Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVItJfNNHelgin 3. - 4. márs 1984 skamnrtur af norskri sjónvarpshefnd Sú skoðun mun nokkuð útbreidd hérlendis að menningarleg stefnumörkun íslenska sjónvarpsins sé dálítið óljós. Þeir illvígustu halda því jafnvel fram að hún sé engin. Þetta er rangt. Hver sá, sem á íslenska sjónvarpið horfir að stað- aldri, fer ekki í neinar grafgötur um það, að stefnu- mótun sjónvarpsins, hvað varðar dagskrána, lýtur einu allsherjar lögmáli, nefnilega því að flytja íslensku þjóðinni nær eingöngu erlent efni, soðið niður í kass- ettur handa enn öðrum útlendingum. Það er jafn fáránlegt að gera því skóna aö íslenska sjónvarpið sé íslenskt einsog að halda því fram að skoskt vískí og rússneskt vodka séu íslenskar guða- veigar. íslenska sjónvarpið verður ekki íslenskt fyrr en landsmenn eru búnir að horfa á það, meðtaka boð- skap þess og bæta því inní daglegt hegðunarmunstur, með því til dæmis að taka upp siði og háttu Dallas- famelíunnar. Á sama hátt verður skoskt viskí og rússneskt vodka þá fyrst íslenskt, þegar íslendingar eru farnir að veltast um í ölæði eftir að hafa sturtað í sig þessum útlendu brennivínum. Engum íslendingi vekur það lengur nokkra undrun, þó aukning á umsvifum sjónvarpsins sé eingöngu ' miðuð við það að auka á erlent efni til flutnings, og svo háþróaðir erum við og leiknir í að beita betlistafnum að farið er að leita hófanna við erlendar þjóðir um að fá að sjónvarpa dagskrám þeirra beint í gegnum íslenska kerfið. Líklega fyrsta og eina „fullvalda" þjóðin á byggðu bóli, sem lætur sér detta slíkt í hug. Því hefur stundum verið haldið fram, og með nokkr- um rökum, að hefnigirni norðmannaog langrækni séu lítil takmörk sett og er skemmst að minnast konu sem var af norsku bergi brotin en búsett á íslandi og mælti þessi orð við hátíðlegt tækifæri: „Þá skal ek nú muna þér kinnhestinn". Ljóst er að norðmenn bera enn talsverðan kala til íslendinga. Og síðan hvenær?, kann nú einhver að spyrja. Því er auðsvarað. Þeir hafa enn ekki getað gleymt því hverjar viðtökur Þangbrandur Vilbaldús son greifa fékk hérlendis þegar hann kom til (slands á ofanverðri tíundu öld til að kristna landsmenn. Um þennan útsendara Ólafs Tryggvasonar ortu þeir níð, beittu hann galdri og migu á hann, frekar en láta hann ausa sig vatni. Uppnefndur var hann „argr goðvargr" og Galdra-Héðinn í Kerlingardal var til þess keyptur að koma honum fyrir, með blótveislu á Arnarstakksheiði. Og þar munaði mjóu, því einsog segir í Njálu: „Þá Þangbrandur reið austan, þá brast í sundur jörðin undir hesti hans, en hann hljóp af hestinum og komst upp á bakkann, en jörðin svalg hestinn með öllum reiðingi, og sá þeir hann aldri síðan. Þá lofaði Þangbrandur guð". Þegar Þangbrandur var búinn að drepa hér eitthvert slangur af íslendingum fór hann svo aftur til Noregs og sagði Ólafi konungi farir sínar ekki sléttar og hefði konungur drepið alla íslendinga í Noregi ef Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason hefðu ekki beðið þeim griða og lofað að kristna íslendinga, sem þeir gátu náttúrlega aldrei efnt og þar við situr. En nú er tækifærið komið upp í hendurnar á norð- mönnum að hefna sín grimmilega á íslendingum fyrir fornar misgjörðir. Nú skulu íslendingar, sem ekki létu skírast, ausnir norsku morgun- og miðdegissjónvarpsdagskránni, sem kvað vera öðrum sjónvarpsdagskrám nafntogaðri og þá ekki endilega fyrir „skemmtileg- heit“, einsog svonalagað var kallað í mínu ungdæmi. Nú rekur Ragnhildur Helgadóttir erindi Noregskon- ungs líkt og Gissur, Hjalti og Síðu-Hallur forðum og verið er að kanna það í fullri alvöru, hvort íslendingar geti fengið að njóta norska skólasjónvarpsins og - svo gripið sé nú niður af handahófi í norsku dagskrána þann tíma sem til greina kemur að sjónvarpa á íslandi - þátta eins og: Geitarækt í Jötunheimum, Þjóðtrú í atvinnulífinu í Norge, hlutverk harðangursfiðlunnar í norsku þjóðlífi, heimatrúboð leikmanna í Raumaríki, vegagerð í Röl- dal, Holmekollen-loppets problemer, trú og líf frá- skildra, útivinnandi, einstæðra mæðra í Þelamörk, norskir frístundapennar í dag, kristnar bókmenntir í mótbyr, saga og leyndarmál geitarostsins og allt kryddað með dagvissum guðspjallasöng norskra sér- trúarflokka. Þegar þetta er gengið í gegn og komið inn á gafl hjá öllum íslendingum, má segja með sanni að búið sé að hefna ófara Þangbrands, sem gekk erinda Ólafs T ryggvasonar Noregskonungs á ofanverðri tíundu öld og ætlaði að kristna landslýð með „yfirhellingu". Og þegar norsku poppþættirnir og norsku „Skon- rokin“ fara að herja á íslensku heimilin, þá á hún ekki svo illa við gamla og góða vísan: Efnið það er einskis nýtt ætlað norskum bjánum en