Þjóðviljinn - 03.08.1983, Síða 3
Miðvikudagur 3. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Skúli Thoroddsen, starfsmaður Dagsbrúnar:
Helgarvinnubann verndar
gegn óhóflegu vinnuálagi
Þann 26. maí í fyrra sendi Vinnu-
veitendasamband íslands Verka-
mannafélaginu Dagsbrún bréf þar
sem þeirri skoðun Vinnuveitenda-
sambandsins á helgarvinnubönn-
um var lýst sem markleysu og ó-
skuldbindandi fyrir alla hlut-
aðeigandi aðila og brot á kjaras-
amningum. Dagsbrún sendi bréf
um hæl, þar sem þeirri skoðun var
lýst, að hér væri ekki um að ræða
brot á kjarasamningi og á það bent,
að helgarvinnubann hefði verið í
gildi um áratugaraðir á sumrin á
félagssvæði Dagsbrúnar án þess að
Vinnuveitendasamband íslands
hefði fyrr hreyft mótmælum.
Þann 10. nóvember 1981 var í
Félagsdómi kveðinn upp dómur í
máli sem Vinnuveitendasamband-
ið höfðaði fyrir hönd nokurra fyrir-
tækja á Vestfjörðum á hendur Al-
þýðusambandi íslands til að fá
helgarvinnubann Verkalýðsfélags-
ins Baldurs dæmt ólöglegt. Félags-
dómur kvað upp þann úrskurð, að
slík vinnustöðvun bryti ekki í bága
við lög. Verkalýðsfélög hafa því
fyllsta rétt á því að samþykkja slíkt
bann og slík bönn hafa verið sett á
sumrin um áratugi. Við spurðumst
fyrir um það hjá Skúla Thorodd-
sen, starfsmanni Dagsbrúnar,
hvers vegna þörf væri talin á slíku
banni.
„Það er einfaldlega þannig, að ef
Áframhaldandi
vinna hjá BÚR
Togarar koma fullhlaðnir að landi
Verkamannafélagið Dagsbrún í
Reykjavík hefur í sumar sett helg-
arvinnubann á hafnarvinnu, fisk-
vinnslu og steypuvinnu og Verka-
kvennafélagið Framsókn hefur
einnig sett á helgarvinnubann í
fiskvinnslu fyrir sínar félagskonur.
Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur
fengið þrjár undanþágur til að
vinna á laugardögum í júlí og þar
hefur verið mikil vinna. Fyrirsjáan-
legt er að hin mikla vinna haldist
áfram, því í gær var landað full-
fermi úr Ottó N. Þorlákssyni,
Snorri Sturluson kemur fyrir helgi
með 200 tonn af karfa og Jón Þor-
láksson er á leiðinni með 120 tonn
af þorski.
„Frystihúsum í Reykjavík var
þrisvar sinnum veitt undanþága frá
helgarvinnubanninu í fyrrasumar,"
sagði Skúli Thoroddsen, starfs-
maður Dagsbrúnar í samtali við
blaðið í gær, „en BÚR hefur nú
þegar fengið þrisvar sinnum
undanþágu í hraðfrystistöð sinni og
fjórum sinnum í saltfiskverkun-
inni. í ár var haft fyllsta samráð við
starfsfólk í öllum frystihúsum í
Reykjavík sem og við hafnarvinnu
og á steypustöðum varðandi helg-
arvinnubannið, m.a. með at-
kvæðagreiðslum, þar sem mótat-
kvæði gegn banninu voru teljandi á
fingrum annarrar handar."
ast
Reykjavík:
Kaldasti júlí
aldarinnar
Gott fyrir norðan
Kaldasti júli síðan 1887 er niður-
staðan úr veðurfarsmælingum í
Reykjavík að sögn Öddu Báru Sig-
fúsdóttur veðurfræðings. Akur-
eyringar hafa hinsvegar búið við
gott vcður í júlí, meiri hita en í
meðalári, minni úrkomu og fleiri
sólarstundir.
Nýliðinn júlímánuður er þriðji
kaldasti júlí síðan reglulegar mæl-
ingar hófust árið 1880, var kaldari
árin 1885 og 1887. Meðalhiti í júlí
1983 var 8,5 stig, sem er 2,7 stigum
lægra en í meðalári. Þá er miðað
við meðalhita áranna 1931-1960.
Júlí nú er heilu stigi kaldari en þeir
kollegar hans sem kaldastir hafa
verið á öldinni, árin 1921, 1975 og
1979. Þessum kulda í Reykjavík
hefur fylgt sífelldur dumbungur og
mikil úrkoma, helmingi meira en í
meðalári sem þó telst ekki afbrigði-
legt að að sögn Öddú Báru. Sól-
skinsstundir hafa verið óvenjufáar
í bænum undanfarinn mánuð,
aðeins 89, helmingi færri en í
meðalári, og aðeins þrjá júlímán-
uði hefur sólin verið sparari á geisl-
ana við reykvíkinga síðan mælingar
hófust árið 1923.
Á Akureyri er meðalhiti í júlí
hinsvegar 11,6 stig, o,7 stigum yfir
viðmiðunarhita. Urkoma hefur þar
verið í tæpu meðallagi og sólskins-
stundir fleiri en í meðalári.
