Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 15
Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Guðlaugur Arason skrifar: Hvenær var fyrsta verk- íslandi? Starfsfólk Gramsvcrslunar á Þingeyri 1895. Frá Þingeyri um 1890. Taliðfrá vinstri: Fiskhjallur, gamla búðin (notuð tU geymslu), nýja búðin, íbúðarhús verslunarstjóra og salthús. fall á í helgarblaði Þjóðviljans 29.-30. jan. sl. var grein sem bar yfirskrift- ina „Fyrsta verkfall á íslandi". Fjallaði hún um skrúfu sem fisk- verkunarkonur í Hafnarfirði gerðu í mars árið 1912. Heimildir eru sóttar í Lögréttu og Kvennablaðið frá sama tíma. Einnig í ritið „Upp- haf íslenskrar verkalýðshreyfing- ar“ eftir Ölaf R. Einarsson. Greinarhöfundur (ast) segir rétt- ilega: „Nú má lengi deila um það hvað telst verkfall og hvað ekki. Á að telja það verkfall ef nokkrir menn 2-3, leggja niður vinnu part úr degi eða dagstund? Eða skal við- hafa þrengri skilgreiningu og telja verkfall eiga að ná til nokkurs fjölda fólks, standa yfir í nokkurn tíma og vera að einhverju leyti að undirboði verkalýðsfélags? Nú er ljóst að verkafólk hafði uppi kröfugerðir og mótmæli fyrir árið 1912. Heimildir um þessi mál eru af afar skornum skammti og áreiðanlega á margt eftir að upp- lýsast þegar sagnfræðingar okkar fara að fást við sögu annarra en stjórnmálakarla“. Rétt. Verkfall er ákaflega teygjanlegt hugtak og hvenær fyrsta skrúfan var gerð á íslandi verður seint hægt að setja í bók á borð við „Hvornár skete det?“ Þegar ég sá yfirskriftina „Fyrsta verkfall á fslandi", sem fengin er að láni frá blaðinu Lögréttu. datt mér í hug grein sem birtist í Árbók Sögufélags ísfirðinga árið 1972. Hún fjallar um Kaupfélag Dýr- firðinga og er eftir Jóhannes Da- víðsson. Þar varpar hann fram þeirri spurningu hvort fyrsta verk- fallið á fslandi hafi verið gert árið 1899. Til gamans langar mig til að taka mér Bessaleyfi og birta glefsu úr grein Jóhannesar. Ástæðuna fyrir því hve Vest- firðingar vöknuðu seint til sam- bjargar um verslun telur Jóhannes einkum hafa verið þá, að margir hinna stærri og ríkari bænda sem eitthvað áttu undir sér, áttu flestir skip eða hluta í skipum sem gerð voru út til fiski- og hákarlaveiða í félagi við kaupmenn og útgerðar- menn í kauptúnum..." eða þá að bændur og kauptúnabúar sem helst höfðu bolmagn til forystu, voru gjarnan skipstjórar á skútum kaup- manna og nutu þeir menn vafalaust fríðinda í verslun og viðskiptum. Vegna þessa fundu þeir síður hvar skórinn kreppti að. Almenningur var því forystulaus og getulítill til framkvæmda, þótt þar ríkti sár óá- nægja með verslunarkjörin og ein- okunaraðstöðu þá sem margir kaupmenn höfðu skapað sér.“ Thér vóruð með uppástöndugheit, - thví engin vinna Síðan segir Jóhannes: „Lítið dæmi um herradóm kaupmannsins skal hér tilfært. Árið 1899 var Fr. Wendel, þýzk- ur maður, verzlunarstjóri verzlun- ar N. Chr. Grams á Þingeyri. Var þar talsvert mikil þilskipaút- gerð og fiskverkun. Þá var ungur og einhleypur Mýrhreppingur, Jón J. Sigurðsson, síðast bóndi á Gili í Neðri-Hjarðardal, háseti á einni fiskiskútu verzlunarinnar um sum- arið. Falaðist hann eftir landvinnu hjá verzluninni um haustið er fisk- veiðum var lokið, og hét Wendel honum vinnu meðan vinnu væri að fá. Var vinnan aðallega í því fólgin að koma fiskinum frá sumrinu út í skip, sem flytja átti hann til út- landa, setja fiskiskipin á land og ganga frá því sem þeim tilheyrði, í vetrargeymslu. Nú