Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 25
Helgin 12. - 13. febfúar 1983 ÞJÓÐVIJJINN - SÍÐA 25 sHák Skákmótið í Wijkaan Zee Þegar nýjasti Eio-listinn kom út í janúar síðastliðnum ráku menn augun í að Ulf Andersson, sænski stórmeistarinn, var kominn í 4. sæti og hefur ekki fagnað jafn háu sæti áður. Karpov, Kasparov og Ljubojevic eru allir fyrir ofan hann, en þess má þó geta að Ljubo- jevic er svo ofarlega á lista fyrir frábæra frammistöðu sína á Olym- píumótinu í Luzern; Andersson á hinn bóginn stóð sig frábærlega vel á hverju mótinu á fætur öðru og má mikið vera ef hann er ekki orðinn skákmaður nr. 3 í heiminum. Hann tapaði aðeins þrem skákum í fyrra og er það til marks um öryggi hans. Karpov sem sjaidan tapar, fékk fjórum sinnum bókað núll. Skákmótið í Wijk aan Zee sem lauk nýlega með öruggum sigri Andersson virðist enn renna stoð- um undir það hald manna að innan fárra ára geti þeim Karpov og Kasparov, sem óumdeilanlega eru bestir, farið að stafa veruleg hætta af Svíanum. Skákstíll Andersson er hreinn og beinn; hann hefur'yndi af því að tefla dauðyflisleg endatöfl með örlitlum stöðuyfirburðum, og tækni hans á því sviði er næstum fullkomin. Skilningur hans á stöðu- baráttu, samfara góðri byrjana- kunnáttu gerir hann einhvem alerf- iðasta andstæðing sem hægt er að hugsa sér. Ulf Andersson. Samkvæmt Elo-stigatöfluni er hann fjórði besti skákmaður heims. Meðfylgjandi myndir eru teknar á Olympíumótinu í Luzern. Andstæðingar hans eru þeir Kortsnoj og Kasparov. 8 ó ó e s r 20. Hc4! Bxg2 21. Kxg2 (C-línan og betir kóngsstaða. Hvað er hægt að biðja um meira?) 22. Hecl Dd7 23. e4 f6?! (Svartur hyggst sporna við framrás e-peðsins. En leikurinn veikir þó fremur varnir svarts en styrkir). 24. Dc3 Hxc4 26. h3 25. Dxc4 Kf7 (Lítill leikur sem þarf ekki að hafa annan tilgang en þann að valda g4- reitinn. Þá eru ekki um minna verð hin sálfræðilegu áhrif sem leikur- inn hefur; það getur verið erfitt að bíða í stöðu sem þessari). 126. .. f5 j 27. Hc3 fxe4 28. Dxe4 Hf8 (Auðvitað ekki 28. - Hc8??. 29. De6+! og vinnur). 29. a4 Kg7 33. f5 Dd8 30. g4 Hf6 - 34. Db4 Hf7 31. Dd4 g5 35. Hc4 32. 14 h6 (En ekki 35. Dxb7? e6! og svartur fær mótspil). 35. .. Kh7 36. Dc3 (Og enn má hvítur vara sig. Eftir 36. Dxb7 Dh8! er svartur enn með í leiknum. Þetta er allt í samræmi við síðustu skák; hvítur sniðgengur löng og flókin afbrigði). 36. .. Dg8 38. axbS axb5 37. Hc7 b5 39. Dd3 Kh8 (B-peðinu varð ekki bjargað). 40. Dxb5 Da8 42. Dc2 Da6 41. Dc4 Da2+ (Mótspil svarts er ekki merkilegt. Þar ræður mestu að hrókurinn er gerlega út úr spilinu). 