Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. -11. mars 1984 NOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Kari Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðstustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. ritstjórnararein Tvö meginatriði útvarpslaga- málsins Frumvarp til nýrra útvarpslaga hefur verið lagt fram á Alþingi og er það í nær öllum atriðum samhljóða tillögum útvarpslaganefndar. Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um frumvarpið en ekki hefur verið gerð grein fyrir honum í einstökum atriðum. Hér er því fremur um umræðuplagg að ræða heldur en venjulegt stjórnarfrumvarp þó að það sé hin formlega staða þess á þingi. Útvarpslaganefndin lagði til að fleirum en Ríkisútvarpinu verði veitt leyfi til útvarps, en með útvarpi er átt við hljóð- varp og sjónvarp. í 1. kafla lagafrumvarpsins er fjallað um það með hvaða skilyðrum leyfi til útvarpsreksturs yrðu veitt, og er eingöngu miðað við svæðisútvarp. Engin ný útvarps- stöð yrði því hliðstæð Ríkisútvarpinu, en ljóst er þó að stöðvar á suð-vestur horni landsins gætu náð til rúmlega helmings landsmanna. Tækniþróun gerir það að verkum að óskynsamlagt verður að teljast að standa gegn rýmkun á útvarpslögunum. Einka- stöðvar til útsendingar á sjónvarpsefni gegnum þráð hafa sprottið upp víða í bæjarfélögum þó ófullkomnar séu og úreldast fljótt. Vitað er um fjársterka aðila, eins og t.d. Borgar-ísfilm, sem hyggja á dreifingu sjónvarpsefnis. Þá þykir sýnt að senn líði að því að geislar frá sjónvarpshnöttum náist hér, þó að úrvalið verði þar minna á næstu áratugum heldur en gert hefur verið ráð fyrir hingað til. Tæknilega eru hljóðvarpssendingar um takmarkað svæði orðnar á hvers manns færi svo að segja. Þessvegna stendur spurningin varla um það hvort standa eigi fast á einkarétti Ríkisútvarpsins eða ekki, heldur um það hvort eigi að lögbinda stýringu eða að láta mál þróast fyrir utan lög og rétt. Ef vel á að fara er það meginatriði að festa það sjónarmið í lög frá upphafi að dreifingarkerfi skuli vera í opinberri eigu, rétt eins og vatnsveitur og rafmagnsveitur. Meginreglan á að vera sú að sveitarfélög og Póstur og sími tryggi að fyrir hendi sé í hverju sveitarfélagi fullkomið dreifingarkerfi fyrir sjónvarps- og útvarpsefni. Hið opinbera ásíðan að skipta sér sem minnst af því hverjir framleiða inn á slík dreifingarkerfi og það á að vera sem flestum opið og auðvelt. Um framleiðsluhliðina eiga aðeins að gilda fáeinar meginreglur og þar á frelsið að ríkja. Ef hinsvegar einstök einkafyrirtæki ná að einoka dreifikerfi sjónvarps- og útvarps er frelsi í fjölmiðlun stefnt í voða. Hér er fyrst og fremst átt við sjónvarp um þráð, kapalkerfi, en margt bendir til þess að einnig sé æskilegt að móttaka á geislum úr sjónvarps- hnöttum og dreifing innanlands eigi að vera á vegum opin- berra aðila. Þar kemur til sögu jafnvægið í byggð landsins og trygging á gæðum sendinganna, auk þess sem skipulagsleysi í þessum efnum gæti orðið viðtakendum feikilega dýrt. Pá verður að forðast „sjóræningjastöðvar“ og huga að þeim möguleikum að texta á íslensku efni sem berst um gervihneti jafnóðum og það yrði sent út hér. I annan stað er það höfuðatriði að hér verði ekki stefnt að