var það gert til flýtisauka að flytja fiskinn fram í gamlan bark sem lá á höfninni og Alfa hét. Fisktökuskipið átti síðan að leggjast upp að Ölfu, og kasta skyldi fiskinum á milli skipanna. Þá var það dag einn um haustið er von var á fisktökuskipinu, að það kvisaðist, að vinna ætti fram á nótt við að koma því sem eftir væri af fiski í landi, fram í Ölfu. Hófu þá verkamenn tal um það sín á milli, að fara fram á 5 aura kauphækkun á tímann fyrir næturvinnuna. Gengust mest fyrir þessu skipstjóri á einni skútunni og stýrimaður af annarri, og tjáðu þeir verkstjóran- um þetta áður en gert var vinnuhlé til kvöldverðar, en hann skýrði verzlunarstjóranum frá því. Voru verkamenn síðan allir kallaðir inn í verzlunarbúðina, en hlé var til nátt- verðar. Kom þá Wendel fram úr skrifstofu sinni, staðnæmdist fyrir innan búðarborðið, hvessti augun á verkamenn og sagði: „Thið kvað ekki ætla að vinna í kvöld?“ Varð þá forystumönnunum orðfall, en Jón Sigurðsson kvað það rétt vera, nema þeim væri greitt 5 aurum meira um tímann um nóttina. „Hvað segið thið hinir um thetta?" sagði Wendel. Varð þá enginn fyrir svörum, og fóru menn heim til þess að borða við svo búið. - Allir komu til vinnu eftir kvöldverð nema Jón Sigurðsson einn. Morguninn eftir er Jón kemur í vinnuna tjáir verkstjórinn honum að hann fái ekki vinnu þar lengur. Jón fer til verzlunarstjórans og spyr hverju þetta sæti. „Thér vóruð með uppástöndugheit í gærkvöldi", var svarið. Jón sagðist ekki hafa gert annað en sagt satt og rétt frá sam- tökum þeirra félaga daginn áður. „Their sem eru með óforskömm- ugheit fá enga vinnu hér“, sagði verzlunarstjóri. Jón spyr hvort hann muni ekki eftir því að hann hafi lofað sér vinnu í haust meðan vinnu væri að fá, „en ef þér eruð svo ómerkilegur að standa ekki við orð yðar, þá verður svo að vera.“ Og þar við sat. Jón fór að læra skósmíði til þess að eiga ekki allt undir náð kaupmannsins. Þessu verkfalli (fyrsta á íslandi?) lauk þannig með ósigri og brottrekstri alls verkfallsliðsins." Var fyrsta verkfallið á íslandi árið 875? Ef til vill er hæpið að skrifa Jón Dýrfirðing fyrir fyrsta verkfallinu á íslandi. En þarna segir frá atburði sem svo sannarlega inniheldur þá merkingu sem nú er lögð í orðið verKian. nopur manna ieKur saman höndum og fer fram á kaup- hækkun. En samheldnin er ekki meiri en svo að menn lyppast um leið og þeir sjá fésið á faktornum. Allir nema Jón Sigurðsson. Gaman væri að heyra skilgrein- ingu fróðra manna á því hvenær hægt sé að tala um verkfall og hve- nær ekki. Hvað segir þú um það, Ólafur minn R. og Einarsson? Stóð félagi Dufþakur kannski fyrir fyrsta verkfallinu á íslandi þegar hann neitaði að draga plóginn Hjörleifs, drap svo vinnuveitanda sinn og sigldi til Vestmannaeyja með vinum sínum? Annars er allt gott að frétta. Guðlaugur Arason RENAULT BÍLASYNING Sýnum laugardag 12. feb. og sunnudag 13. feb. frá kl. 1 -6 Renault4 Renault 5 Renault 9 Renault 18 Komið og skoðið hina vinsælu og sparneytnu Renault bíla í húsakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20. Við sýnum margar gerðir og mun örugglega, einhver þeirra henta þér. Hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi, hjá frönsku Renault bílaverksmiðjunum, þess vegna ættirðu að koma og kynnast Renault og sannfærast um ágæti hans. RENAULT - SKREFI Á UNDAN Renault Trafic Kynning á kaffi y^&*»**. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.