Þjóðviljinn - 09.07.1983, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983
dægurmál (sígiid?)
• m.
I. / > y?
*rf*'*' i * 7
rv
Í^rcr
Ó V <:
Egó kom fram með tvo nýja liðsmenn, en hér eru þeir sem fyrir voru, Bergþór, Rúnar og Bubbi Morthens.
Enn kátt og fátt í Höllinni
Pósturinn
Páll
Nýverið kom út barnaplatan
Pósturinn Páll sem allir þekkja úr
samnefndum framhaldsmynda-
flokk úr sjónvarpinu, sem sýndur
hefur verið undanfarna sunnu-
daga.
Mér finnst platan ekkert sér-
stök en strákurinn minn sem
verður fimm ára nú í haust er ekki
á sama máli. Hann kann svo
sannarlega að meta hana og sagði
mér í óspurðum fréttum að hún
væri mjög góð. Ekki ætla ég að
draga hans orð í efa því sá stutti
veit hvað hann syngur í þessum
efnum og hefur nokkuð „sæmi-
legan“ smekk. Eða eigum við að
segja að hann hafi fengið „gott“
uppeldi. Hann er nýkominn yfir
tímabil þar sem Clash, Killing
Joke, Stuðmenn og Bubbi voru
það eina sem mátti spila. Núna er
Póstirnn Páll eina platan sem má
spila á heimilinu. Ef tilraun er
gerð til að spila eitthvað annað
fer allt í bál og brand.
Ég ætla ekki að hafa þessi orð
fleiri en það eru í mínum augum
meðmæli með plötu, að heilla
strákinn svona rækilega eins og
Pósturinn Páll gerir.
JVS.
Tónleikarn'ir í Höllinni síðast-
liðinn laugardag stóðu fyllilega
undir þeim vonum sem við þá
voru bundnar. Hjálpaðist þar allt
að: góðar hljómsveitir, góður
hljómburður og góð stemmning.
Er ég efins um að jafn góðir tón-
leikar hafi verið haldnir hér í háa
herrans tíð.
Eins og vera ber var húsið opn-
að klukkutíma seinna en áætlað
hafði verið. Illa gekk að koma
hljómflutningstækjunum upp og
„sándtékkið" byrjaði því seinna
en ráð var fyrir gert. Áheyrend-
um var hleypt inn í salinn um
klukkan níu og tuttugu mínútum
seinna hófust svo tónleikarnir.
Þeir sem þekkja hina íslensku
„nákvæmni" í sambandi við tón-
leikahald mættu „stundvíslega“
en hinir urðu að láta sér nægja að
kúldrast í anddyri Hallarinnar í
klukkutíma.
Hvað um það, Deild 1 hóf tón-
leikana um hálf tíu. Hljómsvein
er skipuð ýmsum þekktum
hljómlistarmönnum: Sigurgeir
Sigmundssyni og Eiríki Hauks-
syni úr Start, Ásgeir Bragasyni úr
Purrk Pillnikk, Richard Korn
sem ieikur með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og lék með Magnúsi
Þór Sigmundssyni á plötunni Gat-
an og sólin og Björgvini Gíslasyni
en hann er öllum tónlistarunn-
endum kunnur af iöngum og
glæsilegum ferli. Þeir léku fjögur
eða fimm lög sem ég held að hafi
fallið vel í kramið hjá áheyrend-
um. Þetta eru allt úrvals
hljóðfæraleikarar en „sándið“
var lélegt og ekki mikill tími til að
gera neinar rósir. Ég er þeirrar
skoðunar að ef hljómsveitinni
endist aldur þá eigi hún eftir að
láta mikið að sér kveða á kom-
andi árum. Það verði annaðhvort
allt eða ekkert.
Grýlurnar stigu næstar á
sviðið, prúðbúnar að vanda. Þær
eru nýkomnar úr tónleikaferð um
Norðurlönd en ekki hef ég heyrt
hvernig sú ferð gekk. Grýlurnar
komust klakklaust frá sínu og
auðheyrt að þær voru í fínu
formi. Þær léku ekki nema fjögur
eða fimm lög. Þótti sumum það
gott en öðrum miður. Ég heyrði
tvo tónleikagesti ræða af miklum
áhuga um Grýlurnar og voru þeir
fullkomlega á öndverðum meiði.
Að endingu sættust þeir á að fella
málið af dagskrá og fá sér einn
sterkan þess í stað. Ekki voru all-
ir jafn sáttfúsir og þessir tveir
ágætu félagar því sveita-
balla-stemmningin réði ríkjum
framan af með öllum sínum blæ-
brigðum og litaskrúði.
