Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983
af baejarhellunns
I skessuleik
Árni
Þá er komið að því, sem löngu
mátti við búast.
Fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar komst ónefndur hugs-
uður svo spámannlega að orði.
„Ef flokkur iðnáðarráðherra
bíður afhroð í þeim kosningum,
munu allar lufsur í öllum flokkum
færa sig upp á skaftið og heimta
„sanngirni“ í skiptum við ál-
hringinn."
Einurð eða áttavilla
Afhroðið varð að vísu ekki
meira en svo, að í hartnær 9 mán-
uði til viðbótar hefur sá ráðherra
fengið tóm til að styrkja lagalega
og málefnalega stöðu þjóðarinn-
ar enn frekar gagnvart
auðhringnum. Fávíslegt brotth-
laup Guðmundar G. Þórarins-
sonar úr álviðræðunefnd í desem-
ber var ekki nema til góðs og
hefði fyrr mátt verða.
Við þetta komst málið aftur
alfarið í markvissar hendur ráð-
herra. Það er fágæt blanda af
skarpskyggni, einurð, kurteisi og
stolti, sem hefur einkennt Fljör-
leif, og án hennar hefði álmálið
aldrei komist í þann brenni-
punkt, sem það nú er. Sumir
kalla þetta hroka og hafa löngum
fiolað illa: „"Þessi rembist mikið
slendingurinn“, sagði útlendur
hirðmaður um Gunnlaug orms-
tungu, þegar hann kvaðst eigi
skyldu haltur ganga, meðan báðir
fætur væru jafnlangir. En jafnvel
þótt rétt væri, þá á auðhringurinn
ekki annað skilið. Og mættu fleiri
tileinka sér þess konar „hroka“
gagnvart honum.
Flelsta skyssa Fljörleifs var
nefnilega sú að vera ekki nógu
sjálfbirgingslegur, heldur leita
eftir samvinnu við jafnvel hin lak-
ari öfl í andstöðuflokkunum og
búa til handa þeim þessa ál-
viðræðunefnd í von um „þjóðar-
samstöðu“.
En slíkir aðilar geta samkvæmt
eðli sínu og uppruna ekki haft
þann skilning á þjóðlegri sjálfs-
virðingu, sem hér þarf til. Þeim
slær auðvitað buddunnar lífæð í
brjósti. En það gerði svosem ekk-
ert til, ef það væri lífæð þjóðar-
buddunnar sem bærðist og slátt-
urinn væri ekki svona sjúklega
ör. Þjóðarsamstaða um einurð
gagnvart auðhringnum næst hins-
vegar aldrei með þessum
mönnum, nema nægilega stór
hluti þjóðarinnar knýi þá til þess í
kosningum. Og það þarf ekki
ýkja stóran hluta til. 10% at-
kvæðaaukning Alþýðubanda-
lagsins nægir til að pólitískar
smásálir skynji, hvernig lífæðin
slær hjá fólkinu.
Samningaskussar
Iðnaðarráðherra og samstarfs-
menn hans hafa safnað slíkum
glóðum elds að höfði álfurstanna,
,að nú dugir þeim helst ekkert
minna en opinber afneitun og af-
sökun íslenskrar ríkisstjórnar á
því, sem hún hefur þegar fært að
ómótmælanleg rök. En eftir það
mundu þeir ekki heldur fallast á
neina hækkun raforkuverðs,
nema fá áður tryggingu fyrir við-
bótarsamningum, sem héldu
gróða þeirra óskertum. Það er
einmitt þetta, sem Hjörleifur vill
forðast. Hann vill fyrst fá trygg-
ingu fyrir eðlilegri hækkun raf-
orkuverðs, svo að öruggt sé, að
íslendingar hagnist á nýjum
samningum, en standi ekki áfram
í þeim auma stað, sem samninga-
skussar okkar komu þeim í fyrir
hálfum öðrum áratug. Það væri
sigurstranglegt eða hitt þó heldur
að fela slíkum mönnum samn-
ingagerð að nýju.
Steingrímur Hermannsson
reynir að klína á Magnús heitinn
Kjartansson þeirri aðferð að láta
embættismenn standa í þjarkinu í
stað sjálfs sín. Magnúsi gat
auðvitað skotist, þótt skýr væri,’
en honum hefði áreiðanlga ekki
orðið á sú skyssa að láta sömu
embættismenn annast samninga
við Alusuisse nú og á 7. og 8.
