Þjóðviljinn - 09.07.1983, Page 7

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Page 7
' V 1 '• • « • V • » l » * . Helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SŒ)A 7 Spjallað við alþýðulistamanninn Sæmund Valdimarsson „Einhver sagði mér að hagvöxturinn væri ekki allt” „ Ég var hissa þegar ég heyröi einhvern segja að hagvöxturinn væri ekki allt. Þaö væri fleira til í lífinu. Sjálfur er ég alinn upp í fátækt og eins og sannur Islendingur hugsaði ég aldrei um annað en að vinna og vinna. Ég gekk að minnsta kosti ekkimeðneina listamannsdraumasem ungur maður. En einhvern veginn sótti þetta samt æ meira á mann,“ sagði alþýðulistamaðurinn Sæmundur Valdimarsson, þegar hann var að sýna okkur höggmyndir sínar í matsalnum í Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. Þegar nýr matsalur var opnaður þar í júní, voru verk hans sett upp til sýnis í salnum, enda á það vel við „Gamla drottningin" heitir þessi höggmynd. Pilsið er úr fiskroði. því Sæmundur hefur nú í sumar unnið í Áburðarverksmiðjunni í 30 ár. Á sýningunni eru 21 verk og verða þau í matsalnum fram í miðjan júlí. En hvers vegna skyldi Sæmundur hafa byrjað á högg- myndunum: „Ætli það hafi ekki verið af innri þörf. Það var að minnsta kosti ekki af gróðavon. Ég hef aðeins selt eitt verk um ævina og það keypti Guð- bergur Bergsson. Annað hef ég gefið. Mér er lítið um að selja. Ég hef snúið mér meira og meira að höggmyndunum og trémyndum ýmiss konar, en áður fékkst ég líka við verk úr steinum og svo málaði ég“- „Hefurðu sýnt þessi verk áður?“ „Nokkur þeirra, já. Ég sýndi fyrst verk opinberlega á samsýn- ingu á alþýðulist í Gallerí SÚM ár- ið 1974. Svo átti ég verk á sýningu svokallaðra naivista á Kjarvals- stöðum í fyrra:“ „Ertu naivisti?" „Mönnum er frjálst að kalla þetta það sem þeir vilja. Ég hef ekkert vit á því. En ég geri þetta eftir mínu eigin höfði, - ég hef minn stíl, hvað sem menn vilja kalla verkin.“ „Hefurðu góða aðstöðu til að vinna við höggmyndirnar?“ „Ég geri þetta í bflskúrnum. Ég er oft marga mánuði við hvert verk. Ég get ekki unnið nema þeg- ar ég er í formi. Sjáðu til dæmis þetta verk, það heitir hamingja. Þetta er svona formlaust, eins og hamingjan og hefur engin ein- kenni. Þú veist ekki af henni fyrr en hún er farin framhjá", og Sæmund- ur bendir okkur á viðardrumb. „Eða þessi hérna. Þetta er hvorki kona né barn - óánægð með sjálfa sig - feit og ólánleg. Kannski verður hún einhvern tíma eitt- hvað“, og Sæmundur bendir á annan drumb, með barnsandlit og digran skrokk. Við göngum með Sæmundi um sýninguna og hann útskýrir hvert verk fyrir sig. „Þessi heitir „Ekki Stalín“. Ég varð að skíra hana það, því allir héldu að þetta væri Stalín. Og hér er önnur með fiskroði. Ég nota ýmis konar náttúruefni, söl, steina, roð og fisk- bein“ segir Sæmundur. Hann talar um verkin eins og lifandi fólk. Spá- ir í þau, hvað úr þessum persónum verði og hvað þær séu eiginlega að hugsa. Þegar gengið er út úr matsalnum blasir við strompurinn úr Áburðar- verksmiðjunni. Ojá, segir Sæmundur, „þetta umhverfi er nú svona og svona og margt hægt að segja um það. En það hefur að minnsta kosti ekki drepið í mér löngunina til að fást við myndlist. Þegar ég kem heim af vöktunum, sest ég niður með spýtu og járn og þá dettur mér ýmislegt í hug.“ Við kveðjum Sæmund og þökkum honum fyrir að fá að skoða þessa sérkennilega sýningu, en rétt er að geta þess að lokum, að það var Þorsteinn Jónsson hjá listasafni ASI sem valdi verkin sem sýnd eru þarna í matsalnum. þs Sæmundur á heimili sínu með eitt verka sinna. „Verðandi einstæð“, höggmynd eftir Sæmund. Lóðaeigendur athugið Loftorka s.f. sýnir og kynnir einingahúsaframleiðslu sína að Áslandi 2, Mosfellssveit. Sýnt verður steypt einingahús tilbúið undir tréverk og málningu, teikningar og Ijósmyndir af framleiðslunni og kynntar verða byggingar- aðferðir. Komið, skoðið og fræðist um möguleikana í steyptu einingahúsunum. Viðurkennd byggingaraðferð, vönduð vinna, gott verð. Dæmi um verð á steyptu einingahúsi, frá plötu, með uppsetningu, frágengnu þaki, gluggum, gleri, útihurðum og raflögnum. 150 m2 kr. 774.800.- 245 m2 kr. 1.295.700.- Sýningin verður 9. og 10. júlí frá kl. 13 til 18 báða dagana að Árlandi 2, Mosfellssveit. (Við Vesturlandsveg í Helgafellshverfi). DiOPir •RKA Borgarnesi símar 93-7113 og 93-7155 (kvöld) Reykjavík sími 72133

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.