Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 30
Sölustofnun lagmetis 30 SÍÐA - ÞJÓÐVlL'jlNN Helglri 12. - 13. febrúái1 1983 ’ ALÞYÐUBANDALAGIÐ Árshátíð ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur árshátíð sína laugardaginn 12. febrúar í Þinghóli, Hamra- borg 11. Matur verður að sjálfsögðu á boðstólum; kalt borð og heitir pottréttir, en á undan matnum verður borinn fram lystauki. Stuðlatríó mun leika undir borðum og fyrir dans- inum sem mun duna fram eftir nóttu. Veislustjóri verður Helgi Seljan alþingismaður. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala verður í Þinghóli þriðjudaginn 8. febrúar og miðvikudaginn 9. febrúar frá kl. 20.30 til kl. 22.30. Borðapantanir á sama tíma. Nánari upplýsingar hjá Lovísu í síma 41279. - Alþýðubandalagið í Kópavogi. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn í miðstjórn AB föstudaginn 11. febrúar kl. 20 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Fundinum verður fram haldið á sama stað kl. 10 laugardaginn 12. febrúar. Síðari umferð forvals í Norðurlandi eystra - Hvar og hvenær? Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins um skipan framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar svo sem hér segir: Ólafsfjörður: laugardaginn 12. febrúar í Einingarhúsinu milli kl. 14 og 16. Dalvík: í Bergþórshvoli laugardaginn 12. febr. kl. 13-17 og sunnud. 13. febr. kl. 13-15. Akureyri: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 12, febr. kl. 13-16 og sunnud. 13. febr. kl. 13-18. Húsavík: í Snælandi laugard. 12. febr. kl. 10-12 og 13-16. S-Þingeyjarsýsla: Að Helluhrauni 14 í Mývatnssveit, laugardaginn 12. febr. og í Garði 3, sunnud. 13. febr. til kl. 17. Annars staðar verður farið með kjörgögn til félaga. Raufarhöfn: í Hnitbjörgum sunnud. 13. febr. kl. 16-19. Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, laugard. 12. febr. kl. 13-16 og sunnud. 13. febr. kl. 13-14. Reykjavík: Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, í vikunni fyrir kjördaga á skrifstofutíma kl. 9-17. Unnt er að kjósa utan kjörfundar og ber þeim sem þess óska að snúa sér til uppstillingarnefndarmanna á hverjum stað. Allar nánari upplýsingar veitiruppstillingarnefnd: Páll Hlöðversson, formaður, Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Ragnar Sigfússon, Gunnarsstöðum, Þistil- firði, Ólafur Sigurðsson, Dalvík, Örn Jóhannsson, Húsavík, Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð heldur fund í Þinghóli, laugardaginn 12. febrúar kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun, 2) Önnur mál. Nýr stórsamningur í Bandaríkjunum næststærsti vöruhúsahringur Bandaríkjanna tekur íslenskan kippers framyfir kanadískan Sölustofnun Iagmetis hefur ný- verið gengið frá stórum sölusamn- ingi á reyktri síld, eða kippers til Bandaríkjanna. Það er næst stærsti vöruhúsahringur í Bandaríkjun- um, sem hefur hætt við kanadískan kippers en tekur íslenskan framyf- ir. Hér er um að ræða vöruhúsa- hringinn K-Mart. Að sögn Heimis Hannessonar fortjóra Sölustofnunar lagmetis er fyrsta pöntunin frá K-Mart uppá nær 600 þúsund dósir af kippers. Heimir sagði að hér væri um að ræða stórmál, þar sem K-Mart tekur íslenska framleiðslu framyfir kanadíska og að til umræðu væri nú að fyrirtækið keypti fleiri tegundir af lagmeti frá Islandi, þetta væri aðeins byrjunin. Eins og kom fram í sérblaði Þjóðviljans um sjávarútvegsmál er það norska sölufyrirtækið King Oscar sem annast sölu á kippers fyrir SL í Bandaríkjunum. S.dór Samstarf BSRB og ASÍ við næstu kjarasamninga? Þörf á að mynda sterka samstöðu segir í bréfi forystumanna BSRB til Alþýðusambandsins Forystumenn BSRB, þeir Krist- ján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson, hafa ritað Alþýðu- sambandi bréf þar sem lagt er til að teknar verði upp viðræður um möguleika á formlegu samstarfi BSRB og Alþýðusambands íslands. Þessi ósk kemur í beinu framhaldi af almennum ummælum forystu- manna BSRB á ráðstefnu banda- lagsins um stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir skömmu og skýrt var frá í Þjóðviljanum. í bréfinu til ASÍ tilgreinir BSRB einkum þrjár ástæður fyrir þessari ósk. Segir m.a. að um langt skeið hafi ríkisstjórnir og Alþingi breytt kjarasamningum með lögum og að samtök launafólks verði að gera allt sem unnt er til að stöðva þær aðfarir og að lítil von sé til að á- rangur náist í því máli nema með nánu samstarfi heildarsamtak- anna. Þá segir í bréfi BSRB að verð- bólguþróunin verði sífellt alvar- legra vandamál og að afleiðingar hennar í atvinnumálum, húsnæðis- málum og margháttuðum félags- legum málum skerði lífskjör og' ógni velferð alls almennings. Af þessum ástæðum og vegna þess að búast megi við því að þörf verði á að mynda sterka samstöðu til varn- ar lífskjörum, leggur BSRB til að sem fyrst verði með viðræðum kannaðir möguleikar á formlegu samstarfi BSRB og ASÍ. - v. Alþýðubandalagið Akureyri. Fundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1983. Fulltrúar í nefndum og aðrir félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Bæjarmálaráðsfundur - Alþýðubandalagið Hafnarfirði ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar mánudaginn 14. febrúar, að Strand- götu 41 (Skálanum) kl. 20.30. