Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN bæjarrölt Borgarverkfrœðing í stein Ég var að koma af fimm- sýningu í Háskólabíó og lá á að komast heim til mín á Flóka- götuna. Ég þeysti norður Suður- götu, og brátt var ég kominn í himinhæðir en Suðurgatan liggur eins og allir vita í tignarlegum sig- urboga yfir Grjótaþorpið sem einu sinni var. Svo tók ég glæsi- lega sveigju í slaufunni niður í Kirkjustrætið og nú var hægt að kitla pinnann því að breiðstrætið liggur óslitið alveg upp á Rauðar- árstíg. Jón Sigurðsson og þing- húsið þutu framhjá mér eins og í sjónhendingu og brátt var ég kominn upp á Amtmannssstíg og Grettisgötu. Látlaus straumur bíla streymdi eftir þessari miklu umferðaræð, tvær samhliða raðir í hvora átt. Óþarfi er að taka fram að ég náði kvöldmatnum á tilsett- um tíma. Þetta var reyndar draumsýn samkvæml aðalskipulagi Reykja- víkur 1962-83 sem nú er löngu úrelt. Með því var bíllinn settur í öndvegi og ráðgert að skera sundur alla gömlu Reykjavík - „úreltir bæjarhlutar“ stóð í skipu- laginu - með hraðbrautum og skipti þá engu máli hvað fyrir varð: hús, garðar eða fólk. Brjóta átti Grettisgötunni leið í gegnum Steininn við Skólavörðustíg og húsin sunnan hans þar til Amtmannsstíg yrði náð og fara svo með hann yfir í Kirkjustræti í gegnum húsin við Lækjargötu. Einnig átti að fjarlægja alla hús- röðina norðan Grettisgötu og skerða Austurvöll. Ég sé í anda hraðbraut milli dyra Aþingis- hússins og Austurvallar. Óg Jón heitinn Sigurðsson með hendur fyrir eyrunum þar sem hann stendur keikur á stalli sínum. Hraðbrautin sá auðvitað aldrei dagsins ljós og mönnum hefur tekist að skilja að görnlu hverfin eru ekki úrelt. Þó er einn og einn á gömlu línunni ennþá og þar í hópi er líklega borgarverkfræð- ingurinn í Reykjavík. Hann lét nýlega á þrykk ganga að gera bæri Fríkirkjuveg að breiðgötu með því að leggja akbraut sjö og hálfan metra út í Tjörnina. Sann- arlega athyglisverð tillaga. Tjörnin hefur stundum verið kölluð perla borgarinnar og frið: sælt umhverfi hennar rómað. í kringum hana eru fallegir garðar, svo sem Hljómskálagarðurinn og Hallargarðurinn, og húsin við hana sérlega glæsileg, mörg ný- viðgerð og flestum vel við haldið, Þarna spókar fólk sig á góðviðris- dögum og foreldrar koma allan ársins hring með litlu börnin að gefa öndunum brauð. Við Tjörn- ina eru leikhús og æskulýðsmið- stöð og í framtíðinni verður Listasafn ríkisins í Herðubreiðar- íshúsinu. Þar að auki verður Kvosin sjálfsagt með tímanum fyrst og fremst göngubær eins og þróunin hefur víðast hvar verið erlendis. Ef Fríkirkjuvegur og Sóleyjar- gata verða gerð að hraðbraut legg ég til að reist verði risastórt líkneski af borgarverkfræðingi út í miðri Tjörninni - helst steypt. -Guðjón Veistu... að Alþýðublaðið, Verkalýðs- blaðið og Vísir hafa öll haft aðsetur í Fjalakettinum. að H.Ben., fyrirtæki Hallgríms Benediktssonar, föður Geirs utanríkisráðherra, hóf starf- semi sína í Fjalakettinum. að auk þeirra listamanna sem nefndir voru sl. sunnudag bjuggu Benedikt Gröndal, Asmundur Sveinsson og Baldvin Björnsson um tíma í Fjalakettinum. að íslenska fálkaorðan var hönnuð í Fjalakettinum. Það gerði Kjartan Ásmundsson gullsmiður sem lengi hafði vinnustofu og verslun þar. að útvarpsráðsfundir voru flestir haldnir í Fjalakettinum á ár- unum 1930-45 en Helgi Hjörvar var þá formaður út- varpsráðs og bjó þar. að Ingibjörg Helgadóttir bjó í Fjalakettinum en hún var að- aldriffjöður í Kvæða- mannafélaginu Iðunni, og þar voru um árabil haldnir fundir þess. að tímaritið Dvöl hafði aðsetur í Fjalakettinum. að Fjalakötturinn fékk nafn sitt • af því að hann þótti svo mikið gálgatimbur en nafnið getur líka merkt músagildra. að árið 1976 fór fram skoðun á húsinu og kom þá í ljós að burðagrind þess var að mestu leyti heil. að oftar en einu sinni hefur kom- ið upp eldur í Fjalakettinum en alltaf hefur tekist að slökkva hann strax. Skyggnir menn telja að Valgarður Breiðfjörð, sá sem byggði húsið í núverandi mynd, standi brunavakt í portinu í miðju húsi og geri aðvart ef eldur komi upp. að gamli leikhús- og bíósalurinn tók 300 manns í sæti en alls gátu verið þar um 400 manns. að Jóhann „bóki“ Jóhannesson átti Fjalaköttinn á tímabili en hann gaf út margar af vinsæl- ustu sögum aldamótanna svo sem Kapítólu og Valdimar munk. Mun Helgi Hjörvar hafa þýtt sumar þeirra. sunnudagshrossgátan _____________ nr. 4i4 ) 2. 3 5" iO 7 7 s? 7 10 // /2 7 /¥ /<r / 6 Jl 3 /7 /V )9 3 ¥ /2 2? )& /<7 20 r //>' A ¥ /¥ V >7- /7 21 /¥ 7 /6 22 // /*/• $ )i /7 2? y 9 7 2/ V 22 ¥ ¥ 23 2Ý zo -2 )(o 'Y' V 12 7 )¥ 22 2¥ 20 ¥ /6 )é> V ¥ V 2T~ 26 2d 22 )/ 12 7 /6 /8 Zl 22 (p 29 29 )(o 23 22 1\ 2/ 18 ¥ ¥ 30 /¥ zi /¥ /7 /¥ // /7 S2 7 /7 23 28 2C7 Sp e ¥ ¥ /¥ 7 s? )9p Y 3(7 22 b ¥ 32 ‘-t 23 2? /¥ ¥ 12 )<f 2/ /6 S /7 29 /6 7 /7 /8 ?V' V 9 29 29 /¥ 7 22 // JO // ¥ 2? V 22 ¥ /7 7 /6- 7 22 )? 22 21 2/ !(p 22 3 2o s~ /¥ Zd S2 7 22 /6“ /7 7 S2 /¥ 7 /z /¥ 22 A Á B D ÐEÉ FGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 414“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2£ 2 20 5 2 22 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 411 hlaut Þóra Helgadóttir, Fornhaga 13, 107 Rvík. Þau eru myndabók Fjölva um Rokk. Lausnarorðið var Þorvaldur. Verðlaunin að þessu sinni eru bókin Ólympíuleikar að fornu og nýju eftir dr. Ingimar Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.