Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 5
Helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 unglinaasióan_____ Umsjón Helgi Hjörvar Vemdarar vorir að störfum Á leið minni niður Laugaveginn á þriðjudaginn var, sá ég hóp ung- menna á gangstéttinni er höfðu í frammi hina furðulegustu hegðun. Voru þau máluð í framan og öll hin ófrýnUegustu á að líta. Fremstur í flokki gekk hávaxinn maður mjög og var hann í svörtun kufli með svarta hettu og hélt á svörtu orfi er í var ljár. Minnti þessi maður all mikið á Dauðann sjálfan holdi klæddan. En það sem vakti mesta undrun mína og hneykslun var að í orfinu hékk þjóðfáninn (þ.e.a.s. sá bandaríski), þótti mér það í hæsta máta óviðeigandi að tengja fána vina okkar og verndara dauðanum, slíkt eiga þeir menn ekki skilið sem hætta lífi sínu og limum við að snúa konur og börn úr hálsliðnum til þess að koma í veg fyrir offjölgun íbúa jarðar. Næst á eftir þessari furðuveru kom svo nokkur hópur fólks er klætt var í svarta sorppoka og var framan á þá letrað nafn einhvers ríkis sem bandaríkjastjórn heldur verndarhendi sinni yfir (Palestína, Chile, E1 Salvador o.fl.). Minnti þetta einna helst á líkfylgd því ver- ur þessar voru hvítmálaðar og höfðu rauða bletti hér og hvar á lfkamanum. Þessi lík áttu erfitt um gang og slangruðu oft í veg fyrir vegfarendur ellegar ultu á gang- stéttina. Þá kom enn í ljós hversu ágæta vini og verndara vér eigum, því þarna voru þrír vopnaðir vinir vorir af vellinum og beittu þeir byssu- skeftum sínum af mikilli list og hreint og beint börðu þessa apa- ketti áfram. Ahugi verndara vorra á íslenskri menningu er mjög mikill eins og öllum er kunnugt og sannaðist það þarna því þessir kanar og kommún- istabanar höfðu lært íslensku svo vel að þeir töluðu sem innfæddir væru. Rétt áður en „líkfylgd“ þessi kom að gatnamótum Vitastígs og Laugavegar renndi svartur og hvít- ur sendiferðabíll upp á gangstétt- ina og út stigu nokkrir fulltrúar laga og reglu (ekki Bubbi heldur lögreglan) og áminntu dátana um að láta ekki of mikið bera á vopn- 17 1 um sínum því Islendingar væru ekki mjög vanir slíku. Á gatnamótum Laugavegs og | Frakkastígs renndi önnur bifreið i eins og áður var lýst upp á gang- , stéttina og stigu þar út tveir gal- vaskir víkingar og tjáðu „Dauðan- um“ að samkvæmt íslenskum • lögum mætti hann ekki ganga dul- ! búinn og einnig væri það bannað i með svokölluðum fánalögum að festa bandaríska fánann í orf. Að ’ svo mæltu þrifu þeir í hettu manns- 1 ins og tóku fánann af orfinu, brutu hann varlega saman og lögðu hann inn í bílinn. Já loksins endurguldu víkingarnir fyrir allar þær æfingar er þeir fengu náðarsamlegast að stunda upp á Miðnesheiði! Er þessi „fríði“ flokkur kom nið- ; ur á Lækjartorg voru þar staddir um 500 kommúnistar og vildu verndarar vorir ekki halda lengra að óathuguðu máli þannig að þeir stilltu föngum sínum upp í einfalda röð og stilltu sér sjálfir upp fyrir framan þá. Eftir nokkrar ræður er fluttar voru þarna þusti allur manngrúinn út á Lækjargötu og hrifust vinír vorir og verndarar ásamt föngum sínum með. Var nú þrammað í átt að bandaríska sendiráðinu og ætl- uðu kommúnistar sér greinilega að hertaka sendiráðið og ná þannig vini okkar að vestan George Bush. En sem betur fer var öflugur vík- ingavörður til varnar. Þar stóðu helv. kommarnir og hrópuðu ýmis slagorð t.d. gegn vígbúnaði og vík- ingasveitum, lsland úr NATO - herinn burt. Meðan þeir hrópuðu sig hása gafst mér tækifæri til að ræða örlítið við þessa þrjá vini okk- ar og verndara. Ég spurði þá að sjálfsögðu fyrst hvað þeir væru og hvað þeir gerðu? Þeir svöruðu því til að þeir væru bandarískar hetjur sem dræpu konur og börn og önnur hraustmenni þ.e.a.s. gamalmenni. Síðan voru þeir roknir því fangar þeirra voru farnir að hrópa; „Fas- isti, fasisti“, að sjálfum varaforseta herraþjóðarinnar. Var þá ofsinn í kommunum orðinn mikill og verndarar mínir farnir svo ég flúði. Það var svaka fjör í Þórs- merkur- ferð Æ.F. Á föstudagskvöldið (þann 1/7) lagði upp frá flokksmiðstöðinni fríður hópur ungmenna áleiðis í Þórsmörk. Þangað kom flokkurinn (í rútu vel að merkja) um kl. 1.30. Var þá slegið upp tjöldum i Húsa- dal og tekið til við ýmsa skemmtan svo sem söng. Um klukkan eitt á laugardaginn hélt hópurinnn síðan af stað í gönguferð um mörkina. Var fyrst gengið úr Húsadal í Hamraskóg og þaðan yfir í Langadal. Þar fóru nokkrir í söluturninn en aðrir gengu upp á Valahnjúk. Um klukkan fimm var síðan gengið yfir í Húsadal. Um klukkan átta var síðan kveiktur langeldur (grill) og sest að snæðingi. Seinna um kvöld- ið lék Æ.F. Kvartettinn fyrir fólkið ýmis frumsamin lög. Klukkan þrjú daginn eftir var síðan lagt af stað heimleiðis og komum við í bæinn um klukkan átta. Það er holl og góð hreyfing að prfla upp um fjöll og firnindi! Orlofsferðir Alla föstudaga. Gist 1 dag í Budapest Skoöunarferö laugar- daga. Dvalist viö Balatonvatn í sumarhúsum í Alsóörs viö n-a hluta vatnsins. Matarmiðar - skoðunar- feröir - barnagæsla. Börn innan 12 ára frí gisting og hálft far- gjald 4-5-6 manna sumarhús í einkaleigu. Leiösögumaður Emil Kristjánsson kennari. Verö 3 vikur með matarmiðum miöaðv. 4 í bústað um 21.700.- Fá sæti eftir FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoöarvogur 44 sími 91-86255 UNGVERJALAND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.