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Hafnarf- jarðarbæjar 1983. Stjórnin Forval í Vesturlandskjördæmi - Síðari umferð Föstudaginn 18. og laugardaginn 19. febrúar: Uppstillinganefnd Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi hefur á- kveðið að síðari umferð forvals vegna alþingiskosninga fari fram fostudag og laugardag 18. og 19. febrúar nk. Eftirtaldir félagar hafa gefið kost á sér til þátttöku: Einar Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms Gunnar Gunnarsson, skipstjóri, Ólafsvík Jóhann Ársælsson, skipasmiður, Akranesi Jóhanna Leópoldsdóttir, verslunarstjóri, Vegamótum Jóhannes Ragnarsson, sjómaður, Ólafsvík Kristrún Óskarsdóttir, sjómaður, Stykkishólmi Ragnar Elbergsson, verkstjóri, Grundarfirði Ríkharð Brynjólfsson kennari, Hvanneyri Sigurður Helgason, bóndi, Hraunholtum Skúli Alexandersson, alþingismaður, Hellissandi. Nánari upplýsingar gefa uppstillingarnefndarmenn, sem eru: Halldór Brynjúlfsson, Borgarnesi (7355), Kristjón Sigurðsson, Búðardal (4175), Svanbjörn Stefánsson, Hellissandi (6657), Sveinbjörn Þórðarson, Ólafs- vík (6149), Guðjón Ólafsson, Akranesi (1894), Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði (8811), Kristrún Óskarsdóttir, Stykkishólmi (8205) og Sig- urður Helgason, Hraunholtum. Forval Vesturlandskjördæmi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Alþýðubandalagsfélagar af Vesturlandi geta kosið á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Grettisgötu 3 sími 17500, frá og með mánudeginum 14. febrúar til föstudagsins 18. febrúar. Skrifstofan er opin frá 9.00-17 alla dagana. Einnig er hægt að kjósa utankjörfundar hjá úppstillingarnefndar- mönnum. Sjá hina auglýsinguna um forval í Vesturlandskjördæmi. Uppstillingarnefnd. Stjórn SVR þarflaus í augum borgarstjóra segir Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi Það er Ijóst að Davíð Oddsson ætlar að halda þessu stríði sínu við farþega SVR áfram, sagði Guðrún Ágústsdóttir í gær um þá ákvörðun borgarstjóra að selja engin afslátt- arkort þrátt fyrir 25% hækkun. Verðlagsráð hefur heimilað 25% hækkun á fargjöldum, sem er held- ur meiri hækkun en verið hefur á undanförnum 3ja mánaða verð- lagstímabilum, en þrátt fyrir það verða engin afsláttarkort seld. Þetta tel ég mjög óeðlilegt, sagði Guðrún. Ekkert hefur verið fjallað um þessa hækkun eða sölu afsláttar- korta í stjórn SVR. Um það sagði Guðrún: Stjórn SVR hefur ekki komið saman síðan í desember, enda tekur borgarstjóri einn allar ákvarðanir sem að fyrirtækinu lúta. Stjórn SVR er því greinilega þarflaus í augum borgarstjóra, sagði hún. -ÁI Hækkanir á þjónustu Verðlagsráð hefur samþykkt nokkrar hækkanir á þjónustu ýmis konar og verði aðgöngumiða kvik- myndahúsanna. Þeir hækka um 8,7%, eða úr 46 krónum í 50 krón- ur. Fargjöld Strætisvagna Kópa- vogs og Landleiða hækka um 25% og kostar nú 10 krónur í stað 8 króna að ferðast með SVK. Borgarstóri Reykjavíkur hafði farið fram á 25% hækkun á aðgöngumiðum sundstaða í borg- inni og varð Verðlagsráð við þeirri beiðni. Vöruafgreiðslugjöld skip- afélaganna hækkuðu einnig um 20%. Alþýðubandalagið - Skipulag og starfshættir. Einingarbarátta íslenskrar vinstrihreyfingar Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík efnir til félagsfundar um ofanskráð efni miðvikudaginn 16. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar og hefst hann klukkan 20:30. Frummælandi: Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður.Yfirlýsingu og umræðuhugmyndum laga og skipulagsnefndar verður dreift á fundinum til kynningar og umfjöllunar. Að loknu framsöguerindi verða málin rædd í umræðuhópum. Hópstjórar verða fulltrúar í laga og skipulagsnefnd AB. Alþýðubandalagsfélagar fjölmennið á fundinn. Stjórn ABR ABR auglýsir: - Félagsmálanámskeið Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur ákveðið að halda sex kvölda félags- málanámskeið í febrúar og mars. Kennd verða undirstöðuatriði ræðu- mennsku, fundarskapa, framsagnar og samningar blaðagreina. Einnig er ráðgert að fjalla um sögu og uppbyggingu Alþýðubandalagsins. - Þátttak- endur skrái sig fyrir mánudaginn 14. febrúar á skrifstofu ABR, Grettis- götu 3, í síma 17500. - Nánar auglýst síðar. Forval Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í Reykjavík: Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna seinni umferðar forvals Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram í Reykjavík að Grett- isgötu 3 á morgun sunnudag á milli kl. 13 og 15. Ólafur R. Grímsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.