bara ef ég fæ það frítt fagna ég því á skjánum. Flosi skraargatiö Dansk-Islandsk Fond hefur veitt Magnúsi Bjarnasyni 1000 danskar krónur í styrk til „eflingar andlegu sam- bandi á milli landanna" eins og segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Magnús er einn 47 ís- lendinga sem hljóta styrk úr sjóðnum þetta árið, en samtals nema styrkirnir 51.000 dönskum krónum. Það sem vekur athygli við styrkinn til Magnúsar er hins vegar það að styrkurinn er veittur til náms í hermennsku og hernað- arfræðum, sem Magnús hefur lagt stund á í Ryeskaserne í Fre- dericia á Jótlandi. Ætti dansk- íslenskum hernaðaranda að vera vel borgið eftir þessa fjár- veitingu. Þjóðviljinn reyndi án árangurs að ná tali af Magnúsi í gær. Nýlega tók til stafa einkafyrirtæki í Reykjavík er nefnist Grandara- díó og er tilgangur þess að þjóna bátum sem gerðir eru út frá Reykjavík. Sá sem rekur fyrir- tækið heitir Magnús Ásgeirsson og segir hann í viðtali í Fiskifrétt- um í vikunni: „Strax á fyrstu dögum varð ijóst að þörfin var brýn. Fyrstu viðskiptavinirnir gerðu strax vart við sig, það voru fiskkaupendur, starfsmenn hafn- arsvæðisins, fiskmatsmenn, hafn- arvogin að ógleymdum bátaflot- anum sjálfum. Þjónustan sem Grandaradíó veitir bátunum er að panta kostinn, olíu, veiðar- færi, froskköfun, allar aflameld- ingar og upplýsingar til fisk- kaupenda og fjölskyldna sjó- manna.“ Magnús Ásgelrsson að störfum í Grandaradio. Margar toppstöður losna hjá SÍS á þessu ári og því næsta og er búist við töluverðri valdabaráttu. Krist- leifur Jónsson, bankastjóri Sam- vinnubankans, lætur af störfum á næstunni og er talið að Geir Magnússon, forstjóri fjármála- deildar SÍS, taki við stöðu hans. Þá hættir Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, um næstu áramót og telja suinir sennilegt að Sigurður Markússon, forstjóri Valur: Fólkið stendur í biðröð Garðar: Býsna góð ræða sjávarafurðadeildarinnar, taki við stöðu hans en Guðjón B. Ól- afsson, forstjóri Icelandic See- food Corp. í Bandaríkjunum, setjist í stól Sigurðar í sjávaraf- urðadeildinni en stoppi þar þó ekki lengi við. Eriendur Einars- son, sjálfur aðalforstjórinn, hættir nefnilega á næsta ári og hefur Guðjón verið talinn líkleg- asti eftirmaður hans. Þó mun Valur Arnþórsson, forstjóri KEA og stjórnarformaður SÍS, einnig koma þar til greina. Valur Arnþórsson stýrir einhverju stærsta fyrirtæki landsins, KEA, og mun mjög fastur í þeirri stöðu og valdamikill. Framsóknar- menn munu margoft hafa boðið honum sæti á framboðslistum sín- um nyrðra og jafnvel ýjað að honum að hann ætti þá ráðherr- astól jafnframt vísan en Valur hefur hafnað öllu slíku, telur sig hafa meiri völd sem forstjóra KEA. Það er til marks um styrka stöðu hans í fyrirtækinu að fyrir jól kemur hann ekki fram á skrif- stofurnar til að bjóða starfsfólki sínu gleðileg jól, eins og víðast tíðkast, heldur stendur starfs- fólkið í biðröð fyrir utan skrif- stofu hans til að fá að óska honum gleðilegra jóla. Garðar Sigurðsson alþingismaður getur á stundum verið býsna kaldhæð- inn. Þegar Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hélt „eld- messu“ sína sl. fimmtudag í Al- þingi útaf gatinu í fjárlögunum þóttust margir þekkja af orðalagi textans að ekki hefði Albert sam- ið ræðuna. Aftur á móti sat að- stoðarmaður hans Geir Haarde í hliðarsal og fylgdist með, svo vel að hann las afrit af ræðunni um leið og Albert flutti hana. Garðar Sigurðsson gekk þar hjá, leit á Geir og sagði: „Þetta er býsna góð ræða hjá þér Geir“. NÚ í vikunni mun hafa hist á laun í Reykjavík hópur karlmanna sem hyggjast stofna Samtök undirok- aðra karlmanna (skammstafað SUND). Flestir eru þessir karl- menn giftir og á miðjum aldri. Telja þeir sig hafa orðið algjör- lega undir í hagsmunastreitunni í þjóðfélaginu, ekki aðeins af hálfu kvenna heldur kerfisins í heild. Stöðugt sé verið að hygla börn- um, námsmönnum, einstæðum foreldrum, gamalmennum og konum á kostnað þeirra en þeir sjálfir séu að sligast undan skatta- byrði og ofþrælkun. Telja þeir nú að tími sé til kominn að þessi hóp- ur myndi þrýstihóp til að fá leiðréttingu sinna mála. Illar tungur segja að fiskifræðingar Hafrannsóknarstofnunar liggi á bæn um að ekki komi einhver asa ganga af þorski, hvort heldur væri 1976 árgangurinn sem týnd- ist ellegar ganga frá Grænlandi. Ef svo yrði myndu allar spár þeirra enn einu sinni hrynja til grunna. En að öllu gráu gamni slepptu hefur það vakið nokkra furðu hve seint Hafrannsóknar- stofnunin tók við sér þegar mikla þorskgangan kom á Vestfjarða- mið og í Breiðafjörðinn. Viku eftir að mokveiði hófst er enn verið að safna sýnum að því er sagt er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.