viðskiptaútvarpi. Útvarpslaganefndin telur sig ekki gera til- lögur um viðskiptaútvarp en opnar þó dyr fyrir auglýsinga- útvarpi og kaupum fjársterkra aðila á einstökum dagskrár - liðum í nýjum útvarps-og sjónvarpsstöðvum. Það er mis- skilningur að ekki sé hægt að ná afnotagjöldum af viðtak- ‘endum nema í gegnum kapalkerfi. Með nútímatækni er hægt i að „loka“ þráðlausum sendingum fyrir öllum öðrum en þeim sem hafa sérstaka „lykla“ á viðtækjum sínum. Pá er hægt að hugsa sér sérstakt útvarpsgjald til annarra stöðva en Ríkisút- varpsins sem menn gætu skipt niður á stöðvar að eigin vali. Hreint viðskiptaútvarp er afmörgum ástæðum afaróæski- legt og fremur ætti að stefna að því að draga úr viðskipta- auglýsingum í Ríkisfjölmiðlunum, heldur en að bæta við 'fleiri auglýsingamiðlum. Á undraskjótum tíma hefur kjósendahyllin fallvölt aftur tekið Verkamannaflokkinn í faðm sinn einsog gamlan elsk- huga. í skoðanakönnunum er flokkurinn nú siginn uppað fhaldinu, og hið sviplausa sam- sull krata og Frjálslyndra er tæp- ast lengur í augsýn. Og Tony Benn, sem í breskum fjölmiðlum er settur í gervi álíka drísildjöfuls og Chernenkó í Mogganum, átti beinlínis stórleiki í aukakosning- unum á dögunum. Við augum blasir því öllu gæfu- legri framtíð en eftir kosningarn- ar í sumar leið, þegar frú Margrét snéri Verkamannaflokkinn ræki- lega niður í svaðið og bandalag krata og Frjálslyndra var ekki nema tæpu prósenti undir Verka- mannaflokknum í atkvæða- magni. Heilsufar Verkamanna- flokksinsvar þá svo bágborið að bestu menn töldu honum vart hugað lengra líf. En þá einsog nú var ekkert að marka mannvitsbrekkur. En hvað hefur þá breyst? í rauninni hefur ekkert breyst, nema við tók nýr leiðtogi, Neil Kinnock. Neil Kinnock og T ray Ullman syngja og dansa saman á nýútkomnu myndbandi. Forysta sósíalism- ans og kórónafötin Svo vitað sé hefur Neil Kin- nock aldrei staðið í meiriháttar ástarsambandi við Karl Marx og það var atkvæði hans sem olli því að liðsoddi vinstri manna, Tony Benn, féll fyrir foringja hægri flokksvængsins, Denis Healey, í slagnum um embætti vara- formanns um árið. En Kin- nock hefur eigi að síður verið meðlimur Tribune, sem er hópur vinstri sinnaðra þingmanna í Verkamannaflokknum og í kosn- ingunum um formannsembættið var hann kandidat vinstri armsins. Og til marks um róttæka slagsíðu mannsins má nefna, að hann er fylgjandi því að Bretar leggi einhliða niður kjarnorku- vopn sín, sem í breskum blöðum jafnokar aðild að Moskvudeild sovéska kommúnistaflokksins. Allt er þetta gott og blessað einsog Árni Bergmann segir stundum áður en hann fer að leggja spjótinu. Því í fljótu bragði virðist þetta dæmi alls ekki ganga upp. Um það er engum blöðum að fletta að á breska vísu er Neil Kinnock þokkalega vinstri sinnaður sósía- listi. Auk heldur hefur hann marglýst yfir að hann telji litla þörf á róttækum breytingum á stefnu flokksins. Hvernig má þá vera, að á tím- um óumdeilanlegrar hægri sveiflu og þar að auki skömmu eftir að kjósendur eru búnir að hafna allrækilega einmitt þeirri stefnu sem hann stendur fyrir, þá skuli kjör Kinnocks í embætti for- manns Verkamannaflokksins stórauka fylgi flokksins meðal kjósenda? Svarið er ekki ýkja flókið. Á tímum sjónvarps og