Á Hveravöllum er júlímánuður
tveimur stigum kaldari en áætlaður
meðalhiti þess mánaðar. Talan er
5,6 stig fyrir 1983, og aðeins einn
júlí hefur mælst kaldari, á árinu
1970; 4,4 stig.
„Þessi þráláta vestanátt næðir
um okkur sunnanlands, en er orðin
hlý norðan heiða“ sagði Adda
Bára. Hún sagði engar ályktanir að
draga af þessum kuldum í Reykja-
vík.ágúst gæti þessvegna orðið
góður. „Undanfarin allmörg ár
hefur kólnað í veðri, en hitinn er
alltaf að breytast og engin leið að
segja til um lengd kuldakasta."
- m
Ungur maður í gæsluvarðhald:
Ungur maður var um helgina úr-
skurðaður í gæsluvarðhald vegna
líkamsárása og þjófnaðar á tjald-
svæðinu við Húsafell, en mikill
fjöldi unglinga var þar samankom-
inn um Verslunarmannahelgina.
og stuldur
Maðurinn réðst að ungum pilti í
tjaldi einu og barði hann illilega.
Þá var hann einnig ákærður fyrir
þjófnað úr tjöldum á svæðinu.
Rannsóknarlögreglan er með mál
mannsins til frekari athugunar.
fólk neitar að vinna urn helgar vofir
yfir því hætta á uppsögn. Við höf-
um beinlínis mörg dæmi um slíkt.
Því er þessi regla sett á; félagið er
einfaldlega að vernda fólkið.
Verkalýðsfélögin hafa ætíð lagt
mikla áherslu á, að verkafólki væri
það rnikið hagsmunamál að sporn-
að yrði gegn óhóflegu vinnuálagi.
Jafnframt er með þessu verið að
knýja atvinnurekendur til þess að
skipuleggja vinnuna betur, þannig
að fólk þurfi ekki að vinna óhóf-
lega yfirvinnu. Það er vitað mál, að
ef atvinnurekendur biðja fólk að
vinna kvöld- eða helgarvinnu á það
mjög óhægt um vik með að neita,
því þá á það á hættu að fyrirgera
rétti sínum til vinnunnar."
- Hvað með verðmæti þjóðar-
búsins, kann einhver að spyrja.
„Ég held, að íslenskt verkafólk,
einkum í fiskvinnunni, geri sér full-
ljóst hversu þýðingarmikið það er
fyrir þjóðarbúið að það skapi sem
verðmætastar afurðir. Sú spurning
vaknar á móti: hvað fær þetta fólk í
staðinn fyrir vinnuálagið? Ég get
tínt það til: það fær erfiðustu störf-
in, lægsta kaupið og vinnuþrælkun.
Ég er þeirrar skoðunar, að helg-
avinnubanni beri að framfylgja sé
það á annað borð sett á, annars nær
það engum tilgangi. En ég teldi
einnig koma til greina að veita ein-
hverjar undanþágur gegn því að
fólk fengi greidda næturvinnu á
laugardögum, eins og nú er ef unn-
ið er þá daga, en að auki fengi það
sérstakan frídag eða frídaga fyrir
þá þjónustu sína við þjóðfélagið í
heild að bjarga þeim verðmætum,
sem við öll lifum á.“
ast
Það var glampandi sól og blíða á Isafirði yfir verslunarniaiinahclgina og
heilmargt að sjá í fjörunni. Fjöldi fólks var á fjölskylduhátíð sportbáta-
eigenda í Djúpmannabúð í Mjóafirði og hátt á annað hundrað í Reykja-
ncsi. Að venju var einnig Ijöldi ferðamanna á llornströndum. Strákarnir
heita Arnaldur Máni, Steini og Óskar og nutu sólarinnar á stuttbuxum.
Ljósm. EÞ.
Friðarganga ’83
Lestrarefni og annar söluvarningur á skrifstofu Samtaka herstööva-
andstæöinga
HÖFUM TILSÖLU KILJUR MALS OG MENNINGAR:
Stöðvun Friðarumræðan af sjónarhóli kirkju og Kirkja og
kjarnorku- kjarnorku-
vígbúnaðar kristinna safnaða vígbúnaður
eftir
Edward Kennedy
og
Mark Hatfieid
ásamt ýmsum öðrum fróðleik í prentuðu máli sem allir friðarsinnar þurfa að
kynna sér
Höfum líka til sölu hljómplötur Heimavarnarliðsins:
„Hvað tefur þig bróðir“ og
„Eitt verð ég að segja þér“,
„Það er engin þörf að kvarta“ meðBöðvari
„Þjóðhátíðarljóð ’74“ SXtiSEi*..
Friðargöngu-peysurnar
eru enn til í öllum stærðum, en birgðir eru takmarkaðar.
Smelltu þér því á eina strax!
Líttu við á skrifstofunni.
Skráning í Friðargöngu ’83a\\a daga fram til laugardags 6. ágúst.
Samtök herstöðvaandstæðinga
Frakkastíg 14, fíeykjavík Símar 17966 og 29212.