áratugnum. Því að úr hinum fyrri
fengum við einhvern herfilegasta
afsamning, sem um getur í
þjóðarsögunni, en í hinum seinni
fengum við skít úr hnefa. Ef þess-
ir menn kynnu að skammast sín
og viðurkenndu fyrri glópsku, þá
væri kannski hægt að treysta
þeim fyrir horn. En þeir eru ekk-
ert nema drýldnin.
Það er alrangt, þegar Guð-
mundur G. og Morgunblaðið
halda því fram, að Hjörleifur vilji
ekki semja. Hi^ rétta er: Hjör-
leifur vill ekki semja af sér.
Milljón á mánuði
Ekki er beysnara þruglið, þeg-
ar undanhaldsmenn bera það á
borð, að samningaþóf Hjörleifs
hafi kostað þjóðina milljón á
mánuði í tvö ár. Það hafði
einfaldlega enginn annar flokkur
eða stjórnvöld krafist hærra
raforkuverðs upphátt, fyrr en
Hjörleifur kom málinu í sviðs-
ljósið fyrir tveim árum. Ég veðja
*
atkvæði mínu í næstu kosningum
hverjum þeim, sem getur afsann-
að þessa fullyrðingu.
Þetta „milljónatap á mánuði“
hafði þegar viðgengist í áratug og
hefði haldið áfram í það óendan-
lega, ef Hjörleifur hefði ekki vak-
ið athygli á því með eftirminni-
legum hætti fyrir tveim árum.
Frómar óskir og ábendingar hafa
aldrei dugað við álfurstana. Þeir
höfðu bindandi samning til ársins
2014!
Það var því kærkomið þving-
unartæki, þegar upp komst um
misferli álhringsins. Magnús
Kjartansson fékk aldrei slíkt
vopn í hendur. En hann er líklega
eini ráðherrann á undan Hjör-
leifi, sem hefði haft einurð til að
beita því.
Enda eru álfurstarnir síðan
einsog á nálum. Þeir tefja samn-
ingaviðræður æ ofan í æ eða neita
þeim. Þeir iða í skinninu eftir að
fá nýjan ráðherra, sem þeir geti
samið við eftir sínu eigin höfði.
Og nú þykjast þeir sjá hilla undir
þá ósk eftir höfuðsóttaratferli
Framsóknar á síðustu vikum.
En það ætti þeim ekki að
veitast. Við þurfum ekki annað
en standa saman nokkra hríð um
að víkja í engu fyrir álhringnum,
og þá er björninn unninn fyrr en
varir. En fyrr ekki. Það sýnir löng
reynsla okkar í sjálfstæðis- og
landhelgismálum.
Skessubörn
Ákefð alræmdra samninga-
skussa eftir að setjast að borði
með álfurstunum minnir á barna-
vísuna alkunnu:
Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
Björnsson
skrifar
Skessuleik lýkur yfirleitt ekki
fyrr en skessan hefur náð öllum
börnunum á sitt vald, fyrst einu í
einu í senn, sem um leið verða
liðsmenn hennar eða skessubörn.
Nema þeim takist að teygja hana
svo nálægt borg sinni, að hún
„brenni“. En það geri'st sjaldan,
því venjulega er skessan stærst og
sterkust og börnin ekki nógu
samhent.
Alusuisse er ein af þessum al-
þjóðlegu skessum, sem nefnast
auðhringar og stjórna efnahags-
kerfi heimsins meir en ríkisstjórn
nokkurs stórveldis. Allar þjóðir
eiga í kasti við þá og veitir flestum
miður, enda stjórnendur þeirra
misvitrir og misgóðir.
Nú langar íslenska samninga-
krakka frá 7. áratugnum til að
lyfta sér aftur á kreik. Og þeir
ætla að spyrja mömmu Þjóð í
næstu kosningum, hvort þeir
megi ekki þramma með í leikinn.
Það ætti hún ekki að leyfa
þeim. Hér er ekki um neinn leik
að ræða, heldur örlagarík átök
við harðvítugan andstæðing, sem
getur bundið hendur okkar ára-
tugum og öldum saman, ef ekki
er gætt fyllstu varúðar, eins og
dærnin hafa þegar sannað. Allir
íslendingar með snefil af þjóð-
legri sjálfsvirðingu ættu því að
láta afstöðuna til álmálsins ráða
atkvæði sínu. Allaballar líka
gagnvart sínum frambjóðendum.
Það nægir til að skipta sköpum.