43. b4 Kg8 44. De4 I Wijk aan Zee voru góðu gömlu stílbrögðin allsráðandi. Sigur hans í 1. umferð yfir Kuligowski þar sem Andersson kreisti fram vinning úr aðeins hagstæðari stöðu, vinningar í skákum við Browne, Van der Wi- el og Hulak eru hreint gulls ígildi. Hann vann einn sigur í viðbót, en í þeirri skák var heppnin honum hliðholl. Andstæðingurinn Viktor Kortsnoj sem þessa dagana er á hraðri niðurleið lék hrottalega af sér í betri stöðu og tapaði. Sá sem þessar línur ritar komst nýlega yfir mótsblaðið frá Wijk aan Zee. Það er vel við hæfi að gefa lesendum skákþáttarins að bragða eilítið á töframeðulum Svíans: 2. umferð: Hvítt: Ulf Andersson Svart: Walter Browne Drottningarindversk vörn 1. Rf3 c5 5. Bg2 Bb7 2. c4 Rf6 6. 0-0 Be7 3. Rc3 e6 7. 5317 4. g3 b6 (Fyrir þá sem eru alveg sérstaklega vel inn í fræðunum má minna á, að Andersson hefur átt mikilli vel- gengni að fagna með öðru tilsvari gegn „Broddgaltar-afbrigðinu", en svo er uppbygging svarts nefnd. Hann hefur yfirleitt leikið 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. Bg5 a6 10. Bxf6 og þannig sigraði hann reyndar Browne í Tilburg á síðasta ári. Það er greinilegt að Browne hefur verið með endurbætur á takteinunum svo Andersson vill verða fyrri til). 7. .. 0-0 9. e3 8. Bb2 a6 (Þá er „broddgölturinn" úr sög- unni). 9. .. d6 13. Rxd5 Rxd5 10. d4 Rbd7 14. Bxd5 Bxd5 11. d5! exd5 15. Dxd5 b5 12. Rh4! g6 (Svartur hyggst ná mótvægi fyrir yfirráð hvíts á miðborðinu og d5- reitnum. En hann er þegar búinn að missa af strætisvagninum. Þann- ig er hagnaður svarts á aðgerðum eftir b-línunni í meira lagi hæpinn). 16. Rg2 Rb6 18. bxc4 Hb8 17. Dd3 bxc4 19. Habl Dd7 20. e4 f5 21. Re3 fxe4 (21, - f4 22. Rd5 er hvítum mjög í hag). 22. Dxe4 Hbe8 23. Dd3 Hf3 (Svartur hefur í síðustu leikjum sínum verið óragur við að leggja mikið á stöðuna. Hann hefur um leið misboðið ýmsum góðum og gildum grundvallarreglum og það notfærir Andersson sér). 24. Bc3! (Hvítur hyggst skipta upp á riddar- anum á b6 og ná algerum yfir- ráðum á d5-reitnum). 24. .. Bd8 28. Hb3 Ba5 25. Ba5 Dc6 29. Dc2 Bd8 26. Bxb6 Bxb6 30. Rd5 27. Hfdl Bc7 Helgi Ólafsson skrifar (Takmarki er náð. Taflmennska Andersson minnir mjög á tafl- mennsku Capablanca. Hann hirðir ekki svo mjög um löng afbrigði, heldur heppilegustu uppstillingu manna sinna). 30. .. HfT8 33. Hb8 De8 31. Db2 Da4 34. Kfl! 32. Hcl He6 (Hví skyldi kóngurinn ekki taka þátt í leiknum? Hér gegnir hann því mikilvæga hlutverki að valda e2-reitinn fyrir innrás hrókanna). 34. .. Df7 35. Hb7 Bf6 (Hvítur leikur og vinnur. Án efa hefur Browne verið í tímahraki því nú þvingar Andersson fram unnið endatafl. Reynandi var 35. - Be7). 36. Hxf7 Bxb2 38. Hel! 37. Hxf8+ Kxf8 (Svona einfalt er það. Hvítur þvingar fram hrókakaup, og með góðan riddara gegn slæmum bi- skup er taflið léttunnið, því í raun og veru er hvítur sælu peði meira. Drottningarvængurinn er læstur af og á kóngsvæng hefur hvítur um- frampeð). 