Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 31
Helgin 12. - 13. febrúar 1983
Fargjöld SVR hækka í dag:
Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓBVILJINN - SÍÐA 31
Engin afsláttar-
kort verða seld
í dag hækka fargjöld Strætis-
vagna Reykjavíkur um 25%, - far-
gjöld fyrir fullorðna hækka úr 8
krónum í 10 og barnafargjöld úr 2
krónum í 2,50. Engin afsláttarkort
verða seld nema til aldraðra og ör-
yrkja.
Bráðabirgða-
lögin
afgreidd
á mánudag
Eftir langar ræður og nokkurt
þóf var umræðu í neðri deild al-
þingis um bráðabirgðaiög ríkis-
stjórnarinnar slitið kl. 19.00 í gær-
kveldi.
Það var Sverrir Hermannsson,
sem hafði verið fjarverandi þing-
störf, sem sleit fundi og upplýsti að
tekist hefði gott samkomulag um
að afgreiða lögin nk. mánudag.
-óg.
„Á fundi verðlagsráðs s.l.
miðvikudag voru afgreiddar hækk-
unarbeiðnir frá Landleiðum og
Strætisvögnum Kópavogs", sagði
Sveinn Björnsson formaður verka-
lýðsráðs í samtali við Þjóðviljann í
gær. Var einróma samþykkt 25%
hækkun á fargjöldum þessara fyrir-
tækja og jafnframt samþykkt að
Strætisvögnum Reykjavíkur og
Akureyrar væri heimilt að hækka
sín fargjöld upp að þessu marki.
-ÁI
Leiðrétting
Nafn Kristjáns Benediktssonar,
borgarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins féll niður í frétt Þjóðviljans í
gær þar sem skýrt var frá því hverjir
hefðu stutt kaupin á Doppelmayer
skíðalyftu í Bláfjöllin. 13 greiddu
atkvæði með: 11 borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins (allir nema Al-
bert Guðmundsson) og þeir Sigur-
jón Pétursson og Kristján Bene-
diktsson. Leiðréttist þetta hér
með.
ólafur Ragnar Grímsson
þingflokksformaður
Höggva verð-
ur á hnútinn
næstu daga
Við viljum ljúka þessum þing-
störfum sem allra fyrst, sagði
Ólafur Ragnar Grímsson þing-
flokksformaður Alþýðubandalags-
ins í viðtali við Þjóðviljann í gær.
- Staðreyndin er sú að í þinginu
hefur ríkt pattstaða um margra
mánaða skeið. Ríkisstjórnin og
meirihluti hennar hefur ekki fengið
málum fram í neðri deild einsog
þingræðiskefið nú er. Þetta er að
sjálfsögðu óþolandi ástand og allir
þingflokkar hljóta að vilja höggva
á hnútinn sem allra fyrst, svo hægt
sé að rjúfa þing og boða til kosn-
inga.
- Þá má benda á að ríkisstjórnin
er í sjálfu sér sundurþykk og við
Alþýðubandalagsmenn höfum
engan áhuga á að vera negldir upp
við ríkisstjórn sem samþykkir eng-
in stórmál sem við viljum og teljum
þjóðfélagslega nauðsynlegt að nái
fram að ganga.
- Ég tel því nauðsynlegt að nú
verði hendur látnar standa fram úr
ermum, reynt verði að ná meiri-
hlutasamkomulagi um gang þeirra
mála sem verða að fá afgreiðslu
þingsins og síðan verði þing rofið
einhvern allra næstu daga og boðað
til kosninga.
- Atvinnulífið og pólitískt ástand í
landinu leyfir ekki að þingið starfi
lengur í þófi heldur en þegar hefur
orðið. Það er nóg komið af svo
góðu.
- Um kjördæmamálið eitt og sér
er það að segja að ég tel að ekki sé
um annað að ræða en þeir flokkar
sem eftir margra mánaða samning-
aþóf hafa komist niður á sam-
komulag eftir margvíslegar mála-
miðlanir; þeir eigi einfaldlega að
leggja fram frumvarp strax. Það er
búið að ræða þetta fram og aftur og
auðvitað eru aldrei allir sammála. I
framtíðinni tel ég að sé rétt, að þar-
til gerð nefnd eða stofnun sjái um
að koma fram með tillögur um
breytta kjördæmaskipan og kosn-
ingalög í samræmi við þjóðfélags-
þróun. Þannig gerist þetta yfirleitt
með öðrum þjóðum. En umfram
allt verður að ljúka þessu þingi
strax, svo hægt sé að byrja af alvöru
að vinna að myndun starfshæfrar
ríkisstjórnar og lausn efnahags-
mála, en vandinn stækkar með
hverjum deginum, sagði Ólafur
Ragnar Grímsson að lokum. -óg
Hér lítum við yflr sameiginlega hluta sýningarinnar. - Ljósmynd: ÓK
Sýning í Hagaskóla:
Tilbreyting frá skólavinnu
Nú stendur yfir í Hagaskóla sýn-
ing á verkefnum nemenda í 7., 8. og
9. bekk.
