Þjóðviljinn - 12.02.1983, Side 21

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Side 21
febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Allan Sveinn Morthens: Krakkarnir koma ekki hlaupandi upp um hálsinn á okkur, en hins vegar eru þau oft me&vituð um að eitthvað þurf i að gera. Ljósm.reik. engan tilverurétt? bragurinn yrði þá minni. Það get- ur líka orkað tvímælis að raða saman 10 krökkum sem eiga við vandamál að stríða á einn' og sama stað. - Hvernig er sambandið við krakkana? - Það er á heildina litið gott, mikil breyting hefur orðið á heimilisbrag frá því að við byrj- uðum fyrir tíu árum - átök milli krakka og starfsmanna voru tíð fyrstu árin, ég held að þau líti fyrst og fremst á okkur núna sem fólk sem er tilbúið að hjálpa þeim og oft myndast sterk tengsl milli krakkanna og okkar. - Eru krakkanir sendir tii ykk- ar eða koma þau sjálfviljug? - Bæði og, þ.e.a.s. krakkarnir koma ekki hlaupandi upp um hálsinn á okkur en hins vegar eru þau oft meðvituð um að eitthvað þurfi að gera. - Hver sendir krakkana til ykkar? - Það ræðst af því til hverrar deildar er leitað, Unglinga- heimilið samanstendur af fjórum deildum, þ.e. Unglingaheimilinu Kópavogsbraut 17 sem flestir þekkja, Neyðarathvarfi, Ung- lingasambýli og Unglingaráð- gjöf. Á Unglingaheimilið Kópa- vogsbraut 17 vista barnaverndar- nefndir eða félagsmálastofnanir en foreldrar, skólar og aðrir aðil- ar geta leitað til þeirra. Á Neyð- arathvarfið vista barnaverndar- nefndir, félagsmálastofnanir og lögreglan. Krakkarnir geta leitað þangað sjálf en þau eru ekki vist- uð nema með samþykki barna- verndarnefndar og foreldra. Á Unglingasambýlið vista sömu að- ilar og á Unglingaheimilið Kópa- vogsbraut 17, auk þess geta aðrar deildir Unglingaheimilisins vist- að þangað, en eins og komið hef- ur fram verða allar vistanir að ganga í gegnum barnaverndar- nefndir eða framkvæmdaaðila þeirra. í Unglingaráðgjöfina leita krakkarnir sjálfir eftir aðstoð svo og foreldrar eða aðrir aðilar sem tengjast krökkunum. - Hvernig taka foreldrar því að þurfa að senda barnið sitt á unglingaheimili? - Það er auðvitað mjög mis- jafnt, sumirforeldrareru hræddir við að fá stimpil á sig, það er auðvitað skiljanlegt. Það er erfið ákvörðun að senda barnið sitt á Unglingaheimilið, ekki síst þar sem enn eru ríkjandi ákveðnir - Hefur þú orðið var við að krakkarnir komi úr einhverri ákveðinni þjóðfélagsstétt? - Um þetta eru mjög skiptar skoðanir, mitt álit er að þeir krakkar sem lenda hjá okkur séu oftar úr verkalýðsstétt en öðrum stéttum. Við vorum þrjú sem á sínum tíma gerðum ritgerð um Breiðavíkurheimilið og þar kom í ljós að yfir 80% krakkanna sem komu þangað voru úr verkalýðs- stétt. Orsakanna er eflaust að leita til langs vinnutíma foreldra, lítillar menntunar og þar af leiðandi minni möguleika þeirra til að sinna börnum sínum, ekki síst á erfiðum tímum þegar fólk þarf að vinna allan sólarhringinn til að endar nái saman. En þetta er ekki algilt því að krakkar menntaðra og efnaðra foreldra lenda líka í erfiðleikum og eru sendir til okkar. - Hvað um skólakerfið, hvað gerir það fyrir svona krakka? - Skólinn er engan veginn fær um að sinna krökkum sem eiga í erfiðleikum. Kennari, hversu góður sem hann er, getur ekki sinnt 30 börnum á þann hátt að allir geti verið með. Það er alltaf einn og einn sem ekki getur not- fært sér kennsluna og dregst aftur úr; en að auki gerir skólinn sömu kröfur til allra burt séð frá t.d. þeirn erfiðleikum sem krakki á við að-stríða heima eða í félaga- hópunum, það sem skeður utan skólatímans er ekki mál skólans. Þetta er ekki vegna þekkingar- skorts eða mannvonsku heldur vegna þess að vinnuálagið á kennarana er mikið og vinnu- aðstaða léleg. Ég held að það sé ekki óalgengt að kennarar sem lenda í erfiðleikum með sína bekki standi svo til einir með sín vandamál og að mórallinn sé að allir verði að standa sig án stuðnings. Þannig má segja að það sé líka til kennaravandamál. Ég vil taka það fram að þetta er mín skoðun, og að hún þarf ekki endilega að vera hárrétt. Skólinn á Unglingaheimilinu er um margt öðruvísi, hér eru 3 kennarar og 10 nemendur auk þess sem uppeldisfulltrúar aðstoða við kennslu. í skólanum er lögð áhersla á stuðning við hvern nem- anda út frá þörfum hans og líflega kennslu, ég held að krökkunum líki vel í skólanum enda upplifa þau kannski í fyrsta skipti að þau skipta máli og að kennslan sé miðuð