiðslu.
Og örfá orð um stóriðjuna.
Álverið er á framfæri þjóðar-
innar. Það fær helminginn af öllu
okkar rafmagni, en greiðir aðeins
tíunda hlutann. Hitt borgar al-
menningur í landinu með stór-
hækkandi rafmagnsverði, og ætti
að skipta rafmagnsreikningi fólks í
tvo dálka: annan fyrir eðlilegt
rafmagnsverð og hinn fyrir stór-
iðjuskatt.
Kísiljárnverksmiðjan er einnig á
þjóðarframfæri, fær miljónir króna
á mánuði úr ríkiskassanum, eða
með erlendum lánum sem almenn-
ingur borgar með ofboðsvöxtum.
Fyrirhuguð (?) kísilmálmverk-
smiðja á Reyðarfirði getur skilað,
samkvæmt útreikningi nefndar,
11,5% „afkastavöxtum", ef hún
fær 1430 dollara fyrir tonnið af
málminum.
Sannleikurinn um markaðs-
verðið er nú hins vegar sá, að það
er um 900 dollarar. Meðgjöf með
framleiddu tonni yrði því nú
minnst 500 dollarar. Með 20.000
tonna framleiðslu yrði meðgjöf
þjóðarinnar á ári 200 miljónir
króna ($ 1=20 kr.)
Er ekki best að setja kísilmálm-
skákina í bið?
Um sjávarútveg
Upphaflega átti þetta að verða
dálítið spjall um sjávarútveg,
ástand hans og horfur og máske ein
og ein ábending um hvað betur
mætti fara í þeim efnum, því
sannleikurinn er sá að þar hefur
margt mistekist og mistök eru
hvergi dýrari en í undirstöðuat-
vinnuveginum sjálfum.
Ég ætlaði hinsvegar að hafa hér
nokkur vel valin orð í formála í
þeim predikunarstíl, sem mér er
lagið. Formálinn varð á hinn bóg-
inn lengri en ætlað var, svo ég verð
líklega að gauka greinarkorni um
sjávarútveg að aðalritstjóranum
mínum þegar hann hefur pláss, ein-
hvers staðar á milli lofgreinanna
um forystumenn flokksins og
viðtalanna við Hjörleif (þetta er
sagt í gamni!).
Nú líður að lokum þessa
stjórnarsamstarfs. „Aðilar" ríkis-
stjórnarinnar eru ekki enn að fullu
skildir að skiptum; þeir eru eins og
skildir að borði og sæng.
Ríkisstjórnin hefur auðvitað
verið vond. Hún gat ekki einu sinni
haldið saman þorskstofninum og
missti svo gott sem alla loðnuna út
úr höndunum á sér. Ríkisstjórnin
sá fyrir því að Nígeríumenn urðu
blankir, svo enn ilmar skreiðin hér
heima á Fróni. Allt var þetta út-
hugsað til að geta haldið verð-
bólgunni í viðunandi hæðum, því
ekki vilja menn tapa Evrópu-
metinu. Síðasta óþverrabragð
ríkisstjórnarinnar var svo að hafa
stanslaust helvítis óveður frá jólum
og fram á þennan dag svo enginn
gæti róið og aldrei fengist bein úr
sjó.
Enda hefur Kjartan Jóhannsson
margoft sagt, að hefði verið farið
að hans ráðum 1978, hefði aldrei
neitt slíkt komið fyrir, hann hefði
aldrei gloprað þorski og loðnu úr
höndum sér, enda get ég fullyrt, af
góðum kynnum mínum við sjó-
menn, að hann er enn metinn af
þeim sem eini sjávarútvegs-
ráðherrann með viti síðan lýðveld-
ið var stofnað.
Auðvitað hljómar þetta eins og
fáránlegt grín, sem ekkert erindi á í
grein um stjórnmál og allra síst á
sunnudegi.
En sannleikurinn er sá, að
stjórninni er aðallega brugðið um
þetta sem hér er að ofan sagt.
Og, málflutningur stjórnarand-
stöðunnar hefur ekki verið efnis-
meiri né meir sannfærandi en kok-
hreysti Kjartans Jóhannsonar hef-
ur borið vott um.
Vox, et præterea nihil - ekkert
nema kjafturinn.