Þetta er í rauninni eina málið,
sem brýn þörf er á að kjósa um í
dag. Menn ættu að vita nú þegar
af reynslu, að í innanlandsmálum
greinir flokkana ekki ýkja mikið
á, þegar til kastanna kemur. Mis-
tök á þeim vettvangi er auk þess
auðvelt að leiðrétta. En mistök í
utanríkismálum hafa áður kostað
okkur allt að sjö alda áþján.
ritstjórnargreín
Falinn hagnaður borgaði alla orkuna
Kjartan
m f Olafsson
skrifar
Éá.
íslenska fjármálaráðuneytið
hefur fellt úrskurð varðandi
skattlagningu dulins hagnaðar
álversins í Straumsvík á liðnum
árum.
Þeir földu 683 miljónir
Samkvæmt niðurstöðum
endurskoðunar Coopers & Lyb-
rand, þá reyndist vantalinn hagn-
aður af rekstri Alusuisse hér
nema 683 miljónum króna á sjö
árum frá 1975 til 1981, og er þá
miðað við núverandi gengi krón-
unnar. Vart þarf að taka fram að
þarna er að sjálfsögðu um marg-
falt hærri upphæð að ræða en
nokkru sinni hefur áður komið
við sögu í skattsvikamálum á
landi hér.
Eins og lesendum Þjóðviljans
hefur áður verið kynnt, þá var
aðferð Alusuisse við að stinga
undan hagnaði af rekstri sínum
hér sú, að láta dótturfyrirtækið á
íslandi kaupa frá móðurfyrirtæk-
inu í Swiss súrál og rafskaut á
mun hærra verði en heimilt er
samkvæmt samningsákvæðum.
Þannig stakk Alusuisse undan
skatti nær 600 miljón króna hagn-
aði, og til viðbótar reyndist svo
vantalinn hagnaður upp á 84 milj-
ónir, sem fenginn var með „hag-
ræðingu" á afskriftum.
Og borguðu með því
alla orkuna
Það er hrikalegt til þess að
hugsa, að á árunum 1975 til 1980,
að báðum meðtöldum, þá greiddi
Alusuisse 32,2 miljónir banda-
ríkjadollara samtals fyrir öll sín
raforkukaup hér, en á þessum
sömu árum, þá rakaði auðhring-
urinn hér saman 32,9 miljónum
dollara í dulinn hagnað, sem
stungið var undan skatti. Með
öðrum orðum: Þótt Alusuisse
fengi á þessum árum í sinn hlut
helming allrar raforku, sem
landsvirkjun framleiðir, þá nam
heildargreiðslan fyrir orkuna
heldur lægri upphæð, en sá duldi
hagnaður, sem auðhringur-
inn naut af rekstri sínum í
Straumsvík á sama tíma.
Og gæti menn að því, að þetta
eru varfærnar niðurstöður eins
virtasta endurskoðunarfyrir-
tækis í heimi.
Leiðarljós?
Og hvað ætla menn að segja
um þetta? Ætla einhverjir þeir
sem við stjórnmál fást að halda
áfram að tísta um það, að Hjör-
leifur Guttormsson, iðnaðarráð-
herra hafi lagt alltof mikla
áherslu á þetta mál?
Ætlar Álþýðublaðið að skrifa
fleiri ritstjórnargreinar undir
fyrirsögninni „Álverið er leiðar-
ljós“, eins og menn töldu sæma á
þeim bæ fyrst eftir að vakin var
athygli á þeirri svikamyllu Alu-
suisse, sem fékk nafnið „Hækkun
í hafi“?
Átti máske að stinga undir stól
þeirri merkilegu staðreynd, að á
sex árum hafði dulinn hagnaður
auðhringsins af álverinu hér
numið hærri upphæð en greidd
var fyrir orkukaupin til verk-
smiðjunnar á sama tíma?
Er ekki kominn tími til að þeim
fjölgi, sem ganga uppréttir í sam-
skiptum við þennan auðhring en
hinum fækki?
Það er um 127 miljónir króna
sem framleiðslugjaldið, sá
skattur sem álverið greiðir, hefur
verið hækkað með úrskurði fjár-
málaráðuneytisins. Hluta afþess-
ari upphæð taldist dótturfyrirtæki
Alusuisse eiga inni hjá íslenska
ríkinu vegna furðulegra samnings-
ákvæða. Sú upphæð hefur nú
verið strikuð út af skuldalista ís-
lenska ríkisins, og það sem þá
stendur eftir af skuld Alusuisse
verður sent til innheimtu með
' eðlilegum hætti.