Egóið þurfti að gera hlé á sín-
um flutningi vegna slagsmála.
Það var fyrst og fremst Bubba að
þakka að slagsmálin fjöruðu að
mestu út. Gaman var að sjá hve
hann hafði góða stjórn á liðinu og
tókst vel að eyða þessari leiðinda
stemmningu sem myndast hafði.
Egóið var með nýtt prógram og
lék að ég held jafnlengi og Grýl-
urnar og Deild 1 til samans.
Áheyrendur kunnu svo sannar-
lega að meta það. Hið nýja pró-
gram Egósins var með því besta
sem ég hef heyrt frá hljóm-
sveitinni. Hinir tveir nýju með-
limir hljómsveitarinnar stóðu sig
með prýði. Hinn nýi hljómborðs-
leikari, Gunnar Karlsson, er mik-
ill styrkur fyrir hljómsveitina og
gefur henni tækifæri til að
„breikka“ sig mikið. Nýi tromm-
arinn, Jökull Úlfson, er ekki al-
veg jafngóður og Magnús en
hann kemur ábyggilega til með
að spjara sig vel. Hann gerði eng-
ar rósir en það sem hann gerði,
gerði hann vel og er óvíst hvort
Egóið hafi getað fundið heppi-
legri eftirmann fyrir Magnús.
Eftir að Egóið hafði lokið sér
af þurftu menn að bíða í 30 mín-
útur eftir Echo and the Bunny-
Echo and the Bunnymen á sviðinu í Laugardalshöil. Myndirnar á síðunni tók Leifur.
men. Fara þurfti yfir græjurnar,
rétta þær af sem aflagast höfðu í
hamaganginum á undan og yfir-
fara „sándið“. Voru ýmsir orðnir
þreyttir á þessari bið og létu ó-
spart til sín heyra. En öll él styttir
upp um síðir og um hálf tólf stigu
Echo and the Bunnymenn fram á
Grýlurnar komu fram í Laugardalshöll nýkomnar úr Skandinavíu-
hljómleikaferð og rétt óbyrjaðar í sumarfríi. Hér er forsprakki þeirra,
Ragnhildur Gísladóttir, í Höllinni á laugardag.
svið Hallarinnar við mikil fagn-
aðarlæti.
Það voru ekki fjórir menn sem
stigu fram heldur átta. Hljóm-
sveitin er að koma úr miklu
ferðalagi um Bandaríkin og hing-
að til lands kom fjórtán manna
hópur. Þar af fjórir aðstoðar-
hljóðfæraleikarar, gítarleikari,
fiðluleikari, cellóleikari og
bongótrommuleikari. Liðið var í
banastuði og lék við hvern sinn
fingur. „Sándið“ var óaðfinnan-
legt og krafturinn rosalegur. Þeir
sögðu það gárungarnir að á
sviðinu í Höllinni þetta kvöld
hefði mátt sjá alla hátalara sem til
eru í landinu.
Hljómsveitin lék mestmegnis
gömul lög, svo sem „Back of lo-
ve“, „Heaven up here“,
„Simple“ og að sjálfsögðu „Cutt-
er“ við fádæma hrifningu, enda
sennilega eina lagið sem allir
þekktu af dagskrá hljómsveitar-
innar. Echo and the Bunnymen
voru frábærir á þessum tón-
leikum og er langt síðan jafn góð
erlend hljómsveit hefur haldið
hér tónleika. Áheyrendur kunnu
svo sannarlega að meta hljóm-
sveitina og létu óspart í sér heyra.
Stemmningin var þrælmögnuð og
brutust út mikil fagnaðarlæti þeg-
ar hljómsveitin kom fram til að
leika aukalagið.
Tónleikarnir heppnuðust í alla
staði mjög vel og eiga aðstand-
endur þeirra mikið lof skilið fyrir
framtakið. Eitt olli nokkrum
vonbrigðum en það var fámenn-
ið. Á tónleikunum voru um 1700
manns sem er lítið ef miðað er við
að þarna voru okkar bestu hljóm-
sveitir og er hreint óskiljanlegt að
fleiri skyldu ekki mæta. En þeir
sem heima sátu geta nagað sig í
handarbökin fyrir að missa af
þessum einstæða tónlistarvið-
burði. JVS.
Umsjón
Sif
Jón Viftar
Andrea