Sýningin skiptist í þrjá flokka: 7.
bekkur er með verkefnið „Við og
umferðin“, 8. bekkur með verkefn-
ið „Sjávarútvegur“ og loks er
blandað verkefni úr öllum bekkj-
Verkefni 7. og 8. bekkjar byggist
á kartonvinnu og myndum og hafa
þau unnið að því í 4 daga.
Blandaða verkefnið er hins vegar
árangur nemenda í allan vetur í
handavinnu og ljósmyndun.
Flestum krökkunum fannst
þetta skemmtilegt verkefni og til-
breyting frá venjulegri skólavinnu.
RJS/ÓK
Óiafur Ragnar Grímsson. Verður
að Ijúka þingstörfum sem allra
fyrst.
Ú tf lu tningsgjaldið:
Ekld tekið við
sölu erlendis
Frumvarpið um Ofíusjóð fiski-
skipa varð að lögum frá efri deild í
gær. Meðal nýmæla og breytinga
sem orðið hafa á þcssum bráða-
birgðalögum er, að fellt var niður
að taka útflutningsgjald af óskipt-
um afla við sölu fiskiskipa erlendis,
en Garðar Sigurðsson alþingis-
maður hafði frumkvæði að þessari
breytingu í neðri deild. Ennfremur
var samþykkt ákvæði til bráða-
birgða um skipun fjögurra manna
nefndar til að endurskoða lögin um
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Einnig á nefndin að kanna hvort og
á hvern hátt olíuöflunarsjóður geti
orðið að liði í þessu sambandi svo
og hvort hljómgrunnur sé fyrir
breyttu og bættu launafyrirkomu-
lagi fiskimanna. - óg
Frumvarp um málefni
fatlaðra nái fram
Samráðsnefnd um málefni fatl-
aðra hefur fagnað því að frumvarp
um málefni fatlaðra hefur nú verið
lagt fram á Alþingi á ný með
breytingum Félagsmálanefndar
neðri deildar og breytingartillögum
Samráðsnefndarinnar, sem fylgja
frumvarpinu. Samráðsnefndin
skorar jafnfamt á Alþingi að fylgja
þessu máli eftir, þannig að frum-
varpið verði gert að lögum á yflr-
standandi þingi, svo þetta mikla
hagsmunamál fatlaðra nái fram að
ganga.
Samráðsnefndina skipa Margrét
Margeirsdóttir, formaður, fulltrúi
félagsmálaráðuneytisins, Arnór
Pétursson ritari, fulltrúi BSRB,
Halldór Rafnar, fulltrúi Öryrkja-
bandalags íslands, Jón Sævar
Alfonsson, fulltrúi Sjálfsbjargar
Landssambands fatlaðra og
Tryggvi Þór Aðalsteinsson fulltrúi
AS*- - ekh
RÍKISSPITALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
AÐSTOÐARLÆKNAR (2) óskast við lyflækninga-
deild til 12 mánaða með möguleika á framlengingu.
Önnur staðan veitist frá 20. mars eða eftir nánara
samkomulagi. Hin staðan veitist frá 1. júní n.k.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrif-
stofu ríkisspítala fyrir 12. mars n.k.
Upplýsingar veita yfirlæknar lyflækningadeildar í síma
29000.
GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild I
Kleppsspítala
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild II
Kleppsspítala.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast í hálft starf til
næturvakta á deild XIII (Flókagötu 29).
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á ýmsar geð-
deildir ríkisspítalanna.
DEILDARRITARI óskast í fullt starf á deild 33C cjeð-
deild Landspítala.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar-
forstjóri í síma 38160.
Fteykjavík, 13. febrúar 1983,
RÍKISSPÍTALARNIR.
Heimilishjálp óskast
Traust og áreiðanleg kona sem hefur reynslu í um-
önnun ungbarna óskast á heimili í Laugarneshverfi,
sveigjanlegur vinnutími.
Upplýsingar gefa Gunnar og Sigrún í síma 25500.
Eiginmaður minn
Hermann Guöbrandsson,
fyrrv. deildarstjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur
lést í Landakotsspítala, gjörgæsludeild 11. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddný Þórarinsdóttir