Okkar réttur er
tvímælalaus
Ef einhver kynni að efast um
rétt íslenska ríkisins til að standa
að málum á þennan veg, þá skal
mönnum bent á sérsíaka álits-
gerð þeirra Benedikts Sigurjóns-
sonar, fyrrverandi hæstaréttar-
dómara og Ragnars Aðalsteins-
sonar, hæstaréttarlögmanns, en
niðurstaða þeirra er sú að réttur
íslenska ríkisins sé tvímælalaus.
Forráðamönnum Alusuisse er
hins vegar opið að kæra úrskurð
íslenska fjármálaráðuneytisins,
ef þeim sýnist svo, en fyrir liggur,
að endurskoðunarfyrirtækið Co-
opers & Lybrand í London er
reiðubúið að verja niðurstöður
sínar fyrir hvaða dómstóli sem er.
Þeir Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra og Ragnar Arn-
alds, fjármálaráðherra eiga
heiður skilinn fyrir það hversu
vasklega þeir hafa haldið á ís-
lenskum málstað í samskiptum
við auðhringinn, og þátt hinna
mörgu sem þar hafa lagt hönd á
plóg ber að þakka nú við kafla-
skil. - Sagan mun dæma beggja
hlut, bæði þeirra sem einarðlega
gengu fram fyrir íslenskan mál-
stað og líka hlut hinna sem völdu
sér annan kost.
Hækkum orkuverðið
En þótt nú séu kaflaskil og hin
gömlu skattamál Alusuisse af-
greidd, þá er enn eftir að knýja
fram meiriháttar hækkun þess
smánarverðs sem álverið greiðir
fyrir raforkuna.
Á það mál hefur Alþýðu-
bandalagið lagt þyngsta áherslu
frá því fyrsta, þótt harla skammt
sé síðan ýmsir aðrir hér innan-
lands vöknuðu til vitundar í þeim
efnum, og dormi jafnvel enn
s'umir hverjir. Fyrst Alusuisse
hefur staðfastlega hafnað öllum
okkar sanngirniskröfum þá er
tímabært nú að grípa til einhliða
aðgerða, líka á þeim vígstöðvum.
-k.
Súrálið frá Ástralíu til álversins:
HÆKKUN í HAFI
30 MILJARÐAR!
Iðnjöarríöuneyliö helur
irj þvi í junl fl. unnið JÖ
jlhugun j verðljgmngu J
-urjli til islentkj JllJUgt-
•nt h.l. NiðurtlJÖJ þestjrj
■ Ihugjnj er tu jð inn-
'iutnmgsverð j turJli lil
■ Ijnds er miklu lutrrj en
-ðlilegt mj leljj miðjð við
<tl lulnmgtverð IrJ
Atlrjliu. Þegjr borin eru
jmjn sjmbcrlleg verð.
iob verð i baðum tilvikum.
kemur i Ijðt jð J tlmjbil-
■nu jjnujr 1*74 III júnl 1*80
nelur turjltverð hjekkjð I
hjli tem nemur JÖ meðJl
Uli um $4.IV eðj tjmljls
um 47,J miliðnum i
bjndjrík jjdolljrj J verð !
Ijgi hvert Jrl. Til umjn- j
burðir mJ gelJ þett. jö
heildjrgreiðtlur ISAL lyr
■rrjlorku voru II.i miljðn- j
ir bindjrlkjjdollj
simj timjbilí.
Iv.»*r upplvi
Irriutilkynmi _
»>li»m». *rni IjOlmiNui
ilhrnl I «»r. rn H)Otl»ilui
'.-•II »#r lynr yUrlefn r».
SVIKAMYLLA
ALUSUISSE
AFHJÚPUÐ
Krafa ríkis-
stjómar AOir samningar
isiands tii ^ endurskoðunar
Alusuisse:
Mcð lillili til þeirri upp [“nd'
lytingj tem Irjm komj
her oljr J tiöunni um ,,mur (,,m .
viðfkiptl Alutuifte við |wr vitlreAur
dolturIyrirt«ki fill h*r Undi o, »*r»l
Ifjl. þj helur itlenskj *■'»" "*“»•»'
l£í"‘T(
Hækkun í hafi. - Þannig leit forsíða Þjóðviljans út þann 17. dcsember
1980, en þá var fyrst gerð opinber mikiivæg vitneskja um aðferðir
Alusuisse við að stinga undan hagnaði af rekstri sínum hér. - Sú
víðtæka rannsókn málsins, sem síðan hefur átt sér stað hefur í öllum
meginatriðum staðfest það sem þá var haldið fram.