mynd- rænnar fjölmiðlunar skiptir það minna máli hvað stjórnmála- mennirnir hugsa og segja, heldur en hvernig þeir líta út í sjónvarpi. við skögultennurnar á frú Mar- gréti Thatcher til að maður fengi ekki alveg eins þungt áfall þegar hún glotti uppí sjónvarpsmynd- avélina. Auglýsingastofan, sem sér um að selja frúna, lét hana jafnframt breyta hárgreiðslunni, keypti handa henni nýtískulegri kjóla 1 staðin fyrir gömlu drusl- urnar, og síðast en ekki síst, lét hana lita á sér hárið. Þetta var þó ekki eina breytingin sem gerð var á frú Margréti. Manneskjan er með ó- líkindum grimmúðleg í sjón- varpi, ekki mikið hlýlegri en bráðnandi ísklumpur, svo auglýs- ingastofan sendi hana í skóla til Ossur Skarp héðinsson skrifar Og hannhugsaði sig ekki um tvisvar þegar poppstjarnarn Tracy Ullman bað hann að leika í vídeóinu sem hún gaf út með nýj- asta laginu sínu sem nú þýtur upp breska vinsældalistann og gefur auðvitað Kinnock og Verka- mannaflokknum ómælda auglýs- ingu. Útlit og framkoma stjórnmála- manna eru einfaldlega að verða mikilvægari en hin pólitíska af- staða þeirra. Þetta kann að spegla minnkandi mun milli flokka, sem að líkindum gerir persónur leiðandi stjórnmála- manna mikilvægari þátt í vali kjósandans en ella. Hitt er víst að vaxandi fjöl- miðlatækni breytir áherslum í stjórnmálum og í nútmanum eru auglýsingastofurnar komnar í gervi Mefistófelesar sem bak við tjöldin stýrir hinum veiklunda Fástum stjórnmálalífsins. að læra að brosa. Það tókst ekki betur en svo að síðan er hún sí- brosandi upp úr þurru, svo spyrl- ar fara á tauginni og halda að for- sætisráðherra sé að hlægja að sér ellegar áhorfendur fá hálfgerða minnimáttarkennd yfir að skilja ekki grínið. Þetta skildi breska íhaldið mun fljótar en Verkamannaflokkur- inn. Þannnig var til dæmis gert Neil Kinnock, sem er glæsilega skollóttur, er þó ekki enn búinn að fá sér hárkollu. Aftur á móti er hann allra manna færastur í sjón- varpi, svo það er hreinasta unun að horfa á hann, skiptir þá ekki alltaf máli hvort talið er á, eða ekki. Þar liggur hundurinn grafinn. Neil Kinnock kann á myndrænu fjölmiðlana. Hann er afslappað- ur og húmorískur og þessvegna eftirsóttur í skrafþætti sjónvarps- ins þarsem hann notar tímann til að gera góðlátlegt grín að íhald- inu, en lætur vera að auglýsa vinstri stefnu sína og flokksins. íslenskir pólitíkusar eru auðvitað löngu búnir að upp- götva þetta með þeim voveiflegu afleiðingum að kosningaþættir í sjónvarpssal minna satt að segja oft á minniháttar tískusýningar. Einsog vera ber láta framverðir sósíalismans ekki undan síga fyrir fulltrúum peningavaldsins í þessu máli fremur en öðrum. Að minnsta kosti man ég ekki betur en meiriparturinn af forystuliði íslenskra sósíalista hafi fyrir kosningar á seinni hluta síðasta áratugs tekið gagngerri mynd- • breytingu, einsog í dýraríkinu er algengt á meðal froska, og litu skyndilega allir út einsog nýliðar hjá Módelsamtökunum. Um svipað leyti var því logið af vondu fólki að Alþýðubandalagið hefði keypt upp lagerinn af Kóróna- fötum í landinu. Með hliðsjón af síðustu kosningum virðast þau samt ekki ýkja haldgóð. Kannske væri ráð að reyna nú Karabæjarfötin næst?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.