Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 13
Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Framtíðin 100 ára Á þriöjudaginn veröur haldiö upp á 100 ára afmæli í gamla Menntaskólanum í Reykjavík. Afmælisbarnið er Framtíöin, málfundafélag skólans. Þaö er ákaflegamerkilegurog virðulegurfélagsskapur. Á fundum Framtíöarinnarhafa um 100 ára skeið hlotið eldskírn í ræðumennsku og félagsstörfum margir af helstu skörungum þjóöarinnar í stjórnmálum, listum, fræðum og embættisstörfum. Hvorki meiranéminna. Framtíðin hefur veriö nokkurs konar félagsmálavagga þeirra sem mest hafa mótað framtíð íslands á þessari öld. Oft hefur því verið haldið upp á ómerkara afmæli. Veturinn 1882-1883 störfuðu tvö félög skólanema í Lærða skólanum í Reykjavík sem svo var þá kallað- ur. Annars vegar var Bandamann- afélagið, eins konar leyniklúbbur, og hins vegar Ingólfur, nokkurs konar listafélag. Þessi tvö félög voru sameinuð um veturinn í eitt félag sem hlaut nafnið Framtíðin. Elsta ljósmynd af Framtíðarfundi sem vitað er um. Hann var haldinn í T-stofu skólans árið 1944. Ásmundur Sigurjónsson (síðar blaðamaður við Þjóðviljann) er í ræðustól en við borðið sitja Magnús Magnússon, forseti félagsins (nú prófessor), og Einar Helgason ritari. Ljósm.: Jón Sen. ljóðasöfn Framtíðarinnar en eitt þeirra hefur týnst. Það er Hulda 1909-1912. Miklir pólitískir sviptivindar hafa löngum leikið um Framtíðina og stundum hafa stjórnarmenn sagt af sér í hita leiksins eða verið felldir með vantrausti. Þannig var um meiri hluta stjórnar Birgis Kjarans á því herrans ári 1933. Hún var felld með vantrausti en stjórn Lárusar Pálssonar tók við. Aðeins tveir kvenmenn hafa ver- ið forsetar Framtíðarinnar í 100 ára sögu félagsins. Sú fyrri 'var Ingi- björg Páhnadóttir sem var forseti 1949-1950 en sú síðari núverandi forseti, Helga G. Johnson. Stjórn Ingibjargar var merkileg. Haustið 1948 var stofnað Málfund- afélag menntaskólastúlkna sem starfaði af töluverðum þrótti og var það undanfari þess að stúlkur buðu fram sér lista við stjórnarkjör í Framtíðinni. Kvennalisti þessi reyndist sigursæll og fékk meiri- hluta stjórnarinnar. Piltar, sem kosningu höfðu náð sögðu þá af sér þannig að stjórnin var eingöngu skipuð konum. Ingibjörg Pálmadóttir hefur skrifað unt stjórnartíð sína og kem- ur þar fram að meðal fundarefna voru þessi: Atlantshafsbandalagið, Selið, ástir í skóla, guðdómurinn, bindindi, mál og órímuð ljóð. Svo hittist á að fundurinn um ástir í skóla var haldinn að kvöldi 30. mars 1949. Ekki var kærleikur öll- um í huga þetta kvöld og snerist fundurinn brátt upp í hatrammar deilur um atburði dagsins. Voru bornar fram tillögur um vítur á menn og hópa og hótað lögreglu- aðgerðum. Þá var borin fram til- laga um vantraust á stjórn félagsins en hún var felld. Lyktaði fundinum svo að Stefán Púrtner bað menn út að ganga enda æsingur og illska mikil. Slíkir æsingafundir eru ekki eins- dæmi í sögu Framtíðarinnar. Ein- um slíkum man undirritaður eftir er hann var sjálfur í málfundafé- laginu. Það hefur líklega verið 1962. Þá var haldinn fundur um Keflavíkursjónvarpið í íþöku og var hann svo fjölmennur að færri komust að en vildu. Skiptust menn mjög í tvo hópa. Þá var Ólafur Ragnar Grímsson í 6. bekk og hélt hann magnaða ræðu gegn Kefla- víkursjónvarpinu og beitti allri sinni mælskulist sem þá þegar var Júníus Kristinsson var einn glæsi- legsti ræðumaður skólans á árun- um 1960-1964. Hér er hann í ræðustól á Sal þegar kynntir voru frambjóðendur til stjórnarkjörs í Framtíðinni. Mörður Árnason (nú málfræðing- ur) var forseti Framtíðarinnar 1972-1973 en árið áður hafði hann verið kjörinn mælskukóngur MR eða orator scholae. orðin mikil. Fékk hann meiri hluta fundarmanna á sitt band og þegar atkvæðagreiðsla fór fram um álykt- un gegn Kanasjónvarpinu var meiri hlutinn fylgjandi henni en aðeins 6 treystu sér til að vera á móti. Síðan árið 1971 hefur árlega ver-; ið efnt til mælskukeppni og að henni lokinni útnefndur mælsku- kóngur MR eða orator scholae. Fyrstur til að hljóta þann titil var Mörður Árnason. Margt mætti rifja upp úr sögu Framtíðarinnar en þetta verður látið duga í bili. Afmælisbarninu er hins vegar óskað til hamingju. -GFr Málfundur í íþöku veturinn 1965-1966. í ræðustól er Jón Sigurðsson (nú skólastjóri Samvinnuskólans) en við hlið hans situr þáverandi forseti Framtíðarinnar, Ármann Sveinsson. Stofnfundur var haldinn í bæna- stofu skólans 15. febrúar 1883. Fyrsti forseti félagsins var kjörinn Valtýr Guðmundsson, síðar al- þingismaður (sem valtískan er kennd við). Já, Valtýr var kjörinn fyrsti for- seti Framtíðarinnar en forvitnilegt er að líta á forsetaröðina síðan. Ekki færri en 15 ráðherrar og al- þingismenn hafa verið forsetar Framtíðarinnar, þar af fjórir for- sætisráðherrar. Þeir eru Valtýr Guðmundsson (1883), Guðmund- ur Björnsson (1886), EinarArn- órsson (1899), Gísli Sveinsson (1901), Ásgeir Ásgeirsson (1911), Stefán Jóh. Stefánsson (1917), Bergur Jónsson (1918), Einar Olg- eirsson (1920), Thor Thors (1921), Bjarni Benediktsson (1925), Gunnar Thoroddsen (1928), Birgir Kjaran (1933), Kjartan Jóhanns- son (1958), Ólafur Ragnar Gríms- son (1960) og Svavar Gestsson (1962). Meginverkefni Framtíðarinnar hefur ávallt verið málfundir en einnig hefur hún staðið töluvert í útgáfu- og klúbbastarfsemi. Helstu heimildir um sögu félagsins eru fundagerðarbækurnar og eru þær varðveittar frá upphafi að undan- skilinni einni sem ekki hefur komið í leitirnar. Það er fundargerðarbók 1946-47. Ef einhver hefur hana í fórum sínum er hann vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram. Þá eru til á handritum á Landsbókasafni Stjórn Framtíðarinnar 1955-1956. F.v. Höskuldur Jónsson gjaldkeri (nú ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu), Bernharður Guðmundsson for- seti (nú prestur) og Ragnar Arnalds ritari (nú fjármálaráðherra). Þessi stjórn tók við völdum 28. apríl 1955 og hefur sr. Bernharður sagt frá því að hún hafi farið í Trípolíbíó eftir embættistökuna og séð Bláa engilinn með Marlene Dietrich.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.