38. .. Hxel+ (38. - He5 39. f4 39. Kxel Kf7 40. Ke2 Bd4 41. f4 h5 42. Kf3 Ke6 43. h3 Bb2 breytir engu). 44. Ke4 Bcl 45. g4 hxg4 46. hxg4 Bb2 47. a4 (Startegía Andersson hefur heppn- ast fullkomlega. Engin löng og snú- in afbrigði, heldur tilfinning fyrir samræmi). 47. .. Bal 50. gxf5+ Kf6 48. Rb6 Bb2 51. Rc8 d5+ 49. f5+ gxf5 (Örvænting). 52. Kxd5! (Einfaldast. 52. cxd5 ætti einnig að vinna, en það gerir einfalt mál flókið). 52. .. Kxf5 55. Rxc5 a5 53. Rd6+ Kf6 56. Kc6 Bc3 54. Re4+ Ke7 57. Rb7 - Svartur gafst upp. ferðinni. Hvítur fær örlítið frum- kvæði út úr byrjuninni, smáeykur það og knýr fram sigur eftir langa og stranga viðureign. 11. umferð: Hvítt: Ulf Andersson Svart: Hulak Enskur leikur 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. g3 g6 4. b3 Bg7 5. Bb2 Rc6 6. Bg2 0-0 7. 0-0 d6 8. d4 cxd4 9. Rxd4 Bd7 10. Rc3 a6 11. Hcl Da5 12. e3 Hfc8 13. a3 Hab8 14. Hel Bg4 15. Dd2 Dh5 16. Rd5 Rxd5 17. cxd5 Rxd4 18. Bxd4 Bxd4 19. Dxd4 Bf3 (Það er ekki að sjá, að hvítur geti státað af betri stöðu hér, og ár- eiðanlega hafa þeir verið margir sem spáðu jafntefli í þessari stöðu. En Andersson eygir vinningsvon. Honum tekst með smá tilfæringum að ná yfirráðum á c-línunni). (Hvítur fer sér að engu óðslega og er það í samræmi við ágætt heilræði Capablanca sem sagði: „í hagstæð- um stöðum þar sem mótspilsmögu- leikar andstæðingsins eru sem næst því að vera á núlli skaltu taka því rólega, endurtaka sömu stöðuna o.s.frv. Með hverjum leiknum aukast möguleikarnir á því að and- stæðingurinn leiki af sér“.) 44. .. Da2+ 46. b5! h5 45. Hc2 Db3 (En ekki 46. - Dxb5 47. De6! o.s.frv.). 47. Dc4 Dbl 48. De4 (Með hótuninni 49. Hc8- og drottningin fellur). 48. .. Db3 50. f6+! 49. gxh5! Kg7 -Laglegurlokahnykkur. 50. -Hxf6 er svarað með 51. Dxe7+ Hf7 52. Dxg5+ o.s.frv. Eða 50. - gxf6 51. Dg6+ Kf8 52. Hc8+ Ke7 53. De4+! De8 mát. Eftir að hafa athugað þessi afbrigði stöðvaði Hulak klukkuna og gafst upp. PDP 11 /34 A Orkustofnun hefur eftirtalinn tölvubúnað til sölu: PDP 11/34A CPU með 248 kbyte minni H9612-AB tölvuskáp FP11 -A kommutölureiknivél í PDP11/34A KK11-A hraðminni í PDP 11/34A Fyrrnefndir hlutir eru framleiddir af Digital Equipment Corporation. SI-9400-84 134 Mbyte Winchester diskdrif ásamt Unibus stjórnstöð framleitt af System Industries. Upplýsingar veitir Ásmundur Jakobsson í síma 83600. Andersson tryggði sér sigurinn í mótinu með því að leggja Júgósla- vann Hulak að velli. Það er sami rólyndislegi stíllinn sem þar ræður ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGt 9-108 REYKJAVlK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.