við þeirra getu. Sama námsefni er á Unglingaheimilinu og í öðrum skólum, t.d. taka þau samræmdu prófin. - Hvað fínnst þér um félagsmál unglinga almennt? - Félagsþörf unglinga er mjög mikil, en henni er lítið sinnt; auðvitað ætti skólinn að sinna þessari þörf þar sem krakkarnir eru níu ár í skólanum, það er þeirra annað heimili sem ber að sinna ýmsum þörfum þeirra, ekki bara námslegum, en svona er það nú. Félagsmiðstöðvar sinna á- kveðnum hóp, íþróttafélögin líka, en það virðist oft gleymast að krakkarnir þurfa meira en þetta. Við sem erum fullorðin vitnum oft til okkar unglingsára, við þurftum ekkert etc. etc., en þegar ég var 15-16 ára þá höfðum við Breiðfirðingabúð, Iðnó, Las Vegas, Lídó, Silfurtunglið og fleiri staði. í dag eru bara félagsmiðstöðvar þar sem vín er bannvara; þetta þýðir að stór hópur unglinga hefur engan stað til að vera á nema planið og götur Reykjavíkur. Hlemmur er eina „Félagsmiöstöðin" þar sem krakkar geta komið ef þau eru undir áhrifunt áfengis. Að þessu leyti er gefinn skítur í krakkana. Þau eru ekki atkvæði og geta því ekki barist fyrir þörfum sínum og óskum. Það þarf að virkja þessa krakka og láta þau berjast fyrir kröfum sínum, láta þau byggja upp starfið í félagsmiðstöðvunum og skipuleggja nýja staði. Við getum t.d. horft á það að krakkar sem eru á planinu um helgar verða oft að labba heim eða húkka sér far. Þessu fylgir áhætta sérstaklega fyrir stelpurnar, við vitum að til eru þeirsem sitja fyrir þessum stelpum, bjóða þeint far og leita síðan á þær. Ef ástandið væri svona hjá okkur hinum full- orðnu er ég hræddur um að við myndurn krefjast úrbóta strax. Það myndi létta krökkunum lífið mikið ef SVR og SVK létu vagna sína ganga til 2 eða 3 eftir miðnætti á föstudögum og laugardögum. Ætli kostnaðurinn væri meiri en svo að hann marg- borgaði sig? Unglingar eiga að sameinast í baráttu fyrir betri kjörum, því það er ósennilegt að þeir full- orðnu geri það fyrir þá. Þeir eru of uppteknir af ári trésins eða ári umferðarmenningar. Hvernig væri t.d. að efna til ritgerðarsam- keppni á elliheimilum um efnið hvernig eigi að búa að unglingum í dag? Nei í alvöru talað, krakk- arnir verða að berjast fyrir tilverurétti sínum. Um leið og ég þakka fyrir gott og uppörvandi viðtal, hlær mér hugur í brjósti yfir því að ungl- ingar skuli að minnsta kosti eiga einn góðan talsmann og máls- vara. Einn er betri en ekki neinn. Alls staðar á landinu: UNG- LINGAR SAMEINIST. Sif Alþýðubandalagið - Skipulag og starfshættir Einingarbarátta íslenskrar vinstrihreyfingar Stjórn Alþýðubandalagsins í | Reykjavík efnir til félagsfundar um ' ofanskráð efni miðvikudaginn 16. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Hreyfils- húsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar og hefst hann klukkan 20.30. Frummælandi: Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður Yfirlýsingu og umræðuhugmyndum laga og skipu- lagsnefndar verður dreift á fundinum til kynningar og umfjöllunar. Að loknu framsöguerindi verða málin rædd í umræðu- hópum. Hópstjórar verða fulltrúar í laga- og skipulags- nefnd AB. Alþýðubandalagsfélagar - fjölmennið á fundinn. Stjórn ABR Endur fyrir löngu tók ég viðtal við tvær stelpur á Unglingaheimilinuí Kópavogi og ætlaði mér svo strax næstu helgi að tala við starfsmenn þar, en þá komu jólapróf og jólin og timburmenn og allt það. Núna loksins dreif ég mig í að ná í Allan Svein Morthens sem hefur unnið þar lengi og átti við hann eftirfarandi samtal. -Er þörf á unglingaheimili? - Já, eins og ástandið er á fs- landi núna er þörf fyrir svona stofnun; annars finnst mér að svona stofnun eigi ekki að þurfa að vera til. - Er kannski þörf á fleirum? - Það er auðvitað spurning sem erfitt er að svara, oft finnst mér að þau þyrftu að vera fleiri. Mat okkar hér á Unglingaheimilinu er að það sé heppilegra að hafa minni heimili þar sem færri krakkar búa og að stofnunar- fordómar gagnvart þessum stað. Þetta hefur þó breyst undanfarin ár, enda höfum við reynt að kynna Unglingaheimilið sem mest út á við. - Hvernig vandamál eiga krakkarnir oftast við að stríða? - Oftast eru fjölskyldu- vandamál ofarlega á baugi. Krakkarnir eiga í erfiðleikum í skólanum og lítið er hægt að hjálpa þeim þar. Krakkarnir eru oft búnir að eiga í langvarandi erfiðleikum áður en þau koma til okkar, og komin helvíti langt nið- ur. unglingar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.